Morgunblaðið - 21.09.1986, Page 38

Morgunblaðið - 21.09.1986, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 Býflugur nota lendingarljós London, AP. BÝFLUGUR og önnur skordýr nota agnarlítii lendingarljós sér til aðstoðar er þau svífa inn tíl lendingar á blómum, að sögn brezkra grasafræðinga. Vísindamenn komust að því með hjálp rafeindasmásjár að krónublöð margra blóma eru þakin örsmáum endurvarpsspeglum, sem eru mann- inum ósýnilegir, og í hveijum þeirra er ljósfruma. Flugur, sem eigra um í leit að frjódufti og hunangslegi, nema hið endurkastaða ljós, sem gerir þeim kleift að lenda fullkominni lendingu í hvert sinn sem þau setjast á blóm. Grasafræðingar hafa löngum undrast þann hæfíleika flugna að geta flogið rakleiðis á fijóberandi plöntur og lent þar „fullkominni lendingu". Nú hefur sveit grasa- fræðinga í Kew Gardens í London og við háskólann í Swansea upp- götvað að flugurnar styðjast við lendingarljós. Einn vísindamann- anna segir að ljósakerfinu svipi til lendingarljósa á flugvöllum. „En náttúran var bara milljónum ára á undan manninum," sagði hann. Afgreiðslufrestur 3gO»i ■J VlKUr í stað 2.-3. mánaða Pökkunarsérfræðingur Plastprents er öllum þeim til ráðgjafar er auka vilja hagkvæmni og þróa pökk- unaraðferðir. Minni birgðakostnaður — aukið öryggi Plastprent framleiðir áprentaða og óáprentaða poka til lofttæmingar. Afgreiðslufrestur er aðeins 3-5 vikur og lágmarkspöntunarmagn lægra en þekkst hefur. Pökkunaraðferð framtíðarinnar Lofttæming eykur geymsluþol og verðmæti stórlega og þeim framleiðendum fjölgar stöðugt er nota lofttæmdar umbúðir til að styrkja markaðsstöðu sína. Brautryöjandi á sviöi pökkunar Plastprent hf. Höfðabakka 9, sími 685600 Uganda; Líbýa styrkti her forsetans Kampala, Uganda.AP. YOWERI MUSEVENI, forseti Uganda, varði samband ríkis- stjórnar sinnar og Líbýu á fundi er hann átti sl. þriðjudag með sendiherra Bandaríkjanna í Ug- anda, Robert Houdek. Ríkisútvarp landsins sagði að á fundinum hefði heimsókn Gadhafi Líbýuleiðtoga í byrjun september verið til umræðu. Museveni hefði sagt að stjóm sín myndi halda áfram að fylgja sjálfstæðri utanrík- isstefnu og kappkosta að halda góðu sambandi bæði við Bandaríkin S JE ÁSKRIFENDUR 691140 691141 Með einu simtali er hægt að breyta innheimtuaðferðinm. Eftir það verða askriftargjöldin skuldfærð a viðkom- andi greiðslukortareikning manaðar- lega. VERIÐ VELKOMIN í GREIÐSLUKORTA- VIÐSKIPTI. og Líbýu. Hann hefði einnig stað- fest að Líbýustjóm hefði styrkt her hans mjög verulega á þeim 5 ámm sem hann var að beijast til valda í Uganda. Bretland; Aldraður ökuþór sektaður Wimbome, AP. ALDRAÐUR ökuþór, John Meld- rum að nafni, sem er 101 árs, var sektaður um 35 sterlings- pund fyrir ógætilegan akstur á miðvikudag. Er það fyrsta um- ferðarbrot hans í 71 ár og ákvað hann að aka ekki framar. Meldrum var sektaður fyrir aft- anákeyrslu. Honum var gefið að sök að hafa ekið Triumph Saloon-bif- reið sinni aftan á bfl, sem var að byija hægri beygju af aðalbraut. Meldrum játaði sekt sína og viður- kenndi einnig að hafa ekið bfl sínum frekar sjóndapur. Hann kvaðst halda að hann hafi mnnið út af bremsunni og stigið benzíngjöfina í botn er áreksturinn varð. Þegar Meldmm greiddi sektina skilaði hann ökuskírteini sínu og kvaðst ekki mundu aka bifreið framar. „Þegar maður er orðinn hundrað ára og sjónin tekin að dapr- ast og fótleggimir að lýjast er timi komin til að hætta akstri,“ sagði Meldmm. Hann ók bfl fyrsta sinni þrítugur að aldri, hafði ekki efni á því fyrr. Hann er mikill útilífsmaður og klifr- aði á fjöll þar til hann var 65 ára, stundaði skfði þar til hann náði 87 ára aldri og gekk ekki í hjónaband fyrr en hann var níræður. Tölvunámskeið fyrir fullorðna Fjölbreytt, vandað og skemmti- legt byijendanámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Dagskrá: ★ Grundvallaratrlði við notkun tölva. ★ Forritunarmálið BASIC, æfingar. ★ Ritvinnsla með tölvu. ★ Notkun töflureikna, æflngar. ★ Notkun gagnasafnskerfa, æfingar. ★ Umræður og fyrirspurnir. Tími: 30. sept. 1., 7. og 9. október kl. 20—23 Innritun í símum 687590 og 686790 Tölvufræðslan Ármúla36, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.