Morgunblaðið - 21.09.1986, Page 53

Morgunblaðið - 21.09.1986, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 53 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Verslunarstörf Óskum að ráða nú þegar dugmikið og áreið- anlegt starfsfólk til eftirfarandi framtíðar- starfa í verslun okkar Skeifunni 15. 1. Uppfylling í matvörudeild. 2. Afgreiðsla í fatadeildum. 3. Kjötskurður og afgreiðsla í kjötborði. 4. Lagermaður á fata- og smávörulager. Við leitum að fólki sem hefur góða og ör- ugga framkomu og á auðvelt með að veita viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu. Nánari uppl. gefur starfsmannastjóri (ekki í síma) mánudag og þriðjudag frá kl. 15.00 til 18.00. Umsóknareyðublöð liggja frammi á staðnum. HAGKAUP Skeifunni 15.— Starfsmannahald. Hrafnista Hafnarfirði auglýsir eftirtaldar stöður lausar nú þegar eða eftir nánara samkomulagi: Stöðu deildarstjóra á hjúkrunardeild. Stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á hjúkrunardeildum Stöðu hjúkrunarfræðings á kvöldvöktum á vistheimili. Ennfremur vantar starfsfólk í ræstingar og afleysingar í býtibúri. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 54288. Afgreiðslu- og lagerstörf Okkur vantar fólk til framtíðarstarfa í timbur- sölu okkar Skemmuvegi 2, Kópavogi, við afgreiðslu- og lagerstörf. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðsl- unni, Skemmuvegi 2. BVKO BYGGINGAVORUVERSLUN kópavogs sf. SIMI 41000 Hjúkrunarfræðingar óskast Viljum ráða hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og aðstoðarfólk til starfa sem fyrst. Um er að ræða heilsdagsstörf og hlutastörf. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 666200. REYKJALUNDUR Reykjaiundur, endurhæfingarmiðstöð. Véltæknifræðingur Óskar eftir fastri vinnu eða verkefnum. Tölum saman, leggið inn nafn og símanúmer fyrir kl. 16.00 á fimmtudag 25. sept. merkt: „F - 5999“. Afgreiðsla - miðbær Óskum að ráða nú þegar dugmikinn og áreið- anlegan starfsmann til framtíðarstarfa í skódeild og á kassa í verslun okkar Lauga- vegi 59 (Kjörgarði). Við leitum að starfsmanni sem: 1. hefur góða og örugga framkomu, 2. er á aldrinum 18 til 40 ára, 3. getur hafið störf sem fyrst. Nánari uppl. gefur starfsmannastjóri (ekki í síma) mánudag og þriðjudag frá kl. 15.00 til 18.00. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfsmannahaldi Skeifunni 15. HAGKAUP Skeifunni 15.— Starfsmannahald. Markaðsstjóri Ráðgarður leitar fyrir einn af viðskiptavinum sínum eftir markaðsstjóra. Fyrirtækið er rót- gróið og traust á sviði rafeindabúnaðar. Um er að ræða nýtt starf á tölvusviði. ★ Leitað er eftir: manni með mikla reynslu og góða þekkingu á tölvum og tölvubúnaði. Æskilegt er að viðkomandi hafi stundað sölu- störf. ★ Krafist er: góðrar menntunar, viðskipta- fræði eða tölvunarfræði æskileg, en þó ekki skilyrði. Viðkomandi þarf að hafa mikla skipu- lagshæfileika, góða framkomu og eiga gott með að umgangast fólk. ★ í boði er: Góður vinnustaður, námskeið og lifandi starf með hressu fólki. Laun í sam- ræmi við söluárangur. Eignaraðild eftir reynslutíma. Nánari upplýsingar veitir Hilmar Viktorsson eftir kl. 14.00 næstu daga í síma 68-66-88. RÁÐGAREXJR 'STJÓRNUNAR OC. REKSTRARRÁDGIÖF z' Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Fulltrúi fram- kvæmdastjórnar Eitt af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum lands- ins, sem er að taka í notkun nýtt og fullkomið tölvukerfi, vill ráða viðskiptafræðing með góða bókhalds- og tölvuþekkingu til starfa, fljótlega eða í síðasta lagi um næstu áramót. Viðkomandi mun m,a. stýra notkun fyrirtæk- isins á tölvubúnaðinum gagnvart bókhaldi og öllum rekstrarþáttum þ.m.t. upplýsinga- flæði til stjórnenda. Til greina kemur að ráða í starfið tímabund- ið og myndi viðkomandi móta starfið til frambúðar. Góð laun í boði. Skemmtileg vinnuaðstaða. Umsóknir, er tilgreini aldur og starfsreynslu, sendist skrifstofu okkar fyrir 5. okt. nk. CtÖÐNTIÓNSSON RÁÐCJÖF & RÁÐN 1 NCARÞJÚN LISTA TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Tækjamaður Tækjamaður með meirapróf óskast á steypu- dælu. Viðkomandi þarf að vera reglusamur og stundvís. Upplýsingar gefur Magnús Karlsson í síma 33600 á daginn og á kvöldin í síma 84979. Steypustöðin hf. Ritari sölu- og markaðsmál Nýtt sérhæft þjónustufyrirtæki í eigu traustra aðila vill ráða í eftirtalin störf fljótlega: Ritari yfirmanns Leitað er að aðila með góða vélritunar- og íslenskukunnáttu ásamt góðri enskukunn- áttu og helst einu norðurlandamáli, sem hefur tamið sér sjálfstæð vinnubrögð og hefur til að bera lipurð, snyrtimennsku og trausta framkomu. Góð menntun áskilin t.d. verslunarskólapróf eða kennaraháskólapróf. Góð laun í boði - gott framtíðarstarf. Markaðs- og sölumál Leitað er að aðila til að annast sölu- og markaðsmál fyrirtækisins. Reynsla í sölu- mennsku skilyrði. Viðkomandi verður að hafa góða enskukunnáttu og mikið eigið frum- kvæði. Æskilegur aldur 25-35 ára. Þetta starf hentar ekki síður konu en karli. Umsóknir í þessi störf, er tilgreini aldur, menntun og starfsreynslu, sendist skrifstofu okkar fyrir 28. sept. nk. Guðnt Tónsson RADCJOF &RAÐNINCARÞJONUSTA TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Lögfræðingur Fyrirtækið er umsvifamikil fasteignasala í Reykjavík. Starfið felst í frágangi kaupsamninga og af- sala í samvinnu við forstjóra fyrirtækisins, ásamt öðrum almennum störfum er tengjast fasteignaviðskiptum. Hæfniskröfur eru að viðkomandi sé lög- fræðingur, nýútskrifaður eða með reynslu. Vinnutími getur verið hálfan eða allan daginn eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 30. septem- ber nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysmga- og rádningaþ/onusta Lidsauki hf. Skólavörðustig la - W1 Reykjavik - Simi 621355 B Valhúsaskóli Starfskraft vantar nú þegar til gangavörslu og ræstinga. Hálfs dags vinna. Upplýsingar hjá húsverði í síma 612044. Endurskoðunar- skrifstofa í Reykjavík óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: 1. Viðskiptafræðingur af endurskoðunar- kjörsviði til almennra endurskoðunar- starfa. Til greina kemur að ráða viðskiptafræðinema í ofangreint starf. 2. Starfsmaður með verslunar- eða sam- vinnuskólapróf til bókhaldsstarfa, auk annarra tilfallandi starfa undir umsjón löggiltra endurskoðenda. 3. Ritari til að annast vélritun, ritvinnslu og önnur almenn skrifstofustörf. Góð vélritunar- og íslenskukunnátta áskilin. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og þeim öllum svarað. Skriflegar umsóknir með nauðsynlegum upp- lýsingum sendist augld. Mbl. fyrir 30. sept. merktar: „E — 1835“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.