Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986
SJÁLFSTÆÐIR VIN>ÍUHÓPAR:
FRAMLEIÐNI
GÆÐAAUHNING
Námskeiðið kynnir hvernig unnt er að bæta framleióni, gæði og heildarárangur
fyrirtækis með þvf að koma á fót sjálfstæöum vinnuhópum. Kennslan fer fram bæði í
formi fyrirlestra og verkefna I þeim tiigangi að gefa þátttakendum innsýn í gagnsemi
sjálfstæðra vinnuhópa.
Efni:
Skilgreining á sjálfstæöum vinnuhópum.
Mismunandi vinnukerfi.
Tæknilegar æfingar — „Hollow Squares".
Mótun og val I samstarfshópa.
Skipulegt aðhald.
Stofnun vinnuhópa.
Hvar eru vinnuhópar hagkvæmir.
Sjálfstæðir vinnuhópar á skrifstofum.
Árangur, kostnaöur og framtíó sjálfstæðra vinnuhópa.
Þátttakendun Námskeiðió er ætlað ráðgjöfum og stjórnendum fyrirtækja sem bæta
vilja framleiðni og gæði (fyrirtæki slnu með auknu sjálfstæði starfsmanna þess.
Leiðbeinandi: Stuart Winby, en hann er aóstoóarframkvæmdastjóri ráógjafadeildar American Productivity
Center. Stuart Winby stundaði sálfræðinám vió San Jose State University og Stanford háskólann i Kalifornlu
og lauk einnig námi frá Columbia háskólanum i stjórnunarfræöum. Hann hefur unnió sem ráðgjafi við mörg
fyrirtæki s. s. Kaiser Aluminum & Chemical Corporation, ITT, General Foods Corp., Amoco Oil Corp., Rauða
Kross samtökin I Bandarlkjunum, Hafnaryfirvöldin I New York/New Jersey og Lockheed flugvélaverk-
smiðjurnar. Stuart Winby hefur einnig setió i nefndum um framleióslumál á vegum Hvlta hússins.
Námskeióið fer fram á ensku.
Tími og staður 1. október, kl. 08.30—16.00 á
Námseiningar 0,6.
Stjórnunarfélag
íslands
Ánanaustum 15 Sími: 621066
Morgunblaðið/Arni
KJúbbfélagar vinna við þak Lionshússins f sjálfboðavinnu.
Nýtt þak á Lionshúsið
Stykkishólmi:
LIONSHÚSIÐ í Stykkishólmi
hefur þjónað íbúum, klúbbum og
öðrum hér í yfir 15 ár. Það var
upphaflega pósthús í Stykkis-
hólmi, en Lionsklúbburinn fékk
það gefins, flutti yfir götuna,
gerði það upp og innréttaði að
sínum starfsháttum. Haldnir
hafa þar verið fundir klúbbsin
en húsið einnig leigt til fundar-
halda og gistingar á sumrin.
Húsið var gert starfhæft á sínum
tíma í sjálfboðavinnu klúbbfélaga.
Nú var þakið farið að leka enda
orðið gamalt og var því ekkert ann-
að að gera en skipta um þak og
voru klúbbfélagar kvaddir til þess
helgina 13. og 14. sept. sl. Verkinu
luku þeir á tilteknum tíma og nú
er húsið úr allri hættu. Ekki gátu
allir tekið þátt í þessari vinnu en
þó nógu margir til þess að húsið
fékk nýtt þak og þegar fréttaritara
bar að var mikið um að vera og
smiðir og handlangarar kepptust
við að ljúka verkinu. Það er styrkur
fyrir klúbbinn að eiga í sínu liði
marga og góða iðnaðarmenn.
Ami
Vináttufélag íslands og
Italíu stofnað á laugardag
VINÁTTUFÉLAG íslands og ít-
alfu verður stofnað n.k. laugar-
dag ld. 16.00 að Gauki á Stöng.
Að stofnun félagsins standa um
50 einstaklingar sem hafa áhuga
á að efla menningar og viðskipta-
tengsl landanna.
Hugmynd að stofnun slíks félags
hefur áður komið fram, hópur fólks
kom saman í þessu skyni á Hótel
Sögu ’82 að sögn undirbúnings-
nefndar. Ekkert varð þó úr stofnun
vináttufélags þá, en nú hefur nýr
hópur sett sér þetta markmið. Hinn
22. mai s.l. var haldinn undirbún-
ingsstofnfúndur að félaginu, og 10
manna undirbúningsnefnd hefur
starfað frá þeim tíma.
Ýmsar hugmyndir eru uppi um
aukin tengsl landanna, meðal for-
gangsverkefna verður þó að reyna
að fá ítalskan sendikennara hingað
til landsins. ítalska er nú kennd í
nokkrum framhaldsskólum, en
meðal markmiða félagsins er að
auka ítölskukennslu og stuðla að
því að ítalska festi rætur í (slensku
skólakerfi. Þa mun félagið stefna
að því að Islendingar fái aukinn
aðgang að bókakosti frá Ítalíu,
koma á menningarsamskiptum milli
landanna, stuðla að því að íslend-
ingar geti fengið að njóta ítalskra
kvikmjmda, bókmennta og lista, og
kynna íslenska menningu á Ítalíu.
Forsvarsmenn nefndarinnar, en
meðal þejrra er Ragnar Borg, ræð-
ismaður Ítalíu, sögðu engan vafa á
því að rætur Evrópumenningar
lægju á Ítalíu. Því væri sannarlega
tími til kominn að stofna vináttufé-
lag milli landanna, enda mörg önnur
sambærileg félög starfandi hér á
Iandi. Vináttufélagið gæti t.d. auð-
veldað mönnum að ferðast til Ítalíu,
greitt götu námsfólks og hugmynd-
ir eru uppi um sérstakar ferðir fyrir
félagsmenn, þar sem megináhersla
yrði lögð á að kynnast menningar-
arfleifð ítala.