Morgunblaðið - 04.09.1986, Síða 53

Morgunblaðið - 04.09.1986, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 53 Danskir ellilífeyrisþegar í námsferð á Islandi - Dvöldu í viku í Lýðháskólanum í Skálholti Morgunblaðið/Þorkell Ann-Marie Jurhagen, annar fararstjórinn, og Inger Petersen, sem ver efri árunum í að fara í fræðandi og skemmtilegar ferðir. HÓPUR 20 danskra ellilífeyris- þega var hér á landi frá 20. til 28. ágúst, á námsför. Bjó hann í Lýðháskólanum í Skálholti, þar sem fróðir menn héldu fyr- ir fólkið erindi um ísland, land og þjóð, náttúru, sögu og menn- ingu. Þá voru farnar skoðunar- ferðir á merkisstaði. Síðasta kvöldið kynntu hinir dönsku ellilífeyrisþegar sér svo félagsstarf aldraðra í Kópavogi, í boði bæjarstjómar og eldri borg- ara. Sr. Bemharður Guðmunds- son var leiðsögumaður hópsins hér á landi, en einnig fylgdu hon- um 2 fararstjórar danskir, frá „Ældre pá Hojskole i Udlandet". Það er sjálfseignarstofnun, sem hefur nú starfað í þijú ár. Hún skipuleggur námsferðir fyrir ellilí- feyrisþega til annarra landa. í sumar hefur stofnunin staðið fyrir námsferðum til 20 staða í 12 lönd- um. Meðal annarra fluttu Jónas Gíslason dósent, Hjálmar R. Bárð- arson, Hjörtur Pálsson, Helga Jóhannsdóttir, sr. Guðmundur Oli Ólafsson, Sigurbjöm Einarsson, Sveinbjöm Finnsson og Heimir Steinsson erindi fyrir fólkið. Þá vom famar skoðunarferðir til Þórsmerkur, Gullfoss, Geysis, Þjórsárdals og Þingvalla þar sem sr. Heimir Steinsson þjóðgarðs- vörður sýndi þeim staðinn. Þá vom þrjú sveitaheimili heimsótt, og sagði Ann-Marie Jurhagen, annar fararstjórinn, að það hafi komið þeim Dananna, sem kunn- ug em landbúnaði, á óvart hve ólíkur landbúnaður er á íslandi og í Danmörku. Þá kom gestrisni íslendinga þeim á óvart, og vel kunni hún að meta heimboð bæj- arstjómar Kópavogs og eldri borgara úr Kópavogi, þar sem myndir vom sýndar frá starfi hvomtveggja. Hópur eldri Kópa- vogsbúa kom til að blanda geði við danska hópinn, og fór vel á með þeim. 87 ára ungiingur Lífíð og sálin í danska hópnum var Alfred Christiansen, 87 ára gamall, fyrrverandi skipasmiður frá Helsingjaeyri. Hann sagðist hafa hætt að vinna á nýjársdag 1963, og hefur hann notið lífsins síðan og ferðast mikið og ætlar að halda því áfram meðan aldur og heilsa endast. Hann var sá eini úr hópnum sem hafði komið áður til íslands, dvaldist þá í sumar- bústaðahverfi í Borgarfirði 1979, og sagðist hann vera að hugsa um að koma aftur þegar Borgar- leikhúsið væri fullsmíðað, en tæknisýningin þar þótti honum tilkomumikil. Hann segir afkomendur sína alveg sátta við að fá engan arf eftir hann þar sem hann eyði fé sínu í ferðalög. í fyrra fór hann til Svíþjóðar, Skotlands og Ma- deira, og í ár hefur hann farið til Sviss. Hvatti hann eldra fólk hér á landi að fara að dæmi sínu, og sagði hann, að fjöldi danskra vina Alfred Christiansen, var hrók- ur alls fagnaðar í hópnum, þrátt fyrir að hann sé orðinn 87 ára gamall. biði þeirra ef þau kæmu til Dan- merkur. Tilkomumest hér á landi þótti honum að heimsækja Þingvöll, einkanlega að standa við Lögberg þar sem lögsögumenn sögðu lögin forðum. Útsýnið og hljómburður- inn þótti honum stórkostlegur. Aðspurður sagðist hann hafa lent í mörgum ævintýrum á ferðum sínum, en hann vildi ekki að þau kæmust í hámæli svo hann var fáorður um þau. Þá var hann hinn ánægðasti með matinn hér á landi, en þegar Danir koma heim úr ferðalögum er alltaf fyrst spurt, hvað menn fengu að borða, sagði Alfred að lokum. Þögxtin stór- fenglegnst Inger Petersen frá Kaup- mannahöfn er sjötug að aldri. Hún sagðist hafa byijað að ferðast þegar hún missti manninn sinn fyrir 6 árum. Fram að því hafði hún einbeitt sér að því að hugsa um mann sinn og böm, en nú, Knud Edelberg er enn starf- andi læknir þrátt fyrir að hann sé orðinn 74 ára gamall, en hann var samt því fegnastur að hafa ekki haft nein not fyr- ir kunnáttu sína i ferðinni. þegar hann er dáinn og þau farin að heiman, hafi hún ákveðið að hugsa fyrst og fremst um sjálfa sig. Því seldi hún húsið sitt og notar peningana til að ferðast og hyggst halda því áfram. Hún hef- ur farið til Sikileyjar, Austurríkis, Lúxemborgar og Grænlands áður, á vegum „Ældre pá Hejskole í Udlandet". Mestan áhuga hefur hún á nátt- úrunni og öllu því sem henni viðkemur. Ahrifamesta upplifunin hér á landi var þögnin á Þingvöll- um, sagði hún, en þótt það sé stórbrotið og fagurt hér á landi, sagðist hún ekki geta hugsað sér að eiga heima á Islandi, þar sem það væri svo eyðilegt. Skemmti- legasta stundin hér á landi fannst henni hafa verið í dagsferð í Þórs- mörk, þegaf rútan ók út í óbrúað- ar ámar. Slík reynsla væri algerlega óþekkt og óhugsandi í Danmörku. Þá sagði hún að það hafi kom- ið henni á óvart hve Reykjavík væri nýtískuleg borg. Hún hefði haldið af þeim fræðsluritum um ísland sem hún las áður en hún kom, að landið væri mun van- þróaðra en raun bar vitni. Þá fannst henni Reykjavík vera fal- legur, hreinlegur og litríkur bær, og hafði hún á orði að íbúamir væru blessunarlega ófeimnir við að nota liti. Hún vildi endilega mæla með svona ferðum fyrir fólk sem hefur heilsu til. Þegar fólk sé búið að missa makann, hafi það ekkert gaman af að ferðast eitt, en jafn- vel þótt hún eigi góða vinkonu sem hún getur ferðast með, kýs hún svona ferðir frekar þar sem þær tryggi mönnum svo skemmtilega ferðafélaga. Svona ferðir gefi líka meira en sólarlandaferðir, þar sem fólk fræðist svo mikið. Að vísu eru svona ferðir þreytandi, en menn hafi frá svo mörgu að segja við heimkomuna að menn taki ekkert eftir ferðaþreytunni. Allt öðruvísi en ég átti von á Knud Edelberg frá Óðinsvéum er 74 ára að aldri, en samt enn starfandi læknir. Hann var á sinni fyrstu námsferð. Hann sagðist hafa lesið íslendingasögumar og bækur Gunnars Gunnarssonar á yngri árum og fengið af því áhuga á landinu. En það reyndist allt öðru vísi en hann hafði búist við. Það var miklu stórbrotnara, fal- legra og víðáttumeira en_ hann hafði getað ímyndað sér. í Dan- mörku byrgja tré og skógar alltaf fyrir útsýnið þannig að menn sjá aldrei neinar víðáttur. Hann var mjög ánægður með ferðina, þau hefðu séð svo margt, heyrt svo margt og verið frædd um svo margt. Sérstaklega róm- aði hann leiðsögn sr. Bemharðs Guðmundssonar, sem hann sagði að segði frá af slíkum áhuga og kunnáttu að það vekti menn til umhugsunar. Sérstaklega var honum minnisstæð bænastund í kirlq'unni á Stóra-Núpi, þar sem sr. Bemharður fékk hópinn til að fara saman með faðirvorið fyrir framan altaristöflu sem sýnir Krist flytja fjallræðuna í íslensku umhverfi. Taldi hann það eina áhrifaríkustu stund ævi sinnar. Bundið slitlag á Hvanneyri Uunnnati'iní í An/lol/íl í tvær götur, sem flest nýj- ustu íbúðarhúsin standa við, voru lagðar nauðsynlegar lagn- ir. Ekki voru allar frágengnar sem venja er að leggja áður en bundið slitlag er lagt. Hlað- ið við nýja skólahúsið var stækkað og verða nú rýmri bílastæði þar. Nokkrir húseig- endur notfærðu sér möguleik- ann á að láta klæða bílastæði sín á viðráðanlegu verði. Er nú meirihluti gatna á staðnum klæddur bundnu slitlagi. Hreppsnefnd ákvað að inn- heimta gatnagerðargjöld af húseigendum. Það hefur ekki verið gert fyrr. í JÚLÍMÁNUÐI var byrjað að klæða heimreiðina að Hvanneyri og hluta vega á staðnum. Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! D.J. Unnið að lagningu bundins slitlags á Hvanneyri. Morgunblaðið/DJ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.