Morgunblaðið - 03.07.1986, Side 18

Morgunblaðið - 03.07.1986, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLt 1986 Lengi lifir í gömlum glæðum ... James Gamer og Sally Field i Murphy’s Romance Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Murphy’s Romance ★ ★ V2 Leikstjóri Martin Ritt. Handrit Harriet Frank jr. og Irving Ravetch. Aðalhlutverk Sally Field, James Gamer, Brian Kerwin, Corey Haim. Banda- risk, Columbia 1985. Maður hefur löngum nokkra hugmynd um á hverju er von þegar myndir Martins Ritt eru annars vegar. Oftast eru þær hæglátar, rómantískar og fjalla gjaman um þá einstaklinga sem af einhveijum ástæðum hafa orðið, eða eru undir í lífsbaráttunni. Þeir eru yrkisefnið hans Ritt og eiga samúð hans óskipta. Hann fer manna nærfæm- ustum höndum um oftast hráslaga- legt veraldarvafstur þess. Um árabil hefur hann unnið myndir sínar með hjónunum og handritahöfundunum Harriet Frank jr. og Irving Ravetch. Þessi samvinna hefur m.a. alið af sér þær ágætu myndir Hud Sound- er, Conrack og Norma Rae. Ritt hefur getið sér orð sem úr- vals stjómandi leikara sinna, (gam- all leiklistarkennari við Actor’s Studioið í New York þar sem hann kenndi m.a. þeim Paul Newman, Joanne Woodward og Rod Steiger) og Sally Field hlaut Óskarsverð- launin fyrir titilhlutverkið í mynd hans, Normu Rae. Enn er Ritt staddur úti í dreif- býlinu, að þessu sinni í smábæ í Arizona og Field er í fararbroddi. Hún kemur næsta tómhent til að leita gæfunnar, ef undan er skilinn sonur hennar, 12 ára gamall. Hefur fest kaup á niðumíddum bóndabæ þar sem hún hyggst reka tamninga- stöð og hrossamótel. En bændum líst illa á kvenmann sem tamninga- mann og sama afstaða kemur upp í bankanum þegar hún biður um lán. Kvenréttindahreyfíngin virðist ekki enn hafa numið land í hveiju krummaskuði vestur þar. Ekki bætir upp á sakimar er mannrolan hennar fyrrverandi birtist einn góð- an veðurdag og kjaftar sig inn á mæðginin á nýjan leik. Eini ljósi punkturinn í hversdags- grámanum sem umlykur Field er James Gamer, miðaldra ljrfsali og einn af broddborgurum bæjarins. Að lokum hefur gamli seigur skotið sér yngri mönnum ref fyrir rass, unnið ráðvillt hjarta Fields og þeim mæðginum er borgið. Það er ekki ný bóla þar vestra (né annars staðar) að eldri menn vinni hjörtu sér mun yngri kvenna, (það gagnstæða nánast tabú) og það er nokkur galli við myndina að þessi endalok liggja í loftinu frá upphafi. Sterkir karlar, ráðvilltar konur, það fer ekki öðm vísi en á einn veg. Maður bíður þess bara að mannleran fyrrverandi hyskist út úr myndinni sem og hann gerir við lftinn orðstír og sá roskni taki sér húsbóndavaldið. Annars er ýmislegt laglega gert. Á hljóðlátan, næstum lítillátan hátt kynnumst við þessari fáséðu hlið americana; kyrrlátu sveitaþorpi með sínu friðsama lífs- munstri. Sally Field leikur gamalkunnan harðjaxl af öryggi, enda orðin slík- um rullum vön. James kallinn Gam- er stelur hins vegar myndinni (til- nefndur til Óskarsverðlaunanna í vor fyrir þessa túlkun sína), með skemmtilega reffilegum leik og skýrri, sterkri persónusköpun. Hann átti í talsverðu stríði við að fá hlutverkið. Talinn heldur roskinn. En Gamer vann þá baráttu gegn yngri mönnum sem og í myndinni og sýndi, þegar á hólminn var komið að hann hefur engu gleymt og er enn stórvarasamur í kvennamálum! Upp í hugann kemur brandarinn um tuddana: Það vom tvö naut í sama haganum. Annað gamalt, hitt ungt. Allt í einu sagði unga nautið við það gamla: „Sjáðu, bóndinn hefur gleymt að loka hliðinu. Það em nokkrar kýr þama í næstu girðingu. Við skulum hlaupa þang- að og taka tvær þeirra." „Nei,“ svaraði gamli tuddinn. „Við skulum ganga og taka þær allar." >>-*'•*'0-15 Hjá Sláturfélaginu færðu allt í grillveisluna og að auki fylgja hér nokkur heilræði um steikingu á teini Þú færð allar tegundir af góðu kjöti á grillið, vínar- og medisterpylsumar okkar vinsælu, kol, grillolíu, ótal tegundir af kryddi, grænmeti og öðru meðlæti sem þarf til að útbúa girnilega grillveislu. Heilræði um steikingu á teini Allt kjöt, fisk, brauð og grænmeti má glóða á teini, en það er ekki sama hvernig það er gert. Best er að smyrja teininn vel áður en þrætt er á hann. Grænmetið er gott að skera I aðeins stærri bita en kjötið svo það verði ekki ofsteikt þegar kjötið er tilbúið. Teinamat á Kka alltaf að pensla áður en hann er settur á grillið - annars ofþomar hann og skorpnar. Best er að nota grillolfu eða kryddlög. Lögurinn gerir matinn meyran og bragðgóðan, og hann er tilvalið að nota sem sósu á eftir. Varast ber að stinga í kjötið á teininum - þá lekur gómsætur safinn úr, og ekki er ráðiegt að strá salti á kjötið fyrr en eftir að steikingu er lokið. / SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS ™ och t #n f.fjífSSwSfer I >' P*»vr. könm uáwn 0« ' í ^BÁSCÖ f,vk 1 p'‘ ta'wn-M. kryddor I /Míli fVty íslensk tónlist kynntí Austur- Þýskalandi ÁGÚSTA Ágústsdóttir, sópran- söngkona, og Gunnar Björnsson, sellóleikari, kynna um miðjan júli íslenska tónlist i Austur-Þýska- landi. Tónleikar verða haldnir í Dresd- en, Erfurt og líklega Weimar, sagði Ágústa Ágústsdóttir í samtali við Morgunblaðið. Píanóleikari þeirra verður Pólverjinn Anna Prabucka- Firlej. Á efnisskránni eru sönglög eftir íslenska höfunda og að auki eftir Grieg og Síbelíus. Þá verður flutt Prelúdíua í H-dúr fyrir selló og pfanó eftir Skúla Halldórsson, Úr dagbók hafmeyjunnar fyrir selló og pfanó eftir Sigurð Egil Garðarsson og Stefjaspil, nýtt verk eftir dr. Hallgrím Helgason, fyrir selló og píanó, tileinkað Gunnari Bjömssyni sellóleikara. Þremenningamir munu einnig taka þátt í Alþjóðlega tóniistamám- skeiðinu í Weimar, sem kennt er við Franz Liszt-tónlistarháskólann þar í borg. Námskeiðið stendur dagana 10. til 23. júlí. Agústa sagði þetta í fimmta sinn sem þau tæku þátt í námskeiðinu en það sækja að jafnaði nemendur og prófessorar frá 20 til 30 löndum, heimsþekkt fólk sumt af því. Gunnar Björnsson sellóleikari og Ágústa Ágústsdóttir sópransöng- kona.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.