Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2U SEPTEMBER 1986 23 Fréttir úr borgarstjórn Fj ár stuðningnr við kvennaathvarfið Frá fundi borgarstjórnar á fimmtudag. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Agreiningur um stjórn skólamála í borginni INGIBJÖRG Sólrún Gisladóttir (Kvl.) lagði, á fundi borgarstjórnar á fimmtudag, fram tillögu frá minnihlutafiokkunum þess efnis, að kvennaathvarfinu yrði veitt viðbótarfjárstuðningur að upphæð 500 þúsund krónur i stað þeirra 160 þúsunda sem borgarráð ákvað að veitt yrðu til viðbótar þeim 625 þúsundum sem þegar hafa verið Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Kvennalista lögðu fram tillögu þess efnis á fundi borgarstjómar á fimmtudag, að Reykjavíkurborg yrði skipt niður í nokkur skóiahverfi og fyrir hvert þeirra kosin skóianefnd með sambærileg verkefni og skólanefndir í öðmm fræðsluum- dæmum. Þorbjörn Broddason, borgarfull- trúi Alþýðubandalags, sagði að tillagan væri til komin vegna mik- illa vandamála í skólum borgarinn- ar, sem hann taldi að mætti rekja að mestu leyti til deilna þeirra sem uppi væru milli fræðsluráðs og skólamálaráðs. Fór hann mörgum orðum um vanhæfni formanns beggja þessara ráða, Ragnars Júlíussonar, til að gegna þessum embættum. Jafnframt taldi hann ágreining uppi milli borgarstjóra og menntamálaráðherra í þessum efnum og minnti á að með myndun skólamálaráðs missa kennarar einn fulltrúa úr ráðinu. Þeii' voru með tvo í fræðsluráði en eru með einn í skólamálaráði. Davíð Oddson borgarstjóri sagð- ist ekki kannast við nein stórvægi- leg vandamál í skólum borgarinnar, það væri helst mcðal fulltrúa minni- hlutans í fræðsluráði sem allt viitist vera komið í bál og brand. Það væri furðulegt að sjá fulltrúa minni- hlutaflokkanna hamast við að koma því fram að ríkisvaldið hafi sem mcst um þessi mál að segja. Það væri. hlutverk fræðslustjóra að sjá um sálfræðiþjónustu og hugsanlega sérkennslu. Onnur verkefni væru betur komin í höndum borgarinnar og þar með skólamálaráðs. Ekki kannaðist hann heldur við neinn ágreining á inilli sín og menntamálaráðherra, þeir væru báðir jafn hissa á þessu umstangi. Varðandi fækkun fulltrúa kenn- ara taldi hann eðlilegt að borgin tæki sjálf ákvarðanir um þau mál er lögð væru fyrir skólamálaráð. Jafnframt hefðu forsendurnar fyrir þremur fulltrúum kennara breyst, þar sem kennarafélögin væru nú orðin tvö í stað þriggja áður. Borg- arstjóri lagði einnig fram umsögn borgarlögmanns um aðild kennara að skólamálaráði, en Kennarafélag Reykjavíkur taldi að lögum sam- kvæmt ættu kennarar að eiga sama rétt á setu í skólamálaráði og fræðsluráði. Niðurstaða borgarlög- manns var sú, að ákvæði grunn- skólalaga um skipun fræðsluráðs eigi ekki við um skipan skólamála- ráðs Reykjavíkur. „Borgarstjórn Reykjavíkur er stjórnskipulega rétt- ur aðili til að meta og ákveða aðild að skólamálaráði, þ.á m. aðild kenn- ara. Með þeirri tilliigu, sem fyrir liggur um kennarafulltrúa í skóla- málaráði, er virtur eðlilegur réttur þeirra til að fylgjast með störfum ráðsins.“ Siguijón Fjeldsted, skólastjóri og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði engin sérstök vandamál vera í rekstri skóla í dag, þó eðlilegt væri að komið gætu upp viss vanda- mál þegar kennarar skiptu skyndi- lega um störf við bytjun skólaárs. Frávísunartillaga kom frá borg- arstjóra þess efnis að tiilögu minnihlutaflokkanna um skiptingu borgarinnar í skólasvæði yrði vísað til skólamálaráðs og var hún sam- þykkt með atkvæðum meirihlutans. veitt til starfseminnar á þessu ári. Ingibjörg Sólrún sagði að sú upp- hæð sem þegar væri búið að ákveða að veita væri hvorki til að „lifa eða deyja“ á fyrir kvennaathvarfið. Benti hún á að þegar væru fordæmi fyrir aukafjárstuðningi sem þess- um. Tvær slíkar Ijárveitingar hefðu verið afgreiddar í sumar og voru báðar til heimila fyrir áfengissjúkl- inga. Guðrún Agústdóttir (Abl.) tók í sama streng og sagði fjárþörf kvennaathvarfsins hafa aukist mjög á þessu ári vegna aukinnar aðsókn- ar í athvarfið og að nauðsynlegur viðhaldskostnaður á húsnæðinu hefði farið fram úr áætlum, samtím- is sem fjárbeiðnir væru skomar við nögl. Það væri skylda Reykvíkinga að sjá til þess, að þessi lífsnauðsyn- lega starfsemi yrði áfram starf- rækt. Arni Sigfússon (S), formaður fé- lagsmálaráðs, sagði það mjög mikilvægt að menn gerðu sér ljóst, að þetta mál yrði að skoða annars- vegar út frá hinum félagslega þætti og taka afstöðu til hans og hinsveg- ar hinum rekstrarlega og fjárhags- lega þætti og sjá til þess að því fjármagni sem borgin veitir til hinna margvíslegu verkefna sé rétt varið. Taldi hann alla vera hlynnta hinum félagslega þætti kvennaathvarfsins. Hvað hinn rekstrarlega þátt varðar sagði hann að Reykjavíkurborg bæri skyida til að tryggja það, að fjármagn sem lagt er til stuðnings ákveðinni starfsemi nýtist á sem virkastan hátt. Þegar um væri að ræða stuðning við konur, sem vegna ofbeldis á heimilum verða að flýja þaðan, væri ákvörðun um stuðning auðveld. A þessu ári væri varið sömu upp- hæð til kvennaathvarfsins og á síðasta ári en þá hefði rekstur þess gengið ágætlega. Sagði Arni enn- fremur að ýmislegt benti til þess að kvennaathvarfið hefði í einhvetj- um mæli tekið að sér að veita þjónustu sem þegar væri veitt af Félagsmálastofnun, nefnilega að- stoð við fólk í húsnæðisvanda og því ekki óeðlilegt að borgin velti vöngum yfir til dæmis húsnæðis- kaupum kvennaathvarfsins og því sem lagt hefði verið til þeirra. Taldi hann þær 785 þúsund krónur sem styrkur borgarinnar næmi á þessu ári, vera ætlaðar til að sinna því markmiði að veita konum og börn- um skjól sem hefðu þurft að sæta líkamlegu ofbeldi í heimahúsum. Bjarni P. Magnússon (A) sagði að honum hefði strax fundist illa á þessum málum haldið í borgarráði af öllum aðilum, þetta væri orðin eins konar keppni tveggja liða. Sagði hann starfsemi athvarfsins ekki eiga það skilið að hún dytti niður vegna deilna um nokkra tugi þúsunda. Tillaga Kvennaframboðs um við- bótarfjárstuðning var felld með atkvæðum borgarstjórnarhlutans gegn atkvæðum minnihlutans. Veitingastaðurinn Sprengisandur Deilt um innkeyrslu að Sprengisandi Útivistarsvæði á Ölfusvatnslandi ÖSSUR Skarpiiéðinsson (Abl) lagði fram á fundi borgarstjórnar á fimmtudag tillögu frá Alþýðubandalaginu iim að borgarstjórn beitti sér fyrir því að gera Olfusvatnsland í Grafningi að nýtiiegu útivistar- svæði fyrir Reykvíkinga árið 1987. Lagt er til að sérstök áhersla verði lögð á það, að skapa aðstöðu til útivistar fyrir hreyfihamlaða og haft samráð við samtök fatlaðra í þessum efnum. Sagði Össur að í nýlegri heim- sjálfsagt að borgin gerði það besta sókn á þetta svæði hefði hann séð hversu hentugt svæði til útivistar þetta gæti orðið og tilvalið að nýta það, fyrst borgin hefði á annað borð eignast svæðið. Sagði Össur það vera „sósialíska skyldu“ sína að gera það besta úr þessum mál- um. Páll Gíslason (S),sem mælti fyrir hönd meirihlutans, taldi það vera úr þeim svæðum sem hún ætti og reyndi að hlúa að þeim á allan hátt, enda hefði verið margoft bent á það, í sambandi við kaupin á Ölfus- vatnslandi, að þetta svæði væri kjörið til útivistar. Samþykkt var að vísa þessu máli til umhverfismálaráðs og stjórnar veitustofnanana til umfjöll- unar og umsagnar. ALL NOKKRAR umræður urðu á borgarstjórnarfundi á fimmtudag um innkeyrsiu að veitingastaðnum Sprengisandi, á horni Bústaða- vegs og Reykjanesbrautar, seni samþykkt var nýiega i borgarráði. Siguijón Pétursson, borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins, mælti fyrir tillögu þess efnis að hætt yrði við fyrirhugaða innkeyrslu. Sagði hann þessa ákvörðun vera „svo fár- ánlega að það tæki ekki nokkru tali“. Umferðarsérfræðingar borg- arinnar hefðu lagst gegn henni og hún verið felld í Umferðairáði. Taldi Sigurjón það furðu sæta, að hags- munir veitingastaðar hefðu verið svo ríkir, að borgarráð þurfti að samþykkja tillögu þessa í sumarfríi borgarstjórnar. „Það ætti ekki að ■skipta borgarstjórn nokkru máli hvort að fleiri eða færri hamborgar- ar væru snæddir á þessum stað.“ Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði að komist hefði verið að þeirri niðurstöðu, að óhætt va>ri að gera þessa tilraun til eins árs og að tillag- an hefði fallið á jöfnum atkvæðum í Umferðarráði. Minnti hann á að fulltrúar minnihlutaflokkanna hefðu áður stutt sambærilegar til- lögur til dæmis varðandi útkeyrslu við verslunina Miklagarð. Össur Skarphéðinsson (Abl.) tók í sama streng og Siguijón Pétui>s- son. Ennfremur sagði hann að kunningsskapur Katrinar Pjeldsted (S) við Tómas Tómasson, veitinga- ' mann, hefði átt þátt í því að þessi ákvörðun var tekin. „Það liggja annarlegar hvatir að baki þessari ákvörðun." Katrín Fjeldsted (S) sagði það hafa verið rétt, að umferðarsér- fræðingar hefðu lagst gegn þessari ákvörðun með þeim riikum að út- keyrslur frá stofnbraut ættu að vera sein fæstar. Ein undantekning væri þó á þessu, nefnilega bensín- stöðvar, en í þeim tilvikum væri ekki taiið óæskilegt að hvika frá þessari reglu. Sagðist hún ekki geta séð að svo miklu hættulegra væri að lieygja út af vegi til að fá sér mat en bensín. Skrif Össurar og Þjóðviljans um vinatengsl hennar og Tómasar sagði hún ekki vera svara verð. Bjarni P. Magnússon, borgarfull- trúi Alþyðuflokks, sagðist vera fylgjtmdi þessari ákvörðun. Það sem skipti meginmáli væri hvort verið væri að auka þjónustu við borgar- ana, án þess að stefna öryggi þeirra í hættu. Taldi hann þcssa útkeyrslu ekki vera hættuvald en vildi þó hafa þann fyrii-vara á, að mál þetta yrði tekið til endurskoðunar að ári liðnu eins og tillagan kveður á um. Borgarfulltrúi Kvennalistans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagðist vera efnislega sammála tilliigu Sig- uijóns Péturssonar og taldi jafnvel álitamál hvort yfirhöfuð hefði átt að reisa húsið á þessum stíið. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi Framsóknarflokks, var einnig sammála tilliigu Siguijóns og taldi, að með siimu rökum og borgar- stjórnarmeirihlutinn færði í þessu máli mætti opna á ný útkeyrsluna við Miklagarð. Tillagan var felld með atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks gegn atkvæðum Al- þýðubandalags, Framsóknarflokks ag Kvennaframboðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.