Morgunblaðið - 25.09.1986, Síða 4

Morgunblaðið - 25.09.1986, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 Innkaupaferðir til íslands: Aðsókn þrefalt meiri nú í ár en í fyrra Möguleikar á því að aðsóknin aukist enn frekar með beinu flugi til Orlando AÐSÓKN í innkaupaferðir Banda- rikjamanna hingað til lands hefur stórlega aukist frá því i fyrra, að sögn Sæmundar Guðvinssonar, blaðafulltrúa Flugleiða. í fyrra komu um 900 ferðalangar hingað til lands, gagngert til að versla i nokkra daga, en nú hafa 2.500 manns pantað i slíkar ferðir. Innkaupaferðimar heijast í næstu viku og standa fram í miðjan desem- bermánuð. Að sögn Sæmundar eru flestir þeirra sem hingað koma til að versla, frá New York og Chicago, en vonir stæðu til þess að með beinu flugi til Orlando, sem hefst um mánaðamót- in október-nóvember, bættust við enn fleiri ferðalangar í verslunarhugleið- ingum. Innkaupaleiðangramir eru tveggja til fimm daga ferðir og er innifalið í einni slíkri ferð, flug og hótelher- bergi, auk morgunverðar. Ferðamenn- imir geta einnig keypt skoðunarferðir um nágrenni Reykjavlkur, eða farið í dagsferðir til stærri kaupstaða lands- ins. Flugleiðir hafa undanfarin þijú ár boðið bein flug frá Lúxemborg til Orlando í Flórída, en þau flug hefðu ekki millilent á íslandi. Nú hefur hins vegar fengist leyfi til að fjölga þessum ferðum og er ætlunin að tvö flug í viku muni hafa viðdvöl á Keflavíkur- flugvelli. Þessi beinu flug héðan til Orlando hefjast 29. október og verður flogið einu sinni í viku til að byija með, en ferðunum síðan flölgað í tvær í desember. Sæmundur sagði að nokk- ur hundruð manns hefðu þegar látið skrá sig í Orlandoflugin hér á landi. Flugleiðir bjóða Orlando ferðimar einnig á hinum Norðurlöndunum og sagði Sæmundur að sala þeirra héfði gengið vonum framar. Verður þá flog- ið með farþega frá Svlþjóð, Noregi og Danmörku til Keflavíkur og þeir látnir skipta um vél og halda síðan sem leið liggur til Flórída. Unnið að lagningu bundins slitlags við Ölfusárósa Unnið að brúarstæði við Ölfusá Selfossi: UM sl. helgfi var unnið við að leggja bundið slitlag á nýja vegarkaflann, sem liggur að brúarstæðinu við Ölfusárósa. Þar sem vegurinn endar við ósinn er hann vel undir byggður og sér af honum yfir væntanlegt brúarstæði. I góðviðrinu að undanförnu hafa margir lagt leið sína um veginn og svipast um á brúarstæðinu. Ibúar á þessu svæði vænta þess að sjá brúna verða að veruleika á næstu árum. Sig. Jóns. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gæn Um 700 km suðsuðaustur af Hvarfi er víðáttumikil 983 millibara lægö sem þokast í norðnorðvestur. SPÁ: Sunnan og suðaustanátt verður ríkjandi á landinu, kaldi eða stinningskaldi (5—6 vindstig). Rigning eða súld verður á víð og dreif um mestallt landið, nema helst á norðausturlandi. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR og LAUGARDAGUR: Suðlæg átt og hfýtt í veðri. Rigning eöa súld um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt á noröur- og norðausturlandi. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað A ■\.-J \ Skýjað Alskýjað X Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / /" / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / ■» # * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —\~ Skafrenningur [~7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hrtl veður Akureyri 4 alskýjað Reykjavfk 6 rigning Bergen 9 hálfskýjað Helsinki 8 skýjað Jan Mayen -1 snjóél Kaupmannah. 14 hátfskýjað Narssarssuaq 6 alskýjað Nuuk 2 heiðskfrt Osló 14 hálfskýjað Stokkhólmur 10 skýjað Þórshöfn 10 alskýjað Algarve 25 hálfskýjað Amsterdam 15 háHskýjað Aþena 29 léttskýjað Barcelona 27 téttskýjað Bertfn 16 léttskýjað Chicago 19 rigning Glasgow 15 mistur Feneyjar 23 þokumóða Frankfurt 19 mistur Hamborg 14 léttskýjað Las Palmas 26 hálfskýjað London 14 alskýjað LosAngeles 16 tkýlað Lúxemborg 17 skýjað Madríd 20 skýjað Malaga 30 heiðsklrt Mallorca 30 léttskýjað Míami 25 léttskýjað Montreal 12 súld Nice 21 rigning NewYork 19 mistur Paris 15 rigning Róm 26 léttskýjað Vfn 20 skýjað Washington 23 rigning Winnipeg 9 skýjaö Heimsmeistaraeinvígið í skák: Karpov er með betri biðskák Nítjánda skákin I heimsmeistara- einvíginu var tefld I Leningrad I gær. Kasparov tefldi enn einu sinni Griinfelds-vörn, en kom öllum á óvart með því að velja sjaldgæft afbrigði, sem kennt er við hollensk- an alþjóðlegan meistara, Lodewijk Prins. Karpov lét sér hvergi bregða og kom með nýjan leik í framhald- inu. Skákin varð mjög flókin og hafði Karpov undirtökin. Þegar skákin fór I bið hafði Karpov peð yfir, og virðist líklegur til að vinna og jafna metin, þegar skákin verður tefld áfram í dag. Ef svo fer, hefur Karpov unnið þrjár skákir I röð, sem er einstakt I heimsmeistaraeinvígi. 19. skákin: Hvítt: Karpov Svart: Kasparov Griinfelds-vörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - g€, 3. Rc3 - d5, 4. Rf3 - Bg7, 5. Db3 - dxc4,6. Dxc4 — 0-0, 7. e4 — Ra6!? Prins-afbrigðið, en áður hafa þeir teflt 7. — Bg4 o.s.frv. 8. Be2 — c5, 9. d5 - e6, 10. 0-0 - exd5, 11. exd5 - Bf5, 12. Bf4 - He8,13. Hadl - Re4,14. Rb5!? Nýjung Karpovs. Áður hefur ver- ið leikið hér 14. Be3 — Rd6, 15. Da4 - Rc7, 16. Bd3 - Bxd3, 17. Hxd3 — b5 með nokkuð jafnri stöðu. 14. - Df6, 15. Bd3 - Rb4!? Kasparov leggur óhræddur út I flækjumar. Hann gat ekki leikið 15. — Dxb2 vegna 16. g4 o.s.frv. Til greina kom að leika 15. — Bf8 ásamt — Rd6. 16. Rc7 - Rxd3, 17. Rxe8 - Hxe8,18. Dxd3 - Dxb2,19. Hdel Ekki gengur 19. Rh4 — Rxf2, 20. Hxf2 - Bxd3, 21. Hxb2 - Bd4+, 22. Hf2 (22. Khl - Bxb2, 23. Hxd3? - Hel; mát) 22. - g5!, 23. Bxg5 - He2, 24. Hdfl - Bxf2+, 25. Hxf2 — Hel og mátar. 19. - Db4, 20. Rd2 - Da4 Svartur verður að valda hrókinn sinn á e8. Mótspil hans felst I fram- rás peðanna á drottningarvæng; sérstaklega c-peðsins. 21. Dc4 - Dxc4,22. Rxc4 - Bc3 Ef til vill var betra að reyna 22. - Hd8. 23. Rd2 — Bxd2, 24. Bxd2 — Bd7,25. Bf4 — Bb5, 26. f3 - g5 111 nauðsyn, því eftir 26. — Bxfl, 27. Kxfl - Rf6, 28. Hxe8+ - Rxe8, 29. Be5! — f6 (hvað annað?) 30. d6! — Kf7,31. d7 vinnur hvítur. 27. Bxg5 - Bxfl, 28. Kxfl - Rd6, 29. Be7 - Rc8, 30. Bxc5 - Hd8, 31. He5 - f6, 32. Hf5 - b6, 33. Bd4 - Re7, 34. Bxf6 - Hxd5, 35. Hg5+ — Hxg5 Ekki 33. - Kf7, 34. Bxe7 og hvítur vinnur mann. 36. Bxg5 - Rc6, 37. Ke2 - Kf7, 38. Kd3 - Ke6 Ekki 38. - Rb4+, 39. Kc4 - Rxa2, 40. Bd2 - a5, 41. Kb3 - Rb4, 42. Bxb4 — axb4, 43. Kxb4 og hvítur vinnur létt. 39. Kd4 - Re5+, 40. Kd4 - Rc6+ og I þessari stöðu lék Karpov bið- leik. Hann á peð yfir og að auki er biskupinn sterkari en riddarinn I endatafli með peðum á báðum vængjum. Staðan: Kasparov, 9'h v. og biðskák. Karpov, 8V2 v. og biðskák. Lagadeild: Fyrirlestur um sáttastörf PRÓFESSOR Jay Folberg frá lagaskólanum i Portland, Oreg- on, flytur fyrirlestur i boði lagadeildar Háskóla íslands um efnið: „New Developments in Dispute Resolution“. Prófessor Folberg er sérfræðingur i sátta- störfum og samningatækni. Fyrirlesturinn verður haldinn I Lögbergi (stofu 308) I dag, fímmtu- daginn 25. september klukkan 16.30, og verður fluttur á ensku. Öllum er heimill aðgangur. Sérstak- lega er lögfræðingum bent á að um er að ræða efni, sem lítið hefur verið fjallað um hér á landi, en varðar störf lögfræðinga I sívaxandi mæli, þ.e. lausn deilumála utan rétt- ar, segir I frétt frá lagadeild HÍ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.