Morgunblaðið - 21.09.1986, Síða 5

Morgunblaðið - 21.09.1986, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 5 Sinfóníuhljómsveit Islands: Kynningartón- leikar í beinni útsendingn sjón- varps og rásar 2 TÓNLEIKAR Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, sem verða i Háskólabíói nk. mánudagskvöld, verða í beinni útsendingu sjón- varps og rásar 2 í fyrsta skipti. Pétur Guðfínnsson, fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að með tilkomu nýja upptökubflsins væri sjónvarpið betur til þess fallið að sinna tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, en þó væru ekki fyrirhugaðir fleiri tónleikar hennar í beinni útsendingu að svo stöddu. „Þeir verða ekki gerðir að fastri reglu í dagskrá sjónvarpsins, heldur koma þeir til greina þegar um meiri- háttar tónlistarviðburði er að ræða.“ ÞER BJOÐAST TVEIR MÖGULEIKAR EF ÞÚ ÞARFAÐ INIMLEYSA SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS EN VIU EIGA SPARISKÍRTEINIÁFRAM! Tónleikamir eru kynningartón- leikar Sinfóníuhljómsveitarinnar fyrir vetrardagskrána og verða leiknir kaflar úr verkum eftir Mik- hail Glinka, Wolfgang Amadeus Mozart, Saint-Saéns, Nikolaj Tsjai- kofski og Igor Stravinski. Stjóm- andi verður Páll P. Pálsson og einleikari Guðný Guðmundsdóttir. Pétur sagði að ákvörðun hefði verið tekin um að sjónvarpa og út- varpa samtímis þar sem sumir hefðu mjög góð útvarpstæki og því betri hlustunarskilyrði. Því gætu sumir hlustað á útvarpið og horft í leiðinni á sjónvarpið og fylgst þaðan með tónleikunum. Skoðanakönnun vegna byggðar á Valhúsahæð: Meirihlut- inn á móti Ekki rétt staðið að köimuninni segir Sigurgeir Sigurðs- son bæjarstjóri BALDUR, félag ungra sjálfstæð- ismanna á Seltjarnarnesi, hefur kannað viðhorf 250 manna úr- taks bæjarhúa til þess, að byggt verði á Valhúsahæð. Niðurstöð- urnar sýna að 60,13% þeirra sem tóku afstöðu voru á móti en 39,87% voru fylgjandi byggð á hæðinni. „Ég er hræddur um að ekki hafí verið alveg rétt að þessari skoðana- könnun staðið," sagði Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri Seltjamar- ness þegar niðurstöðumar vom bomar undir hann. Hann sagði að einungis hafí verið spurt einnar spumingar og væri hann þeirrar skoðunar að með einni spumingu væri hægt að fá það svar, sem ósk- að væri eftir allt eftir því hvemig spumingin er fram borin. „Val- húsahæð, sem er fastur punktur í tilvemnni, er 12 hektarar að stærð. Hugmynd meirihluta bæjarstjómar er að nýta af þeim 1,2 hektara á tveimur stöðum undir íbúðarbyggð. Ef spurt er, vilt þú láta byggja á Valhúsahasð?, þá er það aðeins önn- ur spuming en ef spurt er, vilt þú láta nýta 10% af henni?,“ sagði Sigurgeir. I samþykktum skipulagstillögum fyrir Seltjamamesbæ er gert ráð fyrir 18 húsum á hæðinni. Að öðm leyti verður gengið frá vemdun þess lands sem eftir er, „ bæjarbú- um til gagns og ánægju eins og að er stefnt því hæðin er ósköp lítið notuð sem útivistarsvæði í dag,“ sagði Sigurgeir. 7,5% vextir hjá okkur Eldri flokkar Spariskírteina Ríkissjóðs Vid bjóðum þér Spariskírteini Ríkissjóðs með hærri vöxtum á meðan birgðir endast. Það getur borgað sig að leita ráða hjá sérfræðingum okkar. Við önnumst innlausn Ríkisskuldabréfanna fyrir þig og ráðleggjum þér um framhaldið. Q2> FJÁRFESriNCARFÉLAGID VERÐBRÉFAMARKAÐURINN f jármál þín - sérgrein okkar Hafnarstræti 7 101 Reykjavík ö (91) 28566 6,5% vextir hjá Ríkissjóði Skiptibréf Ríkíssjóðs ISA/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.