Morgunblaðið - 04.09.1986, Side 57

Morgunblaðið - 04.09.1986, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 Gömul kynni gleymast ei... Fyrrum bekkjarfélagar úr 12 ára bekk F í Laugamesskólanum árið 1955 til 1956 hittust í júlímán- uði sl., í gömlu kennslustofunni sinni og eyddu saman kvöldstund. Bekkurinn var skipaður 30 nem- endum og mættu 23 þeirra til bekkjarmótsins. Kennari F-bekkjar- ins var Skeggi Ásbjamarson, en hann lést fyrir nokkrum ámm. Gömlu bekkjarfélagamir afhentu Laugamesskóla mynd af Skeggja, sem hengd verður upp í stofu 9, þar sem hann starfaði lengst af. Meðal þessara 30 fyrrum bekkj- arfélaga eru nokkrir þjóðkunnir borgarar, m.a. Markús Örn Anton- son, útvarpsstjóri, Þorgerður Ingólfsdóttir, stjómandi Hamrahlí- ðakórsins, Elfa Björk Gunnarsdótt- ir, framkvæmdarstjóri Ríkisút- varpsins, Helgi H. Jónsson, fréttamaður sjónvarpsins, Silja Að- aisteinsdóttir, ritstjóri tímarits Máls og Menningar, Aslaug Ragnars, blaðamaður og rithöfundur og Þór- arinn Sveinsson, krabbameinslækn- ir. Af þessum 30, luku 15 stúdents- prófi, 11 háskólaprófi og flestir hinna ýmist verslunarskólaprófi, kvennaskólaprófí, tækniskólaprófi eða prófí frá hjúkrunarskóla. Í hópnum eru einn tónmennta- kennari, tveir menntaskólakennar- ar, einn skólastjóri, einn blaðamaður, einn fréttamaður, tveir ritstjórar, einn útvarpsstjóri, einn læknir, tveir lyflafræðingar, einn lyfjatæknir, þrjár hjúkrunarkonur, tveir rithöfundar, einn eðlisfræðing- ur, einn fomleifafræðingur, tveir framkvæmdarstjórar, einn stýri- maður, einn skattaendurskoðandi og fjórar skrifstofustúlkur. Allir gömlu bekkjarfélagarinr búa á Reykjavíkursvæðinu, utan þriggja. Tveir þeirra búa úti á landi og einn er búsettur erlendis. Á bekkjarmótinu röbbuðu skóla- skystkinin upp gamlar endurminn- ingar langt fram á nótt og einnig var lesið upp úr dagbók eins neman- dans frá skólaárum í Laugames- skóla, við fögnuð viðstaddra. Hétu allir því að bíða ekki í önnur 30 ár með að koma saman á ný. Samsöngur þriggja stórstirna Þær efndu til meiriháttar tónleikahalds fyrr i sumar, stöllurnar Patti Gladys Knight, Patti LaBelle og Dionne Warwick — og að sjálf- sögðu rann ágóðinn til góðgerðarstarfsemi. að hefur stundum verið latið að því liggja að tveir listamenn innan sömu listgreinar geti ekki verið góðir vinir, til þess sé sam- keppnin venjulega of hörð. Öfund og baknag em fylgifiskar frægðar- innar, víst er það og að samgleðjast keppinaut sínum er oft hægara sagt en gert. Að sögn þeirra sem til þekkja, eru samkomur söngvara eða leiklistarfólks úti í hinum stóra heimi meiriháttar leisýningar, þar sem allir keppast við að brosa sínu breiðasta, hrósa hveijum öðrum í hástert en bölva þeim í hljóði, hneykslast á hæfileikaleysi þeirra. Til allrar hamingju er þetta þó ekki algilt. Þeir listamenn eru víst til sem eru heilir í hrósyrðum sínum, kjósa heldur að þegja en að segja eitt- hvað sem ekki kemur frá hjartanu — eru vingjamlegir í viðmóti en aðeins trúir og tryggir sínum nán- ustu vinum. Meðal þeirra, sem fylla hinn síðamefnda flokk eru söng- konumar Dionne Warwick, Gladys Knight og Patti LaBelle. Þær stöll- ur hafa verið vinkonur í fjölda mörg ár og aldrei heyrst segja styggðar- yrði hver um aðra. Allar em þær mikilhæfar söngkonur, miklir lista- menn og bera virðingu fyrir hæfi- leikum og verkum hinna. Fyrir rúmum mánuði síðan efndu þær til tónleika í góðgerðarskyni í Los Angeles. Þar komu þær allar fram, sungu saman nokkur lög svo sem „Living in America", „Somewhere" og „My Guy“. Þar á eftir röbbuðu þær við áheyrendur um lífið og til- veruna, skiptust á skoðunum og héldu tölur um allt milli himins og göngu á þeim peningum sem hún aflar sér með söngnum. Sér til málsbóta hefur Jan Haggkvist bent á að það sé hægara sagt en gert að eiga að verða útsjónarsamur fjármálamaður á einni nóttu, það hafi verið nógu erfítt er hann gerði sér skyndilega grein fyrir því að hann var faðir sannkallaðrar gull- gröfu. Nú hefur hann hinsvegar sagt starfi sínu lausu sem umboðs- maður hinnar 19 ára gömlu dóttur sinnar, en áfram stýrir hann þó fyrirtækinu Carlola Production í Svíþjóð. „Það var bara kominn tími til að við breyttum svolítið til“, seg- ir Carola um þá tilhögun. „Það er ekki eðlilegt að foreldrar séu með finguma ofan í öllum manns mál- um, fylgi manni hvert fótmál. Getið þið t.d. ímyndað ykkur Barbru Streisand með mömmu sína í sífelldu eftirdragi?" — Nei, við verð- um víst að viðurkenna að hug- myndin er hlægileg og fjarstæðu- kennd. Samlíkingin er hinsvegar ekki svo fjarri lagi, því að mati Gibb-bræðranna hefur Carola alveg jafn sterka og mikla rödd og söng- konumar Streisand og Ross. jarðar. í lokin fluttu þær svo hver sitt lag. Gladys söng „I Will Survive", Dionne „I’ll Never Love This Way Again" og Patti tók lagið „New Attitude". „Vinátta okkar er langt yfir alla samkeppni og meting hafin" sögðu þær, að hljómleikun- um loknum. „Við höfum allar frekar sterkar raddir, en ólíkar þó. T.d. eru sum lög sem Patti getur sung- ið, alveg eins og engill, en ég get ekki komið skammlaust frá mér — og öfugt“, sagði Dionne Warwick. „Trúlega gæti ekkert eyðilagt þessa einstöku vináttu, við vitum allt of mikið hver um aðra til þess." COSPER COSPER 9290 — Foreldrar hans hafa aldrei komið til þess að ná I hann. ^7 Helgarnámskeið í notkun IBM-PC. Tilvalið námskeið fyrir alla PC-notendur, ekki síst þá sem búa úti á landi. DAGSKRÁ: — Grundvallaratriði í notkun IBM-PC. — Stækkunar- og tengimöguleikar. — Stýrikerfið MS-DOS. — Ritvinnsla. — Ritvinnslukerfið World Perfect. — Töflureiknirinn Multiplan, æfingar. — Gagnasafnið D-base 11 æfingar. — Bókhald á PC-tölvur. — Fyrirspurnir og umræður. Tími: 6. og 7. september kl. 10—17. Innritun í símum 687590 og 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Ármúla 36, Reykjavík. ARNARHÓLL “r3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.