Morgunblaðið - 04.09.1986, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMT.UÐAGUR 4. SEPTEMBER, 1986
55
Strandir ein
dýrmætasta
eign íslensks
ferðaiðnaðar
- sagði Birgir Þorgilsson í framsögnræðu
„ÞAÐ ER ekki uppörvandi að
lesa ársreikninga Fjórðungs-
sambands Vestfirðinga og
áætlun þess fyrir næsta ár með
60.000 króna framlagi til ferða-
mála hvort ár,“ sagði Birgir
Þorgilsson ferðamálastjóri í
upphafi framsöguræðu sinnar
um æskilega framvindu ferða-
mála á Vestfjörðum.
Vestfirðir eru langt á eftir öðr-
um kjördæmum í uppbyggingu
ferðamála og því er nauðsynlegt
að gera myndarlegt átak, ef
árangur á að vera í samræmi við
þá möguleika sem Vestfírðir bjóða
upp á fyrir ferðamenn.
Samgöngumar eru þó aðal
flöskuhálsinn. Vegimir em mjög
slæmir og þreytandi og m.a. þess
vegna nýtast síður þær góðu
flugsamgöngur sem em við fjórð-
unginn. Flugvöllurinn á ísafirði
er illa staðsettur og varaflugvöllur
á Þingeyri nýtist oft ekki vegna
takmarkaðs vegasambands.
Birgir lagði áherslu á að Vest-
fírðir væm að mörgu leyti
áhugaverðasti hluti landsins fyrir
ferðamenn. Hann sagði að Látra-
bjarg og umhverfí þess mundi
draga að ferðamenn í sívaxandi
mæli næstu ár og Strandir frá
Steingrímsfirði í Bjamamúp við
ísafjarðardjúp væri ein dýrmæt-
asta eign ferðaiðnaðarins á Is-
landi.
Sjóbirtingsveiði er víða á Vest-
fjörðum og sjóstangaveiði er
eitthvað stunduð, en þessum
óvenjulegu möguleikum sækist
nútímaferðamaðurinn mikið eftir.
A Þorskafjarðarheiði er íjöldi
vatna full af físki sem enginn virð-
ist reyna að kynna. Birgir gat
þess að aðilar í Keflavík hefðu
hafíð skipulagða sjóstangaveiði
fyrir útlendinga í vor. Á fyrsta
sumrinu náðust 800 gistinætur
út úr þeirri þjónustu ásamt báta-
leigu og ýmsu öðm sem til þarf.
Eitt af meginmálum ferðamála-
uppbyggingar á Vestfjörðum er
að koma upp tveimur góðum sam-
göngumiðstöðvum á Vestfjörðum.
Ætti önnur að vera í Vatnsfirði á
Barðaströnd en hin á ísafírði.
Birgir Þorgilsson sagðist þó vilja
ráðleggja mönnum að byija á að
gera almenna úttekt á stöðu
ferðamála í ijórðungnum í dag.
Mikilvægt er svo að gera lang-
tímaáætlun um uppbyggingu og
sagðist hann vera tilbúinn hvenær
sem væri til að ráðleggja mönnum
ef menn vildu. Hann sagði að lok-
um að vinnutími manna styttist
óðum og tekjur yxu. E.t.v. þess
vegna væru ferðamál orðin stærsti
atvinnuvegurinn í veröldinni.
ísland er hreint og ómengað
land og það ber okkur þrátt fyrir
allt að vemda á meðan svo er.
Eru það forréttindi að vera íslend-
ingur.
Fjörugar umræður urðu um
ferðamálin. Matthías Bjamason
samgönguráðherra benti á að
mjög mikið hefði áunnist í vega-
gerð á Vestfjörðum á síðustu
árum. Þannig hefði Djúpvegur
verið tekinn í notkun 1975 og
hringvegur um Vestfírði hefði
opnast með tengingunni um
Steingrímsfjarðarheiði á síðasta
ári. Hann lýsti því yfír að hann
væri mjög óánægður með ástand
malarvega og sagði að hörpuð
möl biði í bingjum meðfram veg-
unum til hausts án þess að vera
notuð þegar mest væri þörfín.
Hann sagði að næsta stórverkefni
í vegamálum á Vestfjörðum væri
brú á Dýrafjörð sem nú væri kom-
in inn á vegaáætlun. Hvað jarð-
gangagerð varðaði sagði hann að
nú væri stefnt að lagningu ganga
um Ólafsfjarðarmúla. Þegar þeim
væri lokið væri eðlilegt að taka
Vestfírðina fyrir.
Þá gat hann mikillar umferðar
um ísafjarðarflugvöll en 44 þús-
und manns fóru um hann á sl.
ári en á þjónustusvæði hans búa
um 5 þúsund manns.
Sverrir Hestnes framkvæmda-
stjóri Ferðaskrifstofu Vestfjarða
sagðist vera óánægður með
ástand vega og sagði að aðkomu-
fólk kæmi iðulega á ferðaskrif-
stofuna til að skammast yfír
vegunum. Hann benti á að vegna
smæðar hótelsins í Flókalundi
myndaðist þar flöskuháls í inn-
komu hópa til fjórðungsins sem
mikilvægt væri að koma í betra
horf.
Flugfélagið Emir á ísafirði hef-
ur boðið sæti í póstflugi félagsins
um Vestfírði og sagði Sverrir að
það væri mikið notað. En birtan
og hreina loftið sagði hann að
væru þau verðmæti sem ferða-
menn frá erlendum stórborgum
mætu mest. Hann lágði áherslu á
að sveitarstjórnarmenn kæmu upp
tjaldsvæðum með hreinlætisað-
stöðu í heimabyggðum sínum.
Magnús Reynir Guðmundsson
á Isafírði sagði að óvíst væri hvað
vestfirskar byggðir gætu beðið
mikið lengur eftir endurbótum í
samgöngumálum. Hann sagði að
nær hefði verið að láta Banda-
ríkjamenn borga alla flugstöðvar-
byggingnnu í Keflavík, en nota
heldur þá fjármuni til uppbygg-
ingar í samgöngumálum í dreif-
býiinu.
Snorri Grímsson formaður
Ferðamálasamtaka Vestfjarða
sagðist vinna að upplýsingasöfnun
um ferðaþjónustu í kjördæminu
og bauð þingfulltrúum að kynna
sér þau mál á meðan á þinginu
stendur. Hallgrímur Sveinsson frá
Rafnseyri sagði frá framtaki
Vestur-ísfírðinga með kynningu á
Vestur-ísafjarðarsýslu undir
nafninu Vestfirsku Alpamir.
Þingið samþykkti ályktun þess
efnis að stjóm sambandsins og
framkvæmdastjóra væri falið að
láta gera almenna úttekt á þeim
möguleikum, sem fyrir eru í ferða-
málum og að taka ákvörðun um
frekari aðgerðir á næsta fjórð-
ungsþingi.
Úlfar
Sjúkraþjálfarar á Landspítalanum:
Uppsagnir á næsta leiti ef ekki
rætist úr kjara- og húsnæðismálum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá
sjúkraþjálfurum á Landspítala
Islands:
Vegna frétta í blöðum undan-
farið um starfsþjálfun nema í
sjúkraþjálfun annars vegar og
hugsanlegra uppsagna sjúkraþjálf-
ara hins vegar, vilja sjúkraþjálfarar
á Landspítalanum að eftirfarandi
komi fram:
Endurhæfíng er í örri þróun er-
lendis og verður sífellt stærri hluti
af heilbrigðisþjónustunni. Þörfín
eykst eftir því sem meðalaldur fólks
hækkar, fleiri lifa lengur með
líkamlega heftandi sjúkdóma og
fleiri lifa af aivarleg slys og ýmisleg
líkamleg áföll.
Endurhæfíng er þjóðfélagslega
mikilvæg. Á sjúkrastofnunum stytt-
ir hún legutíma sjúklinga, fleiri
verða sjálfbjarga og fyrir marga
þá, sem ekki eiga því láni að fagna
að öðlast fótavist, getur hún gert
lífið bærilegra og auðveldað hjúkr-
un og aðra umönnun.
Við íslendingar hælum okkur af
góðri heilbrigðisþjónustu og vel
menntuðu starfsfólki í heilbrigðis-
stéttum. Forsendan fyrir því að svo
verði áfram, er að sjálfsögðu sú,
að hægt sé að mennta þetta fólk
hér heima.
Þrátt fyrir mikla þörf á sjúkra-
þjálfurum á landinu, hefur orðið að
takmarka fjölda nema í sjúkraþjálf-
un við Háskóla íslands við 18 á ári
.vegna skorts á verkmenntunar-
kennurum. Hverjum nema er skylt I
að ljúka 9 mánuðum í starfsþjálftin
á hinum ýmsu heilbrigðisstofnun-
um.
Landspítalanum er ætlað að sjá
um starfsþjálfun fjögurra nema á
hveiju tímabili. Ymsar ástæður
hafa þó leitt til þess, að það hefur
reynst erfítt.
Skortur á sjúkraþjálfurum hefur
verið vandamál á Landspítalanum
um langt árabil. Meira en víðast
hvar annars staðar. Orðið hefur að
manna stöður, með því að fá er-
lenda sjúkraþjálfara og hefur oft á -
tíðum um og yfir helmingur sjúkra-
þjálfara verið erlendur.
Afleiðingarnar af þessu hafa orð-
ið: Oeðlilegt vinnuálag, óstöðugur
starfskraftur og lélegri þjónusta við
sjúklinga spítalans. Þetta hefur
einnig valdið því, að erfítt hefur
verið að sinna þeirri starfsþjálfun
sjúkraþjálfunarnema, sem Land-
spítalinn á með réttu að gera sem
háskólasjúkrahús.
Léleg launakjör sjúkraþjálfara,
sem starfa hjá ríkinu, eru ein aðal-
orsök þess, hve erfíðlega hefur
gengið að fá sjúkraþjálfara til að
starfa á hinar ýmsu deildir Land-
spítalans, en auk þess stendur til
að taka af endurhæfingardeildinni 4*
stóran hluta þess húsnæðis, sem
hún hefur yfir að ráða, vegna teng-
ingar aðalspítalans við hina nýju
K-byggingu. Við þessar aðstæður
koma engir nýir þjálfarar til starfa
við Landsspítalann og ekki verður
hægt að sinna kennslu sjúkraþjálf-
unamema og ástandið versnar
stöðugt. Því má búast við því, að
innan tíðar komi til uppsagna, ef
engin fínnst lausn á húsnæðis- og
kjaramálum sjúkraþjálfara.
Þessar vinkonur eiga heima í Kópavogi og efndu til hlutaveltu á
Kópavogsbraut 41 til ágóða fyrir hjálparsjóð Rauða kross íslands.
Söfnuðust þar tæplega 940 krónur.
Góð horn
á hagstæðu verði
Boston hornsófi B 235 x L 300 sm
Bari hornsófi B 235 X L 290 sm
|y húsgagna höllin
HUSCOGIM
BILDSHOFÐA 20-112 REYKJAVIK - 91 -681199 og 681410
I