Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 Hvað er skrum og skottulækningar? eftir Ævar Jóhannesson í Morgunblaðinu 12. sept. sl. er stutt grein sem nefnist „Skrum og skottulækningar". Greinin tilheyrir flokki fræðandi upplýsinga sem Áslaug Ragnars hefur umsjón með og nefnist „Heilsa". Ýmsir ágætir greinarstúfar hafa að undanfömu verið birtir í þessum fræðsluþáttum og ber að þakka umsjónarmanni og Morgunblaðinu þá. Því urðu mér það veruleg von- brigði að lesa áðumefnda grein, vegna þess að í henni er ekki gerð minnsta tilraun til að brjóta til mergjar það viðfangsefni, sem um er rætt, né skoða það frá fleiri en einni hlið. í greininni er gengið út frá því sem vísu að allt það sem bandaríska Matvæla- og lyfjaeftiriitið eða aðrir opinberir aðilar í Bandaríkjunum kalla (oft ranglega) „skottulækn- ingar“, sé heilagur sannieikur og hafið yfir alia gagnrýni. Um leið er gefið í skyn að ýmiskonar heilsu- bótarhreyfingar í Bandaríkjunum og annarsstaðar, sem margar em mjög Qölmennar og hafa á að skipa þekktum og virtum vísindamönn- um, séu samsafn loddara og gróðahyggjumanna, sem noti sér trúgimi fólks og heimsku til að plokka af því fé og jafnvel koma í veg fyrir að það fái lækningu meina sinna hjá viðurkenndum læknum, sem vitanlega séu þeir einu sem veitt geti fólki raunvemlegan bata. Þessi túlkun er þó í hæsta máta vafasöm, svo að ekki sé meira sagt. Bandaríski lyfjaiðnaðurinn veltir árlega gífurlegum Qámpphæðum og oft hefur verið bent á að hann hafi hættulega mikil ítök í Mat- væla- og lyfjaeftirlitinu og notfæri sér það á ýmsan hátt, m.a. í áróð- ursskyni gegn öllu því sem orðið gæti til að draga úr notkun lyQa, sem að flestra mati er allt of mikil. Þó að vafalaust hafi stundum komið á markaðinn ýmiskonar gagnslítil „undralyf" og einhveijir grætt á sölu þeirra, em þeir Qár- munir þó aigert smáræði miðað við hagnað lyfjaauðhringanna af ýmis- konar viðurkenndum lyflum, sem sum hver hafa auk þess orðið uppvís að hættulegum aukaverkunum, sem jafnvel hafa valdið dauða sjúklinga eða varanlegu örkumli. Það ver því vitað að gífurlegir fjármunir em í húfi fyrir lyfjafram- leiðendur, að núverandi ástand í heilbrigðismálum haldist sem lengst óbreytt og að fólk haldi áfram að treysta á lyfin ef eitthvað bjátar á með heilsuna. Eins og fjölmargir hafa bent á, m.a. Halfdan Mahler, fram- kvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðis- ráðsins (WHO) og Skúli Johnsen, borgarlæknir nú í sumar, hefur sú stefna í heiibrigðismálum nú mnnið skeið sitt á enda. Heilbrigðisstefna framtíðarinnar hlýtur að verða fyr- irbyggjandi heilsugæsla, að byrgja bmnninn fremur en að draga bam- ið dautt eða nær dauða en lífi upp úr honum. Upp úr þessum jarðvegi er núver- andi heilsubótarhreyfing vestrænna landa sprottin, þó að fyrirrennari hennar, náttúmlækningastefnan sé vissulega miklu eldri og hafi senni- lega átt einn drýgsta þáttinn í þeirri allsherjar hugarfarsbreytingu, sem orðið hefur meðal almennings í heil- brigðismálum síðasta áratug eða svo. Þessi hugarfarsbreyting hefur síður en svo orðið til þess að gleðja suma þá sem allan sinn hagnað hafa af sjúkleika annarra. Það er sennilega aðalástæða þess, ásamt eðlislægri andstöðu vissra einstakl- inga innan heilbrigðisstéttanna gegn róttækum breytingum, að ákveðin öfl telja sér nú ógnað með þeim nýju hugmyndum sem em að geijast í flestum vestrænum þjóð- félögum. Því em öll vopn brýnd til að reyna að ganga milli bols og höfuðs á þessum hugmyndum, m.a. að ala á tortryggni í garð vísinda- manna sem styðja heilsubótarhreyf- inguna og reyna að koma þeim hugmyndum inn hjá almenningi að hér sé um nokkurskonar sértrúar- söfnuð fáeinna öfgamanna eða sérvitringa að ræða og að ráðlegg- ingar heilsubótarhreyfíngarinnar séu aðeins skottulækningar sem ekki styðjist við vísindalegar stað- rejmdir eða dóm reynslunnar. Venjulega er í slíkum skrifum lítið um vísindalegar röksemdir en þeim mun meira um órökstuddar fullyrðingar, dylgjur og hálfsann- leik. Umrædd grein í Morgunblað- inu er allgott dæmi um þessháttar málflutning. Heilsubótarhreyfingin vinnur að bættu heilsufari eftir ýmsum fleiri leiðum en nú er almennt gert. Vissulega hefur nokkuð áunnist hin síðari ár eins og ýmis dæmi sanna, t.d. hafa verið stofnuð áhuga- mannafélög sem reka þróttmikla fræðslu og forvamarstarfsemi. Þá er rekinn áróður fyrir bættum fæðuvenjum, vímulausri æsku, reyklausum vinnustöðum og mörg- um öðrum þjóðþrifamálum. Betur má þó ef duga skal og heilsubótarhreyfingin telur að nota eigi öll þekkt ráð til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að en það er bætt raunverulegt heilsufar allra. Ekki aðeins hækkun meðal- aldurs, sem gjama er notaður sem merki um árangursríka heilsu- gæslu, heldur fækkun þeirra sem sjúkir em, hvort sem þeir em ung- ir eða aldnir. Náist þetta markmið, sem ég er sannfærður um að er hægt, mun kostnaður við heilsugæslu lækka á sama tíma og heilsufar batnar. Heilsubótarhreyfingin telur að ýmsir óhefðbundnir læknisdómar hafi oft sannað ágæti sitt t.d. breytt mataræði, jurtalyf, fæðubótarefni, nálastungulækningar og ótal margt fleira og hún telur að fólk eigi full- an rétt á að fá að nota þær lækningaaðferðir ef það óskar þess, enda séu þær þjóðfélaginu miklu ódýrari en núverandi heilsugæslu- kerfi, sem vitanlega á að starfa áfram en verður að laga sig að breyttum aðstæðum. I greininni í Morgunblaðinu er vitnað í rannsókn sem sögð er hafa verið gerð við Pennsylvaníu- háskóia, en niðurstaða rannsóknar- innar var sú að þeim sem hættast sé við að ánetjast „heilsuskmmur- um“(?) séu einkum fólk með ljósa húð og vel menntað. Hvemig hör- undslitur tengist þessu máli var að vísu ekki útskýrt en vel mætti hugsa sér að vel menntað fólk sé betur fært um að draga sjálfstæðar ályktanir og ánetjist síður áróðri. Góð almenn þekking í heilsufræði og líffræði er einnig líkleg til að sá hinn sami sé minna háður ríkjandi skoðunum en geti í þess stað kynnt sér vísindarit og dregið af lestri þeirra sínar eigin sjálf- stæðu ályktanir. Fáfræðin getur varla þar fremur en annarsstaðar verið neinn kostur, nema þá helst fyrir þá sem hag hafa af því að halda fólki sem lengst í fáfræði sinni. í greininni er einnig talað um krabbameinslyfið „Laetrile" og „gagnsleysi þess og eiturverkanir" tekin sem dæmi um náttúrumeðul. Sannleikurinn er þó sá að Laetr- ile er alls ekki dæmigert fyrir náttúmlyf eða fæðubótarefni. Eit- urverkanir af fæðubótarefnum em tæpast þekktar, að minnsta kosti sé þeirra neytt í þeim skömmtum sem mælt er með að nota. Að vísu er varla til sú matvara, sem ekki er hægt að eta sér til óbóta af og em fæðubótarefni þar sjálfsagt engin undantekning. Þessu er á allt annan veg varið með lyf þau sem læknisfræðin not- ar mest. Þau hafa flest ýmsar óæskilegar hliðarverkanir, jafnvel þótt þeirra sé neytt í ráðlögðum skömmtum, en séu þau misnotuð getur afleiðingin jafnvel kostað við- komandi lífið eins og hin mörgu sjálfsmorð þar sem lyf koma við sögu sanna best. Aldrei hefur heyrst að neinn hafí reynt og því síður tekist að stytta sér aldur með ofneyslu vítamína eða annarra fæðubótarefna, en þó virð- ast sumir hafa miklu meiri áhyggjur af neyslu fólks á þeim, heldur en því hrikalega vandamáli sem Ævar Jóhannesson „Heilsubótarhreyfingin telur að ýmsir óhefð- bundnir læknisdómar hafi oft sannað ágæti sitt, t.d. breytt matar- æði, jurtalyf, fæðubóta- efni, nálastungulækn- ingar og ótal margt fleira ... “ margskonar misnotkun og ofnotkun lyfla er hér á landi og víðar. Því ættu framleiðendur lyfja að tala varlega um eiturverkanir fæðu- bótarefna en iíta fremur í eigin barm og það ættu starfsmenn bandaríska Matvæla- og lyfjaeftir- litsins einnig að gera, en hugsa í þess stað betur um þau störf sem þeim er trúað fyrir svo að færri íyfjahneyksli komi upp í framtíð- inni. Greinarhöfundur vill ekki kveða upp neinn Salómonsdóm um krabbameinslyfið Laetrile, sem mjög skiptar skoðanir eru um með- al vísindamanna. Sú rannsókn sem Morgunblaðsgreinin vitnar í hefur verið gagnrýnd harkalega og ekki talin uppfylla lágmarkskröfur um vísindaleg vinnubrögð og jafnvel vera sett á svið til að hindra vin- sældir og útbreiðslu þessa lyfs, sem lengi var bannað í Bandaríkjunum en er nú Ieyfð sala á í nokkrum ríkjum. Undirritaður hefur lesið nokkrar bækur og Qölda tímaritsgreina um þetta krabbameinslyf, sem unnið er úr aprikósukjömum og finnst auk þess í flölda algengra matvæla svo sem baunum, eplakjömum, möndl- um og ýmsu fl. Laetrile er ekki notað sjálfstætt sem lyf, heldur sem liður í miklu víðtækari almennri meðferð, þar sem einnig koma við sögu breytt mataræði, vftamín, steinefni, snefilefni og hvatar. Sé lyfið gefíð sem stungulyf í vöðva eða æð er hætta á blásýru- eitrun alls engin og lyfíð mörgum sinnum áhættuminna en asperín. Sé það hinsvegar gefið í töfluformi verður að nota það með gætni og alls ekki fara yfir ráðlagðan dag- skammt, vegna þess að melting- arsafar geta stundum leyst úr því blásýru. Þegar meta á lækningaáhrif La- etrile er mjög erfitt að gera sér Ijóst, hve mikill hluti lækningarinn- ar er Laetrile að þakka og hvað öðrum þáttum meðferðarinnar, því að einungis er hægt að meta heild- arárangur en ekki einstaka þætti, sem hver um sig er gagnslítill einn sér. Samt hafa verið birtar athyglis- verðar niðurstöður af verkunum Laetrile og skyldra efnasambanda í Bandaríkjunum, Evrópu og ísrael. Verkunarmáti þess fellur undir þann flokk lyfja sem nefndur er „Óeitruð efnasambönd sem bera með sér eitraðan farm“. Eitraði farmurinn sem er blásýra losnar aðeins ef sameindin kemst í snert- ingu við krabbameinsfrumur en veldur heilbrigðum frumum engu tjóni. Ég legg ekki dóm á hvort þessi kenning stenst í raunveruleikanum en segi aðeins frá því til þess að sýna að einnig þetta mál hefiir tvær hliðar. Greinarhöfundur Morgunblaðs- greinarinnar telur að það sé merki um að náttúruleg lyf hljóti að vera blekking, að þau séu oft talin lækna marga ólíka sjúkdóma og einnig að ekki séu birtar greinar um þau í virtum vísindaritum. Hið síðara fær enganveginn stað- ist. Oft hafa verið birtar greinar um slík efni í virtum vísindaritum t.d. í „The Lancet", tímariti breskra lækna. Má þar svo eitthvað sé nefnt nefna margar greinar um hina mik- ið umdeildu kvöldvorrósarolíu og „undrajurtina" Ginseng og nú á allra síðustu árum fjölda greina um þorskalýsi og gagnsemi sjávardýra- fitu við hinum ólíkustu sjúkdómum. Hið fyrra sýnir aðeins vanþekk- ingu á því hvemig fæðubótarefni og náttúmlyf vinna í líkamanum. Skortur einhvers mikilvægs nær- ingarefnis kemur sjaldan fram sem einn sjúkdómur, heldur sem mörg stundum ólík einkenni og almennt lélegt heilsufar. Sé skorturinn bætt- ur læknast öll einkennin samtímis og almennt heilsufar batnar. Morgunblaðsgreinin telur einnig ljóð á náttúrulyfjum að oft sé boðið upp á vísindalegar skýringar á verk- unum þeirra. Ég verð að játa að það vefst dálítið fyrir mér hvað greinarhöf- undur er að fara. Annaðhvort hlýtur hér að vera um misþýðingu að raeða, eða að vísindaleg þekking þess bandaríska greinarhöfundar, sem vitnað er í, er svo léleg að hann telur sig ófæran um að ræða þessi mál á vísindalegum grundvelli. Ýmislegt sem nú eru viðurkennd læknisvísindi var áður fyrr bann- fært af þeirra tíma læknisfræði og þá valin hin verstu nöfn t.d. „skottu- lækningar". Þar er um auðugan garð að gresja en rúmsins vegna ætla ég aðeins að nefna hér mikil- vægi trefja í fæðu, sem tók náttúru- lækningastefnuna hálfa öld að fá viðurkenningu á. Nú vilja allir Lilju kveðið hafa, en tregða læknisfræð- innar að viðurkenna augljósar staðreyndir olli milljónum einstakl- inga ómældum þjáningum en færði lyfjaiðnaðinum á sama tíma á silfur- fati ótaldar fjárupphæðir að þarf- lausu úr vasa sjúklinga og skattgreiðenda. Að lokum ætla ég hér að gefa lesendum eitt „skottulæknisráð", sem ég held að uppfylli flest þau skilyrði sem greinarhöfundur Morg- unblaðsgreinarinnar telur upp að einkenni slík ráð, nema það að ekki hafi verið skrifað um það í vísinda- ritum. „Skottulæknisráðinu" er einkum ætíað að lækna liðagigt, en einnig hefur það reynst vel við góðkynja þrymlum í bijóstum, verkjum á undan tíðablæðingum, migreni, astma, ofnæmi af ýmsu tagi t.d. exemi, ofvirkni í bömum, krans- æðasjúkdómum og blóðtöppum, æðahnútum og ýmsu fleiru. Ýmis- legt bendir til þess að það hafi einnig góð áhrif á heila- og mænu- sigg og fleiri sjálfsónæmissjúkdóma auk þess að styrkja ónæmiskerfíð og auka þannig viðnám líkamans gegn hverskonar sýkingum. Ég lofa ekki fullum bata, sé sjúk- dómurinn búinn að vara mjög lengi MACINTOSH MACINTOSH-tölvan markar tímamót í tölvuhönnun. Á námskeiðinu er far- ið rækilega í þá möguleika sem tölvan býður upp á. Dagskrá: ★ MACINTOSH, stórkostleg framför í tölvu- hönnun. ★ Grundvallaratriði í notkun MACINTOSH. ★ Kynning á eftirfarandi hugbúnaði. ★ Teikniforritið MACPAINT. ★ Ritvinnslukerfið MACWRITE. ★ Ritvinnslukerfið WORD. ★ Töflureiknirinn MULTIPLAN. ★ Gagnasafnskerfið FILE. ★ Ýmis hugbúnaður í MACINTOSH. ★ Umræður og fyrirspurnir. Ath.: Ný MACINTOSH-handbók fylgir með námskeiðsgögnum. Tími: 27. og 28. september kl. 10—17 Innritun í simum 687590 og 686790 ot TÖLVUFRÆÐSLAN Ármúla36, Reykjavik. Skottulæknisráð við liðagigt ofl. Dagskammtur Þorskalýsi 1 til 2 matsk. (eða Omega-3 lýsisþykkni) (4 belgir) Kaldpressuð olífuolía 2 matsk. „Glanolin", sólbeijakjamaolía 3 belgir (eða „Preglandin", kvöldvorrósarolía) (6 belgir) E-vítamín 250-500 alþj.ein. Zinkvita-töflur 3-4 töflur Selen 100 mikrógrömm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.