Morgunblaðið - 26.06.1986, Side 20

Morgunblaðið - 26.06.1986, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986 Vestmannaeyjar: Landsmót AA-Sam- takanna í Herjólfsdal BUIST er við miklu fjölmenni á landsmót AA-samtakanna í Vestmannaeyjum dagana 27.— 29. júní nk., en landsmótið verður haldið í Heijólfsdai. Þar er öll aðstaða til útivistar, tjald- stæði, snyrtiaðstaða, bílastæði og stutt er í golfvöll og sund- höllina. Reistur verður um 100 fermetra danspallur, leiksvið, gæsluvöllur með leiktækjum fyrir börn og komið verður upp grillaðstöðu. Þá verður sérstök Eyjadagskrá á mótinu og sýnt verður bjargsig og fjallamennska. Boðið verður upp á bátsferðir í sjávarhella og með fuglabjörgum og skoðunar- ferðir um Heimaey. Það er Ferða- skrifstofa Vestmannaeyja sem hefur skipulagt ferðir á AA-mótið í samráði við félaga AA í Eyjum. Morgunblaðið/Emilía Fyrstu léttlömbin Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur veitingastaðurinn Ritan í Kópavogi samið við nokkra bændur um slátrun á ungum lömbum í sumar til að matreiða undirmerkinu „léttlamb**. Fyrstu lömbunum var slátrað í vikunni og verða þau kynnt fjjótlega. Myndin var tekin í gær af Gunnari Páli Ingólfssyni matreiðslu- manni og Sigurgeiri Þorgeirssyni sauðfjárræktarráðunauti við nokkra skrokka af léttlömbum. KROSSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu VerðL SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjáif! UANDSINZ \ ^ið fáið að sníða niður allt plötuefni BBSTA hjá okkur í stórri sög ÚfZVAL- /(_vTV ~ ykkur að kostnaðarlausu. BJORNINN Við erum í Borgartúni 28 Gengið í skrúðgöngu til skógarlundar kvenfélagsins. Fjallkonan, sem flutti ávarp, var að þessu sinni Helena Eiríks- dóttir. 17. júní á Flúðum: Gömlu verk- færin vöktu athygli Syðra-Langholti, 18. júní. Þjoðhatíðardagurinn var haldinn hátíðlegur að venju hér í Hrunamannahreppi. Gengið var í skrúðgöngu frá félags- heimilinu i skógræktargirðingu kvenfélagsins á Flúðum, þar sem messað var, ávarp fjallkon- unnar flutt og Sigurður Tómas Magnússon, lögfræðingur á Grafarbakka, flutti ræðu. Við félagsheimilið var síðan þjóðhátíðarhlaup sem Gunnlaugur Karlsson sigraði í, einnig boð- hlaup milli bænda sem garðyrkju- menn sigruðu í o.fl. sprell. í sund- lauginni var einnig keppt og brugðið á leik. Mikla athygli vakti sýning á gömlum búvélum, drátt- arvélum og jeppum, sem hinir ýmsu bændur eiga og hafa haldið sérlega vel við, og einnig gömul landbúnaðarverkfæri og vélar úr minjasafni Emils Ásgeirssonar í Gröf. Hann hefur safnað og gert upp margar vélar, verkfæri og hinar margvíslegum munum víðs- vegar af Suðurlandi, þökk sé honum. Veður var ágætt til útihá- tíðarhalda. Vegna hins hörmulega flugslyss sem varð skammt frá Flúðum um kvöldið var dansleik sem nýlega var hafinn að sjálf- sögðu aflýst. Sig.Sigm. Gömlu dráttarvélaraar vöktu mikla athygli, einkum yngri kynslóðarinnar. Ijósmynd/Sig.Sigm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.