Morgunblaðið - 21.09.1986, Side 40

Morgunblaðið - 21.09.1986, Side 40
LXL/ 40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 H Mt. Mckinley (6.194 m). Leiðin sem við fórum liggnr upp hrygg- inn sem gengur frá hægri til vinstri að miðri myndinni og þaðan svo til beint upp. Rib. Við höfum mat til ca 10 daga með okkur og eldsneyti til jafnlangs tíma. Kóreönsku vinir okkar vilja allt fyrir okkur gera, buðu okkur í mat í hádeginu og héldu að okkur sælgæti allan daginn. Þeir minna mig svolítið á suma sem ég þekki að heiman því annar segist vera alkóhólisti og þeir eru í því að fara í gegnum ruslapokana í leit að sígarettu- stubbum... Það varð úr að við lögðum í West Rib og fórum við frá tjald- búðunum liðlega 9 um kvöldið og bytjuðum klifrið um tíuleytið eftir að hafa gengið frá þotunum og skíðunum fyrir neðan. Gilið sem við fórum fyrst er um 400 metra hátt og hallinn er nú ekki nema 45—50° en það er talsvert erfitt með 20 kílóa bakpoka. Færið var mishart og fylgdum við að mestu gamalli slóð þar sem skiptust á góð spor i snjó og grjótharður ís. Það tók okkur 5 tíma að brölta upp gilið sem er gott miðað við ameríska leiðang- urinn sem er nokkrum dögum á undan okkur en það tók þá víst þrjá daga að fara hér upp. En þeir settu upp fastar línur alla leið en við klifruðum saman alla leið í einni línu og settum inn tryggingar með 10 metra milli- bili. Þegar við komum uppá hrygginn var þar tilhoggið tjald- stæði sem passaði nokkum veginn alveg fyrir tjaldið og sett- um við inn nokkrar ísskrúfur fyrir ofan til að halda því uppi. Skaflinn sem tjaldstæðið er í er um 30° en fyrir utan tjaldskörina er 400 metra frítt fall og reyndar er eitt homið á lofti. (Ur dagbók BR.) Þessar fyrstu búðir okkar á sjálf- um hryggnum vom í 3.750 m hæð en daginn eftir fómm við uppí 6. búðir sem vom í 4.300 m hæð. Þar hvíldum við okkur í einn dag áður en við héldum áfram. „18. júní. Það snjóaði nær allan daginn, þ.e.a.s. þetta er varla meira en kom og korn á stangli. Þó er búið að snjóa hátt í 30 sm á síðasta sólarhring. Við lágum inni í tjaldi og hlustuðum á músík allan daginn. Seinni partinn fór að létta til og fjöllin að birtast í kringum okkur og um kvöldið fengum við þá fegurstu fjallasýn sem um getur þegar Hunter og Foraker bmtust út úr skýjun- um.“ (Dagbók BR.) 7. búðir vom í 4650 m hæð og þar hvíldum við okkur aftur í einn dag. I þessum búðum heyrðum við í fyrsta skiptið eitthvað í þessari blessaðri talstöð sem við burðuð- umst með með okkur. Það kom reyndar ekki til af góðu vegna þess að við heyrðum samskipti við flug- vél sem var. að leita að félögum Kóreubúana sem við höfðum hitt áður. Síðar fréttum við að þeir (Ljósm. BR.) Mt. Mckinley og N or ður-Ameríka — eftir Björgvin Richardson II. hluti Lendingarstaðurinn var kapítuli útaf fyrir sig. Þegar við lækkuðum flugið til lendingar sáum við Óskar ekkert framundan nema skriðjökul sem virtist að vísu að mestu spmngulaus en hann var langt frá því að vera á jafnsléttu heldur hall- aði talsvert fram dalinn. Allt tókst þó vel en þetta er í fyrsta skipti sem ég hef flogið uppá við til þess að lenda. Veðrið þama uppi var með miklum ágætum, logn, heiðskírt og um 10 stiga frost. Við lögðumst til svefns undir bem lofti en klukkan sex um morguninn stigum við á skíðin og héldum af stað, með allan farangurinn, 60 kg, þar af ríflega helminginn á plastþotum sem við leigðum. Til að komast að rótum þeirrar leiðar sem við ætluðum að reyna við, West Rib, þarf að ganga 15 km leið á Kahiltna-skriðjökíinum sem á köflum er allspmnginn. Lóð- rétt hækkun er um 1.000 metrar á leiðinni og ræturnar em því í um 3.000 metra hæð. Ferðin inneftir gekk vel, veðrið var gott allan tímann og aðalvandamálið var að það var svo heitt á daginn í sólinni að við gátum ekki gengið og ferðuð- umst því aðallega á morgnana og kvöldin. Annars var það stórkost- legt að vera þarna umkringdur §öllum á alla vegu. Handan við dalinn vom 4.000 metra tindar eins og Kahiltna Dome og Mt. Crosson. Aðeins neðan var þriðja hæsta fjall N-Ameríku, Mt. Foraker (5.360 m) og þar á móti eitt fallegasta fjallið á svæðinu, Mt. Hunter. Yfir okkur gnæfði svo sjálft Denali í allri sinni tign. Það skemmdi ekki fyrir að það hmndi svo til stöðugt úr öllum fjallshlíðum í kringum okkur þar sem það hafði snjóað talsvert, stuttu áður en við komum. Það tók okkur þijá daga að koma okkur og öllum farangrinum inn að fjalli en þar settum við upp einskonar birgðastöð. Ætlunin var að fara fyrst á lægri tind til að aðlagast hæðinni og varð fyrir valinu 4.097 metra hár tindur, Kahiltna Peaks, sem er þama rétt fyrir ofan. Fyrsti hluti leiðarinnar, eða uppí næstu „Að lokum fór svo að við gátum ekki haldið á okkur hita á göngu þrátt fyrir að við vær- um í öllum okkar fötum. í 5.540 m hæð stoppuðum við til að reyna að koma niður einhverri næringu, en þá vorum við búnir að ákveða að snúa við, enda ekkert vit í því að halda áfram, þar sem við áttum á hættu að ofkælast og kala o.s.frv.“ búðir (4. búðir), er sá sami og far- inn er til að komast á West Rib þannig að við tókum með okkur auka bensín og mat til að skilja eftir til notkunar síðar. Við lögðum af stað um kvöld þegar sólin var að hverfa bak við ijöllin en þama er vel bjart alla nóttina á þessum árstíma rétt eins og hér heima. Leiðin lá upp krosssprunginn fall- jökul og þurftum við meira að segja að fara af skíðunum stuttan spöl sem má segja að sé afar sjaldgæft. í 4. búðum hittum við tvo Kóreu- búa sem vom hiuti af 7 manna leiðangri en félagar þeirra voru að reyna við talsvert erflða leið, Cass- in-hrygginn. Þessir tveir buðu okkur afnot af tómu tjaldi í búðunum og þáðum við það með þökkum. 16. júní. Þrátt fyrir að við séum komnir í 3.450 m hæð höfum við enn engin einkenni hæðarveiki, við sofum og borðum vel og höf- um engan hausverk. Við vorum að rajða það í nótt og í dag hvort það væri eitthvað vit í því að halda því til streitu að reyna við Kahiltna Peaks. Til að komast á þá þyrftum við að fara 300 metra ísbrekku og síðan eftir hrygg sem er eins og rakvélarblað með hell- ing af hengjum á u.þ.b. 1 km eða meira. Sú hugmynd kom upp í staðinn að reyna bara strax við West Það var mikið af jökulsprungum á leiðinni en hestar höfðu góðan snjóbyr þannig að auðvelt var að komast yfir þær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.