Morgunblaðið - 03.07.1986, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1986
31
Sala á People Express:
„Yfirlýsing gefin til
að koma í veg fyrir
hrun verðbréfa“
— segir Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða
„ÞAÐ KÆMI mér ekki á óvart þó Peoples Express, Pan American
og TWA muni hverfa af markaðnum í næstu framtíð, hvort sem
hlutar þess verða seldir eða þau sameinuð öðrum flugfélögum, þetta
er þróun sem er að eiga sér stað og mun halda áfram á Bandaríkja-
markaði," sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, er hann var
inntur álits á frétt um að bandariska flugfélagið Peoples Express
væri til sölu. Hann taldi þó ekki að sögusagnir um að félagið væri
að verða gjaldþrota ættu við rök að styðjast, sagði félagið í fjár-
hagslegri endurskipulagningu, það ætti talsvert lausafé, og yfirlýsing
um að það væri til sölu væri gefin til að koma í veg fyrir hrun
verðbréfa.
„í raun eru öll skráð fyrirtæki í Hann sagðist búast við að eftir
Bandaríkjunum til sölu ef gott verð nokkur misseri yrðu ekki nema 5-6
fæst fyrir þau,“ sagði Sigurður. flugfélög í Bandaríkjunum, samein-
Sjávarhitadreifing á 20 m dýpi umhverfis landið á tímabilinu
20. maí til 10. júní. Skálínubeltin tvö vestur og suðvestur af
landinu tákna ísjaðar.
Vorkomu seinkar
í hafinu
VORKOMA í hafinu er nú veru-
lega seinna á ferðinni en tvö
undanfarin góðærisár, segir í
fréttatilkynningu frá Hafrann-
sóknastofnun.
Þann 10. júní lauk þriggja vikna
leiðangri á rannsóknaskipinu
Bjama Sæmundssyni, svonefndum
vorleiðangri. í ferðinni fóru fram
rannsóknir allt umhverfis landið á
hitastigi, seltu, næringarefnum,
þörungasvifí og dýrasvifi. Þá var
útbreiðsla kolmunna á svæði milli
íslands og Færeyja athuguð og
reyndist vera mun meira magn af
honum en undanfarin þtjú ár.
Einkum var hér um að ræða
þriggja ára ókynþroska fisk.
Alls voru 9 sérfræðingar og
rannsóknarmenn í leiðangrinum
en leiðangursstjóri var Jón Ólafs-
son.
Leiðangursmenn komust að því
að á norðurmiðum gætir verulega
áhrifa hlýsjávar. Það kom hins
vegar í ljós að sjór í yfirborðslögum
á Vestfjarða- og og norðvesturmið-
um var allt að einni gráðu kaldari
en í febrúar. Stafar þetta trúlega
af kælingu. vegna veðurfars á
þessum slóðum í apríl og maí.
Á norðaustur- og austurmiðum
var hitastig tvær til þrjár gráður
sem er um gráðu kaldara en í
vorleiðangri 1985 en nálægt með-
altali síðustu ára. Kaldsjórinn í
Austur-íslandsstraumi var langt
undan landi.
Bygging Tónlistarskóla ísafjarðar stöðvast:
Bæj arstj órninni boðinn
samstarfssamningnr
BYGGINGU Tónlistarskólans á ísafirði hefur ekki verið haldið áfram
eftir að grunnur hússins var steyptur sl. sumar. Tónlistarfélaginu
hefur verið neitað um fjárveitingu frá rlkinu, og synjaði bæjarstjórn-
in beiðni um framlag á þessu fjárhagsári. „Við höfum nú kynnt
bæjarráði hugmyndir okkar um samstarfssamning um byggingu
skólans," sagði Pétur Hafstein, formaður Tónlistarfélags ísafjarðar.
„Hljóti málið ekki jákvæða afgreiðslu er mjög tvísýnt um framtíð
byggingarinnar."
Aætlað er að bygging skólans
muni kosta 25 milljónir króna, af
þeiin liggja þegar 2 milljónir í grunn-
inum. Bæjarstjómin veitti fé tii fram-
kvæmdanna árið 1984 og 1985.
„Við töldum þetta ákveðna vísbend-
ingu um stuðning bæjaryfírvalda við
skólann. Enn bindum við miklar vonir
við að fé fáist til framkvæmda á
næsta fjárhagsári," sagði Pétur. Á
síðasta ári veitti menntamálaráðu-
neytið einnig fé til skólans af sérstök-
um fjárlagalið. Beiðni um beina fjár-
veitingu var synjað af Alþingi með
vísun til laga um fjárhagslegan
stuðning við tónlistarskóia.
Haraldur Haraldsson bæjarstjóri
sagði að bæjarráð hefði gert tillögu
um að tekin yrði afstaða til málefna
skólans á næsta bæjarstjómarfundi.
Enginn fundur er í þessari viku, og
verður málið tekið fýrir fímmtudag-
inn lO.júlí nk.
ing flugfélaga hefði átt sér stað að
undanfömu, t.d. hefði eitt stærsta
flugfélag í Bandaríkjunum, Eastem
Airlines, verið keypt af flugfélaginu
Texas Intemational, en það var búið
að kaupa annað félag og stjómar
einn maður nú flórum flugfélögum
sem eru samanlagt stærsta flug-
félag Bandaríkjanna.
„Við höfum fylgst mjög vel með
Peoples Express, sérstaklega eftir
að þeir byijuðu að fljúga yfír Atl-
antshafíð, en félagið er orðið mjög
stórt, þeir eru nýbúnir að kaupa
þijú flugfélög í Bandaríkjunum á
þessum vetri, þannig að Atlants-
hafsflugið er mjög lítill hluti af
heildarstarfsemi þeirra. Erfíðleikar
þeirra stafa líklega helst af flugi
innan Bandarílq'anna, þeir byijuðu
að fljúga á lágum kostnaði og með
lág fargjöld en önnur flugfélög hafa
fylgt í kjölfarið og í dag er lítill
munur á fargjöldum flugfélaganna.
Félagið hefur tapað um 58 milljón-
um dollara eða tæplega 2,4 milljörð-
um á fyrstu þrem mánuðum þessa
árs, og töpuðu tæpum 40 milljónum
á síðasta ársfjórðungi í fyrra, þann-
ig að þeir hafa tapað um milljón
dollurum á dag að undanfömu og
þess vegna hafa þessar sögusagnir
myndast um að þeir séu að verða
gjaldþrota."
Hann sagði að Peoples Express
hefðu getað boðið upp á lág fargjöld
á Atlantshafinu, m.a. vegna þess
hve sterkir þeir hafa verið í Banda-
ríkjunum og því hafí fargjöld verið
talsvert lægri í vetur en undanfarna
vetur, fargjöld hefðu einnig lækkað
þar sem flöldi Bandaríkjamanna
hefði hætt við ferðir til Evrópu
vegna ótta við hryðjuverk. „Við
höfum fylgt markaðnum og sjáum
ekki fram á að Peoples Express
hætti á næstu vikum þannig að við
gerum ráð fyrir óbreyttu ástandi
næstu vikur og mánuði.“
Guðmundur
Kristinn
seldi í
Grimsby
GUÐMUNDUR Kristinn SU seldi
á þriðjudag 55 lestir af fiski i
Grimsby. Heildarverð var
2.369.000 krónur, meðalverð
43,10. Á mánudag voru seldar
330 lestir af fiski úr gámum og
meðalverð fyrir þær 47,80 krón-
ur á hvert kíló. Talsvert af fiski
var einnig selt úr gámum á
þriðjudag. Verð þá var mun
lakara, en endanlegar tölur lágu
ekki fyrir siðdegis.
Afli Guðmundar Kristins var
nokkuð blandaður. Fyrir 30 lestir
af þorski fengust að meðaltali 44,30
krónur á kíló, fyrir 11 lestir af ýsu
49,29 og minna fyrir aðrar tegund-
ir. 20% aflans fóru í fyrsta flokk
og það sem eftir var skiptist jafnt
milli annars og þriðja. Meðalverð á
þorski úr gámum á mánudag var
51 króna, fyrir ýsu 55 og kola 36
krónur. Eins og fyrr er getið var
verð á þriðjudag mun lægra, en
endanlegir útreikningar lágu ekki
fyrir síðdegis. Það mun vera á
mörkunum að útflutningur á fersk-
um fiski fyrir verð sem þetta borgi
sig. . .. •.«»«! .■*,
einu sinní í viku og velji sér kjúkiingadag.
Hér birtist spennandi uppskrift úr samkeppni
(SFUGLS, veldu þér kjúklingadag og reyndu
uppskriftina.
POTTKJÚKLINGUR
ALMA EIR SVAVARSDÓTTIR
Þessi uppskrift er fyrir 4-5 og jafnvel 6 manns þar sem
meölæti er mikið og ertilvalin fyrir þá sem þurfa aó spara
svolítið en vilja samt hafa veislumat.
Hráefni:
1 stór kjúklingur 1 i/2kg.
Kryddblanda:
4-6 msk. matarolía
2 maröir hvítlauksgeirar
4 msk. kjúklingakrydd
salt, pipar, paprika
smá sítrónusafi.
Þetta er allt sett saman í skál, hrært í og er kjúklingurinn
síðan penslaður allur vel með kryddleginum. Síðan er
kjúklingurinn settur í eldfastan pott í heitan ofn, 275°C, og
brasaður í 15 mín. Svo er hitinn minnkaður í 185°C og er
kjúklingurinn steiktur í 1 klst. í viðbót. Soði er ausið yfir
annað slagið. Á meðan er meðlætið búið til.
Sósan:
Soöiö af kjúklingnum sett á pönnu og
rjóma helltútá.
Snittubrauð:
1 msk.smjör
1 msk. mayonaise
1 msk. rifinn ostur
aromat, hvítlauksduft.
Hrært saman, snittubrauðið skorið endilangt, smurt með
þessu, vafið álpappír, hitað í ofni.
„GumsalaAlmos":
1/2 dós sveppir (safinn tekinn af
þeim, best erþó að nota ferska
sveppi)
1/2 rauöpaprika
1/2 gulpaprika
1 stórlaukur
smjör til að steikja upp úr
salt, pipar
Allt smátt skorið og brúnað á pönnu við vægan hitS.
G0TT-H0LLT
0GÓDÝRT
ísfugl
Sími: 666103