Morgunblaðið - 25.09.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 25.09.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 5 Gætið ykkar, Benz, BMW, Audi, Volvo og SAAB, hér kemur LANCIA THEMA! Fyrir suma er aðeins það besta nógu gott og nú eiga þeir nýjan valkost, sem er LANCIA THEMA. Hann er framleiddur af gömlum og grónum bílaverksmiðjum, sem hafa um áraraðir einbeitt sér að smíði vandaðra luxusbíla og sportbíla. LANCIA THEMA kom á markaðinn fyrir rúmu ári og er ekki ofsögum sagt að hann hafi slegið í gegn á luxusbílamarkaðnum í Evrópu og fáir bílar hlotið eins lofsamlega dóma og umsagnir og hann. Lítum á nokkrar: Gísli Sigurðsson k MQRGUNBLAÐIÐ,12.JÚNÍ 19861 „Hér er um alveg nýja hönnun að ræða, sem tekist hefur vel. Línurnar eru allar ávalar og það leynir sér ekki, jafnvel tilsýndar að þar fer bíll í háum gæðaflokki... Allur frágangur er til fyrirmyndar, sætin stór og þægileg. Hér er mikill hraðbrautar- vargur, hámarkshraðinn 220 km/klst, þegar miðað er við 165 ha. vélina, hún var í bílnum sem prófaður var. Hann fer í hundraðið á undir 8 sek. og gerit allt með mikilli mýkt og elegans. Með turbo-gerðinni hefur LANCIA verulegt tromp á hendi; bíl, sem keppir við Saab 9000, Renault 21, BMW 525, Audi 100 og Benz 230. Ég hef reynt þá alla nema Saab 9000 og tel að Lancia Thema standi sig með mikilli prýði í þeim flokki.“ „CAR“, BRETLANDI, JANÚAR 1986 Samanburðarprófun á SAAB 9000 Turbo 16, Renault 25 V6 Turbo og LANCIA THEMA TURBO. „Lancia Thema er fágaðasti bíllinn. Undirvagn og fjöðrun eru frábær, smíði og frágangur eru fyrsta flokks og þægindi og sæti eru í hæsta flokki. Sem hraðskreiður 4 dyra fólksbíll, þá er LANCIA THEMA í fremstu röð þeirra eftirsóknar- verðustu.“ Sigurður Hreiðar DAGBLAÐIÐ, 5. JÚLÍ 1986 í akstri er bíllinn eins og hugur manns... Þannig búinn (með 165 ha. turbo vél) er bíllinn einstaklega kraftmikill, léttur í vöfum og svarar hverju og einu eins og best verður á kosið... Gírarnir fimm ganga ljúftog örugglega milli skiptinga og fjöðrunin er þýð, án þess að vera lin... Þar við bætist að sætin eru fjarskalega þægileg... Og þetta, sem gerir LANCIA bílana svo áhugaverða í mínum augum: Þeir virka svo þéttir, skröltlausir og stabílir.“ „WHAT CAR“, BRETLANDI, DESEMBER 1985 Samanburðarprófun á Mercedes Benz 190E, BMW 520i, Audi 90, Alfa Romeo 90 og LANCIA THEMA TURBO. „LANCIA THEMA TURBO kemur best út af þessum 5 bílum að því er varðar hröðun og hámarkshraða. Á öllum sviðum býður Thema upp á mest þægindi. Hann er ekki bara mjög rúmgóður, haganlega innréttaður og þægilegur, farangursgeymslan er líka stór, vel löguð og þægileg í hleðslu. Sætin eru frábær, og öll stjórntæki rétt staðsett. Ef tekið er tillit til hve Thema er geysilega aflmikil, þá kom bensíneyðslan okkur á óvart. Að jafnaði eyddi bíllinn aðeins rúmum 10 lítrum á hundraðið.“ Mikið hrós, ekki satt? En LANCIA THEMA á það skilið. Því ekki að kynnast Thema af eigin raun? Við bjóðum ykkur að koma, skoða og kynnast þessum frábæra bíl. LANCIA THEMA kostar frá aðeins 733 þúsund krónum með ríkulegum búnaði. BÍLABORG HF SMIÐSHÖFÐA 23, SÍMI 68-12-99 gengisskr. 20.9.86

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.