Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 33 Leit að krabbameini í ristli og endaþarmi: Nærri 1.300 af 3.000 manns hafa svarað UNDANFARIN ár hefur aukin áhersla verið lögð á það innan heilbrigðiskerfisins að leita or- saka langvinnra sjúkdóma. Krabbameinsfélagið hefur unnið slíkt forvarnarstarf í áratugi varðandi krabbamein í lungum, leghálsi og brjóstum kvenna, seg- ir í frétt frá félaginu. í febrúar 1985 hófst frumkönnun á skipulegri leit að æxlum í ristli og endaþarmi hjá ákveðnum hópi fólks á aldrinum 45—70 ára, en krabbamein í þessum líffærum er einkennalaust fyrstu árin. Könnun- in nær til 6 þúsund einstaklinga. Markmið könnunarinnar er meðal annars að vekja athygli á því hvem- ig koma má í veg fyrir krabbamein með rannsóknum og eftirliti. Frumkönnunin fer þannig fram að þátttakendum eru send bréf sem hafa að geyma uppiýsingar um eðli ristilkrabbameins, leiðbeiningar um mataræði og sýnatöku, auk annarra gagna. Hagæðasýnum er skilað til Krabbameinsfélagsins þar sem kannað er hvort blóð er í þeim. Finnist blóð er gerð ristilspeglun. Þess skal getið, að blóð getur fund- ist af öðrum orsökum en krabba- meini. Nú hafa 1.250—1.300 manns af 3.000 svarað, þar af hafa 22 ein- staklingar þurft á nánari rannsókn- um að halda. Krabbamein á byijunarstigi greindist hjá einum þátttakenda og var æxlið fjarlægt með ristilspeglunartæki án skurð- aðgerðar. Framkvæmd könnunarinnar gengur vel og er nú verið að senda út gögn til þeirra 3.000 sem eftir eru í rannsóknarhópnum. Þeim, sem fengu bréf fyrri hluta árs, er bent á að enn er hægt að svara. Krabbameinsfélagið væntir góðs árangurs af frumkönnun þessari því skilningur fólks hefur aukist mjög á gildi forvarnarstarfs í heil- brigðismálum. Þeir, sem eiga kost á því að taka þátt í könnuninni eru hvattir til að svara fljótt, en með góðri þátttöku fást nákvæmastar niðurstöður. Ný tækni í iðnaði - námstefna hjá Iðntæknistofnun „NÝ tækni í iðnaði“ heitir nám- stefna sem Iðntæknistofnun stendur fyrir föstudaginn 26. sept. nk. Töl vustýringar og aukin sjálfvirkni í iðnaði verður við- fangsefni námstefnunnar, sem ætluð er stjórnendum fyrirtækja og öðru áhugafólki. Námstefnan tengist verkefni, sem Raftæknideild Iðntæknistofn- unar vinnur að í samvinnu við Iðnþróunarsjóð, með það fyrir aug- um að auka framleiðni í iðnaði með nýrri tækni. Danskir og íslenskir fyrirlesarar munu Iýsa því hvemig rafeindafyr- irtæki í Danmörku hafa aðstoðað við að nýta nýja tækni í iðnaði þar og hvemig íslensk verkfræðifyrir- tæki hafa leyst ákveðin stýriverk- efni hér á landi. Aformuð tækninýting í tréiðnaði á Norður- löndum verður kynnt, ásamt öðru. Námstefnan verður haldin í Borgartúni 6 og hefst kl. 13.15. Ananda Marga: Haustmót að Lýsu- hóli á Snæ- fellsnesi ANANDA Marga fer í árlega haustferð um helgina, og fer haustmótið að þessu sinni fram að Lýsuhóli á Snæfellsnesi. A haustmótinu verða kennd grundvallaratriði hugleiðslu og jóga og verða sérþjálfaðir jógakennarar með í ferðinni, að því er segir í frétt- atilkynningu frá Ananda Marga. Auk kennslu í undirstöðuatriðum jóga, verður farið í skoðunarferðir um Snæfellsnes. Lagt verður af stað í haustferðina frá Aðalstræti 16 kl. 18 á föstudag 26. september og komið til baka á sunnudags- kvöld. Kynningarfyrirlestur um jóga og fyrirhugaða haustferð verð- ur haldinn í Aðalstræti 16, 2. hæð í kvöld, kl. 20:30. Hjólarall í Hafnarfirði JC félagið i Hafnarfirði heldur hjólarall á götum Hafnarfjarðar næstkomandi sunnudag. Keppt verður í þremur flokkum, keppn- isflokki (30 km), almennings- flokki eldri (10 km) og almenningsflokki yngri (6 km). Hefst keppnin klukkan 13 við Lækjarskóla. Hjólreiðamenn í keppnisflokki munu keppa um Iðnaðarbanka- skjöldinn, en það er farandgripur sem bankinn hefur gefið. Auk þess verða veittir verðlaunapeningar fyr- ir fyrstu þijú sætin í öllum keppnis- flokkum. Klukkan 16 á sunnudag verður einnig keppt á svokölluðum BMX hjólum í tveimur flokkum og verður keppnin á bak við bensínstöð ESSO við Reykjavíkurveg. Keppt verður um BMX bikarinn sem verslunin Markið hefur gefíð til keppninnar. Skráning þátttakenda fer fram í kvöld, fimmtudag. í frétt frá JC Hafnarfírði fer félagið þess á leit við ökumenn að þeir sýni þátttak- endum fyllstu tillitssemi í keppninni á sunnudag. Leiðrétting í frétt um skipun í embætti sak- sóknara í Morgunblaðinu í gær er ranglega farið með titil Karls F. Jóhannssonar. Rétt er að hann er fulltrúi sýslumannsins í Ámessýslu og bæjarfógetans á Selfossi. Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi verður haldinn í Valaskjálf, Egilsstöðum föstudaginn 26. september nk. kl. 21.00 og veröur framhaldið laugardaginn 27. september. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tekin ákvörðun um hvernig staðið veröur aö framboði fyrir næstu alþingiskosningar. Stjómin. Um kvöldið verður haldið haustmót Sjálfstæðisflokksins á Austur- landi í Valaskjálf. Sjálfstæðisfólk á Austurlandi Haustmót sjálfstæðismanna á Austurlandi verður haldið i Valaskjálf laugardaginn 27. september og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Aö lokinni dagskrá verður dansað til kl. 3.00. Mætum öll. Undirbúningsnefnd. Vestlendingar Kjördæmisráö sjálfstæðisfélaganna i Vesturlandskjördæmi boðar til fundar í Hótel Borgarnesi sunnudaginn 28/9 kl. 15.00. Dagskrá: 1. Tekin ákvörðun um hvernig staðið skuli aö niöurröðun á framboðs- lista fyrir næstu alþingiskosningar. 2. Önnur mál. Alþingismennimir Friöjón Þórðarson og Valdimar Indriöason mæta á fundinum. .... . . Stjóm kjordæmisráðs. Austurland Hérað — Egilsstaðir — Fellabær Almennur stjórnmálafundur verður haldinn f „Samkvæmispáfanum" í Fellabæ sunnudaginn 28. sept. kl. 15.00. Á fundinum verða al- þingismennirnir Egill Jónsson, Halldór Blöndal og Sverrir Hermanns- son og ræða stjórnmálaviðhorfið. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Kjördæmisráð. „Stórglæsilegur og höfðinglegur gæðingur", Skór númer 823. Knapi er Benedikt Þorbjörnsson. 16 vetra stóðhestur seldur til Þýskalands EINN af þekktustu stóðhestum landsins, Skór númer 823, hefur verið seldur til Þýskalands. Skór sem er orðinn 16 vetra er hrein- ræktaður Hornfirðingur. „Hann hefur ekkert gildi lengur sem reiðhestur og er þarna eingöngu verið að kaupa kyngæðin, og er þetta byrjunin á þvi að gera ræktunina sjálfa að útflutnings- vöru,“ sagði Gunnar Bjarnason ráðunautur um hestaútflutning i samtali við Morgunblaðið. Kaupandinn er þýskur auðkýf- ingur, Wemer Dietz að nafni, sem búsettur er í Rínardölum. Gunnar sagði að íjóðveijinn hefði kynnt sér vel íslensku hrossaættimar og feng- ið ást á homfírsku hrossunum. Hann telur að þau séu án nokkurs vafa bestu hross heimsins. Dietz keypti 4 hryssur í Áma- nesi í Homafírði í vor og 3 hryssur á Svínhóium í Lóni, og 2 óvanaða veturgamla fola að auki. Hann vildi ólmur fá að kaupa Hrafn númer 583, 26 ára gamlan stóðhest frá Ámanesi, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu, en hann var ekki falur. Var hann þá búinn að nefna búgarð sinn í höfuð á Hrafni. Gunn- ar sagði að í framhaldi af því hefði Dietz spurt um Skóg, hvort hann væri falur. Hrossaræktarsambönd- in á Suður- og Vesturlandi hafa átt Skóg frá árinu 1981 og notað mik- ið og féllust þau á að selja hann fyrir það verð sem boðið var, það er 300 þúsund krónur. Fer hestur- inn með hrossafiutningaskipi til Þýskalands í byijun næsta mánaðar og má búast við að hann kosti ekki undir 400 þúsund krónur þangað kominn. Gunnar sagði að Wemer Dietz hefði orðið himinlifandi þegar hann frétti um að gengið var að tilboði hans og slegið þegar í stað upp kampavínsveislu af því tilefni og“ kæmi hann hingað í vikunni til að líta á gripinn og ganga endanlega frá kaupunum. Skór er glórauðstjömóttur og er fæddur í Flatey, Mýrum, Austur- Skaftafellssýslu. Hann er fæddur árið 1970 hjá Bergi Þorleifssyni í Flatey. Sigurbjöm Eiríksson og Halldór Sigurðsson keyptu hann 1973 og seldu síðan til hrossarækt- arsambandanna árið 1981. Skór er undan Faxa 646 frá Ámanesi og Mön 3926 frá Flatey. Föðurfaðir hans er Hrafti 583 og föðurmóðir Brúnka 3214 sem bæði em frá Ámanesi. Móðurfaðir hans er Eldur 538 frá Fomustekkum og móður- móðir Bleik 2904 frá Flatey. „Stórglæsilegur og höfðinglegur gæðingur", er umsögnin sem hann fær f Ættbókinni. Gunnlaugur Guðmundsson og Erla Levy. Gunnlaugsbúð í Foldahverfi FYRSTA matvörubúðin i Folda- hverfi við Grafarvog verður opnuð í dag í bráðabirgðahús- næði að Hverafold 1—3. Eigend- ur eru hjónin Gunnlaugur Guðmundsson kaupmaður og kona hans Erla Levy. Búðin heit- ir Gunnlaugsbúð. Gunnlaugur kaupmaður sagðist vilja undir- strika að húsnæði matvörubúðar- innar væri til bráðabirgða. Hann vonaðist til þess að verslun- in yrði komin undir þak í framtíðar- húsnæði sínu eftir svo sem tvö ár, þama við Hverafold. Gunnlaugsbúð í Grafarholtshverfi verður opin mánudaga—miðvikudaga kl. 9—18.30, en fram til kl. 20 á fimmtudags- og föstudagskvöldum og til kl. 16 á laugardögum. c, Gunnlaugur Guðmundsson kaup- maður er enginn byijandi í þessari atvinnugrein. Hann hefur um langt árabil rekið verslun sína, Gunn- laugsbúð, á homi Freyjugötu og Baldursgötu. Ætla þau hjónin nú að reka tvær matvöruverslanir und- ir því nafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.