Morgunblaðið - 27.06.1986, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1986
Japan:
Þingrofið helsta
kosningamálið
Tókýó, AP.
SÚ ÁKVÖRÐUN Ysauhiro Naka-
sone, forsætisráðherra Japans,
að ijúfa þing og' boða til nýrra
kosninga til beggja deilda er
orðið helsta málið í kosningabar-
áttuni. Ekkert fordæmi er fyrir
þvi að forsætisráðherra hafi
rofið þing i Japan á kjörtímabil-
inu og efnt til kosninga, en þær
verða i landinu 6. júní nk.
Þótt Nakasone sjálfur hafi leitast
við að draga athygli frá þingrofínu,
og lagt áherslu á fjármála- og
menntamálastefnu stjómarflokks-
ins, Frjálslynda lýðræðisflokksins,
þá hafa andstæðingar hans einblínt
á þetta mál. Þeir hafa sakað Naka-
sone um að hafa misnotað aðstöðu
sína með að ijúfa þingið og ekkert
hafí réttlætt þá ákvörðun.
Fréttaskýrendur telja að ástæða
þess að Nakasone tók þann kost
að ijúfa þingið hafí verið sú að
hann vildi gegna áfram embætti
forsætisráðherra á næsta kjörtíma-
bili. Samkvæmt flokkslögum Frjáls-
lynda lýðræðisflokksins, er for-
manni flokksins óheimilt að gegna
forsætisráðherraembættinu lengur
en tvö kjörtímabil. Nakasone hefur
verið við völd þijú og hálft ár.
Fijálslyndi flokkurinn hefur
hreinan meirihluta á þingi, og er
því jafnvel spáð að flokknum takist
að auka fylgi sitt í kosningunum.
Vinsældir Nakasones em líka mikl-
ar meðal kjósenda. Samkvæmt
skoðanakönnunum em yfír 50%
þjóðarinnar ánægðir með störf
hans. Er það um 10% meira fylgi
en flestir forverar hans í forsætis-
ráðherraembættinu höfðu.
ísjaka flogið
til New York
OsIó.AP.
NORSKT vínfyrirtæki sendi
tveggja tonna ísklump til Banda-
ríkjanna i fyrradag og var hon-
um komið fyrir á stalli fyrir utan
nýtt norskt safn i New York i
gær.
Klumpurinn, sem er um 2.000
ára gamall, var hogginn út úr jökli
í miðhluta Noregs og fluttur með
þyrlu til Oslóar, þar sem hann var
settur um borð í SAS-þotu, sem
flaug með hann til New York.
Norska safnið var vígt og opnað
í gær, en það er við South Street
í New York. Opnuðu það Ed Koch,
borgarstjóri, og Walter F. Mondale,
fyrmrn varaforseti Bandaríkjanna,
sem er af norskum ættum.
Efnt var til hátíðahalda við safnið
í gær í tilefni eitthundrað ára
afmælis frelsisstyttunnar, sem
stendur við innsiglinguna til New
York-hafnar. Hófst hátíðin á því
að norska skólaskipið Christian
Radieh, sem er ljölmastra segl-
skúta, sigldi inn á höfnina. Skútan
mun taka þátt í hópsiglingu stórra
seglskipa í höfninni í New York 4.
júlí nk.
Fyrstu frönsku glasatvíburarnir
Fyrstu frönsku glasatvíburamir fæddust í París í lok síðustu viku. Þeir heita Vincent (t.h.) og Camille.
Mjmdin var tekin af þeim daginn eftir fæðinguna. Frjóvgað egg var sex mánuði í djúpfrosti áður en því
var komið fyrir í legi móður þeirra.
Bandaríkin:
Ensk útgáfa Pravda
nýtur aukinna vinsælda
FLESTIR kannast við rússneska blaðið Pravda , sem er málgagn
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Þeim er eflaust einnig kunnugt
nm að nafn þess þýðir „Sannleikur". En Vesturlandabúar vita fæstir
nokkuð iim innihald þess. Aðalástæða þess er vafalítið sú að málið
er óaðgengilegt, þar sem það er ritað með sýrillísku letri, en ekki
rómversku, eins og við eigum að venjast. Nú hefur þessari hindrun
verið rutt úr vegi, þar sem að hafin er útgáfa blaðsins á ensku.
Rússar falast eftir
japönskum tölvum
Tókýó, AP.
RÚSSAR reyna um þessar mund-
ir að fá keyptar 10.000 heimilis-
tölvur í Japan til nota í skólum
landsins, að sögn japanska blaðs-
ins Asahi Shimbun.
Blaðið segir sovézka sendinefnd
stadda í Tókýó og að hún eigi í
viðræðum við fulltrúa nokkurra
fyrirtækja sem framleiða heimilis-
tölvur. Talsmenn fyrirtækjanna
veijast allra frétta af viðræðunum
og vilja ekki einu sinni staðfesta
að þær eigi sér stað.
Japanskt fyrirtæki, Nippon
Gakki, seldi Sovétmönnum 4.000
tölvur sem það segir henta byijend-
um, í fyrrahaust. Andvirði hverrar
tölvu var 360 dollarar, eða um 15
þús. ísl. kr.
Charles Cox, en hann er útgef-
andi í St. Paul í Minnesota, tók
ákvörðunina um útgáfu fyrir tveim-
ur árum. Hann sá fram á að það
væri markaður fyrir biaðið meðal
embættismanna, rússneskunem-
enda og fleiri. „í upphafí gerðum
við ráð fyrir að við seldum flest
blöðin í áskrift, til bókasafna, há-
skóla, stórfyrirtækja o.s.frv. En
okkur á óvænt, fóru blaðsölutumar
að panta blaðið."
Blaðið hefur selst vel í borgum
eins og Washington og Cambridge
í Massachusetts, en það selst líka
vel í bændaþorpum eins og Greeley
í Colorado.
Cox hefur ekki samið um út-
gáfuréttinn við Sovétmenn, enda
ekki víst að þeir vilji semja við
gróðahyggjumann sem hann. Blað-
ið hefur hins vegar greint frá hinni
ensku útgáfu, og að því er virðist,
af velþóknun.
Hvorki verður sagt að blaðið sé
mjög spennandi, né fyrst með frétt-
imar. En dálkahöfundurinn Craig
Farr segir það ágætis svefnmeðal,
og bætir við að 90% af hinu átta
síðna blaði fjalli um framgang bylt-
ingarinnar, hvemig verkalýðshetjur
eins og rennismiðurinn S. Shulekov
fari fram úr fímm ára áætluninni
og stóraukna ísskápaframleiðslu í
Omsk.
Blaðið hefur einnig komið út f
London um nokkurt skeið og nýtur
samskonar vinsælda þar.
(Úr Washington Post.)
Þúsundir flýja
óveðurssvæðin
við Mexíkóflóa
Málaferlin út af „Cannery Row“:
Raquel Welch dæmd-
ar ellefu milljón-
ir dollara í bætur
Los Angeles, AP.
LEBKKONAN Raquel Welch
vann á þriðjudag mál, sem hún
höfðaði á hendur kvikmynda-
fyrirtækinu Metro-Goldwyn-
Mayer og nokkrum frammá-
mönnum þess vegna brott-
rekstrar úr starfi. Voru henni
alls dæmdar 11 milljónir doll-
ara (ríflega 450 millj. isl. kr.) f
bætur.
„Ég bjóst aldrei við svo miklum
yfírburðasigri," sagði Welch, er
hún yfírgaf húsakynni hæstarétt-
ar. „Fyrir mér vakti það fyrst og
fremst að hreinsa mannorðið og
komast aftur til starfa minna í
kvikmyndum."
Hún krafðist 20 milljóna doll-
ara bóta og hélt fram, að David
Begelman, fyrrum framkvæmda-
stjóri MGM, Michael Phillips,
kvikmyndaframleiðandi og David
Ward, leikstjóri, hefðu bundist
samtökum um að flæma hana úr
hlutverki sínu í kvikmyndinni
„Canneiy Row“ („Ægisgata") og
ráða leikkonuna Debru Winger f
hennar stað.
Christina Snyder, lögmaður
stefndu, sagði undir lok réttar-
haldanna í sfðustu viku, að sam-
særiskenning stefnanda væri
hlægileg og fráleit.
Dómurinn komst að þeirri nið-
urstöðu á þriðjudag, að um sam-
særi hefði verið að ræða og leik-
konan hefði tapað tekjum og orðið
fyrir álitshnekki. Dómurinn úr-
skurðaði ennfremur, að kvik-
myndafyrirtækið hefði rofíð
samning sinn við hana.
Raquel Welch
Samkvæmt úrskurðinum voru
Raquel Welch dæmdar 7,65 millj-
ónir dollara í miskabætur, að
mestu leyti úr hendi MGM, auk
bóta vegna tekjutaps. Fram-
kvæmdastjóranum var gert að
greiða leikkonunni 694.444 doll-
ara og framleiðandinn var dæmd-
ur til að reiða fram 27.500 doll-
ara. Leikstjóranum var ekki gert
að greiða bætur.
Kvikmyndin „Cannery Row“,
sem gerð var 1980 eftir sam-
nefndri sögu John Steinbecks,
hlaut dræma aðsókn og misjafnar
viðtökur hjá gagnrýnendum.
Port Arthur, Texas, AP.
HVIRFILBYLURINN Bonnie
geystist inn yfir strönd Mexíkó-
flóa fyrir sunnan bæinn Port
Arthur í Texas í gærmorgun og
var vindhraðinn þá orðinn um
135 km á klukkustund. Þúsundir
íbúa við ströndina höfðu þá yfir-
gefið heimili sín og flúið lengra
inn í land.
Viðvaranir voru gefnar út fyrir
435 kílómetra langt svæði frá ná-
grenni Morgan City í Louisiana til
Freeport í Texas.
Ekki hafa borist fregnir um al-
varlegt tjón, en vitað var að raf-
magnslínur höfðu slitnað og vegir
farið undir vatn í gífurlegri úrkomu,
sem fylgdi veðurofsanum.
Um 12 þúsund manns yfírgáfu
heimili sín á miðvikudagskvöld, þar
af um 5 þúsund í Galveston og
nágrenni og um 7 þúsund f Camer-
on-héraði. Þá voru um 8.000 starfs-
menn fluttir í land af borpöllum úti
fyrir ströndinni.
Andrew prins og Sarah:
Ovænt heimsókn
til Norður-írlands
Belfast, AP.
ANDREW prins og konuefni
hans, Sarah Ferguson, komu
óvænt og fyrirvaralaust til Norð-
ur-írlands í gær. Opnuðu þau
nýja sjúkrahúsálmu, fylgdust
með keppni á fþróttadegi lög-
reglunnar og snæddu jarðarber
og ijómaís í garðveizlu.
Þetta er í fyrsta sinn sem ungfrú
Ferguson kemur til Norður-írlands.
Þegar út spurðist um nærveru hins
konunglega pars dreif að mann-
fjölda til að hylla það.
Venja er að halda áformum um
ferðalög konungfólksins til Norð-
ur-írlands leyndum fram á síðustu
stundu, til þess að öryggi þess
megi verða sem mest. Andrew prins
og Sarah Ferguson fóru á milli
staða í herþyrlu eða skotheldri bif-
reið og hermenn sáust á húsþökum
þar sem leið þeirra lá um.
Árið 1981, rétt fyrir giftinguna,
hugðust Karl prins og lafði Dfana
heimsækja Norður-Irland. Lekið
var í blöð að ferðin stæði fyrir
dyrum og var hætt við allt saman
eftir að fréttin birtist. Ástæðan var
sögð ótti um öiyggi þeirra.