Morgunblaðið - 04.09.1986, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 04.09.1986, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug á 75 ára afmœli okk- ar 22. ágúst 1986. LifiÖ heil. Margrét Ólafsdóttir, Efstasundi 69, Reykjavik. Guðmundur G. Olafsson, Sigtúni 3, Selfossi. GOtFEFNI niðsteife ogfalleg Gólfefni em mismunandi. Gólfdúkur, flísar, teppi, mottur, parket, korkur. Allskonar efni við hæfi hvers og eins. Allt fæst hjá okkur. Eigum líka öll lím og verkfæri sem til þarf við lagningu gólfefnis. Veitum alla ráðgjöf þar að lútandi. Ráðgjöf- reynsla - vöruval liturínn Síðumúla 15, sími 84533 Fljótt líða fagrir dagar og blíðir eftir Valgarð L. Jónsson í dag er 23. ágúst 1986, hunda- dagar á enda þetta sumarið. Elsta fólk man ekki veðrabetra sumar en það sem óðum fer að líða hjá, veður- blíðan hefur verið um landið allt, að segja má, þó ekki hafi sólin skin- ið alla daga jafnt um allt landið, að þetta sé þó einstaklega gott sum- ar til margra hluta. Okkur bændum er heyskapurinn alltaf efst í huga, á þessum árstíma, reynslan hefur sannað okkur, hve óþurrkatíð getur valdið sveitafólki miklum erfiðleik- um. Það má raunar segja að afkoma búsins byggist verulega á hvemig tekst til með heyöflunina og hver gæði fóðursins eru. í sumar lék veðráttan við bændur landsins, svo nú em komin í hlöður mikil hey og góð um allt land. Þó hitastigið væri mjög breytilegt og stundum lágt, spratt grasið á skömmum tíma og heyannir stóðu venju fremur stutt yfir. Þess vegna geta bændur litið björtum augum til næstu framtíðar, ekki veitir af því, við nógan vanda er að fást fyrir því. Vandinn er af ýmsu tagi, en ógeðfelldastur er sá vandi sem stafar af mannvonsku einni saman og óbilgimi, reyndar hinum argasta atvinnurógi: það er mér með öllu óskiljanlegt hvemig mönnum getur liðist að ausa óþverra sálar sinnar takmarkalaust í fjölmiðlum yfir þjóðina dag hvem eins og þá lystir. Þar á ég við þann óþverra sem bændafólk þessa lands er ausið af alræmdum ófyrirleitnum kjafta- skúmum. Sumir segja það gerir málfrelsið, ritfrelsið og allt það, en hvað um mannhelgina, helgi heimil- isins og athafnalífsins? Ber mönnum skylda til að liggja undir svívirðingum hvar sem þeir em staddir svo sem á sínum vinnu- stað, eða heimili? Eru menn hvergi óhultir fyrir þessum reiðilestri fjöl- miðla? Er verið að heilaþvo íslenzku þjóðina? Er henni ætlað að leggja niður gamla rótgróna atvinnuhætti og þann hugsunarhátt sem þeim fylgir? Væri ekki rétt fyrir fólk að staldra við og líta til baka? Ætli lángt þyrfti að leita í fortíð okkar, til að rekast á baslandi bændafólk við að reyta saman oft létt og léleg hey útum hvippinn ogg hvappinn, sem vetrarfóður í fátæklegan bú- stofn? Alltaf vantaði meiri mat, meiri framleiðslu, hversu mikið sem fólkið sparaði og lagaði einnig á sig við að afla fanga. Þá byggðist allt á handaflinu einu saman, dugnaði og þolgæði. Þá bjó líka í þessu landi fólk sem hafði skilning á lífsbaráttunni, tók virkan þátt í henni og lifði til að sigrast á erfíðleikunum. Fólk sem gerði kröf- ur til sjálfs sín, en minni til annarra, reyndar ekki í neina ölmususjóði að leita. í þá daga sá landið okkar góða ábúendum sínum fyrir lífsbjörginni, fólkið lifði á því sem moldin gaf af sér, svo hlunnindi sjávar á hinu leitinu til að bæta við björg í bú, þetta var talin kjama- fæða, sem engan sveik, það átti margur landinn krafta í kögglum og áræði í bijósti til stórra verka, af afrekum dugandi fólks í þessu landi eigum við margar skráðar sagnir, sem nútíma fólki gæti orðið holl lesning. Vegna þess hve ræktað land var lítið var oft hörgull á búvöru, þá vanhagaði þjóðina mikið um stór- virk tæki til að vinna óræktarland og gera það að véltækum ökrum. En íslenzkt bændafólk bjó yfir ótak- markaðri framsýni, trú á landið, dáð og dug. Því var það þegar véla- öldin gekk í garð, að bændur lágu ekki á liði sínu, nógu lengi var búið að bíða eftir tækjum til að gera stórt átak í ræktunarmálum. Auð- vitað urðu framfarirnar byltingu líkastar, annars var vart að vænta af kraftmiklu dugnaðarfólki. Sveit- imar breyttu aldeilis um svip. Mér finnst sem öðmm föðurlandsvinum, að landið okkar hafi verið sem fært úr gömlu slitnu flíkunum í ný fögur klæði, það gladdi augað að líta hin stóm, grænu, fögm tún og reisu- legu byggingar, sem komnar vom í staðinn fyrir lélega moldarkofa. Hvert sem litið var mátti sjá vélar að verki, sem léttu mesta erfiðinum af mannshöndinni. Tæknin hafði svo sannarlega gengið í garð, og var okkar allra aufúsugestur. Afleiðingar alls þessa létu ekki á sér standa, framleiðslan stóijókst. Öllum fór að líða betur og fátæktin virtist á undanhaldi, því nú virtust við blasa möguleikar til að fóta sig á heillabraut, allir dugandi menn áttu að hafa verk að vinna og mögu- leika á að hasla sér völl á áhuga- verðum grundvelli, sér og sínum til framfæris. Og þetta var engin draumsýn. Þetta var vemleiki og er enn, þrátt fyrir allt harmavein. Það sem hefur skeð er einfaldlega það að þessi skefjalausi áróður er farinn að verka og það heldur betur. Máli mínu til sönnunar skal ég nefna dæmi; sú var tíðin að börnum þótti gott að fá mjólkursopa hjá mömmu eða ömmu og flatkökupart með íslenzku smjöri, kæfu, rúllu- pylsu eða öðm slíku í svanginn svona aukalega á daginn. Nú til dags þýðir lítið að bjóða siíkum gestum þannig kost, nei amma, ég vil litað sykurvatn, Kók, Svala, Djús, eða hvað það nú heitir, og eitthvað sætt í munninn. Þau em líka lystarlaus þegar að matborðinu kemur, þá er kvartað um verk í Veiðimenn í „veiðitilboði" Hótels Borgarness sameinast spenna veiðiferðarinn- ar og áhyggjulaus dvöl á notaleg- um gististað. Við útvegum ykkur veiðileyfi á fengsælum veiðisvæð- um Borgarfjarðar, nesti og korttil veiðiferðarinnar, jafnframt því sem við bjóðum upp á allar veit- ingar og þjónustu árshótela. í Borgarnesi er einnig góð sund- laug þar sem hægt er að fara í Ijós, heitan pott og gufubað að lokinni ánægjulegri veiðiferð. Upplýsingar í síma: 93-7119 og 7219. vamcs Valgarður L. Jónsson „Við höfum sanna reynslu af því að þjóðin okkar hefur þrifist vel af þeim mat sem landið sjálft gefur af sér, við höfum átt mikið at- orkufólk, duglegt og vel gefið á annan hátt, sem hefur verið góð auglýsing lands síns á ýmsum tímum við ýms tækifæri.“ maga, eða aðra orsök fyrir því að hafa ekki lyst á venjulegri máltíð. Mér kemur stundum í hug, hvemig verður þetta eftir nokkur ár, hveijar verða þá matarvenjur fólksins og hvað um næringargildi fæðunnar? Nú er fólk hreinlega vanið af mjólkinni, á sama tíma er farið að tala um að beineyðing færist í aukana hjá fólki þegar árin líða. Á fyrri tímum þegar mjólkur- skortur var þótti það ekki hættu- laust, t.d. ef börn höfðu ekki næga mjólk, þá mátti búast við beinkröm eða öðm verra, skyrbjúg o.fl. Nú vitum við að bætiefni mjólkurinnar eru ekki fyrir hendi í lituðu sykur- vatni, því hlýtur þarna að vera brostinn hlekkur í fæðuöfluninni, þannig væri hægt að taka mörg dæmi, þar væri verðugt verkefni fyrir þá fræðinga sem kunnáttuna hafa til að ræða málið útfrá fræði- legu gildismati, reyndar brýn þörf á. Það er ekki hægt annað en hafa áhyggjur af þessum ósvífna áróðri og afleiðingum hans. Við höfum sanna reynslu af því að þjóðin okkar hefur þrifizt vel af þeim mat sem landið sjálft gefur af sér, við höfum átt mikið atorku- fólk, duglegt og vel gefið á annan hátt, sem hefur verið góð auglýsing lands síns á ýmsum tímum við ýms tækifæri. Fólk sem var uppalið á hollri kjamafæðu og við máttum vera hreykin af, reyndar hamingju- söm. Að venja unga fólkið af þeirri kostafæðu og á eitthvert gervifæði tel ég mikla óhamingju og stór hættulegt að auki. Það getur vel verið að einhvetjum takist að græða nokkrar krónur á skefjalausum auglýsingafaraldri og heiftugum áróðri fyrir gimilegum gervimat- vælum, en mikið má vera, ef það á ekki eftir að sýna sig, að hollari væri heimafenginn baggi, sem fyrr hin hefðbundnu íslenzku matvæli, sem bjóða uppá hina ljúffengustu rétti, sem halda við heilsu og hreysti. Reynum enn um sinn að vera sannir Islendingar, landi okkar trú og taka ávexti þess með þökk- um, við megum vera Guði þakklát fyrir að eiga þetta hreina, fagra land, okkur ber að virða það og njóta þess, annað er eitthvert óeðli. Höfundur varbóndiá Eystra- MiðfeUiá Hvalfjarðarströnd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.