Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 31 Fjórar Norðurlandaþjóðir og Austurríki: Mótmæla kröfu Frakka um vegabréfsáritu n RÍKISSTJÓRNIR Finnlands, ís- lands, Noregs, Svíþjóðar og Austurríkis hafa farið fram á það við frönsku ríkisstjórnina, að hún afturkalli ákvörðun sína að fella úr gildi samninginn um gagnkvæma niðurfellingu vega- bréfsáritana, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. í orðsendingu, sem afhent var varautanríkisrðaherra Frakklands á þriðjudag, er lýst yfir samúð með hryðjuverkum í Frakklandi að und- anfömu, en jafnframt á það bent, að öll ríki Evrópubandalagsins og Sviss séu undanþegin hinum nýju VJterkur og k j hagkvæmur auglýsingamiðill! frönsku reglum um vegabréfsárit- anir. Ríkisstjómir Norðurlandanna fjögurra, sem ásamt Danmörku, hafa sameiginlega undirritað sam- komulag um vegabréfaeftirlit og því sé erfitt að skilja rökstuðning Frakka fyrir aðgerðunum. Einnig er bent á, að ekki hafi átt sér stað slík breyting á sambandi landanna fjögurra og Frakklands að unnt sé, samkvæmt þjóðarétti, að fella ein- hliða úr gildi samning þeirra á milli eins og nú hafi verið gert. Þá segir í orðsendingunni, að með fullum skilningi á að baráttuna gegn hryðjuverkum verði að heyja með róttækum aðferðum, harmi ríkisstjómir landanna fimm að Frakkar skuli hafa gripið til að- gerða gegn þeim, sem þeir þó hafi haft gott samband við á því sem næst öllum sviðum. Aðgerðin tor- veldi allt menningar-, viðskipta- og vísindasamstarf þjóðanna fimm og Frakklands og samskipti einstakl- inga. Löndin fimm benda á, að Frakk- land hafi ekki einungis fellt úr gildi samkomulag sem hefur gengið snurðulaust í áratugi heldur stríði aðgerðin einnig gegn þeim anda sem á að ríkja milli meðlima Fríverslunarbandalags Evrópu og Evrópubandalagsins. Fjögur þeirra landa sem franska aðgerðin nái til séu eins og Frakkland meðlimir í Evrópuráðinu. Tvær vélanna nýju. Hjá þeim stendur Sigurður Baldursson, sölustjóri Boða hf. Morgunblaðið/Júlíus Ný tegund af dráttarvélum BOÐI hf. hefur hafið innflutning á dráttarvélum frá austurríska fyrirtækinu Steyr, Daimler, Punch. Dráttarvélar þessar eru mjög léttar og er mikið lagt upp úr spar- neytni og krafti við hönnun þeirra. Hjá Boða hf. er einnig hægt að panta sérbúnar vélar, þ.e. vélar með ýmiss konar aukabúnaði i stað hins staðlaða búnaðar. (Úr fréttatilkynningu) -ríLí- Spennandi og fjörug hjólreiðamynd þar sem BMX list- og torfærutröllin leika eitt aðalhlutverkið. Hann er smábæjardrengur, hinir þjálfaðir hjól- reiðamenn. Samt óttast þeir hann og reyna að útiloka hann frá keppni. Það er hreint órúlegt hvað hægt er að gera á þessum hjólum. Mynd fyrir alla fjölskylduna Aðalhlutverk: Bill Allen, Lori Loughlin. Leik- stjóri: Hal Needham (Cannonball Run). Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Splunkuný kvikmynd framleidd á þessu ári BMX meistararnir HAUSTTILBOD ÆÐISLEG BMX tijól a a Reiðhjólaverslunin-- ORNINN Spitalastíg 8 simar: 14661,26888 Áður kr. 9.604,- Nú kr. 6.740y- Sérverslun í meira en hálfa öld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.