Morgunblaðið - 04.09.1986, Side 54

Morgunblaðið - 04.09.1986, Side 54
atfÖR»™í>, Fjórðungsþing Vestfirðinga Sveitasljórnar- menn eru ekki eins heilsteyptir og áður - sagði Guðmundur H. Ingólfsson í framsöguræðu sinni um stöðu og framtíð fjórðungssambandsins NÚ ERU 37 ár síðan Fjórðungs- samband Vestfirðinga var stofn- að og sagði Guðmundur H. Ingólfsson stjórnarmaður í sam- bandinu að sá vettvangur hefði verið Vestfirðingum farsæll til þessa dags. En nú eru ýmsar breytingar framundan vegna nýrra laga um sveitarstjórnar- mál og því nauðsynlegt að meta stöðuna nú. Á síðustu árum hafa þó verið að grafa um sig efa- semdarraddir um mikilvægi sambandsins og sagðist hann ef- ast um að sveitarstjómarmenn í dag væra jafn heilsteyptir bar- áttu- og hugsjónamenn og þeir sem áður voru. í lokaorðum sínum lagði hann áherslu á að menn tækju höndum saman um að treysta Fjórðungs- samband Vestfirðinga og tryggja með þvi farsæla framtíð samstarfs vestfirskra byggða, því það væri líklegasti vettvangurinn til að treysta dreifða byggð svæðisins. Guðmundur H. Ingólfsson lætur nú af störfum í stjóm fjórðungssam- bandsins en hann hefur starfað þar óslitið í 12 ár. Úlfar MorgunDiaoio/unar Agusisson Jónas Ólafsson formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga fremst á myndinni ásamt fundarstjóra þings- ins, Ólafi Kristjánssyni, og framsögumönnunum Birgi Þorgilssyni, Guðmundi H. Ingólfssyni og Pétri Bjaraasyni í húsakynnum Menntaskólans á ísafirði þar sem þingið var haldið, en þar hefur skapast mjög góð aðstaða til þinghalds. Jónas Olafsson endurkjörinn for- maður Fj órðungssambands Vest fjarða á ársþingi þess á Isafirði I nýju sveitarstjómarlögunum er ekki gerð krafa um landshlutasam- tök sveitarfélaga en gefinn kostur á þremur möguleikum ef menn vilja, þ.e. héraðsnefndum, byggðasam- lögum eða landshlutasamtökum. Benti Guðmundur á að þessi skipan gæti veikt mjög stöðu fjórðungs- sambandsins og ef illa færi gæti það lognast út af. Eitt af megin- vandamálum Qórðungssambands- ins á næstu árum er að taka við málefnum sýslunefndanna sem leggjast niður 31. des. 1988, en nauðsynlegt er að jafna hags- munaágreining kaupstaðanna og sveitahreppanna vegna þeirrar breytingar. Þá leggur Guðmundur áherslu á að öll sveitarfélögin verði skuld- bundin til að taka þátt í sambandinu og hlýta ákvörðunum þess, en und- anfarið hefúr nokkuð borið á því að þau hafí skotið sér undan ábyrgð á útgjöldum vegna ákvörðunar að- alfunda sambandsins. í FRAMSÖGUERINDI sínu um bætt skipulag skólamála á Vestfjörðum sagði Pétur Bjarnason að hópur sem sam- þykkt hefði verið að koma á fót á síðasta fjórðungsþingi hefði komist að þeirri sameig- inlegu niðurstöðu, að skóli væri kjarni byggðar, sérstak- lega í smærri byggðarlögum. Því væru skólamál alltaf líka byggðamál. Samgöngumál eru tengd þessum þáttum óijúf- andi böndum, þvi yrði að stórbæta samgöngur. Varað er við samkeppni milli sveitarfélaga með gylliboðum og yfirborgunum. Góð vinnuaðstaða dregur að gott starfsfólk. Böm í ísafirði. FJÓRÐUNGSÞINGI Vestfirð- inga lauk með stjóraarkjöri síðia dags á Iaugardag. Jónas Ólafsson á Þingeyri var endur- kjörinn formaður, en aðrir I stjóra eru Björa Gíslason Pat- reksfirði, Matthías Lýðsson Kirkjubólshreppi, Björgvin Bjarnason Bolungarvík og Kristinn Jón Jónsson ísafirði. Þá var kosið í fræðsluráð fyrir kjördæmið og voru kjörin: Einar Kr. Guðfinnsson Bolungarvík, Geirþrúður Charlesdóttir Isafírði, Ásvaldur Guðmundsson Mýra- hreppi, Jónas Helgason Snæ^alla- hreppi, Jón E. Alfreðsson Hólmavík, Sigurður Viggósson dreifbýli eiga sama rétt til skóla- göngu og böm í þéttbýli en mikið vantar upp á það jafnræði á Vest- íjörðum. Framhaldsnám í heima- byggð treystir tengsl unga fólksins við átthagana, styrkjr atvinnulíf þar og eflir þjónustu. Það vekur athygli að nægjanlegt húsrými er til kennslu víðast á Vestíjörðum, en viðhald og að- staða til kennslu er á flestum stöðum í slæmu ásigkomulagi. Þá er námstími skertur alls stað- ar utan ísafjarðar og skortur er á menntuðum kennuram. Lögð er áhersla á að allir bekk- ir grunnskóla verði starfræktir í stærri þorpunum og kaupstöðun- um tveimur en Núpsskóli og Patreksfírði og Urður Ólafsdóttir Isafírði. Þá vora og kjömir fulltrúar á ársfund Landsvirkjunar og voru þar kjömir Jónas Ólafsson Þing- eyri, Ólafur Kristjánsson Bolung- arvík, Hjörleifur Guðmundsson Patreksfírði og Engilbert Ingvars- son Snæfjallahreppi. Aðalmál þingsins vora bætt skipulag skólamála á Vest§örð- um, æskileg framvinda ferðamála á Vestljörðum og Fjórðungssam- band Vestfírðinga og staða þess og framtíð. Auk þess lá fjöldi mála fyrir þinginu. Má þar nefíia róttæka byggðaþróunaráætlun fyrir Vest- fírði, kostnaðaráætlun um jarð- Reykjanesskóli verði notaðir fyrir tvo efstu bekki grunnskóla úr sveitunum ásamt tveggja ára framhaldsnámi þar sem tekið verði á móti unglingum af Reykjavíkursvæðinu með sér- þarfír, enda verði tryggt að sérmenntaðir kennarar fáist. Lögð var mikil áhersla á mikil- vægi héraðsskólanna, enda gert ráð fyrir að Núpsskóli taki aftur til starfa haustið 1987. í framhaldsskólanámi er lögð áhersla á að tengja námið at- vinnulífínu á Vestíjörðum. í lokin sagði Pétur að það væri álit nefndarinnar að undir- staða menntunar í Qórðungnum sé ótraust og að uppbygging í göng, málefni iðnþróunarfélags og iðnþróunarsjóðs Vestfjarða, ályktun um hvala- og selamál, um Breiðafjarðarfeiju svo nokkuð sé nefnt. Það kom fram á þinginu að íbúum Vestfjarða fækkaði um 3,5% á sl. ári og eru menn ugg- andi um framtíð byggðar vegna einhæfs atvinnulífs og erfíðleika í sjávarútvegi og landbúnaði. Þingið þakkar ákvörðun Byggðastofnunar um forgöngu ‘við gerð róttækrar byggðaþróun- aráætlunar fyrir Vestfírði og felur stjórn sambandsins að leggja fram allt það starf og fjármuni sem mögulegt er, til að hraða og vanda gerð slíkrar áætlunar. Óskar þing- ið eftir að stjómvöld gefí fyrirheit grunnskólamálum sé forsenda þess að hægt sé að taka á málefn- um framhaldsskólanna. Ef vonir nefndarmanna rætast og gert verði tveggja ára myndarlegt átak í málefnum grunnskólans verður jafnframt hægt að skipu- leggja framhaldsskólanám á Vestfjörðum. „Ég fel ykkur að ákveða hvort hér mun ríkja stöðnun í þessum málum svo sem verið hefur eða hvort næstu tvö árin munu skipta sköpum í skólastarfinu og þá jafnframt áliti annarra lands- manna á vestfirskum skólum,“ voru lokaorð Péturs Bjamasonar fræðslustjóra Vestfjarða. Úlfar um áhrifaríkar aðgerðir. Þá beinir þingið því til Alþingis að um leið og framáætlun, sem nú er unnið að um jarðgangagerð á norðanverðum Vestfjörðum, liggur fyrir, verði hafíst handa um framkvæmdir og fjármagn tryggt við næstu endurskoðun fjárlaga. Iðnþróunarfélag Vest- fjarða og Iðnþróunarsjóður Vest- íjarða sem stofnuð voru 1983 að tilhlutan fjórðungssambandsins hafa aldrei náð fótfestu. Ekki hefur tekist að ráða hæfan iðn- fulltrúa og sveitarstjómir hafa ekki fullgilt stofnsamning. Á þing- inu var ákveðið að fela stjóm Ijórðungssambandsins að kanna vilja sveitarstjóma til áframhald- andi starfsemi félaganna. Þingið fagnaði undirtektum íjármálaráðherra um fjárveitingu til Breiðafjarðarfeiju og treystir því að stjómvöld láti þegar á þessu hausti gera tímasetta áætlun um byggingu nýrrar feiju og bættrar hafnaraðstöðu á Bijánslæk og Stykkishólmi vegna hennar. I ályktun um hval- og selveiðimál segir að á undanfomum áram hafí alþjóðlegur hópur iðjuleys- ingja unnið markvisst að því að kippa fótum undan bjargræðis- vegum norðlægra þjóða, með hávaðasömu áróðursglamri, of- beldisaðgerðum á úthafínu og skipulögðum aðgerðum til við- skiptakúgunar undir yfírskini umhverfísvemdar. Þar sem þetta snertir marga íbúa VestQarða mótmælir Fjórð- ungsþingið aðgerðum þessara manna og Bandaríkjastjómar og skorar á ríkisstjóm íslands að he§a víðtæka kynningu á alþjóða- vettvangi á þessum veiðum og nýtingu afurðanna. Þá var samþykkt tillaga um að skora á stjómvöld að þau tryggi eðlilegan rekstrargrandvöll físk- vinnslufyrirtækja. Þingið var átakalítið og frið- sælt. Virtust þingfulltrúar yfírleitt ánægðir með þingið og glæsilega veislu sem bæjarstjóm Isafjarðar bauð til að kvöldi föstudags. Undirstaða mennt- unar er ótraust - sagði Pétur Bjarnason í framsöguræðu um skipulag skólamála á Vestfjörðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.