Morgunblaðið - 27.06.1986, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1986
Fulltrúadeildin samþykkir aðstoð við contra-skæruliða:
Úrslitin talin mikill
sigur fyrir Reagan
Washington, AP.
FULLTRÚADEILD Bandaríkja-
þings samþykkti í gœr að veita
skæruliðum í Nicaragua 100
milljón dollara í aðstoð. 221 þing-
maður greiddi atkvæði með til-
lögunni, en 209 á móti.
Er litið svo á að þetta sé mikill
sigur fyrir stefnu Reagan í utan-
ríkismálum, þar sem hann hefur
Það væri synd að segja að ítölsku
lögregluna skorti hugmyndaflug til
að vekja athygli á málstað sínum.
Sl. þriöjudag tóku 70 lögregluþjónar
í borginni Treviso sig til og af-
klæddu sig í allra manna augsýn
(þ.m.t. varðstjórans) á lögreglustöð
borgarinnar. Lögregluþjónamir
hafa um nokkum tíma mótmælt
því að þurfa að mæta á vakt klædd-
ir í einkennisbúningi. Hafa þeir lagt
fram kröfu um að mæta á vinnustað
barist fyrir því í marga mánuði að
skæruliðum yrði veitt þessi aðstoð.
Síðustu dagana fyrir atkvæða-
greiðsluna lagði forsetinn allt kapp
á að tillagan yrði samþykkt í full-
trúadeildinni. Kom hann m.a. fram
í sjónvarpi í því skyni og ræddi við
fjölda demókrata til að reyna að fá
þá á sitt band.
í sínum eigin fötum og skipta um
föt á vinnustað.
„Lögregluþjónar í Mílanó og Róm
mæta til vinnu sinnar í einkennis-
búningum og ég sé ekki ástæðu til
að þið hagið ykkur öðruvísi," sagði
Armandos Alfieri, varðstjóri.
Ekki líkaði lögregluþjónunum
svarið og á þriðjudag mættu þeir
til vinnu í sínum eigin fötum og
höfðu einkennisbúninga sína með
Samkvæmt tillögunni fá skæru-
liðamir, sem beijast gegn sandín-
istastjóminni í Nicaragua, um 70
milljónir dollara hemaðarstuðning,
en 30 milljónir verða notaðar til
kaupa á vistum og nauðsynjavömm.
Næst mun öldungadeild þingsins
greiða atkvæði um tillöguna. Er
búist við því að þar nái hún fram
sér í plastpoka. Búningsklefar eru
engir á lögreglustöðinni í Treviso
og skiptu lögregluþjónamir því um
föt í viðurvist varðstjórans og ann-
arra sem leið áttu um lögreglustöð-
ina. Að fataskiptunum loknum
gengu þeir á fund Alfieri og hótuðu
að leggja niður vinnu nk. laugardag,
yrðu kröfur þeirra ekki teknar til
umræðu og greina þá þegar.
Upptæki lögregluþjónanna, sem
hefur vakið mikla kátínu á meðal
ítala, hafði þó sín áhrif þvi strax á
þriðjudagsmorgun var mál þeirra
tekið fyrir og þeim lofað „auknum
sveigjanleika" varðandi fataskipti.
að ganga, enda hefur öldungadeild-
in samþykkt svipaða tillögu áður.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar í gær
komu nokkuð á óvart, en fulltrúa-
deildin, þar sem demókratar eru í
meirihluta, hafnaði svipaðri tillögu
fyrr í vetur. Þó var gert ráð fyrir
að mjótt yrði á mununum, en fáir
gerðu ráð fyrir að úrslitin yrðu eins
afdráttarlaus og raun bar vitni.
Áður en greitt var atkvæði um til-
löguna sagði Thomas O’Neill leið-
togi demókrata í fulltrúadeildinni
og forseti hennar að forsetanum
hefði tekist að snúa nokkmm
demókrötum, en samt mundu að-
eins eitt eða tvö atkvæði skera úr
um hvort tillagan yrði samþykkt
eða ekki.
Harðar umræður urðu í þinginum
um tillöguna. Stuðningsmenn for-
setans héldu því fram að nauðsyn-
legt væri að veita contra-skæmlið-
um stuðning, þar sem það væri eina
leiðin til að bíjóta kommúnisma á
bak aftur í Nicaragua og koma þar
á fót lýðræðisstjóm.
Andstæðingar forsetans sögðu
hins vegar að stjóm Reagans hefði
ekki beitt sér fyrir friðsamlegri
lausn málsins. Með því að veita
skæmliðum hemaðarstuðning væri
Reagan einungis að gera illt verra
og spilla fyrir friðammleitunum í
Mið-Ameríku.
Veður
víða um heim
Lagit Hast
Akureyri 16 skýjað
Amsterdam 16 25 heiðskfrt
Aþena 20 30 akýjað
Barcelona 26 alskýjað
Berlfn 11 27 helðakfrt
BrOsael 16 30 heiðskfrt
Chicago 6 26 akýjað
Dublin 11 20 heiðakfrt
Feneyjar 26 þoku-
móða
Frankfurt 14 26 heiðskfrt
Genf 17 27 helðakfrt
Helainkl 16 24 heiðakfrt
HongKong 26 28 rignlng
Jerúaalem 16 26 akýjað
Kaupmannah. 22 léttskýjað
Las Palmaa 22 akýjað
Lissabon 16 26 haiðakfrt
London 16 28 akýjað
Loa Angeles 16 27 akýjað
Lúxemborg 26 lóttskýjað
Malaga 27 helðakfrt
Mallorca 34 akýjað
Miaml 26 30 rlgnlng
Montreal 6 16 akýjað
Moakva 10 12 akýjað
NewYork 16 24 akýjað
Oaló 12 27 heiðakfrt
Parfa 18 28 helðskfrt
Peking 18 26 helðskfrt
Reykjavfk 13 rlgnlng
RfódeJaneiro 14 30 akýjað
Rómaborg 17 32 heiðskfrt
Stokkhólmur 17 27 heiðakfrt
Sydney 7 17 helðskfrt
Tókýó 22 32 skýjað
Vfnarborg 16 21 helðskfrt
Þórshöfn 12 alskýjað
ítalía:
Lögreglumenn afklæð
ast í mótmælaskyni
Frá Bryiy u Tomer, f réttaritara Morgnnbladsins á Ítalíu.
LÖGREGLUÞJÓNAR í borginni Treviso á N-Ítalíu (nálægt Feneyjum)
mótmæltu þvi nú á dögunum að mæta til vinnu i einkennisbúningum
og í mótmælaskyni afklæddu sjötíu þeirra sig fyrir framan varðstjóra
sinn, auk þess sem þeir hótuðu að leggja niður vinnu frá og með
næsta laugardegi, yrði mál þeirra ekki tekið til umræðu þá þegar.
Flóttatilraun Treholts
Arne Treholt með yfirmanni sínum þjá KGB, Genady Titov.
Fékk kort frá Titov
Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgnnbladsins.
Á MEÐAN Arne Treholt sat í
fangelsinu í Drammen fékk hann
póstkort frá yfirmanni sínum
innan sovézku leyniþjónustunn-
ar, KGB, Genadij Titov. Slapp
það framhjá póstskoðun, sem
Treholt var látinn sæta.
Treholt skrífaði síðar Titov bréf
og smyglaði helzti vinur hans,
skáldið og blaðamaðurinn Egil
Ulateig, því út úr fangelsinu. Upp-
haf bréfsins er á þessa leið: Kæri
vinur. Takk fyrir síðast og þakkir
fyrir kortið . . .“ Bréfið segist
Ulateig aldrei hafa látið af hendi
og telur lögreglan framburð hans
trúverðugan. Þegar það hafði verið
gert upptækt við húsleit hjá Ulateig
komst upp um kortið, sem Treholt
fékk frá Titov.
Útiloka að Treholt
geti aftur reynt flótta
Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritaraMorgunblaósins.
ARNE Treholt mun ekki fá
annað tækifæri til að reyna flótta
úr fangelsi meðan hann afplánar
20 ára refsivist sina. Hafa norsk
fangelsisyfirvöld gert áætlun um
fangavist hans, sem mun gera
flótta útilokaðan.
í fyrsta lagi verður sett mun
strangari vakt yfír Treholt en áður.
Hann er nú í einangrun í Ullersmo-
fangelsinu. í öðru lagi verður klefí
hans og klefagangurinn útbúinn
rafeindabúnaði svo unnt verði að
fylgjast nákvæmlega með öllum
hreyfingum hans.
Þá verður hann aldrei nema
stuttan tíma í senn í hveiju fangelsi
fyrir sig, en hann verður fluttur ört
milli fangelsa I öllum landshlutum
Noregs. Verður það gert til að gera
samskipti og samráð við aðra um
nýja flóttatilraun illmögulega.
Fangelsisyfirvöld eru staðráðin I
þvf að stórefla gæzlu á Treholt og
ef einhver atriði I áætlun, sem gerð
hefur verið þar að lútandi, stangast
á við reglur, verður allt kapp lagt
á að fá þeim reglum breytt.
Ætlaði síðasta spöl-
inn sem diplómat
Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsiiis.
ARNE Treholt ráðgerði að ferð-
ast síðasta spölinn á flóttanum
sem senegalískur sendifulltrúi.
Lögreglumaður frá Gambíu átti,
samkvæmt flóttaáætluninni, að
afhenda honum og ungri unnustu
hans vegabréf og skjöl í Barcelona,
sem sýndu að hann væri senegalísk-
ur sendifulltrúi. Barcelona átti að
vera síðasti viðkomustaðurinn á
flóttanum til Senegal.
Lögregluþjónninn er föðurbróðir
Gambíumannsins, sem var sam-
fangi Treholts og einn af sam-
verkamönnum hans í meintri flótta-
tilraun. Spurst hefur út að lögreglu-
þjónninn átti að fá 10 þúsund
norskra króna, jafnvirði nær 60 þús.
ísl. kr., fyrir að koma með hin föl-
suðu skjöl til Spánar.
Hin unga vinkona Treholts er
ákærð fyrir skjalafals og aðild að
flóttatilrauninni. Henni er gefíð að
sök að hafa útvegað falsað brezkt
vegabréf fyrir Treholt.
Það er ekki refsivert að stijúka
úr fangelsi, en lögreglan útilokar
ekki þann möguleika að Treholt
verði ákærður fyrir aðild að vega-
bréfsfölsuninni. Verði af ákæru af
þessu tagi á hann yfir höfði sér
refsingu til viðbotar 20 ára fanga-
vist, sem hann var dæmdur til fyrir
njósnir.
Reneé Michelle Steel, hin unga vinkona Arne Treholt, eins og norsk-
ur teiknari sá hana fyrir sér eftir lýsingu vitna.