Morgunblaðið - 04.09.1986, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986
Lambakj ötsneysla
í hröðum vexti
eftírívar
Guðmundsson
Markaðsátak bandarískra fjár-
bænda, sem hófst í fyrrahaust með
öllu því brauki og bramli, sem ein-
kennir amerískar auglýsinga- og
áróðursherferðir, hefír borið tilætl-
aðan árangur og vel það. Amerískt
lambakjöt er nú það vinsælt, að fjár-
bændur geta ekki framleitt nóg til
skiptanna. Verð hefír hækkað upp
úr öllu valdi. Er svo komið að
lambakjöt er nú í hærri verðflokki
en nautalq'öt.
í júlímánuði þegar nautakjöt
seldist á 85 cent pundíð í heildsölu
var dilkakjötsverð 1,56 dollarar.
Nú er það að vísu ekki einsdæmi
að á vissum tímum árs sé lamba-
kjöt dýrara en nautakjötið en 70
centa munur á pundið var óheyrt.
Fjárbændur rifa seglin
Söluráð fjárbænda hefír nú
ákveðið að rifa seglin í auglýsinga-
herferðinni, þar sem aukin eftir-
spum eftir lambakjöti yrði aðeins
til þess að innflutningur ykist. En
fjárbændur í Bandaríkjunum telja
ekki ástæðu til að leggja sig fram
og eyða tíma og fé í að auglýsa
fyrir lambakjötsframleiðendur á
Nýja-Sjálandi og í Ástralíu.
Þessar tvær þjóðir, sem eru lang-
stærstu innflytjendur lambakjöts til
Bandaríkjanna, hafa þegar hagnast
á auglýsingaframtaki íjárbænda.
Innflutningur þeirra sl. ár jókst um
70% eða úr 18 milljónum punda í
32 milljónir punda. Og þótt inn-
flutta kjötið sé ekki eins verðhátt
og það innlenda, venjulega um 50
centum ódýrara í heildsölu, þá gera
Ný-Sjálendingar og Ástralíumenn
sig ánægða með það og sækjast
eftir meiri sölu.
Þessi aukni innflutningur lamba-
lcjöts til Bandaríkjanna átti sér stað
á sama tíma og við íslendingar sil-
uðumst til að hasla íslensku dilka-
kjöti völl á amerískum markaði.
Kunnugir halda því fram að landinn
hafí þar misst af „strætó" fyrir
smámunalega tortryggni gagnvart
væntanlegum viðskiptavinum.
„Létt og ljúffengft“
vartöfraorðið
í auglýsingaherferð fjárbænda
var iögð áhersla á kjörorðið „létt
og ljúffengt". En um þessar mund-
ir fer sú árátta eins og eldur í sinu
um Bandaríkin, að matur og drykk-
ur eigi fyrst og fremst að vera
„léttur og ljúffengur" til þess að
mönnum heilsist vel og verði
langlífír og hver stefnir ekki að því
marki? Hitt skiptir minna máli eða
gengið er fram hjá því þegjandi að
létt getur stundum orðið „þungt"
eins og kom fram í rannsókn, sem
nýlega var gerð á bjórdrykkjuvenju
manna eftir að „létti" bjórinn —
„Ef núverandi eftir-
spurn eftir lambakjöti
í Bandaríkjunum helst
eða ef hún eykst að
nokkru ráði fer ekki
hjá því að bæði Ný-
Sjálendingar sem Ástr-
alíumenn og ef til vill
fleiri fái augastað á
auknum innflutningi
lambakjöts til Banda-
ríkjanna“.
Lite — kom á markaðinn. Það kom
sem sé í ljós að þeir sem áður höfðu
látið sér nægja einn sterkan bjór
drukku nú þijá „létta" á sama tíma.
Þannig breyttist létt í þungt. Og
það kom ekki illa við bjórframleið-
endur sem seldu þann létta á sama
verði eða jafnvel dýrari en þann
gamla, þunga. Hvort sama verður
upp á teningnum hvað lambakjötið
áhrærir skal ósagt látið og tíminn
mun skera úr.
Ferskt er tekið
fram yfir fryst
Önnur landlæg þjóðtrú í Banda-
ríkjunum hvað mataræði snertir er
að „ferskt" sé betra en „fryst".
Þetta á sérstaklega við um kjöt og
fískmeti. Hitt er svo algengt að
matvælin sem fólk kaupir „fersk"
eru sett í frysti er heim kemur.
Þegar á þessa mótsögn er bent er
viðkvæðið: „Já, en við vitum að
maturinn var ferskur er við frystum
hann. Hitt vitum við ekki þegar við
kaupum fryst hvort það var ferskt
þegar það var fryst hjá framleið-
andanum."
Kúabændur hyggja
á fjárbúskap
Kúabændur í Bandaríkjunum
eiga við erfiðleika að stríða vegna
offramleiðslu mjólkurafurða, ekki
síður en þeir íslensku. Sagt er að
hinar auknu vinsældir lambakjöts-
ins hafí vakið þá hugsun hjá
kúabændum, að best væri að hætta
við beljumar og snúa sér að fénu.
Það hefði einhvem tímann þótt saga
til næsta bæjar ef nautgripabændur
í Ameríku hefðu snúið sér að fjár-
rækt. Það hefír jafnan verið litil
virðing hjá kúabændum fýrir starf-
semi ijárbænda og öfugt. En gamla
máltækið segir að neyðin kenni
naktri konu að spinna. En hinu er
ekki að leyna að auglýsingaherferð
Qárbænda hefír dregið úr nauta-
kjötsneyslunni. Og það þurfti
vafalaust ekki til þar sem „rauða
kjötið" var farið að fá „óorð“ á sig
fýrir að vera „þungur" matur og
blátt áfram óhollur.
Þrátt fyrir það er gert ráð fyrir
að meðalneysla nautakjöts í Banda-
ríkjunum fari upp í 78 pund á mann
á þessu ári. En fyrir 10 ámm nam
nautakjötsneyslan 94 pundum á
mann. Þá var lambakjötsneyslan 1
pund á mann en er nú 1,7 pund.
Það er því langt í land að ná meðal-
talsneyslu Bandaríkjamanna í
lambakjöti eins og hún var mest
árið 1962 sem þá nam 5,7 pundum
á mann. Til fróðleiks og saman-
burðar má geta þess að fiskneysla
í Bandaríkjunum er nú komin upp
í 14,2 pund á mann og hefír aukist
á tveimur árum um 2 pund á mann
árlega.
Það mun taka sinn tíma að rétta
við og auka fjárstofn Banda-
ríkjanna svo hann verði nægur til
að anna lambakjötseftirspuminni. I
lok seinni heimsstyijaldarinnar var
íjárstofn Bandaríkjanna 56 milljón-
ir hausa og er nú 10 milljónir
talsins.
Aukinn innflutningnr
fyrirsjáanlegur
Ef núverandi eftirspum eftir
lambakjöti í Bandaríkjunum helst
eða ef hún eykst að nokkru ráði fer
ekki hjá þvi að bæði Ný-Sjálending-
ar sem Ástralíumenn og ef til vill
fleiri fái augastað á auknum inn-
flutningi lambakjöts til Banda-
ríkjanna. En það er ekki útilokað
að þar geti orðið ljón á veginum
ef ekki rætist úr stjómmálalegum
erfíðleikum milli Bandarílqastjómar
og „undir hnattar" þjóðunum tveim-
ur, sem hafa neitað að hafa í höfn
amerísk herskip, sem kunna að
hafa kjamorkuvopn innanborðs. En
Bandaríkjastjóm neitar að tilkynna
hvort herskip þeirra hafa slíkan
herútbúnað innanborðs eða ekki.
Þessi ásteytingarsteinn gæti og
komið snurðu á hemaðarbandalagið
milli Bandaríkjanna og Ástralíu og
Nýja-Sjálands. Þótt ekki yrði gripið
til viðskiptabanns væri ekki frá því
að vinslit milli þessara þjóða gætu
haft slæm áhrif á verslunarvið-
skipti þeirra.
Möguleikar á aukinni
uUarnotkun
Það hefír og hresst upp á búskap
íjárbænda að ný tækni í spuna ull-
ar- og bómullarblöndu lofar góðu
um betri nýtingu ullar en verið hef-
ir undanfarið.
Það þyrfti t.d. ekki annað en að
stór gallabuxnaframleiðslufyrir-
tæki fæm að sauma úr þessari
nýju ullar- og bómullarblöndu til
þess að ullin yrði á ný í hávegum
höfð og nytsöm til klæða eins og
hún hefir verið um aldaraðir.
Höfundur starfaði á MorgunbUð-
inuááninum 1934— '51, fyrstsem
blaðamaður og aíðar sem frétta-
stjóri. Hann gegndi ýmaum störf-
um /yá Sameinuðu þjóðunum &
árunum 1951—’71. Hann varðað-
alræðismaður íslands INew York
1973 en býrnú í Washington.