Morgunblaðið - 27.06.1986, Page 4

Morgunblaðið - 27.06.1986, Page 4
4 MORG UNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1986 Yfirlýsing frá fram- kvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins NORRÆNU heilbrigðis- og félagsmálaráðherrarnir. Frá vinstri: Knud Enggárd, innanríkisráðherra Danmerkur, Mimmi Stilling Jakibsen félagsmálaráðherra Danmerkur, túlkur finnska ráðherrans Ritva Laakso, Matti Puhakka ráðherra Finnlandi, May Flodin landstjórn Álandseyja, Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Tove Strand Gerhardsen félagsmálaráðherra Noregs, Gertrud Sigurdsen félagsmálaráðherra Svíþjóðar og Bengt Lindqvist aðstoðarmaður sænska félagsmálaráð- herrans. MORGUNBLAÐINU barst i gær svohljóðandi yfirlýsing: „í tilefni af skrifum vikublaðs- ins Helgarpóstsins í dag um fjár- framlög frá Hafskip hf. til Sjálf- stæðisflokksins vill undirritaður greina frá eftirfarandi: Hinn 24. október og 18. nóvem- ber 1983 tók Sjálfstæðisflokkurinn við fjárstyrk frá Hafskip hf. samtals að Qárhæð kr. 98.841. Féð var greitt með tveim_ ávísunum, sem framseldar voru Útvegsbankanum af starfsmanni flokksins. Á þessum tíma var safnað fé hjá mörgum aðilum vegna meiriháttar viðgerða og endurbóta, sem gerðar voru á fasteign flokksins, Háaleitisbraut Leggia þarf mikla áherslu á 1, Reykjavík. Þessari greindu fjár- hæð var varið til þess að greiða tiltekinn hluta af kostnaði vegna þessara viðgerða. Það er rétt hjá Helgarpóstinum, að framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins var og er ókunnugt um annað en að þessar greiðslur hafí verið inntar af hendi með jafn eðlilegum og löglegum hætti hjá Hafskip hf. að þessu sinni og styrkir og framlög til stjóm- málaflokka og annarra félagasam- taka hér á landi eru og voru innt af hendi af umræddu fyrirtæki og fjölmörgum öðmm aðilum. Undirritaður gaf skýrslu um þetta mál hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins 11. júní sl. að hennar ósk og greindi þar eins nákvæmlega og honum var og er unnt frá öllum málavöxtum. Reykjavík, 26. júní 1986, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjórí Sjálf- stæðisflokksins." heimaþjónustu við aldraða — samdóma álit norrænna heilbrigðis- og félagsmálaráðherra 25 tillögur bárust 25 TILLÖGUR bárust i sam- Á SÍÐARI fundardegi norrænna heilbrigðis- og félagsmálaráðherra voru málefni aldraðra fram til ársins 2000 til umræðu. Tveir ungir íslenskir sérfræðingar, þau Dögg Pálsdóttir og Hallgrímur Magnús- son geðlæknir fluttu erindi um þessi mál á íslandi. Erindi Daggar fjallaði um stöðu öldrunarmála hér á landi í kjölfar laga um málefni aldraðra sem sett voru árið 1983. í máli hennar kom m.a. fram að hér hefur orðið um- talsverð aukning á þjónustu við aldraða síðastliðin ár. Bæði hafa verið settar á laggimar stofnanir í þessu skyni og heimaþjónusta verið aukin verulega. Þó er ljóst að heimaþjónustu þarf að byggja betur upp á næstu árum. Dögg hefur undanfarið unnið hjá heilbrigðismálaráðuneytinu við rannsóknir á þessum málaflokki í sambandi við nám sitt. Sérstæðar rannsóknir Hallgrímur Magnússon gerði grein fyrir rannsókn á geðheilsu aldraðra sem stundað hefur verið af geðdeild Landspítalans undan- fama áratugi. Rannsóknin hefur farið þannig fram að kannanir á geðheilsu hafa verið gerðar aftur og aftur á sömu einstaklingunum. Aðallega hefur þunglyndi og ellihrömun verið at- huguð. Fólkið sem rannsakað hefur verið er nú tæplega 90 ára að aldri. Áætlað er að framkvæma næstu könnun eftir um tvö ár. Þessi rannsókn er sérstæð að því leyti hve gömul viðföngin eru. Ekki er vitað til þess að þessi ald- urshópur hafí verið rannsakaður áður með tilliti til geðsjúkdóma. Það kom fram í máli norrænu ráðherrana að þeim þætti mikið til þessara íslensku rannsókna koma. Til dæmis sagði May Flodin, frá landstjóm Álandseyja, að Ísland væri langt á undan hinum Norður- löndunum í rannsóknum af þessu tagi, þar sem elstu aldurshópamir era einnig rannsakaðir hér. Áhersla á heima- þjónustu Það var samdóma álit norrænu ráðherranna að á næstu áram bæri að Ieggja kapp á að Ieita fyrst og fremst lausna innan veggja heimil- anna en ekki stofnana. Þessi mál ættu eftir að verða veigameiri með hveiju árinu sem líður, þar sem aldurshópurinn yfir áttræðu verður alltaf stærri og stærri. Mimmi Stelling Jakobsen félags- .málaráðherra Danmerkur sagði að gera yrði þjónustuna þannig úr garði að meiri þjónusta fengist fyrir sama fjármagn. Þegar væri farið að stíga skref í þá átt í Danmörku með því að einblína ekki á stórar dýrar stofnanir þar sem öllum væri smalað inn, heldur bijóta kerfíð niður í smærri einingar og bjóða Áætlunarflug Flug- leiða til Alsír hafiö FYRIR fjórum dögum hófu Flugleiðir áætlunarflug fyrir alsirska ríkisflugfélagið Air Algeríé samkvæmt samningi sem félögin gerðu sín á milli fyrr á þessu ári. í upphafi munu aðeins 5—6 íslendingar starfa í Alsír og hafa á hendi yfirstjórn og eftirlit af hálf u Flugleiða. Samkvæmt samningnum milli flugfélaganna, sem er til fjögurra mánaða, munu Flugleiðir annast áætlunarflug milli Alsír og Frakk- lands, en sá möguleiki er fyrir hendi að samningurinn verði framlengdur í allt að eitt ár. Ef að framlenging- unni verður munu fleiri íslendingar fara til starfa í Alsír, þ. á m. flugá- hafnir. Fyrir þennan fjögurra mán- aða samning fá Flugleiðir um 400 milljónir króna. Vegna þess að nú er háannatími hjá Flugleiðum var gripið til þess ráðs að leigja tvær erlendar þotur og áhafnir á þær. Önnur vélin er af gerðinni Douglas DC 8 og hin Lockheed Tristar breiðþota. ís- lenskt flugfélag hefur ekki áður hft Tristar-vélar í rekstri. Þann 10. júlí nk. mun svo Amar- flug hefla pílagrímaflug fyrir Air Algerié á milli Alsír og Saudi- Arabíu. Samkvæmt þeim samningi, sem stendur í 45 daga, mun Amar- flug fá 270 milljónir króna. Bæði íslensku flugfélögin hafa oft áður haft samstarf við Air Algerié. upp á mismunandi opin þjónustu- form sem fólk fær að velja á milli. Siðfræðilegar spurningar Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðismálaráðherra minntist á annað mál sem rætt var lítillega á fundinum af fínnsku sendinefndinni og á að hennar mati eftir að vera mikið í umræðunni á komandi misseram. Það er spumingin um það hversu lengi við eigum að halda fólki lifandi að naftiinu til með há- þróaðri tækni. Hvenær er rétt að úrskurða manneskju látna? Á að styðjast við heiladauða eða hjarta- dauða? Ragnhildur sagði þetta vera eitt þeirra mála sem þarft væri að taka afstöðu til á næstunni. keppni um nýbyggingu Alþingis. Skilafrestur rann út 12. júní síð- astliðinn. Dómnefnd er tekin til starfa. Hana skipa forsetar þingsins, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Ingvar Gíslason og Salóme Þorkels- dóttir og fjórir arkitektar, Þorvald- ur S. Þorvalsdsson, Helgi Hjálmars- son, Hilmar Þór Bjömsson og Stef- án Benediktsson alþingismaður. Lánasjóður ísl. námsmanna: Þeir fá lán sem geta borgað það til baka — segir Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra „AÐALREGLAN verður auðvitað að þeir fá lán, sem geta borgað það til baka með hóflegum vöxtum og aðrir ekki,“ sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra, en hann hefur staðfest nýjar tillögur stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna um að fella niður skóiagjöld til þeirra, sem stunda fyrríhlutanám erlendis í greinum, sem hægt er að nema hér á landi. Sverrir sagði að ef menn vildu stunda fyrrihlutanám í þeim lönd- um þar sem krafist væri skóla- gjalda eins og í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi þá væri það frjálst. „Þeir verða þá að greiða skólagjöldin sjálfir eins og til dæmis í Bandaríkjunum þar sem skólagjöld era jafnvel nærri því jafn há og dvalarkostnaður. Menn fá þá námslán en ekki fyrir skóla- gjöldum," sagði Sverrir. Hann sagði það vera ákveðna stefnu að hjálpa námsmönnum og greiða götu þeirra. „Við verðum að ná samkomulagi um með hvaða hætti það verður gert. Það verður ekki eins og hefur verið hingað til, að menn geti verið að valsa í þessu án þess að greiða nokkuð til baka og án þess að greiða vexti. Það verður að stemma stigu við því að menn geti vaðið í sjóð- inn og tekið námslán til náms, sem hægt er að stunda ódýrara annars staðar. Ef um sérstakt nám er að ræða, sem ekki er hægt að nema annars staðar þá verður náttúrlega haldið áfram að greiða fyrir fólk,“ sagði Sverrir. „Allur sá áróður sem rekinn heftir verið um að nú yrði hætt að styrkja og styðja námsmenn er rangur," sagði Sverrir. Þegar hefur verið ákveðið að jafha skuldir lánasjóðsins, sem kæmu til með að nema 257 milljónum króna í haust. Heildarfjárframlag ríkisins til lánasjóðsins á þessu ári er á bilinu 1,5 til 1,6 milljarður og er það með hæstu útgjaldalið- um á fjárlögum í ár. „Þú getur skilað því til námsmanna að við skulum fara að tala saman þegar þeir geta fallist á kröfu mína um að ná samkomulagi um að þeir borgi skuldir sínar til baka. Fyrr verður afar erfítt að tala við mig,“ sagði Sverrir. Hrafn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Lánasjóðs ísl. námsmanna, gagnrýndi umfjöllun Morgunblaðsisn um úthlutunar- reglurnar og sagði að í fljótu bragði virtist sér, sem verið væri að gera úlfalda úr mýflugu. Varð- andi skólagjöld væri breytingin sú að sjóðurinn hætti að lána til skólagjalda í fyrrihlutanám f Kanada, Bandaríkjunum og Bret- landi. Hann sagði að þær tillögur um úthlutunarreglur, sem ræddar vora í stjóm sjóðsins hefðu komið frá ýmsum hagsmunahópum stúdenta og ræddar á mörgum fundum áður en gengið var til atkvæðagreiðslu um þær. Flestar vora tillögumar samþykktar samhljóða í stjóm sjóðsins nema tillagan um skólagjöldin, sem kom frá fulltrúum menntamálaráð- herra í stjóm sjóðsins en þeir eru tveir og fulltrúa fjármálaráðherra. Tillagan var samþykkt með at- kvæðum þeirra, á móti voru þrír fulltrúar námsmanna. Fyrstaárs nemar, sem sóttu um lán til sjóðsins á síðasta ári voru á bilinu 1.700 og 1.800 að sögn Hrafns. 70% þeirra stunda nám hér á landi en 500 námu erlendis. Af þeim vora um 100 nemendur, sem stunduðu fyrrihluta nám í löndunum þremur en hefðu getað stundað nám sitt hér á landi, samkvæmt könnun sem gerð var á síðasta ári. „Þetta er sá hópur sem þessi breyting snertir fyrst og fremst," sagði Hrafn. Reiknað- ur hefur verið spamaður, sem af því hlýst að þessi hópur, 100 nemendur, stundi nám hér á landi og kom í ljós að hann verður á bilinu 15 til 20 milljónir króna. Heildartala námsmanna, sem sótt hafa um lán til lánasjóðsins á þessu ári era 6.000 og sagði Hrafn að ákvörðun um tilslökun með tilliti til tekna þeirra kæmi til með að vega upp það sem sparaðist við skólagjöldin og vel það. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst Morgunblaðinu ekki að ná sambandi við fulltrúa Sambands íslenskra námsmanna erlendis í stjóm lánasjóðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.