Morgunblaðið - 04.09.1986, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986
29
Þeir eru margir laxarnir sem álpast hafa & agn veiðimanna í
sumar, svo margir, að allt útlit er nú fyrir að sumarið, sem er
að ljúka, verði metlaxveiðisumar.
Glæðist aftur í Döl-
um...
„Áin var orðin allskuggalega
litil og aðeins örfáir staðir orðið
eftir þar sem laxinn gat legið.
Þeir staðir voru svo barðir myrkr-
anna á milli, en einhvem veginn
var alltaf einhver reytingsveiði,"
sagði Hjörleifur Jónsson, kokkur
í veiðihúsinu Þrándargili við Laxá
í Dölum, í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Þá voru komnir rétt
rúmlega 1500 laxar á land.
„Það rigndi talsvert á laugar-
daginn og svo hefur hellirignt í
allan dag og laxinn er farinn að
ganga grimmt. Það hefur varla
gengið fiskur hér í margar vikur
og menn verið að beija á löxum
sem voru löngu komnir, en nú
rennur hann upp og neðstu stað-
imir em morandi í laxi, grálúsug-
um fiski. Það þyrfti þó að rigna
meira til þess að hann dreifði sér
betur," bætti Hjörleifur við. Hóp-
urinn sem lauk veiðum í fyrradag
fékk 70 laxa, en er Morgunblaðið
sló á þráðinn lá veiði dálítið niðri
rétt á meðan mesta veðurhæðin
gekk yfir Dalina, „það er varla
stætt rétt sem stendur," sagði
Hjörleifur.
Stærstu laxar sumarsins vom
þrír 23 punda fiskar, en einnig
hefur slatti af 20—22 punda löx-
um ginið yfir önglum veiðimanna
og séð eftir því eftirminnilega.
Veitt er til 17. september, þannig
að vel er hugsanlegt að veiðin í
sumar verði betri en í fyrra, en
þá var hún hreint afbragð, 1600
laxar.
Kjósin: 20 punda múr-
inn rofinn
Laxá í Kjós bættist nýlega í
hóp þeirra mörgu laxveiðiáa sem
hafa gefið 20 punda fisk í sumar
eða stærri, en líklega er langt
síðan að slíkir fiskar hafa veiðst
í jafn mörgum ám og nú. Það var
Guðrún Jónsdóttir sem hélt uppi
heiðri Laxár með því að ná 20
punda hæng á maðk í Fossinum
í Bugðu, 25. ágúst síðastliðinn. í
fyrradag veiddist svo 16 punda
hængur sem var bæði rauður, leg-
inn og horaður, fiskur sem hefur
vegið a.m.k. 20 pund nýgenginn.
Annars hefur veiðin batnað
nokkuð síðustu daga eftir að það
tók að rigna, „þetta var orðið
hundleiðinlegt, en þó ívið skárra
en í þurrkunum miklu í fyrra. Það
rann þó enn vatn um laxastigann,
en það var hætt að gera í fyrra
þegar verst lét,“ sagði Ólafur Ól-
afsson, veiðivörður við Laxá í
Kjós, í samtali við Morgunblaðið
í gærdag. Sagði Ólafur að það
hefðu veiðst þetta 10—15 laxar á
dag frá helginni og nú væm
komnir um 1200 fiskar úr ánni.
„Það þarf að rigna meira, laxinn
hefur ekki dreift sér aftur þrátt
fyrir þá úrkomu sem komin er og
hún er fljót að detta aftur niður
ef ekki verður framhald á úr-
komutíðinni. Það þarf sannast
sagn algert flóð með mold og
drullu," sagði Ólafur ennfremur.
Meðalþunginn hefur verið í
lægri kantinum að undanfömu,
en þó alltaf vænir laxar öðm
hvom í bland. Þá hefur veiðst
ýmist á maðk eða flugu, þannig
sagði Ólafur að Jón Pálsson yfir-
leiðsögumaður hefði verið með
smáflugur að undanfömu og veitt
afar vel. í fyrra veiddust 1154
laxar í Laxá og Bugðu, veiðin er
því betri nú eins og víðast hvar
annars staðar, en það virðist þó
vera minni munur í Laxá en víða
annars staðar.
Hörkugott í Svartá
Svartá er nú komin hátt í 400
laxa og hefur verið hörkugóð veiði
að undanfömu og nóg af laxi að
koma upp, enda hefur verið hreint
út sagt mergð af honum í Blönd-
unni. Þá hefur það gerst í sumar,
að laxinn hefur dreift sér betur
en í fyrra, er mikill hluti aflans
veiddist í vatnaskilunum við
Blöndu. Algengt hefur verið að
hollin hafi fengið þetta 15—30
laxa, allt eftir því hvort veitt hef-
ur verið í tvo daga eða þijá. Veitt
er á þijár stangir.
ALLT í HAUSTVERKIN
Á HEIMILIÐ, í BÁTINN, BÚSTAÐINN OG GARÐINN.
HANDVERKFÆRI, RAFMAGNS-
VERKFÆRI TIL ALLRA MÖGU-
LEGRA OG ÓMÖGULEGRA NOTA.
GARÐYRKJUVERKFÆRI í ÖLL
STÖRF, HJÓLBÖRUR, SLÖNGUR,
SLÖNGUKLEMMUR, SKÓFLUR
ALLSKONAR, STUNGUGAFFLAR,
KARTÖFLUGAFFLAR.
FUAVARNAREFNI, LÖKK, MÁLN-
ING - ÚTI-, INNI- - MÁLNING-
ARÁHÖLD, HREINLÆTISVÖRUR,
KÚSTAR OG BURSTAR.
OLÍULAMPAR OG LUKTIR, GAS-
LUKTIR, GAS- OG OLÍUPRÍMUS-
AR, HREINSUÐ STEINOLÍA,
OLÍUOFNAR, ARINSETT, ÚTI-
GRILL, GRILLKOL OG VÖKVI,
RAFHLÖÐUR, VASAUÓS.
SLÖKKVITÆKI OG REYKSKYNJ-
ARI, VATNSBRÚSAR OG FÖTUR.
OG í BÁTINN EÐA SKÚTUNA
BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN
OG FULLORÐNA, ÁRAR, ÁRAKEF-
AR, DREKAR, KEÐJUR, AKKERI,
VIÐLLEGUBAUJUR, KJÖLSOG-
DÆLUR. ALLUR ÖRYGGISBÚN-
AÐUR. ÖLL SMÁVARA FYRIR
SKÚTUNA, BLAKKIR O.M.FL.
BÁTALÍNUR.
FATADEILDIN
FANAR,
FLAGGST ANGARH Ú N AR
OG FLAGGSTENGU R,
6-8 METRAR.
SILUNGANET, NÆLONLÍNUR,
SIGURNAGLAR, ÖNGLAR, SÖKK-
UR, GIRNI ALLSKONAR.
VATNS-OLIUDÆLUR.
KEÐJUR, MARGAR GERÐIR, OG
VÍRAR, GRANNIR OG SVERIR.
HLÍFÐARFATNAÐUR, REGNFATNAÐUR,
GÚMMÍSTÍGVÉL HÁ OG LÁG, PEYSUR,
BUXUR, SKYRTUR, NORSKU ULLAR-
NÆRFÖTIN, GARÐHANSKAR.
Ánanaustum, Grandagarði 2, sfmi 28855.
_________ »____________