Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986
fclk f
fréttum
Ostaðfest ævisaga
Julio Iglesias
vekur athygli
f
Samrýndir
feðgar
Dustin Hoffmann, sem
tvímælalaust telst til stór-
leikara sinnar kynslóðar þó ekki
sé hann hár í loftinu, hefur
margoft lýst því yfir að af öllum
þeim hlutverkum, sem hann hef-
ur tekið að sér um dagana, sé
foðurhlutverkið það som harm
kunni best við.
í syninum Jake á hann líka
aðdáanda sem ekki bregst, upp
á hverju sem gagnrýnendur
kunna að taka. Reyndar hafa
gagnrýnendur hingað til ekki
farið hörðum höndum um Hoff-
man, enda varla ástæða til þar
sem maðurinn hefur gert hveiju
stórhlutverkinu á fætur öðru hin
ágætustu skil.
Ein ástæðan fyrir því h ve vel
Dustin Hoffman hefur famast á
leiklistarbrautinni er e.t.v. sú,
að hann hefur ætíð lagt mikla
áherslu á farsælt einkaiíf utan
sviðsljósanna. Þ6 fékkst hann
nýlega til að sitja fyrir ljósmynd-'
ara ásamt Jake, fímm ára, sem
er einkasonur Hoffmans og
verður ekki annað séð en að
þeir séu samrýndir feðgamir.
George
Panayiotou
kemur til
dyranna eins
og hann
er klæddur
Er átrúnaðargoð milljóna ekkert annað en
hrútleiðinlegur og drykkfelldur karlagrobbari?
Eins og fram hefur komið í frétt-
um er nýlega komin út ævisaga
Frank Sinatra eftir Kitty Kelly, sem
taldar eru miklar líkur á að fengið
hafi „gamla bláeyga brýnið" til að
sjá rautt, þar sem farið er um hann
heldur ómjúkum höndum í téðu riti,
tengsl við mafíuna tíunduð sem og
ill meðferð Franks á konum og yfir-
leitt flest sem einn mann má óprýða.
Og sjaldan er ein báran stök. Nú
er nefnilega komin út önnur ævi-
saga, sem væntanlega gerir það að
verkum að viðfangsefnið eða fóm-
arlambið, Julio Iglesias, sem í hópi
latneskra aðdáenda sinna gengur
undir gælunafninu „E1 Divino",
„Hinn guðdómlegi", muni ekki
verða í sjöunda himni á næstunni.
Ævisaga Iglesias var ekki skráð
með samþykki viðfangsefnisins,
frekar en bókin um Sinatra, og
segja þeir sem lesið hafa að eitrið
drjúpi þar af hverri síðu. Hitt er
svo annað mál að innvígðir viður-
kenna einnig að ekki muni því öllu
á Iglesias logið sem fram kemur í
bókinni „Julio Iglesias": Cad or
Gentleman" eða „J.I.: Lubbi eða
heiðursmaður?"
Höfundurinn hefur það líka fram
yfir skrásetjara Sinatra að þekkja
„fómarlambið" persónulega, því
Antonio Del Vallo er fyrrum ráðs-
maður á heimili „þess guðdómlega“.
Því starfí gegndi Del Vallo í þijú
ár, eða allt til ársins 1983 að þeim
Iglesias sinnaðist alvarlega og ráðs-
maðurinn var rekinn. Sá möguleiki
er því fyrir hendi að Del Vallo sé
að hefna harma sinna er hann lýsir
fyrrum húsbónda sínum sem hrút-
leiðinlegum og klæmnum kvenna-
bósa, en svo mikið er víst að bókin
selst eins og heitar lummur um all-
an hinn latneska heim þar sem
plötur Iglesias seljast líka í milljóna-
tali.
Geoffrey Matthews, gagnrýnandi
breska stórblaðsins The Observer,
hefur skrifað ritdóm um bókina
„Julio Iglesias: Lubbi eða heiðurs-
maður" og segir þar m.a. að ekki
þurfi að lesa margar blaðsíður til
þess að komast að því að höfundur
svari titlinum sjálfur, svo að ekki
verði um villst að það sé ekki orðið
heiðursmaður sem hann ætli lesend-
um að tengja við nafn Iglesias að
loknum lestri hennar.
„Sem Del Vallo lítur reiður um öxl
virðist hann ekki koma auga á einn
einasta jákvæðan eiginleika í fari
fyrrum vinnuveitanda síns,“ segir
gagnrýnandinn. „Auk kvennafars-
ins og klámbrandaranna sem að
sögn höfundar eru aðaláhugamái
Iglesias í tilverunni, er honum sjálf-
um lýst sem kaldrifjuðum tækifær-
issinna, eiginhagsmunasegg og
falshundi. Er þá ótalið karlagrobbið
sem söngvarinn er sagður iðka í
ríkum mæli og aðaláhugamál hans
að safna klámfengnum myndbönd-
um. Einnig er drepið á drykkjusýki
„II Divino" og eru líkur á að bók
þessi eigi eftir að valda fjölda
hjartaáfalla meðal aðdáenda hans,
allt frá Madrid til Montevideo, að
ekki sé minnst á Manchester og
Milwaukee þegar verkið lítur dags-
ins ljós í enskri þýðingu," bætir
gagnrýnandinn við.
Líkt og Kitty Kelly heldur því fram
að það hafi verið skilnaður Franks
Sinatra og Övu Gardner sem gerði
hann að ólæknandi flagara, vill Del
Vallo halda því fram að hátterni
Julios eigi rætur að rekja til þess
að fílippiska fegurðardísin Isabel
Preysler skildi við hann á sínum
tíma.
Gagnrýnandi Observer er þó á þvi
að allar séu þessar uppljóstranir
bamaleikur einn miðað við það sem
látið er liggja að um viðhorf Igles-
ias og framkomu í alþjóðamálum
er lúta að hinum spænskumælandi
hluta heimsins.
Þar sakar höfundur söngvarann um
hræsni og segir hann gefa lítið fyr-
ir heiður þjóðar sinnar og frænd-
þjóða í Suður- Ameríku, persónu-
lega eða pólitískt.
Nefnir höfundur Falklandseyja-
stríðið (eða Malvina-eyjastríðið,
eins og Argentínumenn kalla það),
sem dæmi og telur Matthews að
þessar dylgjur geti átt eftir að koma
Iglesias afar illa, þó ekki séu þær
nýjar af nálinni. A hinn bóginn
munu aðdáendur söngvarans geta
bent á það með réttu að hann hefur
jafnan verið reiðubúinn að halda
veglega tónleika til styrktar fóm-
arlömbum náttúruhamfara í
spænskumælandi löndum, s.s. Mexí-
kó og Kólumbíu.
Ritdómaranum þykir því sem hart
sé vegið að söngvaranum í þessari
bók um ævi hans, en bendir jafn-
framt á að blaðafulltrúar Iglesias
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986
COSPER
— Hugsaðu þér, eftir 20.000 ár verður þessi teikning fræg.
oQP &
c> °c
e==3
9B35 COSPER
hafi lengi verið á dijúgu yfírvinnu-
kaupi við að gera lítið úr orðrómi
svipaðs eðlis og „staðfestur" er í
bók ráðsmannsins reiða.
Að lokum riíjar Matthews upp gam-
alt hollráð úr skemmtanaheiminum
er lýtur að illu umtali og -skrifí og
hljóðar einhvem veginn svona:
„Ekki lesa það vinurinn, teldu dálk-
ana sem það tekur.“ Eða eins og
sagt var í sveitinni í gamla daga:
„Það sparkar enginn í hundshræ."
Tími hinna miklu uppljóstrana
er upp runninn. Blaðafulltrúi
George Michaels hefur staðfest að
raunverulegt eftimafn stjömunnar
sé Panayiotou og að hann sé sonur
grísks veitingahúsaeiganda. Varla
er það neitt sem maðurinn þarf að
skammast sín fyrir, en af einhveij-
um ástæðum hefur þessum stóra
sannleik þó verið haldið leyndum
fyrir aðdáendum Georges hingað til.
Það fylgir einnig sögunni að
Panayiotou hafi gengið í hjónaband
aðeins sextán ára að aldri sam-
kvæmt fyrirskipunum foreldra
sinna, en slík skynsemishjónabönd
tíðkast enn í nokkmm mæli í Suð-
ur-Evrópu, sem og öðmm heims-
homum.
Ekki hafa fengist skýringar á
því hvemig söngvaranum tókst að
losna úr skynsemishjónabandinu.
Það verður bara að vona að George
sé nú laus úr viðjum skynseminnar,
annað væri aðdáendum hans af
kvenkyni of þungbært.
Julio Iglesias gerði stutt-
an stans á Reykjavíkur-
flugvelli fyrir skömmu
meðan sett var eldsneyti
á einkaflugvélina og
söngvarann sjálfan á leið
vestur um haf. Þá náðu
blaðamenn Morgunblaðs-
ins tali af honum og var
hann afar vingjarnlegur
og spjallaði um heima og
geima, eins og fram kom
í fréttum Morgunblaðs-
ins eftir heimsóknina.
Þar sem þá höfðu hvorki
borist fréttir af um-
ræddri ævisögu var hann
ekki spurður álits á verk-
inu enda ekki víst að
slíkar spurningar hefðu
vakið mikla kátinu þessa
söluhæsta söngvara í
heimi.
Fáar konur í heimi hafa hlotið
aðra eins athygli fjölmiðla og
Jacqueline Onassis. Hún starfar
nú sem ráðgjafi hjá stóru bóka-
forlagi i Bandaríkjunum og
virðist hin ánægðasta með lífið.
Jackie í
fínu formi
Alltaf eru einhveijir að velta sér
upp úr því hvemig tímans
tönn gangi að vinna á hinum ýmsu
konum, sem lengi hafa verið í sviðs-
ljósinu. Af einhveijum ástæðum
virðist minna upp úr þvi lagt hvem-
ig útlit karla breytist í áranna rás,
en það er nú önnur saga. En aum-
ingja Elizabet Taylor má t.d. ekki
stíga á baðvigtina heima hjá sér
án þess að hálf heimspressan gæg- s-
ist yfír öxl hennar og gefí síðan
lesendum nákvæma skýrslu um
stöðuna, sem er reyndar afar breyti-
leg þegar Elizabet er annars vegar.
Svo em aðrar sem virðast allt
að því standa í stað og þann flokk
fyllir fyirum forsetafrú Banda-
ríkjanna og ekkja eins ríkasta
manns í heimi, Jacqueline Bouvier
Kennedy Onassis.
Þessi mynd var tekin af Jacque-
line nýverið þegar hún kom til
kirkju til þess að vera viðstödd brúð-
kaup Carólínu dóttur sinnar, sem
giftist Edwin nokkmm Schlossen-
berg í sveitakirkjunni í heimabæ
Kennedy fjölskyldunnar í Massa-
chusetts.
Jackie mætti í ljósgrænum kjól
og verður ekki betur séð en að lítil
ástæða sé til að hafa áhyggjur af
viðureign hennar við tímans tönn.
Ef eitthvað er þá lítur hún betur
út nú en hún gerði fyrir nokkmm
ámm, enda mun hún vera afar
ánægð með lífið ogtilvemna, eftir
því sem næst verður komist.
á HÓTEL ÖRK nk. laugardag
Hljómsveitin Krossbrá leikur fyrir
dansf frá kl. 23.00—03.00.
Kvöldverður frá kl. 19.00-21.00.
Borðapantanir í síma 99-4700.
Tískusýning fyrir matargesti.
Módelsamtökin sýna glæsilegan
tískufatnaö undir stjórn Unnar
Arngrímsdóttur.
Dansstúdíó Sóleyjar kemur í heimsókn
og sýnir dans.
Einnig minnum við á „Brunch" aö
bandarískum hætti í hádeginu á
sunnudögum (meö freyöandi veig-
um) milli kl. 11.00 og 15.00.
Dennison
MERKILEG
LAUSN
hO
\—a
0
H
hH
E
Þær eru þarfaþing Dennison
merkiþyssurnar. Úrval plastskota
gera þér mögulegt að merkja nánast
allan fatnað. Frá úlpum til sokka er
ekkert mál fyrir Dennison. Dennison
merkibyssureru ómissandi í fataiðn-
aðinum, en þær hafa einnig reynst
mjög vel við merkingu á kjötskrokk-
um, loðdýraskinnum og fiskum.
Já, Dennison er merkileg lausn.
Kynntu þér málið.
SNÆFELL SE
Langholtsvegi 109-111, 124 Reykjavlk
S: 30300-33622
ÖRKIN/SÍA