Morgunblaðið - 04.09.1986, Side 60

Morgunblaðið - 04.09.1986, Side 60
MQRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 60 JAZZ-TÓNLEIKAR í Djúpinu í kvöld. Tríó Jóns Páls Bjarnason- ar gítarleikara frá Los Angeles. Restaurant - Pizzeria NlEIRIHÁTTAR HUÓMSVEIT ALLTAF EITTHVAÐ NYTT AÐ SKE I UPP OG NIÐUR Mímir útskrifar nýja ritara RITARASKÖLI Mímis útskrif- aði nýlega 28 nemendur. Við skólaslitin voru afhentar viður- kenningar fyrir góðan náms- árangur. Hæstu meðaleinkunn hlaut að þessu sinni Valgerður Lísa Gestsdóttir, en næstar henni komu Helga B. Helga- dóttir og Siguijóna Astvalds- dóttir. Sveinsdóttir, Eva Guðmundsdótt- ir, Guðný A. Sigurðardóttir, Hildur Bender. Fremri röð frá vinstri: Málfríð- ur S. Skúladóttir, Erla D. Ármannsdóttir, Elín Ántonsdóttir, Helga B. Helgadóttir, Valgerður Lísa Gestsdóttir, Siguijóna Ást- valdsdóttir, Sigríður Halldórsdótt- ir, Kristín Einarsdóttir, Þorbjörg Jensdóttir. Á myndinni sjást hinir nýút- skrifuðu ritarar: Aftari röð frá vinstri: Rósa Williamsdóttir, Guðrún Valgeirs- dóttir, Petra Baldursdóttir, Auður E. Valdimarsdóttir, Elín H. Gúst- afsdóttir, Hólmfríður Kjartans- dóttir, Halldóra S. Halldórsdóttir, Elín Ástráðsdóttir, Unnur E. Malmquist, Jónína Pálsdóttir, Hjördís Valgarðsdóttir, Karolín M AUGLÝSING Torfan stendur fyrir sínu Veitingahúsið Torfan var eitt af þessum veitingahúsum sem voru opnuð í kjölfar veitingahúsabylt- ingarinnar sem varð hér í Reykja- vík upp úr 1979. Nokkrum þessara veitingahúsa hefur verið lokað. Helsta vandamál íslensks veitinga- rekstrar eru hinar miklu sveiflur. Veitingahús, sem er með góðan mat einn daginn, er orðið ómögu- legt þann næsta. í þessum efnum hefurTorfanálgjöra sérstöðu.gæðin hafa frá upphafi verið mjög jöfn og góð. Meginástæðan fyrir því að Torfan hefur þetta jafnvægi er fyrst og fremst sú að matreiðsiumenn Torfunnar eru afbragðs fagmenn. Að auki virðist allt innra eftirlit með rekstrinum vera með ágætum enda eigandinn matreiðslumaður. Nú hefur verið gerð andlitslyfting á Torfunni. Á efri hæð er búið að taka í notkun 16 manna herbergi, sem tilvalið er fyrir lítil einkasam- kvæmi. Þetta nýja herbergi er í vesturenda hússins. Þá er kominn lftill bar á efri hæðina. Örn veit- ingamaður er búinn að fjárfesta í nýjum borðbúnaði og einkar smekklegum vínglösum. En líkleg- ast eru helstu fréttirnar þær að kominn er nýr matseðill. Við fyrstu sýn virðist hann ekki ýkja frum- legur en ef betur er að gáð kemur annað í Ijós. Vissuiega eru á seðlin- um þessir venjulegu réttir eins og t.d. graflax með sinnepssósu, grat- ineruð frönsk lauksúpa, glóða- steiktir humarhalar og steiktur silungur með kryddsmjöri. En svo er á boðstólum ýmislegt spennandi eins og t.d. kjúklingalifur með villi- sveppum og reyktur hrár nauta- vöðvi, sem er sérlega góður. Þá er hægt að mæla með trjónukrabba- súpunni, sem er krydduð með saffran. Af fiskréttunum er minnis- stæður steiktur steinbítur með rósa- pipar og púrtvíni og pönnusteikt smálúðuflök með jarðhnetum og kókosrjóma. Kjötréttimir eru fimm og eru þeir allir frekar athyglisverð- ir. Hvað segið þið um léttsteikta önd með engifer og sesam, lamba- hryggvöðva með kiwisósu, grísa- hryggsneiðar með drambui-sósu, nautalundir með grænum pipar og reyktum hvítlauk eða þá léttsteikta svartfuglsbringu með rifsberjum? Öndin er sérlega athyglisverð, bragðið einstaklega Ijúft og á engi- ferið sérlega vel við andarkjötið. Þá var lambahryggvöðvi með kiwi- sósu einkar góður réttur. Matseðill Torfunnar er einkan- lega haganlega saman settur. Sjálf- ur seðillinn er mjög fallegur, er hann gerður úr sútuðu steinbítsroði og má því leggja sér hann til munns ef svo ber undir. Á sumrin er boðið upp á fiski- hlaðborð á Torfunni. Á fiskihlað- borðinu í ár eru 45 spennandi fisk- réttir. Veitingahúsið Torfan er án efa með athyglisverðustu veitingahús- um á landinu í dag. Aðaleinkenni Torfunnar eru jöfn gæði og vel saman settur matseðill.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.