Morgunblaðið - 21.09.1986, Side 28

Morgunblaðið - 21.09.1986, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 Bríet Héðinsdóttir — jómfrú Guðrún frá Súiunesi og’ Guðmundur Olafsson, Sólmundur. auðgi og illúderaði vel, fór aldrei úr hlutverkinu og sýndi svo að ekki verður um villzt, að hún er gamanleikari ekki síður en skap- gerðarleikkona. Guðmundur Pálsson skilaði Guðbirni iðnaðar- manni með afbrigðum skemmti- lega, en var ívið vandræðalegri kóngur. Allt það atriði var duggu- lítið misheppnað að mínu viti og verður að skrifast meira og minna á reikning hjá höfundi. Gísli Halldórsson átti góða spretti, mér þótti hann gera Kristjáni Þorgrímssyni góð skil, en var helzt til aflcáralegur í Rósenborg- argarðsatriði. Ragnheiður Elfa Amardóttir lék meðal annars frú Stefaníu Guðmundsdóttur og gerði það af yfirveguðum virðu- leik, en dálítið á skjön við leikmáta annarra. Augljóslega var þama meðvituð leikstjórn á ferð þótt ég væri ekki dús við hana. Soffía Jakobsdóttir fór með hlutverk fröken Gunnþórunnar Halldórs- dóttur af krafti og kunnáttusemi, en vantaði húmor í túlkun henn- ar. Langflestir leikararnir komu fram í mörgum hlutverkum og skiptingar voru hraðar og gerðu kröfur til fími og leikni. Steindór Hjörleifsson fór smekklega með prólógus og lokaorð og hann var lúnkinn sem Bertelsen ballett- meistari. Margrét Ólafsdóttir stóð sig ákaflega jafnvel í sínum hlut- verkum og sama má segja um þá Jakob Þór Einarsson, Helga Björnsson og Aðalstein Bergdal. Þeir sýndu allir hversu ijölhæfir og vaxandi leikarar þeir eru. Har- ald G. Haraldsson fannst mér aldrei ná sér á strik og Guðbjörg Thoroddsen og Hanna María Karlsdóttir guldu þess í ýmsum senum sínum, að leikstjóri fór á stundum yfír ýkjustrikið. Guðrún Erla Geirsdóttir gerði Ieikmynd og búninga og á lof skilið fyrir litrík og listfeng vinnu- brögð. Tónlistin og söngtextar áttu sinn þátt í góðri stemmningu. Strax í upphafi frumsýningar var auðheyrt að áhorfendur voru jákvæðir og í bezta skapi. Sýning- in varð þó sveiflóttari en hún gaf fyrirheit um í bytjun. En hvað sem hnökrunum líður má spá henni dtjúgra lífdaga á sviðinu í Iðnó. Og um margt að makleikum. Og upp fór tepp- ið - eða svo til svipmyndum sem eru höfuðkostur sýningarinnar. Atriðin úr Rósen- borgargarðinum og Einu sinni var, voru of löng og þau sér í lagi voru ekki eins skemmtileg og augsýnilega var stefnt að. Leikstjórn höfundar var hug- vitssamleg og þrauthugsuð, en á stundum voru leikarar látnir fara út í ýkjuleik þegar mér fannst það ekki eiga við. Guðmundur Ólafsson lék per- sónuna Sólmund af stakri snilld, liggur mér við að segja. Þar hjálp- aðist allt að, Guðmundur er eins og fískur í vatni á sviðinu, hefur góða mímik og ýkti Sólmund aldr- ei nema mátulega. Samleikur hans og Bríetar Héðinsdóttur var til hreinnar fyrirmyndar. Bríet vann enda hlutverk jómfrú Guð- rúnar frá Súlnunesi af hugmynda- Sviðsmynd úr „Upp með teppið, Sólmundur". á nokkrum þáttum frá frumbýlis- árum LR og sýnd eru með til- þrifum nokkur atriði úr leikritum sem flutt voru á þeim árum. Ekki hefur, að mér virðist, vakað fyrir höfundi að gera hér sögulegt tímamótaverk þar sem vísindaleg úttekt væri gerð á þessum ámm; fyrir Guðrúnu og öðrum aðstand- endum sýningarinnar vakir ótví- rætt að skemmta áhorfendum og draga fram atvik, eftirminnileg og grátbrosleg í senn. Þetta hefur um margt tekizt vel, ágætar hugmyndir og uppá- komur skila sér öldungis prýði- lega, textinn er einatt fyndinn og sýningin áferðargóð að mörgu leyti. Þó má auðvitað deila um áherzlur; mér hefði persónulega þótt að Guðrún hefði mátt byggja verkið uppaf styttri og snöfurlegri Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélag Reykjavíkur sýnir í Iðnó „Upp með teppið, Sól- mundur“ eftir Guðrúnu Asmundsdóttur o.fl. Leikmynd og búningar: Guðrún Erla Geirsdóttir Tónlistarstjórn. Jóhann G. Jó- hannsson Lýsing: Daniel Williamsson Leikstjóri: Guðrún Ásmunds- dóttir Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Leikfélag Reykjavík- ur er að verða nítíu ára. I tilefni þessa afmælis, 11. janúar nk., hefur Guðrún Ásmundsdóttir samið leikverk þar sem stiklað er Stjórnandi kórsins, Erkki Pohjola, og tveir kórfélagar með flnnska hljóðfærið „kantele“. Tapiola-kórinn í heimsókn TAPIOLA-KÓRINN frá Finn- landi er væntanlegur í heimsókn hingað til lands dagana 21.—26. september nk. í boði kórs Oldu- túnsskóla frá Hafnarfirði. Tapiola-kórinn var stofnaður árið 1963 af stjórnanda hans, Erkki Pohjola. Kórfélagar eru nú um 60 og auk þess leika þau öll á hljóð- færi, eitt eða fleiri. Tapiola-kórinn hefur margsinnis unnið í kórakeppnum víða um lönd og farið í fjölmargar tónleikaferðir. Hann heldur tvenna tónleika hér í Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 22. september kl. 20.30 og í Lang- holtskirkju þriðjudaginn 23. sept- ember kl. 20.30. (Úr fréttatilkynningu.) Kirkjukór Laugarneskirkju: Vetrarstarf- ið að hefjast KIRKJUKÓR Laugarneskirkju er að hefja vetrarstarfið. Meðal verka í vetur verða Allra- heilagramessa eftir Egil Hovland, jólaverkið „Gaudete" eftir Anders Öhrwall og „Gloria" eftir Vivaldi. Kórinn getur bætt við söngfólki í allar raddir. Þeir sem hafa áhuga hafí samband við Þröst Eiríksson organista í síma 34516 eða 30747. Fundur um ferminguna OPINN fundur um fermingu og fermingarundirbúning verður haldinn mánudaginn 22. sept- ember kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Fundurinn er haldinn á vegum fermingarstarfsnefndar og æsku- lýsstarfs þjóðkirkjunnar. Dag Lökke frá Noregi segir frá fermingarundirbúningi í norsku kirkjunni. Rætt verður um tengsl flölskyldu og kirkju við fermingar- undirbúning. Prestar, starfsmenn safnaða, for- eldrar og vinir fermingarbama eru velkomnir. (Úr fréttatilkynningu.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.