Morgunblaðið - 04.09.1986, Síða 26

Morgunblaðið - 04.09.1986, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER1986 Kennaraháskóli íslands: Námskeið um álita- mál í kennsluaðferð- um og namsgögnum Þátttakendur á námskeiðinu um álitamál hlusta á fyrirlestur Mörtu Ólafsdóttur um álitamál innan liffrœðinnar. Kennaraháskóli íslands hélt nýverið námskeið er nefndist „Alitamál" þar sem rætt var um mismunandi viðhorf til náms, kennslu og uppeldis og hvernig þau birtast í kennslufræði, kennsluaðferðum og námsgögn- um. Umsjón með námskeiðinu höfðu þau Ólafur H. Jóhannson, skólastjóri Æfingaskóla Kenn- araháskólans, og Erla Kristjáns- dóttir, stundakennari við Kennaraháskólann. Þátttakend- ur voru 25 hvaðanæva af landinu. ISLENSKT SEMENT HÆFIR ÍSLENSKUM ADSTÆDUM Alltfrá upphafi hefur Sementsverksmiðja ríkisins kappkostað að íslenskt sement hæfi sem best íslenskum aðstæðum. FRAMLEIÐSLA SEMENTSVERKSMIÐJARÍKISiNSframleiðir: Portlandsement í venjulega steinsteypu. Hraðsement í steypu sem verður að harðna hratt. Pozzolansement í steypu sem má harðna hægt en verður að vera þétt og endingargóð. (Sérstaklega ætlað í stíflur, brýr og hafnarmannvirki). STYRKLEIKI Portlandsementið er framleitt í samræmi við íslenskan sementsstaðal IST 9. Styrkleiki sements er aðaleiginleiki þess. Styrkleiki íslensks Portlandsements: Styrkleikikg/sm2eftir Portlandsement Lágmarkskrafa IST 9 3daga 7daga 28daga 250 350 500 175 250 350 GAGNLEGAR UPPLYSINGAR FYRIR HÚSBYGGJENDUR • Það er ekki alltaf hægt að treysta því að steinsteypa sé gallalaus. Látið því kunnáttumenn framleiða og með- höndlasteypuna. • íslenska sementið er blandað varnarefnum gegn alkalí- hvörfum, sölt steypuefni eða salt steypuvatn getur ónýtt þessavörn.Hverskonarönnuróhreinindi.svosem sýrur og f inefni í steypuefnum, geta valdið skemmdum í steinsteypunni. • Sparið vatnið í steypuna. Hver lítri vatns f ram yfir það, sem nauðsynlegt er, rýrirendingu hennar. • Gerið steypuna þjála, þannig að hún þjappist vel í mótin. Varist þó að auka þjálina með íblöndun vatns fram yfir það sem steypuframleiðandinn gefur upp. • Hlífið nýrri steypu við örri kólnun. Einangrið lárétta fleti og sláið ekki f rá mótum of snemma. Annars getur steypan enst verr vegna sprungumyndana. • Leitið ávallt ráðgjafar hjá sérfræðingum ef þið ætlið að byggja hús eða önnur mannvirki úr steinsteypu. Betri ending bætir fljótt þann kostnað. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS „Tilgangur þessa námskeiðs var tvíþættur. Annarsvegar var fjallað um mismunandi menntastefnur og tengsl þeirra við grundvallarlífs- skoðanir manna og hinsvegar hvemig unnt er að fjalla með nem- endum í gmnnskóla um efni sem um em skiptar skoðanir," sagði Ólafur H. Jóhannson í samtali við Morgunblaðið. „Á námskeiðinu var fjallað um mismunandi viðhorf til kennslu og skólastarfs og hvaðan viðhorf manna em sprottinn. Það sem menn vilja kenna á sér oft dýpri rætur og heimspekilegri en við gemm okkur grein fyrir í fljótu bragði". A námskeiðinu fjallaði Páll Skúlason, heimspekiprófessor, um mismunandi skoðanakerfi og lífsviðhorf og rakti með hvaða hætti skoðanir myndast og á hvem hátt gmndvallar lífsskoðanir manna kunna að hafa áhrif á viðhorf til margvíslegra álitamála. í framhaldi af því var fjallað um ólíkar mennta- stefnur og þátttakendur greindu eigin viðhorf til skóla og menntun- ar. Ekki var lagt mat á ólíkar stefnur heldur bent á þau atriði sem talsmenn þeirra leggja áherslu á. Þá var Ijallað um viðfangsefni innan tiltekinna námsgreina sem líklegt má telja að um séu skiptar skoðanir. Gunnar J. Gunnarsson, stundakennari í Kennaraháskólan- um og framkvæmdastjóri KFUM og KFUK fjallaði um efni innann kristinna fræða, Marta Ólafsdóttir, kennari við Kennaraháskólann, fjallaði um líffræði og Ólafur H. Jóhannsson um álitamál innan sam- félagsfræða. „Sem dæmi um viðfangsefni úr þessum greinum sem tekin voru sem dæmi um álitamál er hvemig unnt er að fjalla um kristin fræði óháð því hvaða trúarskoðun ein- stakir kennarar eða nemendur aðhyllast, hvemig unnt er að taka á sköpunar- og kraftaverkasögum Biblíunnar. Úr líffræði má nefna spumingar er snerta líf og dauða, landnýtingu, landvemd, kynfræðslu og fóstureyðingar. Innan samfé- lagsfræðinnar var bent á ýmis viðfangsefni, t.d. siði og venjur framandi þjóða. Þátttakendur ræddu þessi dæmi og fundu til ýmis fleiri úr öðrum greinum. Síðasta dag námskeiðsins fjallaði Hreinn Pálsson, heimspekingur, um efni er hann nefndi „heimspeki með bömum". Hreinn vinnur að doktors- ritgerð á þessu sviði og verður efni því tengt tilraunakennt í vetur. Skoðanaskipti og rökræður eru, að okkar mati, mjög nauðsynlegur þáttur í skólastarfí en jafnframt vandmeðfarinn og gerir geysimiklar kröfur til kennara. Hæfni til að tjá skoðanir sínar en meta skoðanir annarra af sanngimi og réttsýni er ein af undirstöðum lýðræðisins. Við verðum að reyna að virða skoðana- frelsið og vera það umburðarlynd að geta viðurkennt rétt annarra til að hafa skoðanir sem við erum ekki sammála jafnframt því sem við við- urkennum rétt manna til að vinna eigin skoðunum fylgi. Þessum málum hefur ekki verið sinnt sem skyldi enda viðkvæm og vandmeðfarin. Kennarar þurfa að geta notið þess trausts að þeir geti fjallað um álitamál án þess að blanda eigin skoðunum þar inn í. Þetta er viðkvæmt mál en nauðsyn- legt að skoða það og leita að leiðum til að takast á við efni af þessu tagi. Sagt hefur verið að einn mæli- kvarði á réttsýni sé sá að geta túlkað skoðun sem maður er algjör- lega ósammála á þann veg að sá sem skoðunina aðhyllist geti sagt sem svo, jú, þetta er einmitt megin- atriðið í minni skoðun," sagði Ólafur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.