Morgunblaðið - 21.09.1986, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986
39
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Afstööur
Ég ætla í dag að útskýra lítil-
lega hvað við er átt þegar
talað er um að afstöður eru
milli pláneta.
Hvaö er afstaöa?
Þegar ákveðin fjarlægð
myndast milli tveggja eða
fleiri pláneta er sagt að þær
séu í afstöðu. Það sem gerist
er að þær hafa áhrif hvor á
aðra og orka blandast saman.
Afstöðu má t.d. líkja við sam-
vinnu manna sem eru að
vinna sama verkið og verða
að taka tillit til hæfileika og
vinnubragða hvors annars.
Þeir þurfa því að gera mála-
miðlun.
Fjarlœgöir
Þær fjarlægðir sem um ræðir
eru 0, 60, 90, 120 og 180
gráður. Leyfð eru frávik upp
á nokkrar gráður, þ.e. ef 4
gráður eru milli pláneta telj-
ast þær í samstöðu.
Fjölskylda
Þegar plánetur liggja hlið við
hlið, yfirleitt í sama merki,
er talað um að þær séu í -
samstöðu. Samstaða er sterk
afstaða sem tengir plánetur
rækilega saman. Við getum
líkt henni við fjölskyldu og
ættarbönd. Það hvort sam-
staðan er erfið eða auðveld
fer eftir því um hvaða plánet-
ur er að ræða.
Vinátta
Þegar plánetur eru í 60 eða
120 gráðu fjarlægð er um
tengsl á milli líkra merkja
að ræða. Þessar afstöður eru
kallaðar samhljóma, vegna
þess að um ákveðinn sam-
hljóm eða uppbyggjandi flæði
er að ræða milli plánetanna.
tvær plánetur í samhljóma
afstöðu eiga yfirleitt auðvelt
með að starfa saman og því
má líkja samhljóma afstöðu
við vináttu.
Togstreita
Þegar 90 eða 180 gráðu af-
staða er milli tveggja pláneta
er sagt að þær séu í spennu-
afstöðu. Ástæðan fyrir því
er sú að um tengsl á milli
tveggja ólíkra merkja er að
ræða. Um vissa togstreitu og
baráttu verður því að ræða.
Líkja má spennuafstöðunni
við óvin eða samkeppnisaðila.
Jöfn hlutföll
Þó spennuafstaðan verði að
teljast erfiðust er hún alls
ekki slæm. Ástæðan fyrir því
er sú að hún gefur mesta
orku af öllum afstöðum. I
reynd virðist það koma best
út þegar kort hafa allar þtjár
tegundir í jöfnum hlutföllum.
Ðœmisaga
Við skulum heimsækja þá
félaga Mars í Hrút og Sat-
úrnus í Krabba. Segjum að
90 gráðu spenna sé á milli
þessara pláneta í stjörnu-
korti. Mars í Hrút er sagður
orkumikill og drifandi í fram-
kvæmdum. Hvað gerist þgar
hann þarf að vinna með Sat-
úrnusi sem er varkár, skipu-
lagður og oft bældur? Jú,
einn þáttur persónuleikans
segir: „Við skulum drífa
þetta verk af.“ Um leið vakna
efasemdir. „I guðanna bæn-
um ekki flýta þér of mikið.
Það þarf að skipuleggja og
fara að öllu með gát, annars
er hætt við slysi o.s.frv. Um
togstreitu er því að ræða.
Ungur ofurhugi og gamall
varkár maður eru að vinna
sama verkið. Ungi maðurinn
verður pirraður á seinagang-
inum, gamli maðurinn
hræðist bráðræðið. í persónu
sem ber þennan kross getur
myndast innri óánægja,
óskiljanleg hindrun og síðan
gremja.
X-9
5JAPU, UWRETTL ■ t-f&DDJR
oR6/?/e4&/ tW/y/Y
/t/é>ífc/ce//r/r...
. JACQI/E6 -
! '/FIKpESSU."Eápf/fK/
i &////■. 06 r -----
l//í>EE7(///
C/LA
GRETTIR
UÓSKA
SMÁFÓLK
HERE'S THE L0NELY
UJORLP WAKI FLYIN6
ACE SITTIN6 IN A
SMALL FRENCH CAFE..
IM IN LOVEÍ IT'5
THE BE6INNIN6 ($!6H)
OF ANOTHER
TRASIC ROMANCE... |
I VE only BEEN IN
FRANCE FOUR H0UR5, ANP
ALREAPV l'VE HAP SEVEN
TRA6IC ROMANCES!
Hér situr hinn einmana
flugkappi úr fyrra stríði á
franskri krá.
Hér keniur rótarbjórinn
þinn, Monsieur!
Ég er ástfanginn! Þetta er
upphafið (andvarp) að rétt
einu harmþrungnu ástar-
ævintýrinu ...
Ég er ekki búinn að vera
nema fjóra tíma í Frakk-
landi og nú þegar er ég
búinn að lenda í sjö harm-
þrungnum ástarævintýr-
um!
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Spenna er fylgifiskur allra
keppnisíþrótta og hvergi er hún
meiri en í jöfnum útsláttarleikj-
um í mikilvægu móti. Á heims-
meistaramótinu um Rosen-
bluhm-bikarinn, sem lauk á
Miami í Bandaríkjunum á
sunnudaginn, fylgdust áhorf-
endur með æsispennandi viður-
eign bandarískrar sveitar, með
þeim Martel og Stansby innan-
borðs, og sterkrar sveitar frá
Indónesíu. Þetta var í 24 sveita
úrslitum. Spiluð voru 32 spil og
leikurinn var jafn upp á punkt
þegar keppendur tóku síðasta
spilið úr bakkanum. Leikurinn
var sýndur á töflu og áhorfendur
fylgdust með sögnum með önd-
ina í hálsinum. Þetta var spilið:
Norður gefur; allir á hættu.
Vestur
Norður
♦ Á1063
VÁG3
♦ 92
♦ 9754
Austur
♦ KG87
♦ 94
♦ KD754
♦ G
Suður
♦ D5
♦ 108752
♦ 10863
♦ Á3
♦ 942
♦ KD6
♦ Á
♦ KD10862
I opna salnum héldu Stansby
og Martel á spilum N/S:
Vestur Nordur
— Pass
1 tígull 1 spadi
Pass Pass
Pass 3 spaðar
Dobl Pass
Austur Suður
Pass 1 lauf
Pass 2 spadar
3 tíglar Pass
Pass 4 spadar
Pass Pass
Kostulegar sagnir; ekki síst
sú ákvörðun Martels í suður að
hækka í fjóra spaða þegar hann
hafði áður sætt sig við að spila
tvo spaða.
Bandarísku áhorfendurnir
stundu þungan og tóku að tínast
úr salnum því spilið fer marga
niður með tigulsókn. En Indó-
nesinn í austur átti eftir að spila
út. Hann lagðist undir feld og
komst að þeirri niðurstöðu að
dobl mákkers hlyti að vra ein-
hvers konar útspilsdobl, hugsan-
lega byggt á styrk í laufí. Það
hefði verið í lagi að spila út lauf-
ás og meira laufí, því þá hefði
spilið þó farið einn niður. En
Indónesinn valdi lítið lauf til að
vemda hugsanlega drottningu
hjá makker!
Það reyndist illa. Stansby
drap á laufkóng og spilaði aftur
laufí. Og nú var komið að góð-
verki vesturs. Hann trompaði og
horfði með kvöl í augum á lauf-
ásinn detta í slaginn frá félaga.
Og þar með var spilið unnið og
leikurinn með.
símanúmeb
69
00