Morgunblaðið - 26.06.1986, Page 32

Morgunblaðið - 26.06.1986, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986 Landsmót hestamanna hefst í næstu viku: Glæsilegt mótssvæði á Gaddstaðaflöt tek- ur við 15 þús. manns Morgunblaðið/ValdimarKristjánsson Nýja stódhestahúsid sem tekur 48 hross er eitt þad veglegasta sinnar tegimdar en það var byggt í vetur. __________Hestar Valdimar Kristinsson Senn líður að þvi að landsmót hestamanna hefjist. Mótið mun standa yfir i fimm daga og ef að líkum lætur má búast við miklnm fjölda áhorfenda. Undir- búningur er nú á lokastigi bæði hjá þeim sem mæta með hross tU keppni og sýninga og svo þeim sem vinna við undirbúning móts- svæðisins. Nú fyrir skömmu boðaði fram- kvæmdanefiid mótsins til blaða- mannafundar þar sem svæðið og dagskrá mótsins voru kynnt fyrir fjölmiðlamönnum. Einnig voru mættir á þennan fund forsvarsmenn Rangárvallahrepps, en þeir kjmntu þá ferðamannaþjónustu sem f boði er á Hellu. Þegar ekið var um svæðið mátti sjá að ekki hafði verið setið auðum höndum því svæðið hefur tekið miklum stakkaskiptum. Þrír nýir sýningarvellir Fyrir nokkrum árum byggði hestamannafélagið Geysir stórt og veglegt veitingahús efst í áhorf- endabrekkunni við kappreiðabraut- ina en nú hafa bæst við stóðhesta- hús fyrir 48 hesta og mjög fullkom- in snyrtiaðstaða í sér húsi. Er snyrtihúsið tvískipt þannig að aldrei þarf að loka því meðan á móti stendur. Fullyrða má að stóðhesta- húsið sé það veglegasta sem byggt hefur verið á mótssvæðinu. í enda hússins er upphækkað glerhýsi þar sem eftirlitsmenn hafa góða yfírsýn yfír hestana sem hýstir verða móts- dagana. Aður en framkvæmdir fyrir landsmótið hófust var til staðar 300 metra hringvöllur staðsettur inn í kappreiðabrautinni, en nú hafa tveir slíkir verið byggðir. Annar þeirra er norðan við gamla völlinn inn í stóra hringnum eins og sá gamli, en þriðji völlurinn er aftur á móti austan við áhorfendabrekkuna. (Sjá meðfylgjandi teikningu af móts- svæðinu.) Einn nýju vallanna, svokallaður Brekkuvöllur, er nokkuð nýstárleg- ur að gerð og greinilegt er að þar hugsa menn til framtíðarinnar. Er völlurinn eitt stórt plan sem síðan verður girt þannig að menn geta valið um tvo möguleika þegar sýnd er yfírferð, skeið eða hratt tölt. Annars vegar geta menn riðið út úr annarri langhliðinni eins og tíðkast hefur og hinsvegar riðið skáhallt (hom í hom) yfír planið. Þá má nefna að skammhliðar vallarins em styttri en venja er til sem gerir það að verkum að langhliðamar verða lengri. Agætis áhorfendabrekka er við Brekkuvöll, betri en áhorfenda- brekkan að vestanverðu að því leyti til að hún er brattari. Tjaldsvæði og bílastæði stóraukin Á undanfömum ámm hefur verið sáð og borið á sandana austan við aðalmótssvæðið og verður þetta svæði nú notað í fyrsta sinn fyrir tjaldsvæði, bílastæði og beitarhólf. Þess má geta að öll umferð um aðalsvæði verður óheimil en það ætti ekki að koma að sök því vega- lengd milli tjaldsvæða og vallanna er mjög stutt. Þó verður fólki leyft að fara með bíla inn á tjaldsvæðin til að losa sig við vistir og viðlegu- búnað. Fljótlega eftir að kemur inn á svæðið verður til staðar upplýs- ingamiðlun þannig að gera má ráð fyrir að hlutimir geti gengið greið- lega fyrir sig. Snyrtiaðstaða verður á tjaldsvæðunum þremur auk þess sem áður hefur verið minnst á. Mjög öflugt vatnskerfí hefur verið lagt um allt svæðið en sveitarfélagið lagði vatnslögn að svæðinu svo ekki ætti að þurfa að óttast vatns- skort. Ekki þurfa mótsgestir að nesta sig út fyrir mótið því auk þess sem seldar verða veitingar á sjálfum mótsstaðnum s.s. heitur matur og samlokur, þá er veitingaskáli á Hellu og svo verður Kaupfélagið á Hellu opið alla daga meðan á mót- inu stendur til kl. 11.30. Nærvera við Hellu styrkur fyrir mótíð Það má tvímælalaust telja það mikinn styrk að halda mótið svo nærri byggðarkjama en um tíu mínútna gangur er frá mótssvæðinu yfír á Heliu. Verður opnunartími ýmissa fyrirtækja og þjónustaðila á staðnum rýmkaður vemlega meðan á mótinu stendur. Hér áður var minnst á Kaupfélagið Þór sem mun hafa opið fram undir miðnætti öll kvöld. Grillskálinn verður opinn frá kl. 8—24, bensínafgreiðsla allan sólarhringinn, heilsugæslustöðin frá kl. 9—17, Búnaðarbankinn verð- ur opinn bæði laugardag og sunnu- dag frá kl. 13—16, símstöðin frá kl. 10—13 bæði laugardag og sunnudag, sölutum staðarins frá kl. 14—23.30, Bílaþjónustan, Dyn- skálum, frá kl. 8—22 alla daga, gistiþjónustan Mosfell verður opin allan sólarhringinn, apótek verður opið frá kl. 9—17, sundlaugin frá kl. 8—21, bakarí verður opið frá kl. 8—18 og Tjaldborg hf. sem er með viðgerða- og varahlutaþjón- ustu, verður opin frá kl. 10—17. Um sexhundruð hross í keppni Telja má fullvíst að á þessu lands- móti komi saman rjóminn af hesta- kosti okkar íslendinga enda em þessi mót tvímælalaust hápunktur íslenskrar hestamennsku. Keppnis- greinar em gæðingakeppni ungl- inga og fullorðinna, töltkeppni, kappreiðar og síðast en ekki síst sýning á bestu kynbótahrossum landsins. Hafa landsmót ávallt verið framfaramót bæði hvað varðar hestakost og framkvæmd og að- stöðu á mótum. Er ekki ástæða til að ætla annað en svo verði einnig nú. Alls verða tæplega sexhundmð hross í keppni og sýningum á mót- inu, 266 í gæðingakeppni unglinga og fullorðinna, 17 keppendur í tölti og 79 kappreiðahross mæta tii leiks. Auk þess mætir töluverður fjöldi hrossa í afkvæmasýningar með foreldmm sínum. Ekki verður þessum ágætu hrossum í kot vísað þegar á móts- stað kemur því eins og áður sagði er búið að rækta upp mikið sand- flæmi austan við mótssvæði og er þeim ætlaðir rúmir 200 hektarar til beitar sem skipt er niður í að minnsta kosti Ijögur hólf. Þegar blaðamenn vom á ferð á dögunum var grasið komið í miðjan legg og á það enn eftir að hækka fram að móti. Ferðahross munu hinsvegar höfð á tveimur stöðum, þeir sem koma að austan Rangár fara með hross sín í Gunnarsholt en hinir sem koma að vestan árinnar hafa hross sín að Ægissíðu sem er svo til beint á móti mótsstaðnum en handan ár- innar. Eitthvað fyrir alla í dagskrá mótsins I máli þeirra Kjartans Ólafssonar framkvæmdastjóra mótsins og Gunnars Jóhannssonar formanns framkvæmdanefndar kom fram að þetta mót væri ekki eingöngu hesta- mönnum til skemmtunar heldur mætti einnig líta á þetta sem fjöl- skylduskemmtun og gilti það einu hvort fólk væri á kafí í hesta- mennsku eða ekki. Nefndu þeir í því sambandi að starfrækt yrði hestaleiga meðan á mótinu stæði og væri hún ekki síst hugsuð fyrir yngstu kynslóðina, einnig yrði þama fjölskrúðugt tjaldbúðalíf. Ekki er ástæða til að rekja hér dagskrána en benda má á nokkra dagskrárliði sem ekki tilheyra beint mótshaldinu. Á fímmtudagskvöld heldur dr. Þorvaldur Ámason erindi um hrossarækt í Hellubíói, á föstu- dagskvöld verður farinn sameigin- legur útreiðartúr um Rangárvelli undir fararstjóm Sigurðar Haralds- sonar. Verður haldin mikil grill- veisla í ferðinni. Þá verða haldnir dansleikir í Njálsbúð í Landeyjum Ekki þarf að kvíða beitarleysi í högum keppnishrossanna þvi þau fá að valsa um á rúmlega tvöhundruð hektara svæði sem er nú þegar orðið kafloðið sem sjá má. Þeir Kjartan Óiafsson framkvæmdastjóri mótsins og Gunnar Jóhannsson formaður framkvæmdanefndarinnar standa í einni spildunni og velta fyrir sér hversu mikið gras verði komið fyrsta dag mótsins. í baksýn sést svæðið þar sem tjaldborg mun nsa. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Nauðungaruppboð ( Húnavatnssýslu. Eftirgreindar fasteignir í Húnavatnssýslu sem auglýstar hafa verið i Lögbirtingablaöi og uppboðsmál hafa verið þingfest verða seldar á uppboöi er hefst hér á skrifstofu sýslunnar á Blönduósi föstudaginn 27. júni kl. 14.00. Uppboöunum verður svo framhaldið á eignunum sjálfum eftir nánari ákvörðun uppboðsþings- ins: Höfðabraut 17, Hvammstanga, eigandiSteindórSigurðsson, Aðalgata 11, Blönduósi, eigandi Haraldur Haraldsson. Það uppboð er annað og síðara. Sýslumaður Húnavatnssýslu, Jón ísberg. Alftanes Kennarahjón óska eftir góðu húsnæði á Álftanesi, í Hafnafirði eða Garðabæ. Upplýsingar í síma 92-6600. Verslunarhúsnæði til leigu við Skólavörðustíg. Laust strax. Tilboð merkt: „L-5734“ sendist augld. Mbl. fyrir 30. júní. Útboð Byggingasamvinnufélagið Hlíf á ísafirði óskar eftir tilboðum í 2. áfanga byggingar sjálfs- eignaríbúða fyrir aldraða, HLÍFII. Verkið felst í fullnaðarfrágangi innanhúss frá fokheldu stigi að fullfrágengnu húsi. í húsinu verða 42 íbúðir auk sameiginlegrar þjónustu. Útboðsgögn verða afhent hjá VST hf., Aðal- stræti 24, 400 ísafirði, frá og með 27. júní gegnkr. 10.000.-skilatryggingu. Tilboð verða opnuð í Hlíf I., ísafirði, mánu- daginn 21. júlí 1986 kl. 11.00. Útboð — reyklúgur Hagkaup hf. Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir tilboði í 12 reyklúgur, hver um 2 fermetr- ar að stærð, fyrir verzlanamiðstöð í Kringlu- mýri í Reykjavík. (Kringluna) Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. Ármúla 4, Reykja- vík. Tilboðum skal skila til Hagkaups hf., Lækjar- götu 4, Reykjavík fyrir kl. 11.00 mánudaginn 7. júlí 1986 en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Hagkauphf., Lækjargötu 4, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.