Morgunblaðið - 27.06.1986, Síða 25

Morgunblaðið - 27.06.1986, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986 25 I húsinu er mjög stór fundar- salur, en það er nauðsynlegt til að geta hýst fjöimenna félagsfundi. Þess á milli er salurinn leigður út.- Svona stór salur býður upp á ýmsa möguleika til félagsstarfs og nám- skeiðahalds sem ekki hafa áður verið fyrir hendi. Fundarsalurinn var opinberlega tekinn í notkun þann 12. apríl sl. Uppi á þaki hússins er í byggingu blómaskáli, þar sem til stendur að hafa setustofu og fyrir utan er afgirtur garður og er ætlunin að skapa þama aðstöðu fyrir þær konur sem hafa böm sín með sér. Aðalheiður Bjamfreðsdóttir, for- maður Sóknar, sagði í samtali við Morgunblaðið að Reykjavíkurborg hefði tekið að sér að sjá um ffágang á lóð hússins og vildi hún koma á framfæri þakklæti til borgaryfír- valda sem hefðu reynst þeim Sókn- arkonum hjálpleg í hvívetna við byggingu hússins. Húsið er á tveimur hæðum og skiptist í tvær álmur. Húsið var teiknað af Kristni Ragnarsyni arki- tekt. Heilsuræktin er opin frá 9:00 til 17:00, nema mánudaga og fímmtu- daga til 19:00. Aðalheiður sagði að til stæði að bæta þjónustuna í heilsuræktinni, lengja opnunartíma og bæta við tækjum. Einnig kæmi til greina að ráða sjúkraþjálfa og vonaðist hún til að þessi aðstaða gæti orðið verkakonum til heilsu- bótarogánægju. "f* 9 / 1 '3 Björg Þorleifsdóttir og Þóra Guðmundsdóttir, starfsstúlkur I heilsu- ræktinni. Óskar Jóhannsson nuddari að störfum. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANDRÉS MAGNÚSSON Hér sjást forsíður nokkurra s-afrískra blaða, en á þeim er tekið fram að blöðin geti ekki skýrt frá „neyðarástandinu“. Einnig má sjá eyður og útstrikanir á forsíðum þeirra. Suður-Afríka á krossgötum Eins og alkunna er hafa að undanfömu veríð miklar væringar í S-Afríku. Því hefur jafnvel veríð haldið fram að landið sé á barmi borgarastyijaldar og megi lítið út af bera til þess að illa fari. Á yfirborðinu lítur út fyrir að stjórn Botha sé styrk, og ekki útlit fyrir að slakað verði á klónni. Á Vesturlöndum ráða menn nú ráðum sínum, um hvað til bragðs skuli taka, en ekki verður séð að komist verði að niðurstöðu í því efni í bráð. En jafnvel þó svo að grípið verði til refsiaðgerða gegn S-Afríku er alls óvíst að það hafi nokkur áhrif á landið. Ljóst er að „neyðarástandið" svokallaða hefur mjög mi- sjöfn áhrif á landsmenn. Til þessa hafa hvítir íbúar landsins lítt orðið varir við það, nema hvað frétta- flutningur er takmarkaðri en áður. „Engar fréttir eru góðar fréttir", og sætta hvftir íbúar sig því flestir við fréttaleysið og treysta ríkis- stjóminni. Þetta hefur m.a. orðið til þess að svartir hryðjuverkamenn hafa fært starfsemi sína inn í borgimar og er þess skemmst að minnast að hinn 12. þessa mánaðar sprakk í fyrsta sin sprengja í borg hvítra. Það var í Durban, en síðast- liðinn þriðjudag sprakk sprengja í Jóhannesarborg. Til þessa hafa hryðjuverk verið bundin við út- hverfí svartra. , Svertingjar hafa hins vegar orðið 1 áþreifanlega varir við það að rikis- stjómin er að gera skurk í málefn- um þeirra. Frá setningu laganna hafa 59 manns látist, ef marka má tölur stjómvalda. Soweto er algerlega aðskilin frá Jóhannesar- borg. Símasamband er ekkert, blaðamönnum er hvergi hleypt nærri og alls staðar eru vegatálm- anir. Að sögn íbúa Soweto er það einmitt fréttaleysið, sem er verst. „Það er verst að vita að einhver kann að vera myrtur, og enginn mun vita af því.“ I leiðara svert- ingjablaðsins New Nation var sagt að lesendur þess hefðu verið rændir þeim grundvallarrétti „að fá að vita“. Við hliðina á leiðaranum var grein um „týnda fólkið" í S-Amer- íku. Ekkert er vitað um hversu marg- ir hafa verið handteknir, en fulltrú- ar Amnesty Intemational og Heimskirkjuráðsins töldu að þeir væm um 3.000 talsins. En hvað sem um lögin og aðrar ráðstafanir stjómarinnar má segja, er ljóst að lítið samræmi virðist vera milli aðgerða Botha. Hann hefur gjaman vakið bjartsýni hóf- samra afla með ákvörðunum eins og þeirri þegar vegabréfalögin svonefndu vom numin úr gildi, og með yfírlýsingu um að apartheid- steftian væri úrelt. En í landi eins og S-Afríku vekur allt bjartsýni. Eins og ástandið er, má enginn við svartsýni. Þegar gjaldmiðill landsins kolfellur talar enginn um verðbólgu. Hins vegar er talað um að útflutningur muni stóraukast. Þegar herinn réðst á skrifstofur ANC í nágrannaríkjum landsins, var almennt litið á árás- imar sem ráðstöfun til að friða hægri öflin í landinu, áður en Nelson Mandela yrði sleppt úr haldi. En það er sáralítið til að byggja bjartsýni á í S-Afríku þessa dag- ana. Sé litið til áranna 1960 og 1985, en þá var einnig lýst yfír neyðarástandi, er ljóst, að í þetta skipti, er um mun alvarlegra mál að raaða. Þá vissu S-Afríkubúar og heimurinn hvað var að gerast. Svo er ekki nú. Eina uppspretta frétta í S-Afríku hefur verið embættis- maður í upplýsingaráðuneytinu. Síðastliðinn miðvikudag ákváðu stjómvöld svo að loka þeirri skrif- stofu þar sem „allt [væri orðið] með kyrmrn kjömm, og því engin ástæða til að halda daglega blaða- mannafundi". Verst er þó að erfítt hefur verið að fá nokkra túlkun á ritskoðunar- lögunum. Rit- og fréttastjóram er sjálfum ætlað að ritskoða blöð sín í anda laganna, en verði misbrestur á því, sæta þeir tafarlausri ábyrgð. Fulltrúi stjómarinnar ráðlagði hlut- aðeigandi að taka lögin frekar of alvarlega, en hitt. Þetta hefur vald- ið því, að í sumum blöðum hafa birst eyður, en stjómvöld hafa nú sagt að jafnvel eyður kunni að bijóta í bága við lögin! Hópur lög- fræðiprófessora í Höfðaborg kom saman í þessari viku til að ræða lögin og semja yfírlýsingu, þar sem þau yrðu fordæmd. Niðurstaða fundarins var að segja ekkert, þar sem lögfræðileg yfírlýsing kjmni að valda handtöku þeirra allra. Refsiaðgerðir Nú er talið að hilli undir refsiað- gerðir af einhverju tagi gegn S-Afríku. Margaret Thatcher hefur fordæmt setningu „neyðarástand- slaganna“ og raddir, sem kreíjast aðgerða, gerast æ háværari. Þær koma aðallega af þingpöllum, en breskur almenningur virðist ekki vera eins ákveðinn. Ef marka má skoðanakannanir, er meirihluti hans andvígur flugbanni, íþrótta- banni og viðskiptabanni. 46% vom fylgjandi banni á nýjar fjárfesting- ar Breta í S-Afríku. (43% vom því andvíg.) 70% spurðra sögðust ekki myndu sniðganga s-afrískar vömr. Hvað varðar hótanir nokk- urra samveldislanda um að segja sig úr því, grípi Bretar ekki til refsiaðgerða, stendur 59% Breta á sama. Þessum viðbrögðum veldur e.t.v. viss samkennd, sem margir Bretar finna til með S-Afríkubúum. ( Af 4,6 milljónum hvítra S-Afr- ikubúa em um tvær milljónir af | breskum uppmna. Þar af hafa | 800.000 enn búseturétt í Bretlandi. Þrátt fyrir þetta virðist ljóst að I frú Thatcher getur ekki þagað I þunnu hljóði öllu lengur. Líklegt þykir að hún banni að flogið sé | milli ríkjanna. Þeir sem krafíst | hafa refsiaðgerða telja það spor í | rétta átt, en aðrir telja það lítils | virði og segja S-Afríkumenn muna ! lítið um það að aka til Swazilands og fljúga þaðan. Ekki er talið að aðrar refsiað- 1 gerðir hafí mikið meiri áhrif. S-Afr- íka er nefnilega sjálfri sér nóg á mörgum sviðum. Auk þess nýtur I sú skoðun vaxandi fylgis innan J S-Afríku, að þeir eigi að velja sér I betri vini. S-Afríkubúar hafa fundið hvemig spjót heimsins standa gegn þeim, og telja litla ástæðu til að bjóða hinn vangann. S-Afríka er rík af fágætum málmum og getur m.a. beitt önnur lönd þrýstingi þess vegna. Nú spyija margir S-Afríku- menn sig þeirrar spumingar, hvers vegna þeir eigi að sjá Vesturlönd- um fyrir hráefnum, sem hörgull er á, þegar ekki er um annað rætt í viðskiptalöndunum, en hvemig megi koma s-afrísku stjómkerfi á kné. Ljóst er að S-Afrfka mun ávallt finna kaupendur að vöm sinni, þó svo að sú verslun þurfí að fara í gegnum þriðja land. Landið er sjálfu sér nógt á mörgum sviðum, og minna má á að þegar vopnasölu- bannið var sett á S-Afríku fyrir nokkmm ámm, urðu áhrifin þau ein, að landið hóf framleiðslu eigin vopna, og er nú eitt af mestu vopnaútflutningslöndum heims. Talið er að ef landið einangraðist, yrði það sjálfu sér nógt í a.m.k. 20 ár. Efnahagsástand sem af því leiddi, yrði jafnvel landinu til góða, í bráð. Vitaskuld hefði það hörmu- leg áhrif til lengdar, en rikisstjóm S-Afríku á fullt í fangi með að leysa skammtímavanda sinn og hefur lít- inn áhuga á langtímavandamálum. Leiðari síðasta tölublaðs breska blaðsins The Economist var óvenju harðorður. Þar sagði m.a. að S-Afr- íka væri nú orðin „þriðja-heims lögregluríki". Stjómin afsakaði sig með gömlu viðkvæði alræðis- syóma; því, að núverandi ástand væri ætlað til þess að koma kyrrð á landið, svo að það mætti í fram- tíðinni njóta friðar og lýðræðis. Segir leiðarahöfundur að saga 20. aldar kenni okkur að það viðkvæði sé þvættingur einn. Að lokum minnir hann á að allt vald spilli. Alreeðisvald spillir algerlega. (Heimildin The Observer, For- eign Report, The Spectator, The Ek:onomist og Newsweek.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.