Morgunblaðið - 27.06.1986, Page 19

Morgunblaðið - 27.06.1986, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986 19 Lif í Soginu Það er alltaf fremur erfitt að afla sér talna úr Soginu, þar eru veiðihús glettilega mörg og veiðibækur að minnsta kosti jafn margar ef ekki fleiri. Þó lekur alltaf eitthvað út, þannig hefur fregnast, að fyrsta daginn, 20. júní, hafi tveir laxar veiðst í landi Ásgarðs, tveir fyrir landi Bflds- fells og tveir fyrir landi Þrasta- lundar, sem er tiltölulega merki- legt, því iðulega þykir það treg veiðistöð. Ekkert fréttist af Syðri Brú, en enginn renndi við Al- viðru dag þennan. Næsta dag voru aftur á móti komnir menn vopnaðir stöngum og þó þeir naeðu engum laxinum á land, þýðir það ekki að þeir hafi einsk- is orðið varir, þeir misstu að minnsta kosti einn vænan lax og sáu fleiri. Þetta er ritað 26. júní og tölumar hér því ekki þær nýjustu sem hugsast getur. Þær gefa þó vísbendingu um að lax hafí verið genginn snemma í Sogið, og þó telja kunnugir að vatnið hafí verið í kaldara lagi. Ekki þarf að taka fram, að þessir laxar sem veiddust voru stórir. veröndinni er ætlunin að koma fyrir útigrilli ásamt borðum og stólum. Síðan verða settir slqólgarðar úr gleri kringum veröndina," sagði Guðmundur er gengið var um nýju húsakynnin. Guðmundur var spurður að því hvers vegna hefði verið ráðist í þessar framkvæmdir. „Það er nú saga að segja frá. Veturinn 1984 var ákveðið að byggja áhalda- geymslu yfir vélar og tæki sem fé- lagið á. Ætlunin var að geymslan yrði ekki stór í sniðum, svona 60 fermetrar á að giska. En hug- myndin óx ört og að lokum var ráðagerðin orðin tífalt stærri í snið- um en í upphafi. Það má segja að við séum enn vélageymslulausir, því að öllu plássi í félagsheimilinu hefur verið ráðstafað og aðeins lítill hluti þess verður notaður sem áhaldageymsla!“ Guðmundur var inntur eftir hvort ekki væri kostnaðarsamt fyrir fé- lagið að standa í stórræðum sem þessum. „Að sjálfsögðu er þetta mikið átak fyrir félagið, en því má ekki gleyma að við höfum notið geysimikils stuðnings bæði ein- staklinga og fyrirtækja. í fyrra var skipuð bygginganefnd sem í eiga sæti Stefán Gunnlaugsson, formað- ur, Hermann Sigtryggsson, Hreiðar Jónsson, Jóhann Áðalsteinsson og ég. Stefán hefur séð um fjármalin og farist vel úr hendi, hann hefur ávaxtað margfalt hveija krónu sem honum hefur borist. Uppreiknaður kostnaður við þessar framkvæmdir er á bilinu 12-14 miiljónir en beinn kostnaður félagsins er mun lægri. Þar kemur margt til. í fyrsta lagi greiðir ríkið 40% af uppreiknuðum heildarkostnaði. Þá hafa margir sjálfboðaliðar lagt hönd á plóginn. Gamlir jaxlar hafa séð að mestu leyti um byggingu heilsuræktar- álmunnar, en fíölmargir aðrir vel- unnamar félagsins hafa komið við sögu í þessu uppbyggingarstarfi. Þá erum við með happdrætti í gangi til að fjármagna þessar fram- kvæmdir og einnig hefur KA-klúbb- urinn í Reykjavík veitt okkur mikinn stuðning," sagði Guðmundur. Eitthvað spaklegt að lokum? „Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn við þetta verk og láta þá von í ljósi að þetta hús megi verða öllum KA-mönnum að gagni, sem íþróttamannvirki og ekki síðu*1 sem alhliða félagsmiðstöð." Grímsá: Enn góð ... Veiði er enn með ágætum í Grímsá, en þar veiddust 90 laxar tvo fyrstu dagana sem frá hefur verið greint. Alls eru nú komnir um 200 laxar á land, eftir því sem Ylfa Þorsteinsdóttir, starfs- stúlka í veiðihúsinu við Laxfoss, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærdag. 8 laxar fengust í gærmorgun. Að sögn Ylfu hefur veiðin einkum verið á neðstu veiðistöð- um árinnar, en dálítið væri farið að reitast upp af físki fram í dal. Þá væri dijúg fluguveiði saman við maðkveiðina. 18 punda lax sem veiddist fyrsta daginn er enn stærstur, en laxinn er annars yfirleitt 5—10 punda og alltaf einn og einn stærri. Nokkrir 15—16 punda fískar hafa verið lagðir að velli. Enn er beðið eftir neistanum á Iðu og í Stóru Laxá og rétt á meðan myndi þessi mynd teljast táknræn fyrir ástandið á þeim slóðum... Morgunblaðið/gg PCW DRAUMATOLVAIM i i ÞETTA ER TOLVAN! FYRIR EIIMSTAKLIIMGA OG FYRIRTÆKI AMSTRAD PCWtölva með íslensku RITVIIMNSLUKERFI, ísl. 3ja tíma leiðbeiningum á snældum, SAMSKIPTAFORRITI fyrirtelex, gagnabanka o.fl. og PRENTARAI-fyriraðeins39.900,- kr. Stóri bróðir, AMSTRAD 8512, er með 2 drifum og stærra minni og kostar aðeins 49.900,- kr. Hann er auk þess hægt að fá fneð fullkomnu fjárhagsbókhaldi eða með viðskiptamanna-, sölu- og lagerkerfi fyrir 59.900,- kr., og með hvoru tveggia fyriraðeins64.900,- kr. -allt í einum pakka - geri aðrir beturl AMSTRAD PCW 8256 ritvinnslutölvan: 256 K RAM (innbyggður RAM diskur), I drif; skjár: 90 stafir x 32 línur. Prentari: Punktaprentari, 90 stafirá sek. AMSTRAD PCW 8512 ritvinnslu- og bókhaldstölvan: 512 K RAM (innb. RAM diskur), 2 drif (B-drif er 1 megabyte), skjár: 90 st. x 32 línur. Prentari: punktaprentari, 90 stafir á sek. FORRIT FYRIR AMSTRAD: Samsklptaforrlt: BSTAM, BSTMS, Chit-Chat, Crosstalk. Honeyterm 8256. Move-it. Aætlana- og relknlforrlt: Pertmaster, Milestone, Brainstorm, Statflow, Cracker, Master Planner. Multiplan, PlannerCalc, SuperCalc. Gagnagrunnsforrlt: Cambase, Cardbox. dBase II, dGraph, dUtil, Delta, Flexifile. Telkniforrlt: Dataplot plus. Datplot III, DR Draw, DR Graph, Polyplot, Polyprint. Forrltunarmál: DR C Basic, Mallard, Basic, Microsoft Basic, Nevada Basic. Cis-Cobol, Nevada Cobol, RM Cobol, HiSoft C, Nevada Fortran, Pro Fonran,DR PL/I, DR Pascal MT+, Nevada Pascal. Pro Pascal, Turbo Pascal. Annað: Skákforrit. Bridgeforrit. íslemk forrlt: Ritvinnsla (fylgir), Fjárhagsbókhald. Viðskiptamannafor- rit. Sölukerfi, Lagerbókhald, Nótuútprenttin, Límmiðaútprentun. Auk þúsunda annarra CP/M forrita. Ath.: Tölvan verður kynnt n.k. laugardag kl. 10.00-18.00 í tölvudeild Bókabúðar Braga v/Hlemm. Verið velkominl (£[£}Braga Laugavegi 118 v/Hlemm, símar 29311 & 621122. Tölvuland hf„ sími 17850. Umboðsmenn útl á landl: Akranes: Bókaskemman. Akureyri: Bókabúðin Edda, Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga, Djúpavogi: Verslunin Djúplð Grindavík: Bókabúð Grindavíkur. Hafnarfjörður: Kaupfélag Hafnfiröinga. Húsavík: Bókaverslun Þórarins Stef., ísafjöröur. Hljómborg, Keflavík Bókabúö Keflavíkur, Vestmannaeyjar: Vídeóleiga GS. Öll verö miöuö við gengi íjúní 1986 og staögreiöslu. Báöum geröum fylgir íslenskt ritvinnslukerfi (LOGO- SCRIPT), Dr. Logo og CP/M+. ísl. lyklaborð, ísl. leiðbeiningar, 3ja tíma kennsluefni á 2 snældum (ísl.), prentari meö mörgum fallegum leturgeröum og -stærðum. Meö AMSTRAD 8512 er einnig hægt að fá fullkomin bókhaldskerfi sem henta mjög vel litlum og meöalstórum fyrirtækjum. Námskeið: Tölvufræðslan sf. Ármúla 36, s. 687590 & 686790: Fjárhagsbókhald 6 tímar aðeins 2.500 kr. Viðskiptamanna-, sölu- og lagerkerfi 6 tímar aöeins 2.500 kr. Ritvinnslunámskeiö 6 tímar aðeins 2.500 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.