Morgunblaðið - 21.09.1986, Page 56

Morgunblaðið - 21.09.1986, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Geðdeildir Hjúkrunardeildarstjóri óskast nú þegar á Geðdeild 28, í Hátúni 10A. Sérnám í geð- hjúkrun æskilegt. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til starfa á ýmsar deildir Geðdeildar. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 38160. Kópavogshæli Þroskaþjálfar óskast til starfa á nokkrar deildir. Starfsmenn óskast til starfa á ýmsar deildir svo og til ræstinga. Upplýsingar veitir for- stöðumaður í síma 41500. smfmmism « BrynjólfurJónsson • Nóatún 17 105 Rvik. • S: 621315 • AlhBöa rádningafíjónusta • Fyrirtækjasaia • Fjarmálaráðgjöf fyrir fyrirtæki Ef þú ert í atvinnuleit, hafðu þá samband við okkur í síma 621315. Við erum í Nóatúni 17 (gengið inn frá Hátúni). Verið velkomin að ræða málin, að sjálfsögðu í fullum trúnaði. Dagvistarheimili — forstöðumaður Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir lausa stöðu forstöðumanns við dagvistarheimilið Kópasel frá 1. nóvember nk. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 30. sept. nk. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á Félagsmála- stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Nánari upplýsingar veitir dagvistarfulltrúi í síma 41570. Félagsmálastjóri. Útibússtjóri Staða útibússtjóra við útibú Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis á Seltjarnarnesi er laus til umsóknar. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning SÍB og bankanna. Umsóknarfrestur er til 18. október nk., og skal umsóknum skilað til skrifstofustjóra, sem einnig gefur allar nánari upplýsingar um starfið. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Droplaugastaði vantar starfsfólk í ræstingar á hjúkrunardeild (III. hæð) strax. Upplýsingar gefur forstöðumaður, alla virka daga á milli 9-12. Sími 25811. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. Norræn stofnun um skipuiagsfræði, NORDPLAN, er samnorræn stofnun, sem annast framhaldsmenntun og rannsóknir á sviði skipuiagsfræða. NORDPLAN auglýsir hér með lausa: Prófessorstöðu innan skipulagsfræða (fysisk planering). Lýsing: Skipulagning með tilliti til vistfræði- legra-, félagslegra-, efnahagslegra-, tækni- legra- og fagurfræðilegra þátta. Saga skipulagningar (fysisk planering) og starfs- hættir. Prófessorinn mun hefja störf 1. janúar 1988. Skipað verður í stöðuna samkvæmt gildandi reglugerðum um sænska háskóla. Laun mið- ast við laun forstöðumanna sænskra stofnana. Umsækjendur frá Noregi, Danmörku og ís- landi geta, í vissum tilfellum, haldið fyrri launum. Við launin bætist greiðsla vegna flutninga sem nú nemur 1.435 s.kr. fyrir ein- staklinga og 2.870 fyrir fjölskyldufólk. Einnig koma aðrar greiðslur og styrkir vegna flutn- inga til greina. Til greina kemur að takmarka ráðningartím- ann æski viðkomandi þess. Hún verður þó ekki veitt til minna en fjögurra ára. Samkvæmt núgildandi reglum eiga ríkisstarfs- menn á Norðurlöndunum rétt á fjögurra ára leyfi frá núverandi starfi. Nú stendur fyrir dyr- um endurskoðun á þessari reglugerð og hefur verið lagt til að starfsmenn við norrænar stofn- anir eigi rétt á allt að átta ára leyfi. Umsóknir skal senda: NORDPLAN, Box 1658, 111 86 Stockholm. Þær þurfa að hafa borist 1.11 1986. Allar nánari upplýsingar um stöðuna veita prof. Stif Nordvist eða prof. Per Andersson í síma 08/24 63 00. Útflutningsráð ísiands óskar að ráða markaðsstjóra Verksvið: Aðstoð við fyrirtæki, sem eru í útflutningi eða vilja hefja útflutning, skipulag samstarfs fyrirtækja og útflutningsátak, markaðsathuganir erlendis, hagkvæmnisat- huganir og fyrirlestrahald. Starfssvið: Tæki og tækni tengd fiskveiðum og framleiðslu sjávarafurða, rafmagns- og rafeindatæki, tölvuhugbúnaður, verkefnaút- flutningur, útflutningur tækniþekkingar. Kröfur: Frumkvæði, samstarfshæfileikar og reynsla í atvinnulífinu, málakunnátta og hafa verið búsettur erlendis um tíma. Tækni- menntun með viðskiptalegri reynslu eða viðbótarnámi í markaðsmálum. Skriflegar umsóknir sendist til: Útflutningsráð íslands, Lágmúla 5, P.O. Box 8796, 108 Reykjavík, merktar: „markaðsstjóri", fyrir 3. okt. nk. Útflutningsráð íslands. Gamla kompanfið hf. óskar að ráða mann vanan lakkvinnu. Einnig óskast smiður. Unnið er í bónuskerfi. Frekari upplýsingar gefur yfirverkstjóri í síma 36500. Verkamenn Viljum ráða duglega verkamenn. Mikil vinna. Upplýsingar í síma 671210 eða í Krókhálsi 1 Reykjavík. Gunnar og Guðmundur sf. Byggingarfulltrúi Bæjarstjórn Ólafsvíkur óskar eftir að ráða byggingartæknifræðing eða verkfræðing til að gegna störfum byggingarfulltrúa Ólafs- víkurkaupstaðar. Allar nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 93-6153. Umsóknarfrestur er til 3. okt- óber. Umsóknir sendisttil skrifstofu bæjarins að Ólafsbraut 34. Skrifstofustarf Duglegur og áreiðanlegur starfskraftur ósk- ast til fjölbreyttra skrifstofustarfa. Vélritunar- og enskukunnátta æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað á augldeild Mbl. fyrir 25. sept. nk. merkt: „Traust - 5996“. Skólastjóri Skólastjórastaða við Grunnskóla Fáskrúðs- fjarðar er laus nú þegar. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar í símum 97-5101 og 97-5110. Múrarar óskast Vantar 2-3 múrara við að múrhúða utanhúss 3 raðhús á ísafirði. Upplýsingar gefur Guð- mundur Þórðarson eftir kl. 19.00 á kvöldin í síma 94-3888. Framleiðslutækni- fræðingur Tæknifræðingur, með menntun á sviði fram- leiðslu óskar eftir starfi. Upplýsingar í síma 22880. Hlutastörf Óskum að ráða starfsmenn í hlutastörf. Vinnutími frá kl. 14.30 og frá kl. 16.00. Umsóknir sendist augld. Mbl. merkt: „H — 1837“ fyrir 24. september. Háskólabíó — Regnboginn, Tónabíó. Grænland Tæknifræðingur óskast til starfa á teiknistof- una MASANTI. Okkur vantar reyndan tæknifræðing sem er vanur hönnun miðstöðva og loftræsikerfa (VVS ingenior). Góð dönskukunnátta skilyrði. MASANTI er ráðgefandi fyrirtæki í Maniitsoq (Sukkertoppen) sem veitir alhliða ráðgjöf bæði fyrir húsameistara og tæknifræðinga. Við bjóðum gott kaup, góða vinnuaðstöðu og góða vinnufélaga. Við borgum flutnings- gjald fyrir þig og fjölskyldu þína og eftir þrjú ár borgum við líka heimflutning. íbúð verður eftir fjölskyldustærð. Maniitsoq er bæjarfélag með herumbil 4000 íbúa. Sveitin er sérlega falleg og hér er góð að- staða fyrir veiðimenn, fjallamenn, skíðafólk og siglingamenn. Hefur þú áhuga? Skrifaðu MASANTI - Niels Lyngesvej b581 - postbox 109-3912 Maniitsoq, bara nokkrar línur, eða hringdu í síma 90-45-299-13132.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.