Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 Fáskrúðsfj örður: Verkfalli frestað í sláturhúsinu STJÓRN og trúnaðarmannaráð verkalýðsfélagsins á Fáskrúðs- firði ákvað í gærkvöld að fresta til miðnættis á laugardag verk- falli, sem átti að hefjast í slátur- húsi kaupfélagsins á hádegi í dag. Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna hafði óskað eftir frestun verkfallsins til mánudags en fulltrúar þess eru væntanlegir austur í dag til að reyna að leysa deilu verkalýðsfélagsins við stjórn kaupfélagsins. Eiríkur Stefánsson, formaður verkalýðsfélagsins á staðnum, sagði að kröfur verkafólksins væru að allir starfsmenn í sláturhúsinu, um það bil 45, fái aðgang að mötu- neyti kaupfélagsins; þeir sem ekki geti notað mötuneytið fái 250 krón- ur greiddar á dag. Sömuleiðis er gerð krafa um að 4-6 konur, sem vinna á tímakaupi við hlið karla er vinna í akkorði, fái sérstaka uppbót á tímakaup sitt. Sérkjarasamningur tollvarða: 85,4% tollvarða greiddu atkvæði með samningnum TOLLVERDIR samþykktu nýjan sérkjarasamning sinn við fjár- málaráðuneytið með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða. Kjörsókn var góð, 89 af 98 toll- vörðum í Tollvarðafélagi íslands greiddu atkvæði, eða 90,8%. Þegar atkvæði voru talin í gær- Fyrirlest- ur dr. Folk kl. 16 í dag Dr. G. Edgar Folk, prófess- or í lífeðlisfræði við háskól- ann í Iowa í Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur í dag kl. 16.00 á vegum Rannsóknar- stofu HÍ í lífeðlisfræði. kvöld kom í ljós að 76, eða 85,4% voru fylgjandi samningnum, 10 eða 11,2% voru á móti en þrír seðlar voru auðir, eða 3,4% atkvæða, að sögn Sveinbjöms Guðmundssonar, formanns TI. Samningnum fylgir bókun um afnám verkfallsréttar Tollvarðafé- lagsins. Sú bókun mun væntanlega verða að veruleika með nýjum lög- um um samnings- og verkfallsrétt opinberra starfsmanna, sem boðuð hafa verið af Qármálaráðherra. Nýi sérkjarasamningurinn gildir að hluta frá 1. febrúar sl., þ.e. þriggja launaflokka kauphækkun, en að öðru leyti gildir samningurinn frá 1. september. Tekinn með amfetamín KARLMAÐUR var handtekinn á mánudag og lagt hald á amfeta- mín, sem fannst í fórum hans. Var hann í gær úrskurðaður í 18 daga gæsluvarðhald. Maður þessi, sem er 33 ára gam- all, tengist máli sem kom upp í síðustu viku, en þá voru tveir karl- menn og ein kona handtekin. Fundust 135 grömm af amfetamíni í fórum mannanna. Annar maður- inn, 24 ára hálfbróðir þess sem nú var tekinn, hefur einnig verið úr- skurðaður í gæsiuvarðhald til sama tíma. „Heyrði háan hvell og sá neistaflug“ AXEL Helgason, sem býr í Breiðholtinu í Reykjavík, varð fyrir þeirri reynslu á þriðjudag að skotið var á bifreið hans. Fór skotið í gegnum hægri hlið bifreiðarinnar og stöðvaðist í baki sætisins sem Axel sat I. „Ég var einn í bílnum og var á heimleið eftir vinnu," sagði Axel. „Þegar ég var kominn upp Breiðholtsbrautina og ætlaði að beygja inn Norðurfell heyrði ég háan hvell og sá neistaflug fyrir aftan sætið. Mér datt strax í hug að skotið hefði verið á bílinn, en fannst heldur ótrúlegt að slíkt kæmi fyrir og sagði því við sjálfan mig að tómar gosflöskur á gólfi bflsins hefðu rekist svona harka- lega saman. Þegar ég var kominn heim fór ég að velta þessu nánar fyrir mér og gat ekki sætt mig við þá skýringu. Ég hef farið tölu- vert á skytterí og taldi mig þekkja skothvell. Ég fór því út aftur og þá sá ég gatið á hægri bílhlið- inni. Við nánari skoðun fann ég svo gat á baki sætisins þar sem kúlan hafði farið inn. Hún hefur stöðvast á treijum í sætinu og var þá komin að bakinu á mér, aðeins sætisáklæðið á milli. Ég verð að viðurkenna að mér varð ekki um sel þegar ég uppgötvaði það.“ Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur nú að máli þessu og eru hugsanleg vitni beðin að hafa samband við hana. Ekki er vitað úr hvers konar skotvopni kúlan kom. Verðlags- og búvörusamningar á lokastigi: Bændur gefa eftir hækkun kindakj öts Fyrirlesturinn flallar um notk- un senditækja við eðlisfræði- legar rannsóknir og verður hann fluttur á ensku. Fyrir- lesturinn verður fluttur að Grensásvegi 12, 2. hæð og er öilum opinn. Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að fyrir- lesturinn væri í kvöld, en eins og fyrr segir hefst hann kl. 16.00. Hafskipsmál: Rannsókn er lokið RANNSÓKNARGÖGN vegna Hafskipsmálsins voru afhent ríkissaksóknara i gær. Þórir Oddsson, settur rannsókn- arlögreglustjóri, sagði að rannsókn væri nú lokið hjá rannsóknarlög- reglu ríkisins varðandi Hafskip. Þó gæti ríkissaksóknari farið fram á að einhveijir þættir máisins yrðu rannsakaðir nánar, ef hann teldi nauðsyn á. / SEXMANNANEFND hefur ákveðið að hækkun verðlags- grundvallar sauðfjárafurða komi ekki til framkvæmda fyrr en haustið 1987 þrátt fyrir að kom- ið hafi í ljós við endurskoðun grundvallarins að kostnaðarliðir hafa verið vanmetnir um 5-10%. Fulltrúar bænda og neytenda í sexmannanefnd urðu sammála um þessa afgreiðslu, en þess má geta að Landssamtök sauðfjár- bænda hafa gert ályktanir sem hníga í þessa átt, það er að ekki beri að hækka kindakjötið nú. Verðlagssamningar í sexmanna- nefnd eru ekki að fullu frágengnir en vegna endurskoðunar verðlags- grundvallar landbúnaðarafurða og skiptingar grundvallarins í sauð- flárbú annars vegar og kúabú hins vegar í stað blandaðs bús hefði komið til hækkunar búvöruverðs ef þessi sérstaka samþykkt sex- mannanefndar hefði ekki komið til. Þess ber þó að geta að ekki er búið að ganga frá verðlagningu mjólkurafurða, en hækkunarþörfín er mun minni þar en í sauðfjáraf- urðum. Jafnhliða verðlagssamningunum hafa staðið yfír samningaviðræður samninganefnda ríkis og bænda vegna búvörusamninga, það er samninga um það magn sauðfjár- og mjólkurafurða sem ríkið tryggir bændum fullt verð fyrir á verðlags- árinu 1987-88. Samningaviðræður eru á lokastigi og var jafnvel búist við undirritun samnings seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var búist við óbreyttu magni sauðfjárafurða frá yfirstandandi verðlagsári, það er 11.800 tonnum a.f kindakjöti, vegna frestunar bænda á verðhækkun kjötsins. Jafnframt er gert ráð fyr- ir sérstökum aðgerðum til að minnka kindakjötsgallið um 800 tonn, það er auknum framlögum til niðurskurðar sauðfjár vegna riðu- veiki og til eflingar búháttabreyt- inga. I gærkvöldi var búist við að samið yrði um 105 milljón lítra framleiðslu á mjólk, sem er einni milljón lítra minna en heimilt er að framleiða á yfírstandandi verðlags- ári, en það er talið samsvara lækkun útflutningsuppbóta um 1% eins og ákvæði eru um í búvörulögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.