Morgunblaðið - 21.09.1986, Side 46

Morgunblaðið - 21.09.1986, Side 46
46 t (/» MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 IÞINGHLÉI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Atakavetur — kosningavor Síðast var kosið til Alþingis 23. apríl 1983. Kjörtímabil Al- þingis er fjögur ár. Þar af Ieiðir að umboð þings þess, sem vænt- anlega kemur saman 10. október næstkomandi, er úti siðla í apríl- mánuði að vori. Ekki liggur ljóst fyrir, hvort kosið verður áður en umboð núsitjandi þings er allt, til dæmis í marz- eða aprílmán- uði. Hugsanlegt er að þing verði rofið fyrir þessi tímamörk en kosið síðar og þá i siðasta lagi á iögmæltum kjördegi i júnímán- uði. Hitt er á hreinu þegar nýtt Alþingi kemur saman eftir kosn- ingar á næsta ári, það er haustið 1987, þá sitja þar 63 réttkjörnir þingmenn i stað 60, eins og nú er. Samkomulags- frumvarp Þann 19. desember 1983 mælti Þorsteinn Pálsson (S.-Sl.) fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um kosningar til Alþingis, sem flutt var af formönnum fjöguira flokka: Sjálfstæðis-, Framsóknar- og Al- þýðuflokks, auk Alþýðubandalags. Fi-umvarj)ið tók mið af þegar sam- þykktri breytingu á stjómarskrá íslenzka ríkisins, m.a. um fjölgun þingmanna úr 60 í 63. Frá því sú flokkaskipan sem ríkjum ræður í íslenzkum stjóm- málum festist í sessi hafa þijár breytingar verið gerðar á stjórnar- skrá og kjördæmaskipan: 1934, 1942 og 1959. Meginbreytingin var gerð 1959 þegar þingmönnum var fjölgað í 60 og tekin upp hlutfalls- kosning í 8 kjördæmum. Sú breyt- ing hafði það að meginmarki að tryggja Jöfnun milli stjórnmála- flokka, þannig að þeir fengju þingstyrk í eðlilegu samhengi við kjörfylgi sitt meðal þjóðarinnar", eins og Þorsteinn Pálsson fram- sögumaður frumvarpsins, komst að orði. Frá þessum tíma, 1959, hefur hlutfallsleg íbúatala kjördæmanna breytzt svo mjög, að allnokkur skekkja varð á orðin milli kjörfylgis og þingstyrks stjómmálaflokka og mjög mikil skekkja í vægi atkvæða eftir búsetu kjósenda. Megintilgangur breyttra stjóm- skipunar- og kosningalaga nú var tvíþættur: * 1) Að koma á jöfnuði milli flokka, þann veg að þingstyrkur þeirra væri í meira samræmi við kjör- fylgi. Miðað við reglur, sem gilt hafa til þessa, skorti tvö til sex uppbótarþingsæti til að ná mætti jöfnuði milli framboðsflokka að þessu leyti. * 2) Að komast nær jöfnuði í vægi atkvæða kjósenda, án tillits til búsetu þeirra. Vægi atkvæða var hinsvegar ekki jafnað að fullu, enda Kosið eftir nýjum reglum Þing það sem hefst 10. október nk., er síðasta þing kjörtímabilsins. Þingkosningar fara fram að vori samkvæmt breyttum stjórnskipunar- og kosningalögum, sem styrkja stöðu Reykjavíkur- og Reykjanes- kjördæma, þó enn vanti töluvert á að vægi atkvæða landsmanna hafi verið jafnað. Það verður Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem leiðir þann flokk í kosningabaráttunni. Hér sést flokks- formaðurinn með þinghúsið í baksýn. í þessu húsi verður, ef að líkum lætur, átakaþing í vetur sem endar í kosningavori. ekki samstaða fyrir hendi til þess, heldur dregið nokkuð úr ójöfnuðin- um, þann veg, að hann verður heldur minni eftir breytinguna en hann var árið 1959. Fjöldi kjördæma- þingmanna Samkvæmt breyttum stjómskip- unar- og kosningalögum skal skipta 54 þingsætum milli kjördæma, þannig að lágmarkstala kjördæma- þingmanna verður sem hér segir: Reykjavík 14, Reykjanes 8, Vestur- land 5, Vestfirðir 5, Norðurland vestra 5, Norðurland eystra 6, Austurland 5, og Suðurland 6. Að auki skal ráðstafa a.m.k. 8 þingsæt- um til kjördæma fyrir hveijar kosningar. Loks er heimilt að ráð- stafa einu þingsæti til viðbótar, til frekari jöfnunar. Miðað við kjósendatölur, eins og þær vóru þegar málið var rætt á þingi, hefði skipting 62 þingmanna á einstök kjördæmi orðið þessi: Reykjavík 18, Reykjanes 11, Vest- urland 5, Vestfírðir 5, Norðurland vestra 5, Norðurland eystra 7, Austurland 5 og Suðurland 6. Loks 8£Mi ÝQþúáum. BROTTFÖR 14. OKTÓBER. Framlengja má dvölina á Benidorm - Einnig er hægt að stoppa í London á bakaleið. SUMARAUKI - ÓDÝR HAUSTFERÐ Lengið sumarið og skreppið til Spánar í október. Meðalhiti í október á Benidorm er 24°C, og sólarstundir 7 á dag. Studioíbúð í tvíbvli: Verð frá 20.000,- pr. mann. Hafðu samband - kynntu þér verðin og ferðamöguleikana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.