Morgunblaðið - 04.09.1986, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986
Plnrgm Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.
Dæmt í útvarpsmáli
*
Ioktóber 1984 urðu hörð
kjaraátök hér á landi. Þá
fóru opinberir starfsmenn í
annað sinn í verkfall, sem stóð
frá 4. október til 30. október.
í verkfallinu var tekist á um
ýmis grundvallaratriði, er varða
framkvæmd vinnustöðvunar
hjá ríki og sveitarfélögum. Við
upphaf verkfallsins var ákveðið
af ríkissjóði og Reykjavíkur-
borg að greiða ekki laun fyrir-
fram nema til 4. október. Af
þessu tilefni ákváðu starfsmenn
útvarpsins að hætta útsending-
um og loka Ríkisútvarpinu á
hádegi 1. október. Vegna þeirr-
ar ákvörðunar tóku menn
víðsvegar um land sig saman
og stofnuðu til útvarpsrekstrar
í því skyni að tryggja einhveija
upplýsingamiðlun í landinu, en
blöð komu ekki út vegna verk-
falls bókagerðarmanna.
Vegna alls þessa: ákvörðun-
arinnar um að greiða ekki laun,
fyrirvaralausrar lokunar út-
varpsins og starfrækslu einka-
stöðva hafa nú gengið dómar.
Félagsdómur, en úrskurði hans
verð.ur ekki áfrýjað, komst í
desember 1984 að þeirri niður-
stöðu, að ekki sé „vafí á því
að launþegi, sem er í verkfalli
á ekki rétt til launa“. Reykja-
víkurborg hafí gert rétt að
greiða einungis laun fyrir þá
þijá daga októbermánaðar, sem
fyrirsjáanlegt var að unnið yrði.
í mars 1986 var kveðinn upp
dómur í bæjarþingi Reykjavík-
ur, þar sem segir, að yfirgnæf-
andi líkur hafí verið á því, þegar
til útborgunar októberlauna
kom 1984, að verkfall skylli á
4. október og hafi fjármálaráð-
herra því ekki verið skylt að
greiða laun nema til þess dags.
Ríkissaksóknari ákærði suma
sem stunduðu útvarpsrekstur í
verkfallinu og hafa þeir verið
dæmdir í sektir. Loks ákærði
ríkissaksóknari 10 starfsmenn
Ríkisútvarpsins fyrir að hafa
haft forgöngu fyrir því að út-
varpsrekstur var lagður niður
1. október og hafa þeir nú ver-
ið sýknaðir í undirrétti.
Það er óvenjulegt að stofnað
sé til málaferla vegna verkfalla
hér á landi. Að svo mörg mál
hafa komið til kasta dómstóla
eftir síðasta verkfall opinberra
starfsmanna staðfestir þá
hörku, sem einkenndi þetta
síðara verkfall þeirra. Af um-
mælum Ogmundar Jónassonar,
sem er í forsvari fyrir útvarps-
menn, má ráða, að hann líti
þannig á, að ákæra ríkissak-
sóknara á hendur útvarps-
mönnunum hafí verið pólitísk,
en Ogmundur sagði í Þjóðvilj-
anum í gær eftir að niðurstaða
sakadómarans lá fyrir: „Við
fögnum því að sjálfsögðu að
dómsvaldið skuli hafa tekið
fram fyrir hendur á þröngsýn-
um og vanstilltum stjórnmála-
mönnum og öðrum þeim sem
vilja verkalýðsbaráttuna feiga
hér á landi."
Það er óvenjulegt að sjá
ummæli af þessu tagi um dóma
hér á landi. Er Ögmundur Jón-
asson að væna ríkissaksóknara
um að vera handbendi „þröng-
sýnna og vanstillta stjómmála-
manna"? Hveijir eru þeir
stjórnmálamenn, sem frétta-
maðurinn víkur að með þessum
hætti? Ríkissaksóknari tók
ákvörðun um ákæm í þessu
máli eftir að Félag fijálshyggju-
manna og Fréttaútvarpið (sem
rekið var af Dagblaðinu-Vísi)
kærðu útvarpsmennina.
Hér skal ekki deilt við dómar-
ann í útvarpsmálinu fremur en
þá dómara, sem kveðið hafa
upp úrskurði í öðrum málefn-
um, er snerta síðasta verkfall
opinberra starfsmanna. Hitt er
ljóst, að fyrir dómstólunum hef-
ur verið tekist á um málefni,
er varða mikilvæga þætti
stjómarfarsins miklu. í Félags-
dómi og bæjarþingi Reykjavík-
ur hafa opinberir starfsmenn
tapað málum, sem útvarps-
mennirnir sögðu forsendu þess
að þeir lokuðu Ríkisútvarpinu
fyrirvaralaust. Þá benda um-
mæli Ögmundar Jónassonar til
þess að hér sé tekist á um
pólitískt málefni. Að öllu at-
huguðu hlýtur ríkissaksóknari
að áfrýja niðurstöðu sakadóm-
arans í Reykjavík í máli út-
varpsmannanna. Það er
beinlínis nauðsynlegt að Hæsti-
réttur, æðsti dómstóll landsins,
hafi síðasta orðið í málum sem
þessum. Það yrði t.a.m. ótví-
ræður siðferðisstyrkur fyrir
útvarpsmenn úr því sem komið
er, að fá sýknudóm staðfestan
af æðsta dómstól landsins. Þar
með væri málinu endanlega iok-
ið í vitund almennings.
Á þeim tæpu tveimur árum,
sem liðin eru frá hinu harða
verkfalli opinberra starfs-
manna, hafa orðið breytingar í
þjóðfélagi okkar, sem valda
því, að til togstreitu um rétt
manna til að stunda upplýs-
ingamiðlun eða skyldu útvarps-
starfsmanna til að sinna
störfum sínum, ætti ekki að
koma með sama hætti oftar.
Ríkiseinokun á útvarpsrekstri
hefur verið afnumin; einkaút-
varp er hafið. Það hefur því
ekki sömu áhrif og áður, þótt
starfsmenn Ríkisútvarpsins
leggi niður störf, hvort sem það
er ásetningur þeirra að raska
útvarpsrekstri eða ekki. Þeirri
breytingu hljóta allir fijálshuga
menn, sem vilja stuðla að lýð-
ræðislegum stjómarháttum í
íslensku réttarríki, að fagna.
Enska mun ekfc
N orðurlandam
eftir Lars Brink
Þann 20. nóvember síðastliðinn
var í Morgunblaðinu grein er bar
nafnið: „Þjóðtungur Norður-
landa í hættu?“. Niðurstöður
rannsóknar sem birtar voru í
Frankfurt í Vestur-Þýskalandi
benda til þess að yfir Norðurlönd
og sérstaklega Danmörku muni
flæða alþjóðlegt sjónvarpsefni á
ensku og þýsku og þess vegna
álíti „sumir“ að danska muni
deyja út með næstu kynslóð.
Á sama tíma og greinin birtist
annaðist ég námskeið við Háskóla
íslands um þróun dönskunnar und-
anfarin 30 ár. Námskeiðinu lauk í
maí svo að með hliðsjón af ofan-
greindu er vel við hæfi að kynna
hluta þess árangurs sem náðist á
námskeiðinu.
Á námskeiðinu höfðum við mik-
inn hug á að meta áhrif enskunnar
á dönsku. M.a. reyndum við ein-
faldlega að mæla hve mikil þessi
áhrif eru orðin. Niðurstaðan sýndi
mun minni áhrif en nokkurt okkar
hafði átt von á. í allmörgum texta-
sýnum, sem höfðu að geyma 200
orð hvert, reyndust aðeins 1-2%
vera ensk tökuorð (frá tímanum
eftir árið 1500) eða að hluta til
ensk. Textasýnin voru af ýmsu tagi;
blaðagreinar, fagurbókmenntir,
óbundið mál úr hversdagslífinu, rit-
að af höfundum á öllum aldri, en
aldrei varð hlutfallið hærra en 3%.
Enskuáhrifin koma reyndar ekki
eingöngu þannig fram að einstök
orð eða orðhlutar séu tekin upp í
málinu. Það getur einnig verið um
að ræða „varasamari" áhrif hvað
snertir þýðingar og innri merkingu,
áhrif, sem við hér getum nefnt
„tökuþýðingar" og „tökumerking-
ar“. Þessi áhrif eru varasamari,
vegna þess að útlendur uppruni
orðanna liggur ekki í augum uppi.
Danskt orð (þ.e. orð sem hefur
unnið sér hefð í dönsku) á borð
viðfilmstar er tökuorð úr ensku.
Orðiðstjernc (stjama), sem er al-
gengara, á einnig rætur að rekja
til ensku; er kvikmyndir voru að
slíta bamskónum hefur danska orð-
ið sf/emehlotið viðtækari merkingu,
sem sniðin er eftir enska orðinu.
Þetta kallast tökumerking. Töku-
þýðing merkir að erlenda orðinu er
einfaldlega snarað og árangurinn
verður nýyrði, t.d. frispark (auka-
spyrna) dregið af enska orðinu free
kick.
Sé slíkum orðum bætt við hækk-
ar hlutfallið um 1/2 - 1%.
Talmálið
En hvað með talmálið? Þar em
áhrifin ef til vill mun meiri sbr .okay,
tjek, flip og dropl Til að rannsaka
þetta leitaði ég uppi í safni, sem ég
á af hljóðupptökum, nokkur alveg
óþvinguð samtöl frá þessu ári. Fjór-
ir einstaklingar töluðu og notuðu
alls um 1000 orð af ýmsu tagi.
Hlutur hvers kyns „enskuslettna"
af heildarorðafjöldanum var ekki
nema 1/2% og munurinn á einstakl-
ingunum ekki umtalsverður.
Umfangsmikil sænsk
rannsókn
Við, sem fengumst við þessi
textasýni, töldum augljóst að sýnin
gæfu rétta mynd af dönsku tal- og
ritmáli í heild. Aðeins í mjög sér-
hæfðum og óvenjulegum textum er
hlutfail enskra lána verulega hærra.
Það getur verið að einhveijir séu
vantrúaðir á þetta. Þess vegna er
ástæða til að leggja áherslu á, að
áðurgreindar hundraðstölur eru
fyllilega í samræmi við niðurstöður
viðamikillar sænskrar rannsóknar á
enskuáhrifum í sænsku. Magnus
Ljung, prófessor við Stokkhólms-
háskóla, rannsakaði ásamt fleira
fólki um það bil 500 þúsund orð
af valin af handahófi í dagblöðum
og mjög ólíkum tímaritum. Niður-
staðan varð sú að hlutfall hvers
kyns enskra tökuorða var 1/2 -1%
af orðaforðanum. Einnig í þessu
tilviki var munurinn á ólíkum text-
um lítill (0.8 - 1.93%, hæsta hlut-
fallið í tölvuritum). Með hliðsjón af
þessu er - og reyndar í sjálfu sér -
útilokað að enskuáhrif í dönsku séu
margfalt meiri en í sænsku.
Fá, en áhrifarík orð
Ástæðan fyrir því, að þessar töl-
ur koma svo mjög á óvart, hlýtur
að vera sú að tökuorðin koma svo
oft fyrir í málinu. Margir Danir
skammast út af eða að minnsta
kosti hnjóta um ný ensk orð sem
ekki voru notuð í þeirra eigin æsku.
Þeir taka hins vegar ekki eftir því
að fyrst og fremst er um að ræða
sömu, fáu orðin sem notuð eru aft-
ur og aftur. Ef við athugum 1000
algengustu orð í dönsku - þau
mynda um 75% af öllu dönsku rit-
máli - þá kemur í Ijós að meðal
þeirra eru um það bil 10 ensk töku-
orð: weekend, cykel, radio, smart,
job, okay, tjekke, droppe, in og
out. Aftur á móti er hægt að rek-
ast á þau margsinnis á einum degi
- án þess að taka eftir því, að á
milli þeirra eru að jafnaði á að giska
100 orð sem ekki eru af enskum
uppruna. Það skiptir líka máli að
mörg þeirra, einkum sex síðast-
nefndu orðin, hafa enn á sér
nokkurt nýjabrum. Þess vegna ber
meira á þeim en það er einnig ör-
uggt merki þess að tíðni þeirra mun
fara snarlækkandi næstu árin.
Hægt er sömuleiðis að mæla
enskuáhrifin með því að athuga hve
mörg nýyrði í dönsku eru af enskum
uppruna. í bókinni „Nye Ord í dansk
1955 - 75“ hefur Pia Riber Peter-
sen skrásett hér um bil 5000 nýyrði
frá umræddum tveim áratugum.
Aðeins um 400 þeirra koma úr
ensku, auk þess eru u.þ.b. 500 ensk:
ar tökuþýðingar og -merkingar. I
reynd hafa flest nýyrðin sprottið
upp sjálfkrafa í dönsku. 400 ensk
tökuorð er ekki hátt hlutfall þegar
haft er í huga að orðaforði venju-
legs, fullorðins Dana er um 100
þúsund orð.
Bandarísk áhrif
stöðugt vaxandi?
í stuttu máli má segja að áhrif
ensku á dönsku, sænsku og norsku
séu lítil hvað magn snertir og yfir-
borðskennd og gagnvart íslensku
eru áhrifin vafalaust enn minni
jafnvel þótt tekið sé tillit til raun-
verulegs talmáls en ekki opinbers
ritmáls. En er samt ekki ástæða til
að óttast um framtíð þessara tungu-
mála? Ef áhrifin verða viðvarandi
næstu þúsund árin þá geta ensku-
slettumar fáu orðið margar. Rétt,
en heimur tungumálanna þróast
með öðmm hætti.
í 550 ár, frá 1300 - 1850, var
danska undir álagi frá þýsku, meira
álagi en hinar norrænu tungumar.
Á tímabilinu 1350 - 1500 var
dönsku beinlínis ógnað af lágþýsku
(plattþýsku). Samt er hlutur lág-
þýskra, hollenskra og háþýskra
orða í nútímadönsku aðeins um 15
- 20% í samhangandi texta. Þau
áhrif, sem danska hefur orðið fyrir
alveg frá því að ein tunga var á
Norðurlöndum og til okkar tíma,
hafa fyrst og fremst verið tvenns
konar; annars vegar náin samskipti
við annað tungumál og hins vegar
tungumálstíska, áiit.
Áthugum fyrst tískuna. Á seinni
hluta miðalda vom norður-þýsku
Hansaborgimar í fararbroddi. Við
siðaskiptin í byrjun 16. aldar jókst
álit suður-þýskra (háþýskra) mál-
lýskna á kostnað norður-þýskra og
á skömmum tíma stórminnkuðu
áhrif lágþýskunnar. Á sömu öld
Efc'» . \
f H <
&*$&*£*'
rSUýt y *■«
n* *■ H;
ji#$**’*■ *
í Ur&Sf?
■f;.
i'b\
’ -«»”>’ •":><" V"
r-r.« i«s». þ* ><•«<•*: ' í
4 :«<Þ* » , >
* vy «>■**■ <•«**«
< fli, vH>***» «'•«*(<«•.«» í»>»-
1», |r * -s“>“>'
: <;• WH fíVHi*! ^br'
f'sTh t’.-w r;»« h
*•-' ',.r««*,!»'■ »5* *j, «4»yt*-
•«»i f <• *•*■>*» *'!•«• «
* >4ÍZj*t >iÍX:í *Vfe' ?
Uft -
\ H VÍ V C V\:
A < S i•
f/ \ jVÍwi i ii*
vCvítv C* « ■ í
«,<•■» i&y* **•< <«
.* ;,»4 V'* ’t' Vw n
v'íiVv *t-'i ’ >!■*,"> *
t itfi % -%tt ■
‘£iiít/x* ’p Vi
H^tt *í 4* liðvVuV
’ t «4« #1^ í V*
f *
• feaú rt **
.
> V R vfW v >»<• * { . V « .
.««f ♦ .>»!?»“ <<« yV’j'.S ’
Ifr-ft- »tv*< jútf *UDÍ‘'!'i
JsÓt’ níiiXt >»’* V«.
■ fifir
, ,,v.s v'Vvott MVr»
I* Í’Vtt i 'if> H*c
'.ul'ftíi ttiW'
>, ft ',v i •)
C. ai jr>f t-’f
Í'TCvíí w. Íi4
Uu-
tjMÍÚf V w< J'
ut wv’ * M