Morgunblaðið - 04.09.1986, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 04.09.1986, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 Sýning á af- mælisgjöfum SAMKVÆMT frétt frá borgarskrif- stofum Reykjavíkur stendur nú yfir sýning á þeim gjöfum, sem Reykjavíkurborg fékk á afmælis- daginn 18. ágúst frá hinum ýmsu aðilum. Sýningin er í Gallerí Borg og lýkur henni á sunnudagskvöld. Shirlene Alicia Blake Nýr danskenn- ari hjá Dans- stúdíói Sóleyjar DANSKONAN Shirlene Alicia Blake frá New York mun hefja danskennslu hjá Danstúdíói Sól- eyjar 15. september nk. Shirlene Alicia Blake hlaut dans- menntun sína í Meþódistaháskóla Suðurrikjanna í Dallas, Texas, en er einnig með nuddmenntun frá Sænsku nuddmeðferðar- og heilsu- fræðistofnuninni í New York. Hún hefur komið fram sem dans- ari í fjölda kvikmynda, m.a. Cotton Club, Prizzi’s Honor, Falling in Love og Shoot Out. Einnig hefur hún dansað í sjónvarpsauglýsingum og fjölda sviðsverka. Shirlene mun vera hjá Dans- stúdíói Sóleyjar í þijá mánuði og vinna bæði sem danskennari og við að setja upp sýningar. Hún mun kenna jass-, nútíma- og sígildan baliett jafnt framhaldsnemendum sem byrjendum. Blúskvöld í Roxzy BLÚSKVÖLD verður í Roxzy fimmtudaginn 4. september. Smokey Bay Blues Bandið mætir á svæðið og leikur lög eftir blús- risa eins og Muddy Water, Robert Johnson, Willie Dixon, Elmore James og fleiri. Sniglarn- ir mæta einnig og hita upp. Smokey Bay Blues Bandið kemur ennfremur fram föstudaginn 5. september og sunnudaginn 7. sept- ember í Roxzy ásamt nokkrum vel völdum leynigestum. Síðastliðna mánuði hafa menn eins og Steingrímur Guðmundsson, Stefán Ingólfsson, Rúnar Georg,. Björgvin Gísla, Jens Hansen, Kommi, Daniel Pollock og fleiri tek- ið lagið. með Smokey Bay Blues Bandinu. Smokey Bay Blues Bandið skipa Úlfar Úlfarsson (trommur), Þorleif- ur Guðjónsson (bassa) og Mickey Dean (gítar og söngur). Morgunblaðið/Júlíus Frá fyrirlestri Maryann F. Fralic á Hótel Sögu. „Enn sem fyrr þarf köllun til þess að starfa við hjúkrun“ — Dr. Maryann F. Fralic fyrirlesari á ráðstefnu hjúkrunarfræðinga um hjúkrun í fortíð og framtíð DR. MARYANN F. Fralic, aðstoðarhjúkrunarforstjóri Robert Wood Johnson-háskólasjúkrahússins i New Jersey og aðstoðar- deildarforseti hj úkrunarfræðideildar Rutgers-háskólans, hélt nýverið fyrirlestur á ráðstefnu hjúkrunarfræðinga um hjúkrun i fortíð, nútíð og framtíð. Það voru Hjúkrunarfélag íslands og Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, sem stóðu fyrir þessari ráðstefnu. Dr. Fralic hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, bæði á sviði stjómunar og kennslu, hún hefur skrifað flölda greina í bandarísk hjúkrunartímarit og haldið fyrir- lestra víðs vegar um heim um hjúkrunarmál. Blaðamaður Morg- unblaðsins ræddi lítillega við Maryann að loknum fyrirlestrin- um. Breytingar á hjúkrun undanfarna áratugi Það er ljóst, að hjúkrun hefur gengið í gegnum miklar breyting- ar undanfama áratugi. Helsta breytingin er sú, að tækninni hef- ur fleygt það mikið fram, að fólk lifir nú mun lengur en áður. Af- leiðingin af þessu er aukning langvinnra sjúkdóma, sem aftur hefur í för með sé aukna þörf á hjúkrun. Aukin tækni hefur einnig haft það í för með sér, að hjúkrun- in sjálf hefur breyst; í hjúkran felst ekki lengur aðeins að hlynna að sjúklingi og hlúa, heldur era í dag gerðar þær kröfur til hjúkr- unarfræðinga að þeir kunni meðferð ýmissa tækja og tóla, sem notuð era við lækningar; þátttaka hjúkranarfræðinga í læknismeðferðinni hefur því auk- ist frá því sem áður var. Menntun hjúkrunar- fræðinga Auknar kröfur sem gerðar era til hjúkrunarfræðinga tengjast auknum kröfum til menntunar þeirra. Hjúkranamám t.d. í Evr- ópu er líklega eins mismunandi og Iöndin era mörg. í sumum lönd- um era sérstakir hjúkranarskólar, í öðram hvort tveggja slíkir skólar og hjúkranarkennsla á háskóla- stigi en í enn öðrum löndum er hjúkranarkennsla einungis á há- skólastigi, t.d. hér á Islandi. í Bandaríkjunum er formið bland- að. Segja má að íslendingar séu skrefí framar í menntunarmálum en Bandarílqamenn. Þetta fram- kvæði íslendinga er virkilega til fyrirmyndar og mega þeir vera virkilega stoltir. Hjúkrun hér og í Bandaríkjunum Það er athyglisvert, þegar mað- ur ber saman ástand hjúkranar hérlendis og í'Bandaríkjunum, að hérlendis er skortur á hjúkranar- fræðingum en í Bandaríkjunum er um offramboð að ræða. Launin eiga víst stóran þátt í þessum skorti hérlendis, en ég hef ekki trú á öðra en að þetta muni breyt- ast, enda er hjúkran mikilvægari en svo, að hjúkranarfræðingar séu Morgunblaðið/Júlíus Það sem mestu máli skiptir er að sjúklingurinn sé ánægður; annað skiptir minna máli. láglaunafólk. Hjúkranarfræðing- ar í Bandaríkjunum teljast vera nokkuð vel launaðir, þeir hafa t.d. hærri laun en flest skrifstofufólk og kennarar. Miðað við smæð landsins er íslensk heilsugæsluþjónusta á mjög háu stigi og hef ég orðið fyrir miklum áhrifum af því, sem ég hef séð og heyrt. Hjúkrun: Kvennafag 2-3% allra hjúkranarfræðinga í heiminum era karlmenn; hvers vegna það er svo, er vissulega áleitin spuming. Hjúkran höfðar líklega ekki eins mikið til karl- manna og kvenmanna; þeim fínnst sjálfsagt öhnur svið meira heillandi. Áður fyrr hefur sjálf- sagt ekki verið framboð á mönnum til þess að gegna hjúkr- unarstörfum, en þegar það hefur síðar meir breyst, hefur hefðin ein líklega komið í veg fyrir að fleiri karlmenn sæktu í þessi störf. Launaþátturinn getur e.t.v. spilað hér inn í, þ.e.a.s. að karlmenn sætti sig ekki við eins lág laun og kvenmenn geri. Karlmönnum fer fjölgandi í þessari grein og er það fagnaðarefni, enda hafa þeir reynst prýðilega sem hjúkranar- fræðingar. Framtíðin Ég var spurð þeirrar athyglis- verðu spurningar í fyrirlestrinum, hvort hjúkranarfræðingar yrðu ónauðsynlegir í framtíðinni. Ég tel óhætt að fullyrða að hjúkr- unarfræðingar verði áfram nauðsynlegur hlekkur í heilsu- gæslunni; engar aðrar stéttir geta leyst þá af hólmi og tæknin mun aldrei geta komið í stað þeirra. Hjúkranarfræðingar verða hins vegar að fylgjast vel með og gæta þess að staðna ekki. Þeir verða ávallt að gæta þess að til- einka sér nýjustu tækni og uppfylla aðrar þær kröfur, sem eðlilegt er að stofnunin geri til þeirra. Einnig tel ég það áríðandi fyrir hjúkranarfræðinga að þeir taki þátt í rekstri stofnana sinna og beiti sér fyrir spamaði og hag- kvæmni í hjúkraninni, enda er hjúkran yfírleitt stærsti kostnað- arliður hverrar heilsugæslustofn- unar. Með því að beita sér sjálfum fyrir aukinni „framleiðni“, minnka þeir líkumar á því að stofnunin dragi úr hjúkran. Florence Nig'hting’ale Síðan á tímum Florence Nigh- tingale hefur hjúkran breyst mikið; bæði það sem gert er og hvemig. Starfíð er hins vegar enn jafn erfítt og krefjandi og það var þá og hugarfarið er það sama; það þarf enn köllun til þess að starfa við hjúkran. Þó að starfið sé krefjandi og erfítt veita fá störf eins mikla lífsfyllingu og ánægju og hjúkran. Lili og Sussie í Evrópu DAGANA 4.-14. september munu sænsku söngkonumar Lili og Sussie skemmta gestum veitinga- hússins Evrópu, Borgartúni 32. Lili og Sussie era systur, 20 og 22ja ára gamlar og hafa þær æft söng frá því þær muna fyrst eftir sér. Þær hafa náð töluverðri hylli í heimalandi sínu, m.a. með laginu „Summer Tonight" og hafa komið fram í sjónvarpi og á skemmtistöð- um víða í Evrópu. Systurnar leggja mikinn metnað í að gera skemmtanimar sem best- ar og eyða að jafnaði miklum tíma í söng- og dansskólum, auk þess að stunda líkamsrækt af kappi. Fyrsta skemmtun Lili og Sussie verður fímmtudaginn 4. september.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.