Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 LJtgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. „Deilt“ um kjördag Undarleg orðaskipti hafa verið um það undanfarna daga, hvenær kosningar eiga að fara fram. Eftir fund þing- flokks og miðstjómar Sjálf- stæðisflokksins síðastliðinn laugardag skýrði Ólafur G. Ein- arsson, þingflokksformaður, frá því, að á fundinum hefði komið fram sú skoðun að efna ætti til kosninga fyrir lok kjörtímabilsins, en því lýkur 23. apríl næstkomandi. Þá benti Ólafur á þá einföldu staðreynd, sem öllum ætti að vera ljós, að með hliðsjón af því að páska- dagur er 19. apríl þá væru síðustu forvöð að kjósa laugar- . daginn 11. apríl, ef við þessa almennu niðurstöðu á fundi sjálfstæðismanna væri miðað. Eins og sjá má af yfírlýsingu Ólafs G. Einarssonar hér í blað- inu í gær var engin ályktun gerð um þetta mál á fundinum, heldur túlkar hann umræðuna þar „með þessum hætti vegna þess, að enginn fundarmanna lét í Ijós þá skoðun að kjósa skyldi í júni, en slíkt mun hægt að gera, ef þing er rofíð í apríl, þ.e. fyrir 23. apríl“ eins og Olaf- ur G. Einarsson orðar það. Ekki hafði fyrr verið skýrt frá því, að miðstjóm og þing- flokkur sjálfstæðismanna hefðu rætt jafn sjálfsagt umræðuefni á fundi stjómmálamanna og þetta (og komist að sameigin- legri niðurstöðu) en framsókn- armenn fóm í fýlu og mku upp á nef sér. Steingrímur Her- mannsson, flokksformaður, er í útlöndum en þeir Halldór Ás- grímsson, varaformaður, og Páll Pétursson, þingflokks- formaður, kvörtuðu. Sagðist Halldór vera undrandi á því, að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi „vera að álykta um þetta núna“. Páll Pétursson sagðist telja yfír- lýsingar sjálfstæðismanna „ótímabærar". í þessari „umræðu" hefur komið fram, að óheppilegt sé að efna til kosninga í apríl, af því að ríkisstjómin og Alþingi hafí þá svo mikið að gera; ekki veiti af að draga kosningar sem lengst vegna anna ráðherra og þingmanna; þá sé óheppilegt að huga að kosningum í apríl af því að þá geti veður verið vont og vegir slæmir o.s.frv., o.s.frv. Fyrir þá, sem ekki sitja á þingi, er furðulegt að fylgjast með öllu því, sem stjómmála- mennimir telja nauðsynlegt að árétta, þegar kosningar ber á góma. Samkvæmt stjómar- skránni er kjörtímabil Álþingis fjögur ár. Ef miðstjóm og þing- flokkur sjálfstæðismanna hefði komist að þeirri niðurstöðu, að ekki stæðu efni til að virða þá meginreglu, hefðu harkaleg viðbörgð frá samstarfsflokki átt rétt á sér. Framsóknarmenn eru að gera því skóna, að ekki þurfí að kjósa fyrr en í síðasta lagi í júní á næsta ári. Til þess að þannig verði staðið að málum, þarf forsætisráðherra að ijúfa þing. Þarf hann ekki samþykki sjálfstæðismanna til þess, á meðan hann situr í stjóm með þeim? Fátið á framsóknarmönnum vegna þessa máls er ef til vill ekki annað en vísbending um þá taugaveiklun, sem á eftir að einkenna stjómmálin og stjómarsamstarfíð, þangað til gengið verður til kosninga. Sú spuming vaknar, hvort nokkur von sé til þess við slíkar aðstæð- ur að þoka mikilvægum málum til réttrar áttar og þess vegna sé skynsamlegast, að þing starfí sem styst í vetur. „Deil- umar“ vegna dagsetningarinn- ar má kannski einnig rekja til þess, að framsóknarmenn vilja fá að vera „með í umræðunni" að forsögn Sambands ungra framsóknarmanna. Æskilegt væri að þeir veldu bitastæðari mál til þess að komast í fjöl- miðlaljósið. Fyrir Alþingi Ríkisstjómin ákvað að leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um Rain- bow-samkomulagið, sem þeir utanríkisráðherramir Matthías Á. Mathiesen og George Shultz undirrituðu í gær í New York. Þetta er skynsamleg ákvörðun. Það er nauðsynlegt, að á Al- þingi verði ítarlega rætt um þau málefni, sem borið hefur hæst í samskiptum íslands og Banda- ríkjanna á undanfömum vikum og mánuðum. Gefst þingmönn- um væntanlega kærkomið tilefni til þess í umræðum um slíka þingsályktunartillögu. í umræðunum um þetta mál hlýtur að koma fram, hvað fyr- ir þeim þingmönnum vakir, sem hafa lýst yfír því, að nauðsyn- legt sé að endurskoða vamar- samninginn. Óviðunandi er, að um jafn mikilvægt málefni og fyrirkomulag vama landsins ríki einhver óvissa vegna óljósra orða þingmanna. Þá þarf það að liggja ljóst fyrir, hvort það er ætlun einhverra þingmanna, að kjósendur taki afstöðu til nýrra viðhorfa þeirra í þessu efni í kosningunum á næsta ári. Prófkjör - Hver Yc eftirÁrdísi Þórðardóttur Inngangur Enn einu sinni göngum við sjálf- stæðismenn til prófkjörs við val einstaklinga á framboðslista flokks- ins til alþingis. Eins og jafnan áður beinist mikil athygli manna, hvar í flokki sem þeir annars standa, að þessu vali okkar. Auðvitað eru sjálf- stæðismenn ánægðir með slíkt. Mætti umfjöllun um fyrirhugað prófkjör verða sem mest. Það eina, sem angrar mig og fær mig til að stinga niður penna í þessu sam- bandi, er, að mér þykir blaðamenn megi kynna sér málið betur og skrifa um það af meiri þekkingu en þeir gera margir hveijir. Hvað erum við að gera í prófkjörum? Umfjöllun dagblaða og Helgar- póstsins að undanfömu gefur mér tilefni til að halda að þessir ágætu fjölmiðlar vilji reyna að hafa áhrif á það hverja við veljum á lista. Það er nú kannski skiljanlegt en verra er að skilningur skrifaranna er að mínu mati afskaplega takmarkaður svo ekki sé meira sagt. Gott dæmi um þetta skilningsleysi kemur fram í eftirfarandi texta úr HP hinn 18. september sl. „Þá hefur HP fregn- að, að konur í Hvöt sæki nú stíft fram. Þær hafi gert kröfur um þijár konur í tíu efstu sætin, en flokks- forystan ekki treyst sér til að lofa nema tveimur.“ Það þarf ekki að líta á mörg undangengin prófkjör til að sjá að flokksforystan á engin sæti til að ráðstafa til eins eða neins. Félagar í Sjálfstæðisflokkn- um í Reykjavík velja sér málsvara allir í sameiningu. Þar gildir reglan: Eitt atkvæði á hvem mann. Óvissa er töluverð í prófkjöri og þar er barist drengilega um hylli flokks- manna. Þátttakendur biðja hinn almenna flokksmann að sýna sér traust. Enginn veit fyrr en að leiks- lokum hvemig hinn almenni flokks- maður metur mannvalið á vellinum. Allt tal um eignarhald flokksfor- yustunnar á sætum er þvílíkt endemisrugl að með ólíkindum er að blað, sem þykist hafa einhvem metnað, birti slíkt. Sjálfstæðismenn em ekki einræðisherrar og rík hefð er fyrir próflcjöri í flokknum. Við bemm virðingu fyrir ölium félögum okkar og emm hreykin af þessu fyrirkomulagi — að talsmenn okkar leggi spilin á borðið með reglulegu millibili og þá metum við störf þeirra í þágu flokks og þjóðar. Gengi manna í prófkjörum í umræðum manna á meðal og einnig í umfjöllun blaða að undan- fömu hefur nokkuð borið á því að talað er um misjafnt gengi fólks í fyrri prófkjömm. Víða er spáð í hveijir hafi nú möguleika á að lenda í einhveiju af fyrstu 8 sætunum. Þar sýnist sitt hveijum og alls kon- ar einkunnir gefnar. Sumir sagðir vera fallkandidatar úr fyrri próf- kjörum en aðrir ekki o.s.frv. Staðreynd er að nokkur dæmi em um „fall“ einstaklings í einu próf- kjöri og svo gott gengi í því næsta og öfugt. Kjami málsins er sá að menn vinna sigra í prófkjömm en þar tapa menn líka. Sami einstakl- ingurinn hefur í undanfömum prófkjömm öðlast reynslu af bæði sigri og ósigri f sitt hvom prófkjör- inu. Að mínu mati er einmitt þetta einn af kostum prófkjörs. Það er þroskandi hveijum manni að þola jafnt meðbyr sem mótbyr. Mér þykir rétt að benda á tvennt í þessu sambandi og vísa líka á grein mína í Stefni (3. tbl. 1986) fróðleiksfúsum einstaklingum til upplýsinga. Hið fyrra er að fátítt er að menn fljúgi inn á lista í próf- kjöri. Glæsilegustum árangri í prófkjöri náðu þau Auður Auðuns árið 1945 og Ólafur B. Thors árið 1970. Bæði vom, á sínum tíma, til- tölulega ung og óþekkt í flokknum. Þau buðu sig fram í prófkjöri til borgarstjómar og unnu þriðja sætið í fyrstu atrennu. Róðurinn við að komast inn á listann til alþingis „Almennt má segja um gengfi kvenna í próf- kjöri Sjálfstæðisflokks- ins til alþingis að það hafi verið lítið eins og sést á meðfylgjandi línuriti. Engu er líkara en að þær fjölmennu frambærilegu konur, sem boðið hafa sig fram í tímans rás, gjaldi þess að flokksmenn og stuðningsmenn hugsi sem svo: „Alveg er nóg að hafa eina konu í ör- uggu sæti á lista.“ hefur verið mun þyngri. Úr próf- kjöri til alþingis finnast ekki svona dæmi. Frá árinu 1970 hafa aðeins tveir einstaklingar náð beint inn á listann í öragg sæti í prófkjöri án þess að hafa áður verið kosnir á vegum flokksins til starfa í borgar- stjóm eða á þingi. Ellert B. Schram var valinn í 7. sætið árið 1970 og Friðrik Sophusson í hið 6. í prófkjör- inu árið 1978. Aðrir óreyndir þátttakendur í prófkjöri hafa í raun allir „fallið" í þeim skilningi að þeir hafa ekki náð ömggu sæti í próf- kjöri. Hitt atriðið leiðir í raun af þessu. Algengt er að menn vinni sig upp listann. Gott dæmi um slíkt er ferill Davíðs Oddssonar í borg- inni. Davíð varð að láta sér lynda 10. sætið í sínu fyrsta próflrjöri árið 1974, árið 1978 vann hann svo 4. sætið og í tveim síðustu prófkjör- um hefur Davíð Oddsson verið númer 1. Dæmi um hvemig menn stíga upp listann í prófkjöri til al- þingis er ferill Friðriks Sophusson- ar. Friðrik var valinn í 6. sætið í prófkjöri árið 1978 eins og áður sagði, í hið 5. árið 1979 og í 2. Klaklaxveiðar í I Dregið á i Gránesfljóti f Laxá í Leirársveit. Borgarnesi. ÞEGAR stangveiði lauk í Laxá í Leirársveit þ. 13. september hófst þar klaklaxveiði í net á vegum veiðifélags Laxár og fisk- eldisstöðvarinnar Laxeyrar í Hálsasveit. Þegar fréttaritara Morgunblaðs- ins bar að var verið að draga á í Bakkastrengjum, sem em móts við bæinn Svarfhól í Svínadal. Þeir lax- ar, sem þar vora komu sér undan netinu og földu sig milli steina í hylnum. Varð þá einum ádráttar- mannanna að orði að „laxinn vildi bara ekki í netið", þessu svaraði Jón Bjamason frá Hlíð, Já, honum fínnst þetta ekki nógu göfug veiði- aðferð, laxinum". Þá var haldið áfram með netið niður ána og í „Gránesfljótinu" nokkm neðargekk ádrátturinn betur. Hver laxinn af öðmm var gripinn og settur í búr út í ánni, síðan var laxinn færður í þar til gerðan súrefnistank á bíl frá eldisstöðinni að Laxeyri. Það vom viðhöfð snör handtök í þessum tilfærslum því laxinn má ekki vera lengi á þurra landi ef hann á að lifa. Að sögn Sigurðar Sigurðssonar formanns veiðifélags Laxár á veiði- félagið hlut í fískeldisstöðinni Laxeyri og þangað færi sá fískur sem veiddist núna. Síðan fengi veiðifélagið sumaralin seiði að ári og væntanlega yrði þeim sleppt úr Grafardalsá sem rennur í vötnin ofan Laxár. Aðspurður sagði Sig- urður að stangveiði í Laxá hefði verið með besta móti í sumar, alls hefðu veiðst 1613 laxar. Nær efst í Laxá er Eyrarfoss, þar er laxa- stigi og teljari sem sýnir að um 2000 laxar hafa gengið upp stigann í sumar. Fyrir ofan stigann em vötnin Eyrarvatn, Þómstaðavatn og Geitabergs-vatn, í þessum vötn- um veiddust um 30 til 40 laxar í sumar. Að sögn Sigurðar hafa rann- sóknir sýnt að mikið er af laxaseið- um í Laxá og í vötnunum. TKÞ Reynir Ásgeirsson frá Svarfhóli í Svínadal og Bjarni Áskelsson, stöðvarstjóri fiskeldisstöðvar- innar Laxeyrar í Hálsasveit, hraða sér með klaklaxana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.