Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 215. tbl. 72. árg. FIMMTÚDAGUR 25. SETPEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Samkomulag vegna Rainbow-deilunnar undirritað í New York: Höfum leyst vandasem of lengi hefur verið glímt við - sagði utanríkisráðherra Bandaríkjanna Fri Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins f New York. MATTHIAS A Mathiesen, utanríkisráðherra, og George Shultz, utanríkisráðherra Bandarílqanna undirrituðu I gær samkomulag milli ríkjanna varðandi skipaflutninga vegna varnarliðsins. Með samningnum fylgir samkomulag sem gerir ráð fyrir að lægstbjóðandi fái 65% flutninganna hverju sinni en næstbjóðandi frá hinu landinu fái 35% æirra svo framarlega sem um viðunandi tilboð er að ræða. Aðspurður sagði George Shultz að hann gæti ekki mælt fyrir hönd þingsins eða öldungadeildarinnar en hann kvaðst vænta þess að samningurinn yrði ekki staðfestur fyrr en á næsta ári þar eð þinghlé stasði fyrir dyrum. Samningurinn tekur gildi þegar Alþingi og Bandaríkjaþing hafa staðfest hann og skipst á fullgild- ingarskjölum. Að lokinni undiritun samnings- sagði George Shultz: „Hér Samningur í höfn Matthías Á. Mathiesen, utanríkis- ráðherra, og George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, undirrituðu samning um flutninga vegna vamarliðsins um hádegisbil að staðartíma i New York í gær. Lengst til vinstri er Guðmundur Eiríksson þjóðaréttarfræðingur, starfs- maður utanríkisráðuneytisins. Páfi ákallar heimsbyggðina „Aðstoðið hungraða í Súdan“ Vatíkaninu, AP. JÓHANNES Páll páfi II. ákallaði i gær þjóðir heims og mæltist til þess að komið yrði til aðstoðar við tvær milljónir sveltandi ibúa í Suð- ur-Súdan. Talsmenn Sameinuðu þjóð- anna lýstu yfir því á þriðjudag að einnar milljónar Bandaríkja- dala væri þörf til þess að fjármagna matvælaflutninga til Súdan í einn mánuð. „Eg sárbæni hlutaðeigandi ríkisstjómir og öll yfírvöld að leyfa flutninga á hjálpargögnum til þjakaðra íbúa Suður-Súdan," sagði páfí. Loftumferð til suðurhluta Súdans og frá var stöðvuð eftir að Þjóðfrelsisher landsins skaut niður súdanska farþegavél 16. ágúst. í gærkvöldi náðu embættis- menn Sameinuðu þjóðanna samkomulagi við uppreisnar- menn um matvælaflutninga til Súdan. Skæruliðamir hafa heit- ið því að hefta ekki flutninga. ms , hefur tekist að ná samkomulagi um lausn á vanda sem við höfum alltof lengi þurft að glíma við. Nú getum við treyst því að flutningar á vistum fyrir vamarliðið munu fara fram með skynsamlegum hætti og skip beggja ríkja eiga þátt í þeim viðskiptum." Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, kvað íslensku ríkisstjórnina mjög ánægða með þá lausn sem hefði fundist á máli sem „hefur íþyngt okkur í rúmlega tvö ár og gæti hafa skaðað sambúð ríkjanna til frambuðar" Matthías sagði ennfremur að það myndi treysta sambúð ríkjanna ef samningurinn yrði staðfestur fljótlega, „Samningurinn mun tryggja samskipti ríkjanna á sviði vamarsamstarfsins, sem ætlað er að tryggja öryggi aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins og er þar með framlag til heimsfriðar“ sagði utanríkisráðherra að lokum. Samkomulagið er birt í heild á bls. 22-23. Sjá ennfremur frétt á bls. 24. Moi£unblaðið/Jón Ásgeir Sigurðsson. AP/Slmamynd Geimvarnaáætlun Bandaríkjastjórnar: Tillögfu Reagans hef- ur þegar verið hafnað - segir háttsettur sovéskur embættismaður Moskvu, Sameinuðu þjððunum, AP. HÁTTSETTUR sovéskur emb- ættismaður segir Sovétstjómina ekki geta fallist á tillögu Reag- Bandaríkjaforseta um að ans Kinnock fordæmir Bandaríkjastjórn: Ummæli Weinbergers um varnarmál vekia ólsru IjmHnn. AP ** * London, AP. UMMÆLI Caspars Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þess efnis að það yrði mikið áfall fyrir varnarstarf í Vestur-Evrópu ef Verkamannaflokkurinn kæmist til valda eru nú í brennidepli í breskum fjölmiðlum. Orð varnarmálaráðherrans hafa reitt leiðtoga Verkamannaflokksins til reiði og hafa þeir sakað stjóm Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta um afskipti af breskum stjóm- málum. Ummæli Weinbergers voru tekin upp á segulband fyrir þátt breska ríkisútvarpsins BBC, „Panorama". Þau birtust f bandaríska dagblaðinu Wall Street Joumal. í breska hægri blaðinu Daily Express sagði að í Wall Street Journal hefði verið upplýst að Wein- berger er andsnúinn þríliðaðri áætlun Verkamannaflokksins um að „afnema kjamorkufælingarmátt Breta, loka bandarískum herstöðv- um, þar sem geymd em kjamorku- vopn, og meina skipum og kafbátum með kjamorkuvopn inn- anborðs aðgang að breskum höfnum". „Þess eru ekki fordæmi að hátt- settur embættismaður hafí svo skýlaus afskipti af stjómmálaum- ræðu annars vestræns ríkis,“ sagði ennfremur í blaðinu. Denzil Davies, talsmaður Verka- mannaflokksins um vamarmál, sagði að ummæli Weinbergers væm klunnaleg tilraun til að telja al- menning á band Ihaldsflokksins. Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sagði, að Atlants- hafsbandalaginu stafaði mest hætta frá Bandaríkjunum: „Ef [Banda- ríkjamenn] reyna að koma í veg fyrir að kjörin ríkisstjóm reyni að uppfylla kosningaloforð sín þá ráð- ast þeir um leið gegn þeim meginat- riðum, sem Atlantshafsbandalagið var stofnað til að standa vörð um.“ fresta framkvæmd geimvama- áætlunarinnar um fimm til sjö ár. Yuli Vorontsov, aðstoðarut- anríkisráðherra Sovétríbjanna, lét þessi ummæli falla á frétta- inannafundi í Moskvu i gær. Vorontsov lýsti einnig þeirri skoðun sinni að Bandarikjamenn hefðu þyrlað upp moldviðri vegna iyósnaákærunnar á hend- ur bandaríska blaðamanninum Nicholas Daniloff en vildi ekkert segja um hvaða tUlögur Sovét- menn hefðu lagt fram til lausnar málinu. Yuli Vorontsov sagði Sovétstjóm- ina í engu hafa hvikað frá þeirri kröfu sinni að ABM-samningurinn svonefndi um takmörkun gagneld- flaugakerfa frá árinu 1972 yrði virtur næstu 15 árin. Ronald Reag- an ávarpaði allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna á mánudag og sagði Bandaríkjastjóm reiðubúna að virða ákvæði samningsins í fímm til sjö ár og fresta þar með framkvæmd geimvamaáætlunarinnar. Vor- ontsov sagði að tillögu Bandaríkja- forseta hefði þegar verið hafnað og að Reagan hefði verið fullkunnugt um þessa afstöðu Sovétmanna þeg- ar hann flutti ræðuna. Dagblaðið The Washington Post sagðist í gær hafa heimildir fyrir því að Sovétstjómin hefði boðist til að sleppa Nicholas Daniloff og síðar a.m.k. einum sovéskum andófs- manni í skiptum fyrir Gennadiy Zakharov, sem ákærður hefur verið um njósnir í þágu Sovétríkjanna. Bandarískir embættismenn vildu ekkert segja um frétt þessa. Enn liggur ekki fyrir hvenær réttarhöld hefjast í máli Zakharovs. Eduard Shevardnadze og George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, r'æddu tvívegis saman á þriðjudag en að sögn bandarískra embættismanna miðaði lítt í sam- komulagsátt. Karpov með vinningsstöðu LeningTad, AP. ANATOLY Karpov er talinn eiga vinningsmöguleika í 19. skákinni við Garry Kasparov heimsmeistara. Skákin fór i bið eftir 40 leiki. Karpov, sem hefur hvítt, er peði yfír. Skákskýrendur telja margir hveijir að Kasparov muni gefa skákina. Sigri Karpov hefur honum tekist að vinna upp þriggja vinninga forskot heims- meistarans. Sjá skákskýringu á bls. 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.