Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 • • Oldungadeildarkosningar í Frakklandi: Gaullistum spáð sigri Paris, AP. TALID er að Gaullistaflokkur Jacques Chirac, forsaetisráð- herra Frakklands, muni vinna mikinn sigur í kosningum um þriðjung þingsæta öldungadeild- ar Frakklands nk. sunnudag. Ekki hefur verið hátt um þessar kosningar, en þær eru óbeinar og kjósa kjörmenn um þau 120 öldungadeildarsæti, sem laus eru. Gengi gjaldmiðla London, AP. DOLLARINN styrktist í gær nokkuð gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum og gullverð var í jafnvægi eftir miklar sveifl- ur síðustu daga. Breska pundið féll í gær þeg- ar fréttir bárust um mikinn viðskiptahalla í ágústmánuði. Nam hann 886 milljónum punda og hefur ekki verið áður jafn mikill í einum mánuði. í gær- kvöldi fengust 1,4450 doltarar fyrir pundið en 1,4512 í fyrra- kvöld. Þá fengust 154,20 jen fyrir dollarann en 154,10 kvöld- ið áður. Fyrir dollarann fengust þá: 2,0500 v-þýsk mörk (2,0480). 1,6595 sv. fr. (1,6568). 6,7080 fr. fr. (6,7050). 2,3150 holl. gyll. (2,3130). 1.414,75 ít. lír. (1.413,50). 1,3875 kan. doll. (1,3873). í gærkvöldi fengust 433 doll- arar fyrir gullúnsuna í Zurich en 432,50 í London. Opinber kosningabarátta er nær engin fyrir þessar kosningar, en bak við tjöldin hefur hún staðið í mörg ár. Kjörmenn eru 49.113 og eru úr öllum sviðum franska stjómkerf- isins. Talið er að flokkur Chiracs muni vinna um 10 til 14 ný sæti og verð- ur hann þar með Qölmennasti þingflokkur öldungadeildarinnar, sem hann hefur ekki verið áður. Talið er að helst muni flokkurinn vinna menn af flokkum til miðju í frönskum stjómmálum og komm- únistum. Þeim er spáð miklu fylgis- hmni og er talið að þeir kunni að fá færri en 15 sæti. Fari svo telst flokkurinn ekki opinber þingflokkur og geta þingmenn hans því ekki gegnt formennsku þingnefnda. Óldungadeildin hefur nokkra sér- stöðu í franska stjómkerfínu. Kosningar til þess fara fram á níu ára fresti og ekki er hægt að ijúfa þing þar eins og í neðri deildinni. Lágmarksaldur þingmanna er 35 ár og er tilgangur þessa að tryggja stöðugleika í frönskum stjómmál- um. Deildin hefur vald til þess að gera athugasemdir við og breyta lögum frá neðri deild, en sendi neðri deildin þau jafnharðan aftur í þijú skipti, er ákvörðun hennar bind- andi. Margoft hefur vald öldunga- deildarinnar þó komið í ljós og má minna á andstöðu hennar við stjóm- kerfisbreytingar de Gaulle, sem sigldu í strand og forsetinn sagði af sér árið 1969. Þá kom hún í veg fyrir áætlanir núverandi forseta landsins, Fran^ois Mitterrand, um að koma einka- og kirkjuskólum undir stjórn ríkisins. Astralía: Öþægileg ummæli um kjarnorkuvopn Sydney, Ástralíu, AP. ÁSTRALSKUR aðmíráll sagði í gær, að kjarnorku- vopn yrðu um borð í ein- hverjum þeirra útlendu herskipa, sem í næstu viku kæmu til landsins vegna 75 ára afmælis ástralska sjó- hersins. Hefur þessi yfirlýs- ing komið stjórnvöldum illa en þau hafa sama hátt á og Bandaríkjastjórn að játa því hvorki né neita, að slík vopn séu í skipum, sem koma til ástralskra hafna. David Martin, aðmíráll í ástr- alska sjóhemum, sagði í viðtali við sjónvarpsstöð, að „óhjákvæmilega munu verða kjamorkuvopn í sum- um þessara skipa en það er misskilningur, að einhver hætta stafí af þeim. I því ástandi, sem þau em í um borð, em þau hættu- laus með öllu“. Kim Beazley, vamarmálaráðherra, krafðist þess strax að fá afrit af viðtalinu en vildi þó ekkert um ummælin segja að svo stöddu. Hópur manna, sem kallar sig „Sidney-friðarsveitina", hefur hót- að að efna til mótmæla við hátíða- höldin nk. mánudag en í þeim munu taka þátt 27 herskip frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakk- landi, Kanada, Nýja Sjálandi og , ERLENT Papúa, Nýju Guineu. Frá ástralska sjóhemum verða herskipin 14. NATO-æfingar: Ellefu létust Amsterdam, AP. ELLEFU hermenn féllu í flota- æfingu NATO í september, að því er Sir Richard Hunt, aðmír- áll í flota Bretadrottningar, sagði í gær. Æfingin, sem nefndist Northem Wedding, fór fram á Norðursjó, Norður-Atlantshafi og Noregi. „Slys á mönnum urðu þó minni en búast má við, þegar æfing sem þessi er annars vegar," sagði aðmír- állinn, en í æfingunni tóku þátt herir frá 11 NATO-ríkjum, alls um 150 skip og kafbátar, hundmð flug- véla og um 35.000 hermenn. Aðmírállinn sagði að æfingin hefði, þrátt fyrir slysin, tekist von- um framar og að árangurinn væri mikill. Hann sagði að vel hefði kom- ið í ljós hvemig herir margra þjóða gætu unnið saman undir stjóm her- foringja, með ólíkar skoðanir á hlutunum. Þá sagði hann að reynd hefðu verið ýmisleg ný herbrögð í neðansjávarhernaði, en hann vildi ekki fara nánar út í þá hlið mála. »ú»a. [ ^''5tus„,í“"íi"nferna 4,J?“r VWIJ , ***< i j> Engin mús inn í mitt hús „HÁTÍÐNI HÖGNI" Ver hús þitt fyrir músum, rottum og öörum meindýrum meö hátíðnihljóði (22 kH2 — 65 kH2). Tæki þetta er algjörlega skaölaust mönnum og húsdýrum. Tilvalið fyrir: I fyrirtæki í # sumarbústaði matvælaiðnaði § fiskvinnslur I bændur § heimili ) verslanir Tækin notist innandyra og eru fyrir 220 v Þau eru til í 4 stærðum. Póstsendum C, f ^ jónn Sj. EINHOLTI 2 - SÍMI 91-23150 Flutningatækni , ,Logistics‘ ‘ Nánast daglega þurfa fyrirtæki að taka ákvarðanir sem varða flutninga- tækni. Hér er um að ræða ákvarðanir um innkaup, flutningsleiðir, skipulag á birgðageymslum, kaup á flutningatækjum, birgðastýringu, vörudreifingu o. fl. Þetta eru ákvarðanir sem varða afkomu fyrirtækisins til skamms eða langs tfma. En eru þessar ákvarðanir nægilega vel undirbúnar? Er t. d. tekið tillit til grundvallaratriða í flutningatækni eins og t. d. staðla og einingaflutninga? Er nýjasta tækni notuð? Er kostnaóinum haldið í lágmarki? Var þess gætt að samræma innkaup, framleiðslu, sölu og fjármál viö þessar ákvaröanir? Á þessu námskeiði er einmitt fjallaö um það hvernig á að undirbúa þessar ákvaröanir. Fyrst er fjallað um „hugbúnaöinn“ í logistics. Þátttakendur fræóast um uppruna og markmið í flutningatækni. Einnig um notkun nýjustu tækni og skipulags við lausn flutningatæknilegra vandamála hjá fyrir- tækjum. Einnig er fjallaö um þátt flutninga ( markaössetningu á vörum. Síðan er fjallaö um „vélbúnaðinn11. Það er tækni- búnað, flutningseiningar, lagerinnréttingar o. fl. Að lokum eru þátttakendur undirbúnir fyrir ákvarðanatöku varöandi flutningatækni, þeim er kennt aö gera vöruflæðilíkan fyrir þau fyrirtæki sem þeir starfa í og geta þannig undirbúið hagræðingu í sínu fyrirtæki. Námskeiðið hentar þeim aðilum sem: — Vilja fræöast um flutningatækni almennt. — Langar að kynnast nýjustu flutningatækni. — Starfa viö aó skipuleggja flutningakerfi. — Ætla aö skipuleggja innkaup, birgöastýringu og vörudreifingu betur en nú er gert. — Þurfa að endurskipuleggja birgöageymsluna hjá sér. — Eru að undirbúa fjárfestingu f flutningatækjum, birgðageymslum eða lagerinnréttingum. — Eru að undirbúa útflutning á vörum og vilja framkvæma hann á sem hagkvæmastan hátt. — Vilja tileinka sér þekkingu í fræðigrein sem skilar arði. Flutningatækni. Timi: 13.—15. október, kl. 13.30—17.30. Leiðbeinandi: Thomas Möller hagverkfræóingur frá tækniháskóianum f V.-Berlin. Starfar ( dag sem forstöðumaður landrekstrardeildar Eimskips. Islands Ánanaustum 15-Sími: 6210 66 Stjórnunarfélag Leiðbeinandi: Thomas Möller
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.