Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986 55 V-Þjóðverjar héldu takinu á Frökkum — og eru öllum á óvart komnir íúrslitá HM ífimmtasinn AP/Símamynd • Wolfgang Rolff (nr. 21) fagnar hór fyrsta marki þjóðverja, sem Brehme skoraði á 9. mínútu leiksins í gær. Bats og Platini eru niðurlútir. í SÍNUM langbesta leik í heims- meistarakeppninni í Mexíkó unnu Vestur-Þjóðverjar sannfærandi 2:0-sigur á Frökkum f undanúr- slitunum í gær. Úrslit sem svo sannarlega komu á óvart, ekki síst vegna þess að sigurinn var fyllilega verðskuldaður. Vestur- Þjóðverjar léku mjög vel og gáfu hinu léttleikandi franska liði aldr- ei tækifæri til að komast I gang. Markið sem Andreas Brehme gerði úr aukaspyrnu strax á níundu mínútu var vendipunkturinn í leikn- Fögnuður í Þýskalandi Heidelberg. GEYSILEGUR fögnuður braust út hér í Þýskalandi í gærkvöldi eftir sigurinn gegn Frökkum á heims- meistarakeppninni. Fólk streymdi út á göturnar og veifaði þýska fánanum, söng ættjarðar- lög og dansaði. Efnt var til mikill- ar flugeldasýningar við kastalann sem gnæfir yfir Heidelberg, en það er annars ekki gert nema á stórhátíðum, og stemmningin var eins og á þjóðhátfð. -S Franz Beckenbauer Unnum besta lið íheimi — sagði Beckenbauer FRANZ Beckenbauer, þjálfari þýska landsliðsins, var að vonum himinlifandi eftir leikinn f gær- kvöldi. „Við erum yfir okkur kátir að vera komnir f úrslit. Við vorum að leika við besta knattspymulið f heimi hár áðan — og við unn- um“, sagði hann. „Þetta var spennandi leikur. Við lékum fast og gáfum þeim ekkert pláss til að leika sína skemmtilegu knattspyrnu. Það er okkar stíll — þýskur stíll — aö gefa andstæðing- unum ekki mikið svigrúm. Þetta er betri árangur en ég átti von á. Ég hafði látið mig dreyma um að komast í undanúrslit — en að fara alla leið í úrslitaleikinn er miklu meira en nokkur í Þýskalandi átti von á", sagði Beckenbauer. um. Markið má að nokkru leyti skrifast á reikning Joel Bats, mark- varðar franska liðsins, sem missti boltann undir sig. En við þaö að komast yfir í leiknum jókst sjálfsör- yggi þjóðverjanna mjög, og þeir fóru að leika saman á miðjunni og í framlínunni á mun beittari máta en áður á HM. Vörnin var svo eins og áður — geysilega sterk og hinir frægu miðjumenn Frakka áttu í mestu vandræðum með að koma knettinum á milli sín þegar þeir voru komnir fram yfir miðju. Leikurinn varð að mikilli andlegri baráttu og í henni sigruðu Þjóð- verjarnir augljóslega. Frakkar hafa löngum haft svipaða minnimáttar- kennd gagnvart Þjóðverjum í knattspyrnu og við íslendingar gagnvart Svíum í handknattleik - þeir trúðu því varla sjálfir að þeir geti unnið þá. Og strax eftir markið í upphafi leiksins náðu Þjóöverjar völdum á vellinum — þeir réðu hraðanum, þeir dempuðu niður hraðann þegar það hentaði þeim, og juku hann einnig þegar þeim hentaði. Frönsku leikmennirnir virtust brotna við mótlætið, sá leikskilningur sem jafnan ríkir í liöinu, einkum meðal miðjumann- anna, var ekki fyrir hendi og þeir fóru að rífast í dómaranum — og sín á milli. Karl-Heinz Förster, sem lék stórkostlega í þýsku vörninni, hélt Platini algjörlega niðri, og þeir tveir leikmenn Frakka, sem hvað helst höföu ástæðu til aö ná sér niðri á Þjóðverjum — Maxime Bossis, sem brenndi af úrslitavítinu í leikn- um á Spáni 1982, og Patrick Batt- iston, sem Schumacher slasaði svo illa í sama leik — virtust fara á taugum þegar þeir komust í góð marktækifæri. Sérstaklega fór Bossis illa að ráöi sínu þegar hann var einn fyrir opnu marki í fyrri hálfleik, og haföi nógan tíma til að leggja boltann fyrir sig, en skaut yfir. Rudi Völler var hins vegar öryggið uppmálað þegar hann gerði seinna mark Þjóðverja eftir að venjulegum leiktíma lauk — enda vissi hann þá að lið hans var búiö að vinna leikinn. Sigur Vestur-Þjóðverja þýðir að þeir leika til úrslita um heimsmeist- aratitilinn í knattspyrnu í annað skiptið í röð og í fimmta skipti í heild — oftar en nokkur önnur þjóð. Þeir Toni Schumacher, Karl-Heinz Förster, Peter Briegel, Felix Magath, Pierre Littbarski, og Rummenigge voru allir í hópnum í síöustu keppni. Vestur-þjóðverjar hafa tvisvar orðið heimsmeistarar —1954 og 1974. TDNUSTISTAD HAVADA EYRNARHLIFAR FYRIR RÁÐLAUSA MÓTTÖKU Að vinna með heyrnarhlífar getur verið þreytandi, nú bjóðast heyrnarhlífar sem taka þráðlaust á móti t.d. útvarps-, tonlistar- eða upplýsingasendingum, hvort sem vinnustaðurinn er hávaða- samur eða ekki. Þessi kerfi eru einföld og þægileg í meðförum og til í eftirtöldum stærðum: - FM þriggja rása kerfi fyrir minni sem stærri vinnustaði. - FM einnar rásar kerfi fyrir minni staði. - FM einnar rásar kerfi fyrir lítil verkstæði og stórar sem smáar vinnuvélar. Sendir gerir hljóðdreifingu mögulega, allt að 5000 m2 Tækjastöð með tveim FM/LM útvarpsrásum og segulbandi, hægt að fá hátalarakerfi viðtengt Með þessum hljóðnema er hægt að ná inn á eina eða aliar rásirnar þrjár. Létt heyrnartæki með vasamóttakara fyrir hljóðlátt umhverfi. /Wb jÁjiX [~lí> xj£>t-JD Viðgerða- og varahlutaþjónusta. Skeifan 3h - Sími 82670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.