Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 23 við höfum unnið í honum frá því í apríl. Við munum spila aksturinn eftir aðstæðum, keppnin verður mjög mikil um efstu sætin. Ef okk- ur tekst vel til gætum við slegist við toppana, mistök í akstri koma oft upp þegar hart er barist. Okkur líst vel á leiðimar og hlökkum til að takast á við íslenska vegi,“ sagði Philip. „Það virðist sem allir ætli að keyra rassinn úr buxunum á fyrstu leiðunum. Maður verður bara að sjá hvemig staðan er í upphafí og sjá til hvemig maður hagar akstrin- um,“ sagði Þórhallur Kristjánsson, núverandi íslandsmeistari öku- manna, sem ekur Talbot Lotus. Hann sigraði í fyrstu keppni ársins og verður að öllum líkindum í topp- baráttunni. Sömuleiðis Hjörleifur Hilmarsson og Sigurður Jensson á Toyota Corolla. „Við ætlum að vinna eða detta út. Við einblínum á sigur," sagði Sigurður. Hafsteinn Aðalsteinn og Ulfar Eysteinsson aka vel búnum ford Escort RS. Hafsteinn gæti skilað sér vel í langri keppninni, hann ekur venjulega hratt en örugglega. Það verður síst minni keppni meðal aflminni bílanna. I flokki óbreyttra bíla keppa Þorsteinn Ingason og Sighvatur Sigurðsson á Lada Sport, Þorgeir Kjartansson og Sigurður Pétursson á Opel Manta og eini kvenökumaður ralls- ins, Helga Jóhannsdóttir, og Ríkharður Kristinsson á Lada. Þessir bílar munu há harða rimmu um flokkasigurinn og er Þorsteinn manna líklegastur til að aka grimmt. Hannákvað á síðustu stundu að vera með og keypti spánnýjan Lada Sport-jeppa til að geta keppt! Fyrstu leiðimar verða á Fífu- hvammsvegi, síðan aka keppendur Isólfsskálaveg áður en næturhlé verður. Á föstudag er ekið um Kaldadal og Lyngdalsheiði, laugar- dag m.a. Fjallabaksleið og Dómadal og á sunnudag um Kaldal að nýju. Það er því ströng keppni fyrir hönd- um hjá keppendum í Ljómaralli ’86. G.R. íslenskt skipafélag og skipafélag með skip undir bandarískum fána þannig að lægstbjóðandi flytji allt að 65 af hundraði farmsins og sá frá hinu landinu, sem átti tilboð næst tilboði lægstbjóðanda, flytji afganginn, þó þannig að ekkert skal vera því til fyrirstöðu að lægstbjóð- andi flytji meiri farm ef bjóðand- inn frá hinu landinu er ekki til reiðu. Ef áðumefnt næstlægsta tilboð er frá skipafélagi með skip undir bandarískum fána og bandarísk stjómvöld sem annast samningagerð tilkynna skipafé- laginu að þau telji tilboð þess ósanngjarnt skal skipafélagið þó láta í té öll gögn um kostnað þess við flutningana. Stjórn- völdin skulu kanna gögn þessi og gera síðan samning um rétt- mætt farmgjald sem tekur viðunandi tillit til kostnaðar skipafélagsins, miðað við eðli- lega hagkvæmni í rekstri, auk sanngjams hagnaðar. Ef áður- nefnt næstlægst tilboð kemur frá íslensku skipafélagi og bandarísk stjómvöld sem annast samningagerð telja tilboðið ósanngjamt skulu aðilar að sam- komulagi þessu ráðgast um hvað sé sanngjamt farmgjald fyrir flutningana. 2. Samkomulag þetta tekur gildi á gildistökudegi samnings milli Bandaríkja Ameríku og lýðveld- isins Islands til að auðvelda framkvæmd varnarsamstarfs ríkjanna sem undirritaður var hinn 24. sept. 1986. Gildistími samkomulags þessa skal vera hinn sami og samningsins. 3. Aðilar skulu árlega endurskoða framkvæmd þessa samkomulags í því skyni að efla samkeppni °g tryggja raunhæfa þátttöku skipafélaga frá báðum löndun- um í flutningunum. Samkomu- lagi þessu má breyta hvenær sem aðilar verða ásáttir um það. Margar hendur taka þátt í lokaundirbúningi keppnisbílanna. Hér kljást Hjörleifur Hilmarsson og Sigurð- ur Jensson við Toyota Corolla-bU sinn ásamt aðstoðarUði. Tríótón- leikar á Vestfjörðum GUÐNÝ Guðmundsdóttir konsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitar íslands, Gunnar Kvaran cellóleikari og Hall- dór Haraldsson píanóleikari hefja í dag tónleikaferð um Vestfirði. Ferðin stendur fram á helgi. Fyrstu tónleikamir verða í kvöld, fímmtudag, klukkan 20.30, aðrir á Flateyri á morgun, föstu- dag, á sama tíma og að lokum í Bolungarvík á laugardag klukkan 17. Á efnisskrá tónleikanna eru pí- anótríó eftir Beethoven, Sjost- akóvítsj og Brahms. Qpið sem hér seqir: Mónudaga - föstudaga 7:45-18:00 Laugardaga 9:00-16:00 Sunnudaga 10:00-16:00 Hraunbergi 4, 111 Rvík. ® 77272 BrauÓberg BAKARÍ K0NDIT0RI í dag opnar að Hraunbergi 4 (gegnt Gerðubergi) í Breiðholti, BAKARÍIÐ BRAUÐBERG. Brauðberg er eitt glœsilegasta bakarí/konditori ó landinu, með fullkomnustu tœki og sérhannaða danska innréttingu sem ó sér enga hliðstœðu hérlendis. Á boðstólum verða ilmandi brauð og fógœtar kökur, bakaðar af kökugerðar- meisturum Brauðbergs. Einnig flest annað sem gott bakarí getur boðið og að auki mjólkurvörur í úrvali. Við vekjum sérstaka athygli ó opnunartímanum, en við opnum kl. 7:45 mónudaga - föstudaga. í TILEFNI DAGSINS BJÓÐUM VIÐ 20% HÁTÍÐARAFSLÁTT AF ÖLLUM KÖKUM FRAM YFIR HELGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.