Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 M FAE kúlu- og rúllulegur <KlN° pgyNSl^ þjó! nust* pEKI FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 Hf Dómsúrskurður í Washington: Playboy skal gefinn út á blindraletri Washington, AP. DÓMARI í Washington hefur fyrirskipað að mánaðarritið Playboy verði áfram þýtt yfir á blindraletur á bókasafni Banda- rikjaþings. Að sögn Thomas F. Hogan dómara jafngildir rit- Samkeppni í flugið á Grænlandi Kaupmannahöfn, frá Nils Jörgen Bruun, Grænlandsfréttaritara Morg- unblaðsins. GRÖNLANDSFLY, sem verið hefur eina flugfélag Græn- lands hingað til, á nú von á samkeppni því stofnað hefur verið nýtt flugfélag, Nuuk Air Taxi. Það er hópur einstaklinga sem slegið hefur saman með samvinnukaupfélagskeðjunni Brugsen og stofnað nýja flugfé- lagið. Nuuk Air Taxi mun einbeita sér að leiguflugi með stjóm- mála- og kaupsýslumenn og að vöruflugi. Það er algengt að vömr, sem koma áttu í flugi, hafi seinkað þar sem ekki hefur verið hægt að flytja þær með farþegaflugvélum Grönlandsfly og er ætlunin m.a. að bæta úr þessu. Hið nýja flugfélag hefur rekstur sinn með tveimur skrúfuþotum af gerðinni Mitsubishi og einni þyrlu. skoðun að Iáta af útgáfu blaðsins á letri fyrir biinda. Hogan skipaði í gær að tólf tölu- blöð Playboy lægju fyrir á blindra- letri í janúar og mæltist jafnframt til þess að 1986-árgangur blaðsins yrði lesinn upp á hljóðband fyrir bókasafnið. Daniel Boorstin bókavörður ákvað að hætta að setja Playboy á blindraletur eftir að þingið skar framlög til safnsins niður um 103 þúsund dollara. Það er sama upp- hæð og kostar að framleiða blaðið á blindraletri. Hogan kvaðst reisa úrskurð sinn á þeirri forsendu að skoðanir lægju að baki ákvörðuninni um að hætta að setja Playboy á blindraletur og þetta blað hefði orðið fyrir valinu vegna innihalds. í blindraletursútgáfunni em hvoki myndir né tilkynningar. Vestur-Þýzkaland: Yngsti hjarta- og lungnaþeginn Hjarta og lungu voru grædd f tveggja og hálfs mánaðar gaml- an dreng á Harefield-sjúkrahúsinu f London sl. laugardag. Við fæðingu var hjarta drengsins mjög vanskapað og lungun höfðu skaðast. Líðan bamsins er sögð góð eftir atvikum. Leynisjóður til stuðnings mönnum í þriðja heiminum - segir Der Spiegel Hamborg, AP. VESTUR-ÞÝZKA utanríkisráðu- neytið ræður yfir leynilegum sjóði að fjárhæð margar milljón- ir dollara og er hann m.a. DRAUMAFERÐ ÆVINNAR ÍSRAEL - EGYPTALAND 27. október til 19. nóvember. Söguslóðir biblíunnar — MASADA — pýramídarnir. Innifalið: Flugferðir, flutningur til og frá flugvöllum erlendis, 2 nætur í London, valin hótel eða kibbuz, gisting með hálfu fæði áttan tímann. Allar skoðunarferðir og aðgangseyrir. Myndskreytt prentuð ferðalýsing fyrir þátttakendur. Með öðrum orðum 24 daga draumaferð á hreint ótrúlegu verði kr. 64.790,- Fararstjóri hefur kvöldstund með skráðum þátttak- endum fimmtudag- inn 16. október. Bæklingur, mynd- band og nánari upplýsingar á skrif- stofu Faranda í síma 622420. Ferðaslcrifstofan iraandi Vesturgötu 5 í Grófinni. notaður til að styðja vissa stjórn- málaleiðtoga i Suður-Ameríku og Afríku. Skýrði vikuritið Der Spiegel frá þessu í gær. Der Spiegel segist hafa upplýs- ingar sínar eftir „traustum heimild- um“. Segir blaðið, að þessi sjóður standi utan við stjóm Sambands- þingsins og að kvittanir þær, sem sjóðurinn tekur við, séu rifnar í tætlur til þess að tryggja það, að ekkert spyijist út um greiðslumar. Heldur blaðið því fram, að sjóðurinn fái á hveiju ári 7,7 millj. vestur- þýzkra marka (nærri 155 millj. ísl kr.)_ á Qárlögum landsins. A meðal þeirra leiðtoga, sem eiga að hafa fengið fé úr þessum sjóði, em Jose Napoleon Duarte, forseti E1 Salvador, sem er kristilegur demókrati, og á listanum yfir þá sem eiga að fá fé í framtíðinni, em Gatsha Buthelezi, hinn hófsami leiðtogi Zulu-svertingja í Suður- Afríku, segir Dcr Spiegel. I viðtali við AP-fréttastofuna um helgina, viðurkenndi talsmaður vestur-þýzka utanríkisráðuneytis- ins, sem ekki vildi þó láta nafns síns getið, tilvist þessa sjóðs, en neitaði að segja nokkuð um, hvem- ig hann væri notaður. Der Spiegel segir, að fé úr sjóðn- um sé stundum afhent stjómmála- mönnum í Afríku eða Suður- Ameríku og þá einkum og sér í lagi til að styðja þá til framboðs í kosningum en einnig til að fá þá til þess að bjóða sig ekki fram. Þá segir blaðið, að sjóðurinn sé líka notaður til að styðja þá, sem sæti stjómmálaofsóknum og erlenda sendistarfsmenn, sem hafi verið vikið úr starfi af stjómmálaástæð- um. Segir Der Spiegel, að yfírmaður ríkisendurskoðunarinnar í Vestur- Þýzkalandi yfírfari reikninga sjóðs- ins einu sinni á ári. Sovéskir friðarsinnar í Vín: Stuðningur Vestur- landa heldur lífinu 1 sovésku friðarhreyfingunni Vínarborg, AP. TVEIR fulltrúar hinnar óopinberu friðarhreyfingar Sovétríkjanna sögðu í Vínarborg í gær að hreyfing þeirra þrifist einungis vegna stuðnings frá Vesturlöndum. Mennimir, sem heita Yuri Medvekov og Vladimir Brodsky, komu til Vínar á sunnudag, en þeir fengu að flytjast ásamt eiginkonum sinum frá Sovétríkjunum. „Óháða friðarhreyfingin [í Sov- um,“ sagði Olga og maður hennar étríkjunum] getur ekki þrifist án stuðnings Vestursins". Hreyfingin hefur krafist eyðileggingar allra kj amorkuvopna. Medvedkov, sem er landfræðing- ur, starfaði við Alþjóðaheilbrigðis- stofnunina í Genf á árunum 1968-72. Hann og kona hans, Olga, gagnrýndu Sovétstjómina ákaflega og nefndu dæmi um áþján hennar. „Friður getur ekki ríkt í fangabúð- sagði að þrátt fyrir ýmsar breyting- ar í fijálsræðisátt undir stjóm Gorbachevs, væru þær sem dropi í hafi helsis og óréttlætis. Hann minnti á að Krushchev hefði leyst um eina milljón pólitískra fanga úr haldi. „Gorbachev á slíkt eftir.“ Medvedkov og kona hans hyggj- ast setjast að í Bandaríkjunum, en Brodsky-hjónin ætla að flytjast til ísrael.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.