Morgunblaðið - 21.09.1986, Síða 35

Morgunblaðið - 21.09.1986, Síða 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 Útgefandi tlNbtfeife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Samtök í vanda Fertugasta og fyrsta alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna var sett á þriðjudag. ífyrir þinginu liggja tæplega 150 mál. Eins og vænta má eru þau misjafnlega merkileg. Undan- farin ár hefur athygli íslenskra fulltrúa á allsheijarþinginu eink- nm beinst að afvopnunarmálum, ef marka má umræður á Alþingi um einstök dagskrármál þings- ins. Allsnarpar deilur hafa orðið hér um afstöðuna til tillagna um frystingu kjamorkuvopna, svo að dæmi sé tekið. Tillögur af þessu tagi breyta ekki miklu um þróun heimsmála og eru kannski þess vegna vinsælt þrætuepli hjá þjóð, sem ekki ræður yfír neinum vopnum. Fyrir allsheijarþingi Samein- uðu þjóðanna (SÞ) nú liggja mál, sem snerta framtíð samtak- anna sjálfra. Þau eiga við alvarlegan fjárhagsvanda að etja. Þingið þarf að taka afstöðu til ýmissa tillagna frá sérfræð- inganefnd, sem falið var að kanna, hvemig unnt væri að gera starf skrifstofu samtak- anna markvissara og draga úr kostnaði við rekstur þeirra. Nefndin var skipuð á síðasta allsheijarþingi og hefur starfað undir formennsku Toms Vraal- sen, sendiherra Norðmanna hjá SÞ. Hann hefur sagt, að verði ekki fundin lausn á peningamál- um SÞ kunni þau að ógna framtíð samtakanna. í uppgjöri á því dæmi skiptir afstaða Bandaríkjastjómar sköpum, en til þess kann að koma, að hún ákveði að greiða aðeins 100 milljónir dollara til SÞ á næsta ári í stað 200 milljóna dollara, sem reiknað hefur verið með í áætlunum. Þá hafa kommún- istaríkin í Austur-Evrópu ákveðið að skera niður framlög sín. Sérfræðinganefndin hefur lagt til, að starfsmönnum SÞ verði fækkað, skipulagi á skrif- stofuhaldi verði breytt, dregið verði úr ferðalögum og þjónustu sérfræðinga auk þess að efnt skuli til færri funda og ráðstefna en nú og hömlur settar á pappírsflóðíð, svo að dæmi séu tekin. í fyrsta sinn í fjörutíu ára sögu samtakanna hefur verið gerð úttekt af því tagi, sem unnin var undir forystu norska sendiherrans. Sjálfur hefur hann bent á, að tillögur nefndar sinnar séu ófullkomnar að því leyti, að ekki náðist samkomu- lag innan hennar, hvemig staðið skuli að gerð fjárhagsáætlunar fyrir samtökin. Tom Vraalsen segir réttilega, að tillögum nefndar sinnar verði ekki hrund- ið í framkvæmd sársaukalaust. Sé tekið mið af því, hve erfíð- lega hefur gengið að koma rekstri og starfsemi UNESCO, þeirri stofnun SÞ, sem fjallar um menningarmál, í viðunandi horf, er þess ekki að vænta, að auðvelt verði að glíma við risann sjálfan. Á fundum utanríkisráðherra Norðurlandanna hefur oftar en einu sinni verið rætt um leiðir til að leysa fjárhagsvanda Sam- einuðu þjóðanna. Framlög þeirra skipta engum sköpum um fram- tíð samtakanna. Áf 830 milljóna dollara eða 33 milljarða króna kostnaði við rekstur SÞ í ár greiða Islendingar til að mynda 0,03%, hlutdeild Dana er 0,72%, Norðmanna 0,54%, Finna 0,50% og Svía 1,25%. Hlutur Banda- ríkjanna er stærstur eða 25% og Sovétríkjanna næststærstur, 10,20%. Tæpur helmingur aðild- arþjóða SÞ, eða 78 af 159, greiðir lægsta Ieyfílega framlag til starfseminnar eða 0,01%. Líkiegt er, að þeir, sem minnst leggja af mörkum, hafí uppi mestar kröfur á hendur samtök- unum og séu háværastir í gagnrýni sinni á þá, sem axla þyngstu byrðamar. Javier Pérez de Cuéllars, framkvæmdastjóri SÞ, hefur látið að því liggja undanfarið, að hann gefi ekki kost á sér til að gegna hinu vandasama emb- ætti næstu fímm ár nema augljóst sé, að fjárhagsleg framtíð samtakanna sé trygg. Það verður einmitt eitt af verk- efnum þess allheijarþings, sem nú er að hefjast, að velja fram- kvæmdastjóra til næstu fímm ára. Svo virðist sem samkomu- lag hafí tekist um stuðning við Pérez de Cuéllars og hann eigi stöðuna vísa vilji hann halda henni áfram. Markmið Sameinuðu þjóð- anna em háleit. Þeim er ætlað það hlutverk að tryggja frið í heiminum. Á hinn bóginn er það staðreynd, að á þingum þeirra er meiri tíma varið til að ræða um frið í þeim hlutum heims, þar sem hann ríkir, en hinum þar sem tekist er á með vopnum. Samtökin hafa til að mynda ekki getað bundið enda á átökin milli Irana og íraka, sem hafa staðið í sex ár. Þá eru tæp sjö ár síðan Sovétmenn réðust inn í Afganistan og þeir hafa síðan hundsað allar ályktanir allsheij- arþingsins um að leggja niður vopn í landinu og kalla lið sitt þaðan. Takist þeim, sem sitja þingið í New York næstu vikur og mánuði, að leysa fjárhagsvanda SÞ og sýna í verki, að friðarvið- leitni samtakanna beri árangur, á það eftir að auka veg og virð- ingu Sameinuðu þjóðanna. ýleg könnun á fram- tíðarsýn íslenskra framhaldsskólanema leiddi í ljós, að íslensk- ir unglingar hafa mjög sterka trú á fjöl- skyldunni og hjóna- bandinu. Svo sem fram hefur komið hér í blaðinu telja 91% framhaldsskólanema, að hjónaband eða sambúð með börn sé eftirsóknarverðasta heimilisgerðin. Flestir búast við að eignast tvö til þijú börn og aðeins 7% eiga ekki von á því að eignast neitt bam. Hugmyndir unga fólksins um verkaskiptingu kynjanna á heimilinu eru í anda jafnréttis. Allur þorri telur fjármál, matargerð og matarinnkaup, hreingem- ingar á íbúðum og uppvask verkefni beggja hjóna eða sambýlinga. Aftur á móti gætir fastheldni í afstöðu til þvotts á fatnaði annars vegar og umhirðu bifreiða og smá- viðgerða hins vegar. Hið fyrmefnda er talið kvennastarf og hið síðamefnda karla- starf og gildir þetta viðhorf bæði um pilta og stúlkur. Þessar niðurstöður má bera saman við niðurstöður könnunar Hagvangs á gildis- mati og mannlegum viðhorfum Islendinga, sem framkvæmd var árið 1984 og var lið- ur í alþjóðlegri samanburðarkönnun. í ljós kemur, að viðhorf unga fólksins em í engu frábmgðin skoðunum hinna, sem eldri em. Samkvæmt Hagvangskönnuninni er allur þorri Islendinga (86%) ósammála því, að hjónabandið sé úrelt stofnun. Um 70% töldu börn stuðla að farsælu hjónabandi. Og hugmyndir fólks um verkaskiptingu kynjanna á heimilinu reyndust í anda jafn- réttis, þótt íhaldssemi gætti meðal beggja kynja gagnvart ákveðnum störfum á sama hátt og meðal unglinganna í nýju könnun- inni. Niðurstöður beggja þessara kannana má hafa til marks um mjög sterka stöðu fjölskyldunnar og hjónabandsins í íslensku nútímaþjóðfélagi. Fjölmargt annað styrkir einnig slíka ályktun, s.s. upplýsingar úr Þjóðskrá um heimilisgerðir og opinberar tölur um hjónavígslur og bameignir á degi hveijum. Þetta eru ánægjulegar stað- reyndir fyrir þá fjölmörgu, sem telja fjölskylduna og heimilið kjölfestu fijáls, borgaralegs þjóðfélags. Og þetta eru fróð- legar staðreyndir í ljósi þeirra árása, sem gerðar voru á borgaralega lífshætti á sjö- unda áratugnum og fyrri hluta hins áttunda. Þá var því haldið fram af þeim sem háværastir voru í „umræðunni", að dagar hinnar hefðbundnu fjölskyldu væru senn á enda og við tækju ný sambúðar- form og „samfélagslegt" bamauppeldi. Þetta hefur ekki gengið eftir og það er athyglisvert, að slíkar hugmyndir eiga ekki lengur hljómgmnn meðal ungs fólks. í fyrmefndri framtíðarkönnun nefndi t.d. aðeins 1 af um 500 þátttakendum sam- býli þriggja fullorðinna eða fleiri, sem eftirsóknarverðustu heimilisgerðina. Hvar eiga börnin að vera? íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á síðustu tveimur áratugum og líklega má segja, að hin stóraukna úti- vinna kvenna sé þar afdrifaríkasti þáttur- inn. Uppeldi bama mæddi áður fyrr einkum á mæðmm, en útivinna þeirra hefur valdið umskiptum í þeim efnum. Aukin þátttaka feðra í uppeldi bama er út af fyrir sig fagnaðarefni og í samræmi við nútímalegan hugsunarhátt. Hitt er meira álitamál, hver hlutur fóstra, dag- mæðra og kennara á að vera í uppeldi bama. Um þetta efni hafa engar skoðana- kannanir verið gerðar, svo höfundi Reykjavíkurbréfs sé kunnugt, en vissulega er það forvitnilegt til athugunar. Að líkind- um er mikill munur á viðhorfum foreldra (og annarra forráðamanna bama) til þess, hvemig þeir vilja standa að uppeldi bam- anna, og hvernig þeir telja sig þurfa að gera það vegna kjara sinna og annarra aðstæðna. Það er mjög mikilvægt, að átta sig á þessu atriði. Það má fullyrða, að þorri foreldra kysi að geta varið meiri tíma með börnum sínum, en þeir gera nú. Það má líka fuliyrða, að stór hópur mæðra, kannski allur þorri þeirra, kysi að minnka við sig daglega vinnu eða breyta vinnuhátt- um sínum til að geta sinnt bömunum og heimilinu betur en við óbreyttar aðstæður. Jafnréttisbaráttan hefur fært konum við- urkenningu á rétti þeirra til að stunda vinnu utan heimilis og standa jafnfætis körlum á almennum vinnumarkaði. En það var naumast ætlunin, að þessi barátta leiddi til þess að útivinna kvenna yrði kvöð eða skylda, eins og því miður virðist hafa orðið raunin. Einhver verður að annast börnin og mörgum virðist það alls ekkert óeðlilegt, að það sé einkum hlutskipti mæðranna (sem bera þau og hafa þau á bijósti fyrstu mánuðina) að vera heima við hálfan eða allan venjulegan vinnudag meðan börnin em á viðkvæmasta þroska- skeiði. Sú leið, sem einkum hefur verið farin á undanförnum ámm til að bregðast við útivinnu mæðra, er, að koma yngstu börn- unum fyrir á opinbemm dagvistum (dagheimilum, leikskólum, gæsluvöllum o.s.frv.), hjá svonefndum dagmæðmm, hjá vinum og ættingjum og loks mun það vera nokkuð tíðkað, að hjón eða sambýlingar í góðum efnum ráði til sín bamfóstmr, sem jafnvel búa á heimilunum. Umsjón og umönnun mjög margra barna hefur því að nokkru leyti, og í sumum tilvikum að verulegu leyti, flust frá foreldraheimilinu og yfír til stofnana eða á önnur heimili. Foreldrarnir bera hins vegar áfram ábyrgð á uppeldi barna sinna og er það atriði áréttað í nýlegum barnalögum. Um þessa breytingu em væntanlega skiptar skoðanir, en sá skoðanamunur hefur hins vegar ekki komið nægilega skýrt fram í opinbemm umræðum um þessi efni. Þegar uppeldismál ber á góma er yfirleitt verið að ræða um skort á dag- vistarrými fyrir börn eða erfiðleika á því, að fá gott starfsfólk til að annast þau og laun em að jafnaði einkum nefnd í því sambandi. Hvort tveggja hefur að sönnu við rök að styðjast: Það er meiri eftirspum en framboð eftir dagvistarrými og laun fóstra em lægri en ábyrgð starfs þeirra gerir kröfu til. En þessi tvö atriði em ekki þýðingarmest í þessu viðfangi. Það, sem skiptir öllu máli, er, hvort foreldrar em almennt ánægðir með þá þróun, sem orðið hefur, og telja rétt að það verði almenn regla að börn þeirra dveljist á dagvistum frá því árla á morgnana og fram á síðdegi eða kvöld. Eflaust em einhveijir foreldrar, sem svara þessari spumingu hiklaust ját- andi. Margir em líklega á báðum áttum. Höfundur Reykjavíkurbréfs er hins vegar í þeim foreldrahópi, sem svarar spuming- unni eindregið neitandi, og hann heldur — og vonar — að sá hópur sé mjög fjölmenn- ur, kannski fjölmennasti foreldrahópur á landinu. Óánægjan með það, að böm dvelji allan daginn ámm saman á dagvist- um eða í umsjón annarra en foreldra stafar ekki af vantrú á fóstmm eða dagmæðmm — eða kennumm, sem einnig hafa fengið aukið umönnunarhlutverk. Höfundur Reykjavíkurbréfs hefur sjálfur þurft á að- stoð þessa fólks að halda og veit því af eigin reynslu, hve samviskusamt og vand- að það er. En það samband, sem myndast á milli foreldra og barna, er aldrei hægt að skapa með sama hætti á dagvistun. Þetta stafar ekki síst af því, að samband foreldra og barna er náttúmlegs eðlis, í senn lífrænt og sálrænt. Mjög sterkt sam- band getur vissulega tekist milli bams og fósturforeldra, en það er óhugsandi að slík tengsl geti skapast á stofnunum eða stór- um heimilum, þar sem em mörg óskyld börn og fóstmr koma og fara. Við slíkar aðstæður myndast hvorki trúnaður né festa, sem em forsendur fyrir eðlilegu og heilbrigðu uppeldi bama. Breytt viðhorf og f oreldrahreyf ing Ef lesendur fallast á þau sjónarmið og rök, sem hér hafa verið færð fram, vaknar að sjálfsögðu sú spurning, hvaða leið er út úr þessum ógöngum. I því sambandi MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 35 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 20. september MorKunblaðid/Ólafur K. Magnússon er einkum á tvö atriði að líta. Annars veg- ar þarf að koma til hugarfarsbreyting gagnvart börnum og uppeldi þeirra. Hins vegar þarf að myndast sterk foreldrahreyf- ing fyrir sveigjanlegum vinnutíma. Um fyrra atriðið er það að segja, að núverandi aðbúnaður barna í þjóðfélaginu er okkur foreldmm til lítils sóma. Það fylgir því mikil ábyrgð að eignast böm og í rauninni fráleitt að gera það, ef menn treysta sér ekki til að ala þau upp. Dvöl á dagvist hluta úr degi eða allan daginn um eitt- hvert skeið veldur bömum engum skaða og getur vissulega verið þroskandi, en dagvistirnar geta ekki og eiga ekki að koma í stað heimilanna og taka að sér uppeldishlutverk þeirra. Það era foreldr- amir, sem eiga að ala bömin upp, og þeir verða að gefa sér tíma til þess. Sókn í margvísleg lífsþægindi má ekki verða til þess að bömin verði útundan, því em það ekki bömin sem einkum gefa lífínu gildi? Foreldrar, sem era svo uppteknir af efnis- hyggju að þeir sjá ekki bömin sín, misbjóða hlutverki sínu og ábyrgð. Hitt atriðið er ekki ný bóla, því fyrir nokkmm ámm vom miklar umræður um sveigjanlegan vinnutíma og í sumum fyrir- tækjum er hann þegar fyrir hendi að einhveiju leyti. En þessu máli hefur ekki verið fylgt nægilega vel eftir og verðskuld- ar að það sé nú tekið upp á ný. Sókn kvenna á vinnumarkað verður ekki stöðv- uð, en með sveigjanlegum vinnutíma karla og kvénna er unnt að draga veralega úr þeim slæmu áhrifum á böm, sem fjarvera foreldra getur haft. Sveigjanlegur vinnu- tími leysir auðvitað ekki allan vanda, en er mikilvægt skref í rétta átt, ekki síst meðan aðstæður em með þeim hætti í efnahagsmálum okkar, að báðir foreldrar telja nauðsynlegt að vinna úti. Höfundur Reykjavíkurbréfs er sannfærður um, að foreldrahreyfíngu, sem beitir sér fyrir sveigjanlegum vinnutíma, verður ágengt. Og forehlrahreyfing er hér nefnd af ásettu ráði, því þetta baráttumál má ekki verða bitbein stjómmálaflokkanna. Til þess er það of mikilvægt. En þátttaka stjórn- málamanna í slíkri hreyfíngu væri að sjálfsögðu fagnaðarefni. Eflaust em þeir margir, sem efast um að núverandi aðstæður í uppeldismálum geti breyst nema í þá vem, að uppeldis- hlutverk dagvista og skóla aukist enn frá því sem nú er. í samræmi við þennan hugsunarhátt em nú gerðar sífellt meiri kröfur á hendur ríki og sveitarfélögum, t.a.m. um lengingu skóladagsins. Þar er ekki verið að hugsa um velferð bama, heldur skammtímahagsmuni foreldra. Við- horf af þessu tagi ber ekki aðeins vott um uppgjafarhugsunarhátt, heldur horfír það fram hjá staðreyndum um möguleika fólks til að breyta umhverfí sínu. Þær aðstæð- ur, sem við nú búum við, sköpuðust ekki fyrir verkan einhverra lögmála, sem menn ráða ekki við. Þær em afleiðing af athöfn- um manna og ákveðinni hugmyndabaráttu í þjóðfélaginu. Á sama hátt geta nýjar aðstæður orðið til með starfi manna og umræðum í því augnamiði. Uppeldisaðstæður verða að batna Hér er ekki verið að leggja til aftur- hvarf til fyrra ástands, heldur fyrst og fremst að reynt sé að stöðva ákveðna þró- un ef menn deila þeirri skoðun með höfundi Reykjavíkurbréfs, að hún sé óæskileg. Skoðanakannanir benda, sem fyrr segir, til þess að hugmyndir fólks um sambúðar- hætti séu í anda hefðbundinna borgara- legra lífsviðhorfa. Fólk trúir á hjónabandið og vill að heimilið sé hornsteinn þjóðfélags- ins. En til þess að heimilið geti gegnt hlutverki sínu verða uppeldisaðstæður bama að batna frá því sem nú er. Það er ekki nóg, að ungt fólk vilji eign- ast tvö til þtjú börn; það verður að búa þessum bömum sómasamleg uppvaxtar- skilyrði á heimilinum. Við ættum að hætta að einblína á ríki og sveitarfélög og ætl- ast til þess að þessi mál verði leyst á þeim vettvangi. Uppeldi bama er ekki samfé- lagslegt verkefni, heldur verkefni sem einstaklingarnir eiga að fást við. Ákveðnar athafnir af hálfu ríkis og sveitarfélaga kunna að auðvelda foreldram leikinn (s.s. ef hið opinbera beitir sér fyrir sveigjanleg- um vinnutíma starfsmanna sinna), en á endanum er ábyrgðin foreldranna. Og það er ábyrgð, sem þeir ættu fúsir að geta axlað, því böm em mesti gleðigjafi sem hugsast getur. Þessi hugvekja um uppeldismál hér í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins leiðir hugann að því, að stundum er í opinberum umræðum talað um „mjúk“ mál annars vegar og „hörð“ hins vegar og verðamæta- mat fólks dæmt eftir framlagi þeirra til hvors málaflokksins um sig. Uppeldismál og menntamál em að jafnaði talin „mjúk“, en efnahagsmál og atvinnumál „hörð“. Að mati höfundar þessa bréfs er slík flokk- un út í hött og nafngiftirnar bæði ankanna- legar og villandi. Með þeim er gefíð í skyn, að annar flokkurinn, sá „mjúki", sé í ein- hveijum skilningi „betri“ eða „rnannúð- legri“ en hinn og hið sama gildi um talsmenn hans. Þeir, sem láta sig atvinnu- og efnahagsmál mjög varða og veija kröft- um sínum á því sviði, em þar fyrir ekki minni áhugamenn um uppeldi bama eða menntamál. Þeir em heldur ekki verri menn! Sannleikurinn er sá, að þegar upp- eldismál og menntamál era rædd í tengsl- um við ákveðnar kröfur á hendur ríkisvaldinu, eins og algengast er, er óhugsandi að slíta þau úr tengslum við atvinnu- og efnahagsaðstæður í þjóðfélag- inu. „Mjúkt“ og „hart“ fer þvf saman, ef menn fallast á þessa orðanotkun. En það er engin ástæða til að taka við þessum útlenda varningi, þar sem hann elur á ranghugmyndum og býr til greinarmun, sem ekki er fyrir hendi. Framtíð þessarar þjóðar veltur á því, að skynsemi, dirfska og forsjálni ráði ferðinni í atvinnulífinu, en markmið hagvaxtarstefnu er vitaskuld betra mannlíf og þar með betri uppeldisað- stæður bama. Þegar bömin em orðin homreka í þjóðfélaginu hafa markmið þjóðfélagsbaráttunnar gleymst. „Það sem skiptir öllu máli, er hvort foreldrar eru al- mennt ánægðir með þá þróun sem orðið hefur og telji rétt að það verði almenn regla að börn þeirra dveljist á dagvistun frá því árla á morgnana og fram á siðdegi eða kvöld___Höf- undur Reykjavík- urbréfs svarar spurningunni ein- dregið neitandi.“ í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.