Morgunblaðið - 26.06.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 26.06.1986, Síða 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 139. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Treholt leitaði til KGB Osló, frá Jan Erik Laure, fréttarítara Morgunbladsins. ARNE Treholt skrifaði yfir- manni sínum hjá sovézku leyni- þjónustunni, KGB, og bað hann að hjálpa sér vegna réttarhalda í máli sínu. Bréfið var ritað snemma árs og bað Treholt vin sinn Egil Ulateig að koma þvi áleiðis til Titovs. Uiateig segist aldrei hafa sent bréfið. Bréfið var stílað á Gennadij Titov, þann fulltrúa KGB, sem Treholt hafði samskipti við. Lög- reglan fann bréfið við húsleit hjá Ulateig, bezta vini Treholts, sem kom upp um flóttaáætlun hans. í bréfínu bað Treholt Titov að gefa út yfirlýsingar, sem væru sér í hag, því hann taldi það geta orðið mál- stað hans til framdráttar er hæsti- réttur Noregs tæki mál hans fyrir. Ulateig segist aldrei hafa látið bréfíð af hendi við nokkum mann og segist lögreglan sátt við skýring- ar hans. Faðir Treholts, Torstein, hefur ákveðið að stefna blaðinu Verdens Gang og blaðamanni þess vegna ummæla, sem hann telur ærumeið- andi. Sjá „Treholt leitaði ásjár KGB“ og „Faðir Treholts stefnir Verdens Gangk bls.24. Kna ttspyrnusnillingiir DIEGO Maradona virðist algjörlega óstöðvandi f heimsmeistarakeppninni í knattspymu. í gærkvöldi skor- aði hann tvö glæsileg mörk sem tryggðu Argentinumönnum sigur gegn Belgum f undanúrslitunum. Fyrr um kvöldið höfðu Vestur-Þjóðveijar unnið Frakka óvænt og það verða þvi Argentína og Vestur-Þýskaland sem leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Sjá fþróttir á bls. 52-55. Skotland: Geisla- virkni í sauðfé London, Stokkhóimi, AP. BRESK yfirvöld bönnuðu á þriðjudaginn flutninga og slátrun á sauðfé í nokkrum hluta Skot- lands næstu þrjár vikur vegna geislavirks úrfalls frá Chemobyl-kjarnorkuverinu f Sovétrfkjunum. í síðustu viku var lýst yfir sams konar banni f Norðvestur-Englandi og Norður- Wales. Mælingar hafa sýnt aukna geisla- virkni í sauðfé á þessum svæðum, en stjómvöld leggja þó áherslu á, að lambakjöt í verslunum sé ekki hættulegt. Sala á lambakjöti hefur minnkað um 70% í Bretlandi síðan á föstudag- inn, er fyrsta bannið við slátrun gekk í gildi. Einn af þingmönnum Verka- mannaflokksins segir upplýsingar um aukna geislun ógnvekjandi og dregur í efa, að stjómvöld séu nógu varkár. Fyrst eftir kjamorkuslysið var fólki aðeins um skeið ráðið frá að drekka regnvatn. Nýjustu ráðstafanir stjómarinnar em meðal þeirra umfangsmestu í nokkru vestur-evrópsku landi síðan slysið varð í lok apríl; bannið við slátrun tekur til 17% af skosku sauðfé, sem telur um 8,6 milljónir. AP/Símamynd Ahmed Zaki Yamani, olíumálaráðherra Saudi-Arabíu, á tali við hinn nýja forseta OPEC, Rilwanu Lukman, olfumálaráðherra Nígeríu. Leiðtogafundur Evrópubandalagsins hefst í Haag í dag: Afstaða til S-Afríku er aðalviðfangsefnið Haag.AP. LEIÐTOGAR aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) koma saman til tveggja daga fundar í Haag í dag. Helzta umræðuefni þeirra verður ástandið í Suður-Afríku og til hvaða aðgerða bandalagið eigi að grípa vegna þess. Jafnframt verður rætt um efnahag EB, ráðstafanir til þess að afnema ríkjalandamæri innan banda- lagsins eigi síðar en 1992, samskipti austurs og vesturs og erfiðleikana í viðskiptum Olíumálaráðherra Nígeríu gerður að forseta OPEC Viðræður hefjast í dag um ráðstaf anir til að hækka olíuverð Bríoni, Júgóslavíu, AP. FUNDUR OPEC, samtaka olíu- framleiðsluríkjanna, hófst f Júgóslavfu í gær með því að forseti samtakanna, Venezuela- maðurinn Arturo Hernandez Grisanti, var látinn vikja og olíu- málaráðherra Nfgeriu, Rilwanu Lukman, kjörinn forseti OPEC í stað hans. Að sögn talsmanns samtakanna var litið rætt um olíulækkunina undanfarið á þess- um fyrsta fundi, en annar fundur var boðaður seint i gærkveldi. Grisanti hefur legið undir gagn- rýni undanfarið og meðal annars sagði einn ráðherra arabaríkjanna opinberlega að hann væri maður atkvæðalítill og veiklundaður. Gris- anti hefur verið forseti OPEC síð- astliðið hálft ár og er frávikning hans talin bera vott um vaxandi óánægju innan OPEC með það, hve illa hefur gengið að ná samkomu- lagi innan samtakanna um aðgerðir til þess að stemma stigu við olíu- verðslækkuninni. Mana Saeed Oteiba, olíumálaráð- herra Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna, varð fyrstur til þess að gagnrýna hann opinberlega, en í einkasamtölum hefur sú skoðun verið áberandi að hann skorti þá leiðtogahæfileika sem væru nauð- synlegir til þess að stjórna samtök- unum. í dag er búist við að það dragi fyrst verulega til tíðinda á fundinum er viðræður hefjast fyrir alvöru um aðgerðir til þess að breyta þróuninni í verðlagi á olíu. Það er hins vegar ljóst að skoðanir eru mjög skiptar innan samtakanna, en olíuverð- lækkunin er talin muni kosta aðild- arríkin 60 milljarði Bandarfkjadala á þessu ári, eins og nú horfir. íran, Líbýa og Alsir eru þess hvetjandi að olíuvinnsla ríkjanna samanlagt verði minnkuð úr 19 milljónum fata á dag niður í 14 milljónir fata. Hin ríkin 10 í samtökunum telja þennan samdrátt of mikinn, þar sem sum aðildarríkir geti ekki minnkað vinnsluna svo mikið. Vilja þau að vinnslan verði minnkuð niður í 17—18 milljónir fata á dag. Telja þau að verð á olíu muni hækka við það og verða á bilinu 17—19 dalir fyrir fatið undir lok ársins, en það erum 13dalir nú. með landbúnaðarvörur við Bandaríkin. Utanríkisráðherrar bandalags- ríkjanna munu halda sérfund á undan, þar sem afstaðan til Suður- Afríku verður rædd sérstaklega, þar á meðal hvort samkomulags- grundvöllur sé fyrir hendi um refsi- aðgerðir gagnvart Suður-Afríku. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýzkalands, hafa til þessa verið andvíg því að gripið yrði til efnahagsþvingana, þar sem slíkt myndi bitna mest á blökku- mönnum í landinu. í umræðum á hollenzka þinginu á þriðjudag kom hins vegar fram víðtæk samstaða milli stjómar- fiokkanna og stjómarandstöðu um það að hvetjatil harðra refsiaðgerða gagnvart Suður-Afríku og var van den Brök utanríkisráðherra, sem verður í forsæti á fundi utanríkis- ráðherra EB, falið að leita samstöðu um þær á fundinum. Auk Hollands em Danmörk, Ir- land og Belgia fylgjandi hörðum refsiaðgerðum gagnvart Suður- Afríku nú sökum neyðarástandslag- anna þar í landi. Viðskipti Suður-Afríku við aðild- arlönd EB nema um 15,4 milljörð- um dollara á ári, þar af er um helmingurinn við Bretland og Vest- ur-Þýzkaland.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.