Morgunblaðið - 04.09.1986, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986
23
Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Samband ungra framsóknarmanna:
Meirihluti hlynntur aðild útlend-
inga að íslenskum fyrirtækjum
Andstaða við aukin gjöld til skóla og heilbrigðisþjónustu
MEIRA en helmingur kjósenda
er hlynntur þvl, að útlendingum
verði heimilt að eiga hlut í
íslenskum fyrirtækjum, en þó
ekki meirihluta. Þetta er ein nið-
urstaðan í víðtækri þjóðmála-
könnun, sem Félagsvisindastofn-
un Háskóians gerði í vor fyrir
Samband ungra framsóknar-
manna og kynnt var á þingi SUF
um siðustu helgi.
Könnunin var framkvæmd dag-
ana 26. apríl til 5. maí. Úrtakið var
1.500 manns á aldrinum 18 ára til
80 um land allt. Svör fengust frá
1.116 manns eða 74,4% þátttak-
enda.
Spumingin um eignaraðild út-
lendinga var svo orðuð: „Sumum
fínnst að útlendingar megi ekki eiga
neinn hlut í íslensku fyrirtæki, en
öðrum finnst það í lagi. Hvað fínnst
þér?“ Síðan voru gefnir nokkrir
svarmöguleikar. 21,6% vildu enga
eignaraðild útlendinga, 12,7% voru
hlynntir meirihlutaeign útlendinga,
8,2% helmingseign og 50,2% minni-
hlutaeign. Greinilegur mismunur
kom fram á afstöðu karla og
kvenna. 32,3% kvenna vildu enga
eignaraðild útlendinga, en sömu
skoðunar voru aðeins 12,1% karla.
3,6% kvenna vildu heimila meiri-
hlutaeign útlendinga, en 20,7%
karla. Sé tekið mið af afstöðu svar-
enda til stjómmálaflokkanna er
stuðningur við meirihluta- eða
helmingseign útlendinga mestur
meðal kjósenda Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks, en minnstur með-
al kjósenda Alþýðubandalags og
Kvennalista.
60% telja Sjálf-
tstæðisflokkinn
atvinnurekendaflokk
í könhuninni vom athuguð við-
horf til kjósenda og eins og þegar
hefur verið greint frá hér í blaðinu
telur nærri helmingur kjósenda
(46%) að Framsóknarflokkurinn sé
ekki flokkur þéttbýlisins, heldur sé
hann fyrst og fremst flokkur er
gæti hagsmuna dreifbýlis. Fram-
sóknarflokkur og Alþýðuflokkur
vom helst taldir tækifærissinnaðir
flokkar og Alþýðuflokkurinn var
oftast nefndur sem flokkur sem
lagar steftiu sína fljótt að breyttum
aðstæðum. Um 29% af þeim sem
kjósa Framsóknarflokkinn telja
hann vera gamaldags og sömu sögu
er að segja af 12% kjósenda Sjálf-
stæðisfíokksins. Tölur fyrir aðra
flokka em mun lægri. Þá telja tæp-
lega 60% kjósenda Sjálfstæðisflokk-
inn fyrst og fremst gæta hagsmuna
atvinnurekenda, en ekki launafólks.
Þessarar skoðunar em m.a. 32%
kjósenda Sjálfstæðisflokksins.
Stuðningur við byggðastefnu
reyndist mjög mikill meðal kjós-
enda. Spurt var: „Ertu sammála eða
ósammála því að stuðla beri að sem
jöfnustum búsetuskilyrðum um allt
land, þó það kosti aukin þjóðarút-
gjöld?" 47,7% sögðust vera „alveg
sammála", 23,2% „frekar sam-
mála“, 14,1% „frekar ósammála"
og 8,7% „algjörlega ósammála".
Stuðningurinn við byggðastefnu
reyndist mestur meðal kjósenda
Alþýðubandalags (87,5%), Kvenna-
lista (85,9%) og Framsóknarflokks
(85%), en minni meðal kjósenda
Alþýðuflokks (69,7%) og Sjálfstæð-
isflokks (59,3%). Þá var stuðningur
við byggðastefnu minni meðal kjós-
enda í Reykjavík (64,5%) og á
Reykjanesi (66,3%), en annars stað-
ar á landinu (81,8%).
Um helmingur
sjálfstæðismanna
vill skólagjöld
Spurt var hvort fólk væri sam-
mála því eða ósammála, að sjúkling-
ar greiði sjálfír meira af kostnaði
við heilbrigðisþjónustu og skóla
(skólagjald), ef almennar skatta-
lækkanir kæmu á móti. Um 70%
voru „frekar ósammála" eða „al-
gjörlega ósammála" því að sjúkling-
ar greiddu meira af kostnaði við
heilbrigðisþjónustu, en um 24%
voru „alveg sammála" eða „frekar
sammála" því. Nærri 56% voru
andvígir aukinni greiðslu skóla-
gjalda, en 36% meðmæltir. Meðal
ungra kjósenda var heldur meiri
stuðningur við slíkar gjaldtökur, en
meðal hinna eldri. Mestur var
stuðningur við slíkar hugmyndir
meðal lq'ósenda Sjálfstæðisflokks-
ins (31% fyrir heilsugæslu og 48%
fyrir skólagjöld).
Um 62% þátttakenda töldu að
of fáar konur sitji á Alþingi. Hins
vegar töldu flestir, að það skipti
litlu máli fyrir val þeirra á flokkum
í kosningum hve margar konur
væru á framboðslistum þeirra. Um
45% sögðu það engu máli skipta
og 72% sögðu það engu eða fremur
litlu máli skipta.
Spurt var um almennt viðhorf
fólks til nokkurra samtaka og fyrir-
tækja, þ.e. hversu jákvætt, hlut-
laust eða neikvætt viðhorfíð væri.
Jákvæðast var viðhorfíð til Bænda-
samtakanna og Alþýðusambands-
ins (um 53%). Næst kom
Vinnuveitendasambandið (44%),
Samvinnuhreyfingin (34%), bank-
amir (28%) og olíufélögin (21%).
Neikvæðast var viðhorfið til olíufé-
laganna (47,1%), bankanna (44,8%)
og samvinnuhreyfíngarinnar
(37,5%).
Loks er að nefna að í könnuninni
voru þátttakendur beðnir að nefna
nöfn tveggja þingmanna Fram-
sóknarflokksins og þriggja þing-
manna Sjálfstæðisflokksins, sem
ekki væru ráðherrar. Þekktustu
framsóknarþingmennimir reyndust
Páll Pétursson og Guðmundur
Bjamason, en þekktustu sjálfstæð-
isþingmennimir reyndust Ámi
Johnsen, Salóme Þorkelsdóttir og
Friðrik Sophusson. Nokkrir svar-
endur nefndu menn, sem ekki sitja
á þingi eða sitja í ríkisstjóm og
einn taldi Pálma Jónsson vera þing-
mann Framsóknarflokksins.
VELDU ++ SAMSUIMG
ÞAÐ ER ÖRUGGARA
VIP-550
86 80 92 86 9B XM KU HH 106 108
u w
i=; t
\lÍPj£50
Hljómur
oq qædí
er eklci
á allra
> € > BO
mimm
> « >
lilSll3
Tilbod
ársins:
Kr.
19.900
Laugavegl 63 (Vltastígsmegin) — Síml 62 20 25