Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 29 eður? sætið árið 1982 og er þannig enn á uppleið. Þama sannast e.t.v. hið fomkveðna að sígandi lukka er best! Nú eru nokkrir einstaklingar sem hyggja á slíkt hið sama. Ég nefni þar til sögunnar Bessí Jóhanns- dóttur, Geir H. Haarde, Guðmund H. Garðarsson og Jón Magnússon en þau röðuðu sér í sætin 8—11, nálægt hinum öruggu úr síðasta prófkjöri. Baráttan er hörð og ljóst að nýliðamir eiga undir högg að sækja. Konur í prófkjöri sjálfstæðismanna Almennt má segja um gengi kvenna í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins til alþingis að það hafí verið lítið eins og sést á meðfylgj- andi línuriti. Engu er líkara en að þær fjölmennu frambærilegu konur, sem boðið hafa sig fram í tímans rás, gjaldi þess að flokksmenn og stuðningsmenn hugsi sem svo: „Al- veg er nóg að hafa eina konu í öruggu sæti á lista." Allavegana hefur sú verið niðurstaða prófkjörs undanfarinna ára — ein kona hefur oftast verið í einu af ömggu sætun- um, nema árið 1970 er þær voru tvær og árið 1979 þegar engin kona var í öraggu sæti á lista flokksins til alþingis. Auður Auðuns er í 2. sæti 1959—1967 en hlaut 4. sætið í próf- kjöri árið 1970. Ragnhildur Helgadóttir er í 5. sæti árið 1959, hlýtur hið 6. í próf- kjöri árið 1970, er valin í hið 3. af kjömefnd árið 1974, vinnur það sæti í prófkjöri árið 1977, hlýtur 7. sætið í prófkjöri árið 1979 og 5. sæti í prófkjöri árið 1982. Geirþrúður H. Bemhöft hlaut 9. sætið í prófkjörinu árið 1970, kjör- nefnd valdi hana í það sæti á ný árið 1974 og árið 1977 hlaut hún þetta sæti í prófkjöri. Guðrún P. Helgadóttir er í 10. sæti á listanum árið 1963 og í því 11. árið 1967. Elín Pálmadóttir hlaut 10. sætið í prófkjöri árið 1978 og aftur árið 1979 en 12. sætið árið 1982. Áslaug Ragnars var valin í 12. sætið árið 1974 (af kjömefnd). Árdís Þórðardóttir Björg Einarsdóttir hlaut 11. sæt- ið í prófkjöri árið 1979. Bessí Jóhannsdóttir hlaut 11. sætið í prófkjöri árið 1982. Nú má Ijóst vera af því að líta á þessa stöðu að þær Ragnhildur Helgadóttir og Bessí Jóhannsdóttir náðu báðar góðum árangri í próf- kjörinu árið 1982. En betur má ef duga skal. Þær hyggja á þátttöku í komandi prófkjöri. Mitt mat er að allt kapp eigi að leggja á að tryggja þeim Ragnhildi og Bessí öragg sæti. Ragnhildur sómir sér vel í 2. sæti listans að mínu mati og Bessf f þvf 5. Þær hafa báðar sýnt það og sannað að þeim er treystandi til að vinna af heilindum að framgangi sjálfstæðisstefnunn- ar, að öllum öðram frambjóðendum ólöstuðum. Þetta tel ég raunhæf markmið enda losna nú fleiri sæti, sem telja má líklegt að flokkurinn vinni hér í næstu kosningum, en áður hefur verið raunin á. En svo sannarlega myndi það gleðja mitt hjarta ef flokksmenn tækju á sig rögg og hefðu fullt jafnræði milli kynja í 8 efstu sætunum, þ.e. veldu í þau 4 konur og 4 karla. Höfuadur er framkvæmdastjóri heildverslunarinnar Birgis sf. ^eirársveit AP/Símamynd Hryðjuverkamenn skeyta því engu hveijir verða fyrir barðinu á þeim. Svona var umhorfs í versl- anamiðstöð í París eftir eitt sprengjutilræðið. Þá lést einn maður og 21 slasaðist, sumir alvarlega. Linkindin við hryðjuverka- menn kemur Frökkum í koll RÍKISSTJÓRNIR í Frakklandi, jafnt til hægri sem vinstri, hafa löngum trúað því, að besta leiðin til að forðast hryðjuverk væri að sýna hryðjuverkamönnum umburðarlyndi og linkind. Lengi vel virtist sem þær hefðu rétt fyrir sér en nú hefur þessi stefna hefnt sín með óvanalega grimmilegum hætti. Á rúmum hálfum mánuði hafa átta menn beðið bana og rúmlega 160 slasast I hryðjuverkum í París. að gefa eftir. Fyrir skömmu vora látnir lausir tveir franskir gíslar af níu, sem era I haldi hjá öfga- mönnum úr flokki shíta í Líbanon, og fyrir þá greitt mikið lausnar- gjald og enn er verið að semja um lausn hinna á bak við tjöldin. Stefna Frakka gagnvart útlendum öfgamönnum hefur beðið skip- brot og afleiðingin er sú, að nú þarf fólk utan Evrópubandalagsins og Sviss að fá vegabréfsáritun til að komast til Frakklands og á Bandaríkjamenn era ekki hátt skrifaðir hjá mönnum á borð við Khomeini og klerkana í íran og þar í landi era þeir jafnan kallaðir „Stóri Satan". Frakkar hafa aftur á móti reynt að fara bil beggja gagnvart klerkunum en með þeim árangri einum, að nú era þeir ekki nefndir annað en „Litli Satan". Margir Frakkar hafa lengi litið á sjálfa sig sem vini herskárra „frelsishreyfínga" víða um heim og þess vegna skilja þeir ekki þá stöðu, sem nú er komin upp. „Ég hef alltaf átt erfitt með að skilja fólk frá Miðausturlönd- um,“ sagði blómsali í París, „og ég skil það enn síður nú. Ég vil hins vegar ekki, að Chirac, for- sætisráðherra, gefí þumlung eftir hvemig sem á stendur." í skoðanakönnun, sem franska blaðið Le Figaro gerði meðal 800 manns, kom fram, að 75% þeirra töldu, að þjóðin ætti í beinni styij- öld við hryðjuverkamenn og 70% vildu ekki neina eftirgjöf hveijar sem aðstæðurnar væra. Ástæðan fyrir hiyðjuverkunum í Frakklandi er á yfirborðinu sú, að samtök kristinna Líbana, sem þó styðja Palestínumenn, vilja fá lausan úr fangelsi hryðjuverka- manninn Georges Ibrahim Abadullah. Var hann dæmdur fyr- ir að bijóta frönsk lög um vopnaburð og einnig fyrir aðild að morði tveggja manna, banda- rísks hermálafulltrúa og ísraelsks sendiráðsmanns. Raunveraleg ástæða fyrir ofbeldinu er þó vafa- laust miklu frekar mótsagna- kennd stefna Frakka í málefnum Miðausturlanda. Hiyðjuverkin virðast sanna hve það er tilgangslaust að stefna einni fylkingunni í Miðausturlönd- um gegn annarri eins og Frakkar hafa gert. Þeir hafa séð írökum fyrir vopnum og kjamorkutækni og samtímis reynt að halda uppi vinsamlegri sambúð við erkióvini þeirra, írani; þeir hafa gert ísrael- um og Frelsisfylkingu Palestínu- mannna jaftit hátt undir höfði og keypt franska gísla í Líbanon lausa nxeð því að verða við kröfum mannræningj anna. Afskipti Frakka af málefnum Miðausturlanda má rekja langt aftur en í Alsírstríðinu, sem hófst landamærunum er ströng gæsla. árið 1954 og stóð í átta ár, fengu þeir í fyrsta sinn smjörþefínn af skipulögðum hryðjuverkum. í kjölfar þess komu síðan ofbeldis- verkin, sem leynihreyfíng innan hersins, OAS, beitti sér fyrir í þeirri trú, að þau gætu tryggt yfirráðin í Alsír. Þessi óöld hafði mjög lamandi áhrif á frönsku þjóðina og átti líklega mestan þátt í að franskár ríkisstjómir leituðu leynilegra samninga við alls kyns hryðju- verkahópa með það fyrir augum að halda ofbeldinu utan landa- mæranna. Þessi stefna bar góðan árangur þar til nú nýlega. Árið 1984 komu Frakkar ríkis- stjóminni í Miðafríkuríkinu Chad, sem er fyrram frönsk nýlenda, til hjálpar þegar uppreisnarmenn virtust vera að ná þar yfírhönd- inni með aðstöð Líbýumanna. Samdi Mitterrand, forseti, um það við Gaddafí, Líbýuleiðtoga, að hvorir tveggja drægju heri sína til baka en Gaddafi efndi samn- inginn með því að auðmýkja Frakklandsforseta opinberlega. Frakkar fluttu sinn her á brott en Gaddafí fór hvergi. Hvenær sem erfíð mál hafa komið upp hafa Frakkar, ólíkt því, sem er með ísraela og flestar vestrænar þjóðir, verið tilbúnir til A.m.k. 123 franskir hermenn í friðarsveitunum í Miðausturlönd- um hafa fallið fyrir hendi skæra- liða, franski sendiherrann Louis Delamare var myrtur í Beirút árið 1981, skömmu síðar tveir aðrir sendiráðsstarfsmenn og nú fyrir skemmstu einnig hermálafulltrúi franska sendiráðsins þar í borg, Christian Goutierre. Fyrram ríkisstjóm Sósíalista- flokksins tók einnig silkihönskum á frskum og baskneskum hryðju- verkamönnum, sem leituðu hælis í Frakklandi, en Jacques Chirac, núverandi forsætisráðherra, sneri skyndilega við blaðinu gagnvart þeim og líklega neyðist hann til að hafa sama hátt á með arabíska hryðjuverkamenn. Franska blaðið Láberation dró fyrir nokkram dögum mikið dár að þessari mislukkuðu stefnu, að reyna að vera viðhlæjandi allra í senn. Á forsíðu blaðsins birtist teikning af Hussein, íraksforseta, Assad, Sýrlandsforseta, og Kho- meini, erkiklerk í íran, vera að ráðast á Chirac með byssur og hnífa á lofti. „Nei, hættið nú,“ segir Chirac skelfingu lostinn. „Við vinimir ætlum þó ekki að fara að slást." Höfundur er fréttamaður AP-fréttastofunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.