Morgunblaðið - 04.09.1986, Page 63

Morgunblaðið - 04.09.1986, Page 63
MORGUNBIAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 6B> Þessir hringdu . . . Hvalbuff Lára Þórðardóttir hringdi: „Um daginn birtuð þið fyrir- spum frá konu um góðar hval- kjötsuppskriftir. Á mínu heimili á Seyðisfirði hefur það alltaf verið matreitt eftir þessari 50 ára gömlu uppskrift: Hvalbuff: 750gr af hvalkjöti (einnig má nota hrefnu eða hnísu) er skorið í frekar þunnar sneiðar, þurrkað vel og barið létt með buffhamri. Sneiðunum er síðan velt upp úr hveiti sem hefur verið saltað og piprað. Kjötið er pönnu- steikt í vel heitri feiti. Einn laukur er skorinn í sneiðar og soðinn með kjötinu í tæpan klukkutíma. Vatn er aðeins látið fljóta yfir og eitt lárviðarlauf soðið með. Kjötið er sfðan borðað með brúnni sósu og gott er að hafa nýjar kartöflur og rabarbarasultu með.“ Leiðrétting vegna skákfréttar Guðmundur Guðjónsson, fyr- irliði skáksveitar Se(jaskóla, hringdi: „Mig langar að koma á fram- færi leiðréttingu vegna fréttar í Morgunblaðinu af Norðurlanda- meistaramóti grunnskólanema í skák. Niður féll nafn fjórðaborðs- manns Seljaskóla, Kristins Frið- rikssonar, sem fékk þijá vinninga af fimm mögulegum, enda þótt hann hafí misst af vinningi gegn fjórðaborðsmanni Norðmanna. Rétt er að Akureyringar eru mjög sterkir skákmenn eins og þeir hafa sannað, en það orðalag að þeir hafi „bjargað" Seljaskóla er full djúpt í árinni tekið. Þeim hefði nægt jafntefli við norsku sveitina. Eins ber að geta þess að danska stúlkan var ekki ein um að fá fjóra vinninga af fimm mögulegum. Það gerði einnig fjórðalxirðsmað- urinn Rúnar Sigurpálsson frá Akureyri og er óþarfi að snupra hann. Sérhver sveit reynir að fá eins marga vinninga og henni frekast er unnt, án tillits til björgunaraf- reka.“ V erkfærataska tekin í Grafningi Anna hringdi: „Þú sem tókst svarta verkfæra- tösku úr bíl f Grafningi, sunnu- daginn 31. ágúst, myndir þú vilja vera svo vænn að skila henni á afgreiðslu Morgunblaðsins f Að- alstæti 6? Það er mjög mikilvægt fyrir mig að fá töskuna aftur, gerir minna til með annað." Þakkir fyrir morgunbænina Ása hringdi: „Mig langar til að þakka séra Gunnlaugi Garðarssyni fyrir morgunbænina í útvarpinu und- anfarnar tvær vikur. Það er mikil unun af því að hlusta á hann. Það er fallegur siður að byija á því að signa sig á morgnana og ég man ekki eftir að það hafi verið gert áður við morgunbæn- ina. Þar að auki talar séra Gunnlaugur með einstaklega fal- legri, viðkunnanlegri og skýrri rödd.“ Úlpa týndist við Laugardalshöll Guðríður Hafsteinsdóttir hringdi: „Um síðustu helgi var úlpa dóttur minnar tekin í misgripum á heimilissýningunni í Laugar- dalshöllinni. Þetta er dökkblá Millet-úlpa, stærð uþb. á 12 ára. I úlpunni var hvítt peningaveski með peningum í. Úlpan hvarf við leiktæki á úti- svæði. Sá sem hefur úlpuna í fórum sínum er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma: 681853.“ Athyglisverð grein um náttúruvemd „Ákæra — áskorun — Vitið þið hvað þið gerðuð, Grænfriðungar?" Þannig hljóðar fyrirsögn og upphaf greinar eftir Játvarð Jökul Júlíusson í Morgunblaðinu, 26. ágúst sl. Af þessu má þegar ráða að þama séu náttúruvemdarmál til umræðu, enda sú raunin. Einkum og sér í lagi fjallar þessi grein Játvarðar um núverandi ástand og örlög okkar góðu, gamalkunnu og fogru strand-sjávarbúa, selanna. Ég er sjálf fædd og uppalin f einni þekktustu sjávarhlunninda- sýslu landsins og því ekki með Öllu ókunnug því málefni sem þama er fjallað um. Að mínu mati er þama á ferðinni einhver sú sannferðug- asta og gagnmerkasta grein um um vemdun og viðhald lífríkis hafsins hér við strendur íslands og annarra landa í Norðurhöfum, sem komið hefur fyrir almennings sjónir til þessa. Ég tek því heils hugar undir nið- urlagsorð höfundar þar sem hann segir:„Ég skora á umboðsmann Grænfriðunga á íslandi að senda málflutning minn til aðalstöðva þeirra erlendu samtaka sem mestu Yelvakandi góður. Ég bið þig fyrir eftirfarandi línur, þar sem ég þykist vita að fátt efni blaðanna á sér jafn stóran lesenda- hóp og dálkar þínir. Föstudaginn 29. ágúst fann ég 36 mynda filmu, átekna, á bílastæð- ráða og hafa ráðið um stefnu og skipuleggja aðgerðir." Þessu til viðbótar vil ég hvetja alla almenna náttúruunnendur og umhverfísvemdarmenn til að kynna sér greinina hans Játvarðar. Ingibjörg Þorgeirsdóttir, Höllustöðum, A-Barðastrand- arsýslu. inu við Skúlagötu 4 (Útvarpshúsið). Eigandinn saknar sennilega fílm- unnar. Hann getur hringt í mig f sfma 33122 milli kl. 10.00 og 13.00 næstu daga. Svavar Gests Átekin filma fannst : SHANNON :datastor SKJALASKAPAR NÚ EINNIG HIRSLA FYRIR TÖLVUGÖGN Nú eru fáanlegir rekkar fyrir segulspólur/ diska. Segulspóluupphengjur og slöast en ekki sist upphengjur fyrir tölvumöppur. Sem áöur er hægt aö fá skápana útbúna með föstum hillum, hillustoðum, útdregnum hillum, upphengjum bæöi Aö stafla tölvumöppum I hillur er nú ekki föstum og útdregnum fyrir skjalapoka, lengur nauðsyn. útdregnum spjaldskrárhillum og Möppunum er einfaldlega rennt i þar til útdregnu vinnuboröi til aö leggja á þá geröar þrautir. hluti sem er unnið viö hverju sinni. ALLT Á SÍNUM STAÐ AMJR OlSlA-SOW 4 CO. HR SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 í Blómasal FYRIR ÞIG OG ERLENDA GESTI ÞÍNA Módelsamtökin sýna íslensku ullartískuna 1986. Víkingaskipið hlaðið íslenskum úrvals matvælum. Einstakt tækifæri til landkynningar. Vinsælar eldsteikur og nýr sérréttamatseðill. FIMMTUDAGSKVÖLD FÖSTUDAGSHÁDEGI Borðapantanir í síma 22322 og 22321 Framleiðsluráð landbúnaðarins Rammagerðin íslenskur Heimilisiðnaður Hafnarstræti 19 Hafnarstræti 3, HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA fV HÓTEL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.