Morgunblaðið - 21.09.1986, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 21.09.1986, Qupperneq 41
v I MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 41 (Ljósm. BR. Þegar hitinn var hvað mestur yfir miðjan daginn reistum við sólhlíf til að fá skugga. (Ljósm. ÓÞ.) Þetta er inngangurinn að stærra tjaldinu, sem við vorum með (við höfðum tvö). Það var fjögurra manna og veitti ekki af. að ganga með pokana slakaði ég Óskari niður 100 metra með báða pokana en ég gekk síðan niður á eftir. Veðrið var hálffúlt, skyggni nær ekkert og snjókoma allan tímann og því ekkert myndavélaveður. Við sigum nið- ur nær allan hrygginn og allt gilið og það var ekki fyrr en í miðju gilinu sem eitthvað spenn- andi gerðist en þá fengum við allstórt púðursnjóflóð í hausinn sem stóð í 20—30 sek. Það var það snjómikið að þrátt fyrir að við staeðum í um 40° halla sett- ist á okkur um einn meter af snjó. (Dagbók BR.) Ferðin niður skriðjökulinn gekk stóráfallalaust en var hundleiðinleg með þungar snjóþotumar í eftir- dragi sem runnu í allar áttir þangað til við hömdum þær með því að binda þær á milli okkar. Jökullinn var krosssprunginn og gjörbreyttur frá því að við fórum þama um 10 dögum áður. Við flugum síðan til Talkeetna þann 24. júní, alveg ótrúlega lítið svekktir yflr því að hafa ekki kom- ist á sjálfan toppinn því þrátt fyrir það var þetta í alla staði stórfeng- leg reynsla og okkur fannst það mikilvægara að komast óskaddaðir frá þessu en að komast á sjálfan tindinn. Eftir að þessi hluti ferðarinnar var að baki var ætlunin að reyna við fleiri fyöll niðrí Washington og Colorado. Við héldum þvf suður á bóginn eftir nokkurra daga hvfld og komum til Seattle 1. julí. Við dvöldum í hálfan mánuð þama á vesturströndinni og biðum eftir því að fá gott veður til að reyna við Mt. Rainier en það kom aldrei. Tímanum vörðum við í að skoða Heimssýninguna í Vancouver (Expo 86) og borgimar Seattle og Van- couver. Meðan við dvöldum þama gistum við hjá kunningum Óskars, Emmu og Lailu, og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir aðstoðina svo og öðmm sem hjálpuðu okkur. Frá Seattle fórum við til Colorado með viðkomu í Uath þar sem við heimsóttum Sólveigu sem er félagi okkar úr hjálparsveitinni og var hún að æfa sig í fallhlífarstökki í Salt Lake City. í Colorado dvöldum við síðan í 9 daga og bröltum aðeins í kiettum milli þess sem við lékum túrista. Veðrið var vægast sagt frábært og ekki skemmdi útsýnið fyrir en við vomm lengst uppi í klettafjöllunum í smábæ sem heitir Estes Park. Til Chicago komum við síðan 31. júlí og höfðum þannig lokað þessum 17.500 km langa kring án þess að lenda nokkm sinni í alvarlegum vandræðum. Ég flaug síðan heim þann 3. ágúst en Oskar var ekki búinn að fá nóg og ætlar að bæta á sig ein- um mánuði í viðbót á rútuferðalagi um Bandaríkin. Að lokum viljum við þakka Morg- unblaðinu og Hjálparsveit skáta, Kópavogi, fyrir veittan stuðning. Höfundur er líffræðinemi yin Hís-éíá | Isiands. (Ljósm. ÓÞ.) Þetta er brattasti hlutinn á leiðinni. Brattinn fór þarna upp í u.þ.b. 50o á köflum. (Ljósm. Ót Búðir 5 í 3750 m hæð. Eins og sjá má er tjaldstæðið ekki ýkja stórt. hefðu fundist nálægt toppi fjallsins, matarlausir, bensínlausir, vatns- lausir, kalnir og veikir. En það heyrði enginn í okkur í talstöðinni þannig að talstöðvarnotkun okkar lauk með því að við tókum raf- hlöðumar úr talstöðinni og settum þau í vasadiskóið. „21. júní. Það fyrsta sem ég kemst að um morguninn er að ég er með niðurgang sem er hreint ekki svo skemmtilegt við þessar aðstæður. Við lögðum að stað uppí efstu búðir rétt fyrir hádegi. Veðrið var skaplegt, þoka en alltof heitt fyrir minn smekk, enda fór það svo að lokum þegar við komum að búðunum í 5.050 m hæð að ég var allt að því óvinnufær vegna hita. Ég mókti inni í tjaldi fram til 8 um kvöld- ið. Að öðru leyti leið okkur vel og höfðum góða matarlyst en vorum þó komnir með smá haus- verk í fyrsta skipti í túrnum. Eftir að hafa étið og fellt tjaldið héldum við af stað í síðasta áfangann. Allt gekk vel í fyrstu, við vorum báðir í góðu formi og héldum vel áfram. 15.200 m hæð gengum við fram á efstu búðir Kananna sem höfðu þá komið þrem mönnum á toppinn. Þá var komið miðnætti og nýr dagur ranri í garð. 22. júní. Við héldum áfram upp klettarana sem var allbrattur á köflum, nú sem áður. Fljótlega fór okkur þó að kólna enda frost- ið orðið meira en 25°€ og jókst stöðugt. Að lokum fór svo að við gátum ekki haldið á okkur hita á göngu þrátt fyrir að við værum í öllum okkar fötum. í 5.540 m hæð stoppuðum við til að reyna að koma niður einhverri næringu, en þá vorum við búnir að ákveða að snúa við, enda ekkert vit í því að halda áfram, þar sem við átt- um á hættu að ofkælast og kala o.s.frv. Þegar ég var búinn að drekka einn bolla af sykruðum djús og maula nokkrar rúsínur, um- hverfðist maginn í mér og ég ældi öllu sem í honum var. Þá fórum við beint niður í tjald... Ferðin niður gekk fljótt og vel fyrir sig. Þar sem brattinn var of mikill til þess að hægt væri Mt. Hunter að nóttu til. (Ljósm. BR.) (Ljósm. BR. Útsýni til vesturs úr búðum 6. C m
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.