Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 Gallabuxur nýkomnar, 795,- kr. Flauelsbuxur 745,- kr. Terelyn- buxur 995,-til 1.595,-kr. Peysur, skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt. ANDEES Skólavörðustíg 22a, sími 18250. KIRKJUVÖRÐUR/ MEÐHJÁLPARI óskast að Hallgríms- kirkju í Reykjavík frá I. okt. nk. Vel kemur til greina að ráða traust og samhent hjón. Umsóknir sendist í pósthólf 1016, 12l Reykjavík. Haft verður samband við umsækj- endur og þeim veittar lllllli tZd?iní‘rl|œ" Sóknarnefnd Hallgrímskirkju KVMMSTIGVEL Verð 2.390,- Vínrautt: 36—40 Svart: 36—39 5% staðgreiðsluafsláttur. 21212 ALLT í RÖÐ OC REGLU! Ef þú ert þreytt(ur) á óreiðunni og uppvaskinu í kaffistofunni þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum. — Duni er ódýrasti barinn í bænum Dunl kaffibarinn sparar bæði tíma og pláss. Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg. - kaffistofa WlhfyJJuW í hverjum krók! FANNIfí HF Bíldshöfða 14, sími 672511 Opið bréf til Guðmundar Guðjónssonar, umsjónarmanns Veiðiþáttar eftir Sigurð Kr. Jónsson Heill og sæll Guðmundur. Eg þurfti að setja ofaní við þig um daginn og notaði þá símann. Þú tókst mér ljúfmannlega og leið- réttir missagnimar strax daginn eftir, enda vom það bara fáeinar línur um Laxá í Refasveit. Við urðum ásáttir um það þá eins og þú kannske manst „að betra væri að hafa það er sannara reynd- ist“, því miður held ég að þú hafír verið búinn að gleyma þessu þegar þú „sást um“ veiðiþáttinn í Morgun- blaðinu 6. sept. sl. En þegar um er að ræða nærri heila blaðsíðu í Morgunblaðinu þá held ég að ég verði að senda þér línu. Mér þótti leiðinlegt að sjá að þú hefðir verið við Blöndu í sumar án þess að heimsækja mig, eða skil ég það ekki rétt að um „óýktar sögur, frá fyrstu hendi“ hafí verið að ræða? Þú hlýtur því að hafa verið við- staddur annars væri ekki hægt fyrir þig að tala um „óýktar sögur og framreiddan sannleika" ekki satt? Þú virðist hafa verið boðinn í ána, þ.e. Blöndu, einhverntíma í júlí og segir síðan: „Við fengum bara sjö og þóttum varla menn með mönn- um,“ þarna liggur e.t.v. skýringin á allri greininni, þegar frænkurnar þrjár, þessar alræmdu, tóku völdin. Hvaða frænkur? segir þú kannske. Jú, þar á ég við „öfund, lygi og illgimi", þær eru slæmar sín í hvom lagi en afleitar allar saman. Blanda er engin venjuleg lax- veiðiá, segir þú og það er alveg rétt. Atvikin haga því þannig að hún er jökulá og í því felast marg- ar skýringar. Hún verður t.d. ekki veidd suma tíma með hinum „viður- kenndu“ sportveiðiaðferðum vegna þess einfaldlega að áin er kolmó- rauð og jafnvel þykk stundum e.t.v. mestanpart veiðitímans. Veiðimað- urinn sér því ekki fískinn og fískurinn sér ekki agnið. Því er notuð elsta veiðiaðferð mannkyns, þ.e. að kasta króknum út í vatnið og draga síðan að sér. Þú ert að bera saman við Blöndu veiði í „Langholti, Snæfoksstöðum, Laugarbökkum", þetta virðast nú ekki vera vatnsföll eftir nöfnunum að dæma, en það kann að vera sama málsknpið og þú notar er þú talar um „Ásana“, og átt þá við Laxá á Ásum. Vel má vera að hægt sé að bera þessa staði saman, ég þekki þá ekki og mun því ekki leggja orð í belg. I beinu framhaldi af þessari „húkkumræðu" í Blöndu segir þú: „Meira að segja í bergvatnsánum er hægt að fá mokafla á flugu í kolgruggugu vatni.“ Ertu með því að segja að það sé hægt að húkka einhver ósköp af físki í bergvatnsám á flugu, bara ef þær séu nógu gruggugar? Veiðifærakapítulinn er næstur á dagskrá og nú fer Skuggi Skugga- son frá Séstvarlastræti heldur á kostum, en hann athugar ekki að það sem hann lýsir svo fjálglega hefur ekki sést .hér í Blöndu fyrr en eftir að SVFR fór að senda mannskap hingað norður til veiða. Heimamenn myndu aldrei láta sér detta í hug að reyna veiðar með margt það sem sunnanmenn koma með, einfaldlega vegna þess að það er ekki hægt. Sá sem hengir á hjá sér eitthvað í líkingu við „þrjá tobba“, kastar því bara einu sinni og ástæðan er sú að það festist strax í botni og slitnar af. Þetta gera aðeins ókunnugir afglapar. Skuggi talar líka um þennan sem fékk 28 laxa í stað 14 sem eru leyfi- legir og segir „þú hefðir átt að sjá hendumar á honum eftir hama- ganginn, hann var næstum óvinnu- fær næstu daga, svo skomar og bólgnar vom hendumar eftir að hafa haldið í línuna er stórir laxar börðust um með spóninn í bakinu eða sporðinum". Það var gott, Guðmundur, að sjá þetta því að nú veit ég að þessi sem veiddi 28 laxa á 14 laxa leyfi hefur verið að sunnan. Við norðanmenn eigum allir stengur og hjól sem við höfum á milli handar og línu og meiðum okkur ekki neitt, enda veiðum við ekki fleiri en 14 laxa á dag. Og meðal annars Guðmundur, heldur þú að ekki hefði nú verið betra fyrir þig að trúa ekki alveg svona vel þeim sem vilja ljúga í þig, en athuga málin aðeins betur áður en ruðst var fram á ritvöllinn? Blönduspænirnir sem „einhver“ sagði þér frá, „risavaxnir, skeiðlaga og mjólkurlitaðir", þeir em nefni- lega ekkert af þessu, þetta eru ósköp venjulegir spænir, tiltölulega mjög líkir Toby frá ABU og jafn- þungir. Ekki framleiddir fyrir norðan heldur í Vélsmiðju Guð- mundar Gunnlaugssonar, Skipholti 3, Reykjavík. Og mjólkurlitaðir, já, ef fæst galvaniseruð mjólk í Reykjavík, þá má til sanns vegar færa að þeir séu mjólkurlitaðir, svo- leiðis mjólk fæst aftur á móti ekki hér. Um þátt SVFR ætla ég ekki að ræða í blöðunum, en þó verður ekki hjá því komist að taka eftir að umgengni við Blöndu hefur snar versnað síðan Reykvíkingar fóru að veiða í ánni. Þú talar um að rétt væri að selja netaveiði í ánni, úr því að laxinum í Blöndu sé fyrirmunað að opna kjaftinn til að taka æti. Þetta er heldur ekki rétt, þá daga sem áin er maðktæk veiða allir „heima- menn“ á maðk og gengur auðvitað misvel. En skildi ég það rétt að þú teljir að betra væri fyrir laxinn að kafna smám saman í neti, heldur en að vera dreginn tiltölulega fljótt upp úr vatninu jafnvel aftur á bak og aflífaður á hreinlegan hátt? Það fer nú að líða að lokum þessa bréfkoms, en þó langar mig til að varpa til þín einni spumingu. Held- ur þú í alvöru að laxinn í Blöndu, ef hann mætti ráða, mjmdi fagna því að vera dreginn á land vonlaus með stóran maðköngul niður í koki í stað vonar um að sleppa með þrisv- ar sinnum minni krækju í bakugg- anum? Að lokum þetta, þessi grein gerði meira en hryggja mig yfír að illa væri farið með sannleikann gagn- vart Blöndu, hún rændi mig líka öðru. Eg á nefnilga báðar bækumar þínar, Vatnavitjun og Varstu að fá hann, þær liggja venjulega önnur eða báðar á náttborðinu mínu og ég hef gripið þær þegar illa hefur legið á mér og lesið eina eða kannske tvær góðar veiðisögur mér til sálubótar. Nú get ég það ekki lengur, ef ekki er farið betur með sannleikann í þeim en í umræddri grein er lítið varið í bækumar, því miður. Ég vona, Guðmundur, að þú sjá- ir þér fært að birta þessi tilskrif í Morgunblaðinu, ogþá helst í „Veiði- þáttur", umsjón Guðmundur Guðjónsson. Með bestu kveðju. Höfundur er húsasmíðameistari á Blönduósi. Helga Soffía ráðin Islendingaprestur SÆNSKA kirkjan hefur ráðið sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur til að annast prestsþjónustu fyrir íslendinga í Stokkhólmi, Uppsöl- um og þar í grennd. Sr. Helga Soffía gegnir hálfu starfi og tek- ur við af sr. Hjalta Hugasyni. Samkvæmt sænskum lögum tryggi’' sænska kirkjan prestsþjón- ustu minnihlutahópum í Svíþjóð. VÉLSTJÓRAR — ÚTGERÐARMENN Ný véladagbók er komin út. í bókinni eru lög og reglugerðir um skipsdagbækur. Kynnið ykkur innihald þeirra. Bókin er seld á eftirtöldum stöðum: Sjókortasalan Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, Reykjavfk S. 91-10230 Stellubúð, Stykkishólmi S. 93-8121 Bókaverslun Jónasar Tómassonar Hafnarstræti 2, ísafirði S. 94-3123 Veiðarfæraverslun Sigurðar Fanndal Eyrargötu 2, Siglufirði S. 96-71145 Jónas Þorsteinsson Draupnisgötu 7G, Akureyri S. 96-21571 Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Húsavík S. 96-41234 Verslunin Sún, Neskaupsstað S. 97-7133 Bókabúð KASK. Höfn í Hornafirði S. 97-8200 Bókabúðin Heiðarvegi 9, Vestmannaeyjum S. 98-1434 Vélaverkstæði Hjalta Sigfússonar, Árskógsströnd S. 96-61810 Verslun Harald Johansen, Seyðisfirði S. 97-2205 Gefin út með leyfi Siglingamálastofnunac. ríkisins. Guðmundur Einarsson vélstjóri Móholti 1, Isafirði S.< 04-3697 Því starfa þar allmargir erlendi; prestar sem þjóna innflytjendun þar í landi, svo að tryggt sé a( þeir fái þjónustu á eigin tungu máli. Öll slík þjónusta er kostuð a: sænsku kirkjunni. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttii hefur áðsétur í Uppsölum ög starf jár einnig hjá Kirkjusamband Norðurlanda, sem hefítr miðstöð Uppsölum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.